Morgunblaðið - 07.05.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 07.05.1996, Síða 1
72 SIÐUR B 102. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Zjúganov vill samning um að niðurstöðum forsetakjörs verði hlítt Jeltsín seg’ir að frestun komi ekki til greina P nnn Pnnf nt* Moskvu, Washington, Bonn. Reuter. Kosningum frestað í KwaZulu Höfðaborg. Reuter. STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku ákváðu í gær að fresta kosningum í KwaZulu-Natal héraðinu, sem fram áttu að fara 29. maí næstkomandi, til loka júnímánaðar. Sögðu tals- menn stjórnarinnar að nýta ætti tím- ann til að reyna að stilla til friðar í héraðinu en mikil ólga hefur verið þar að undanförnu. Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-hreyfingarinnar, sem búist er við að vinni sigur í kosningunum, sagðist í gær fallast á ákvörðun stjórnarinnar en með semingi. But- helezi, sem situr í ríkisstjóm, hafði áður hótað því að segja af sér, yrði kosningunum frestað. Hann kvaðst í gær myndu sitja áfram sem ráð- herra innanríkismála. Síðasta áratuginn hafa yfir 14.000 manns látið lífið í átökum fylgismanna Inkatha og Afríska þjóðarráðsins, fiokks Nelsons Mand- ela, forseta landsins. Segjatalsmenn síðarnefnda flokksins að ofbeldið hafi aukist svo að undanförnu að útilokað sé að tryggja fijálsar og óháðar kosningar. Barist þrátt fyrir vopnahlé BANDARÍSKIR hermenn gripu í gær til vopna til að verja banda- ríska sendiráðið í Monróvíu, höf- uðborg Líberíu. Hörð átök voru í borginni, þrátt fyrir að Charles Taylor, einn stríðsherranna sem takast á í landinu, hefði heitið vopnahléi sem taka átti gildi á hádegi í gær. Þúsundir manna hafa leitað skjóls við bandaríska sendiráðið. A myndinni fylgjast liðsmenn Taylors með andstæð- ingum sínum úr liði Roosevelts Johnsons í miðbæ Monróvíu. Jerusalem. Reuter. ÍSRAELAR vísuðu í gær á bug frétt- um um að myndband, sem fjölmiðlar hafa komist yfír, sýni að þeir hafi gert vísvitandi árás á flóttafólk í búð- um Sameinuðu þjóðanna í Qana í Líbanon sem kostaði 102 menn lífið. Á myndbandinu sést Qarstýrð njósna- flugvél nálægt búðunum þegar árásin var gerð 18. apríl. Myndbandið kom ísraelum í vanda þar sem þeir höfðu, þar til þeim var skýrt frá myndbandinu, neitað því að hafa haft njósnavél yfir svæðinu. ísra- elar hafa nú verið beðnir um að veita Sameinuðu þjóðunum síðar í vikunni nákvæmar upplýsingar um árásina. Shimon Peres, forsætisráðherra, neitaði því að ísraelar hefðu farið með rangt mál þegar þeir sögðust ekki hafa sent njósnavél. „Okkur urðu GENNADI Zjúganov, forsetafram- bjóðandi rússneskra kommúnista, fagnaði í gær heitstrengingum Borís Jeltsíns um að fyrirhuguðum forseta- kosningum í júní yrði ekki frestað. „Við verðum að tryggja að kosning- arnar verði fullkomlega lýðræðisleg- ar og heiðarlegar og jafnframt ættu fulltrúar allra flokka og samtaka að undirrita samkomulag um að niður- stöðu kosninganna verði hlítt,“ sagði Zjúganov. Talsmaður Bandaríkja- stjórnar lýsti ánægju með afstöðu forsetans; færi svo að Rússar kysu kommúnista á forsetastól í fijálsum kosningum væri það mál þeirra. á mistök. Okkur þykir það mjög mið- ur. En við áréttum að þær upplýs- ingar sem við veittum eru réttar." Timur Goksel, talsmaður friðar- gæsluliðs SÞ í Líbanon, sagði hins vegar að upplýsingarnar sem kæmu fram á myndbandinu væru í mótsögn við staðhæfingar ísraela. Stjórnarerindrekar sögðu að mynd- bandið væri á meðal gagna sem byggt væri á í óbirtri skýrslu sem Boutros Boutros-Ghaii, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, óskaði eftir um árásina. Niðurstaða skýrslunnar er að ísraelar hafi gert árásina af ásettu ráði. Að sögn stjómarerindrekanna vilja Bandaríkjamenn ekki að hún verði birt. ■ Sakaðir um vísvitandi árás/22 Yfirmaður lífvarðar Jeltsíns, Alex- ander Korzhakov, mælti á sunnudag með því að kosningunum yrði frestað þar sem hætta væri á átökum í kjöl- far þeirra, hver sem niðurstaðan yrði. Margir stjórnmálaskýrendur álíta að ummæli Korzhakovs hafi verið sétt fram að undirlagi Jeltsíns sjálfs, hann hafi viljað kanna hver viðbrögð- in yrðu án þess að gefa höggstað á sér. Jeltsín snupraði Korzhakov í gær fyrir að skipta sér af stjórnmálum en bætti við að lífvarðarforinginn væri ekki einn um áhyggjur af því að til borgarastyijaldar gæti komið DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kom í gær í þriggja daga heim- sókn til Eistlands. Átti hann við- ræður við Lennart Meri forseta á fyrsta degi heimsóknarinnar og var myndin tekin við upphaf fund- ar þeirra í Kadriorg-kastala. Auk ef Zjúganov ynni. „En ég trúi enn á skynsemi rússneskra kjósenda. Þess vegna munu kosningarnar fara fram samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár- innar“. í viðtali við tímaritið Delovje Ljúdí bað Jeltsín þá sem segðu að of seint væri að hverfa frá umbótastefnu í efnahagsmálum, jafnvel þótt komm- únistar sigruðu í forsetakosningun- um, að hugsa sig um tvisvar. Hann sagði kommúnistaflokkinn vera „flokk hefndarinnar“ og gaf í skyn að kommúnistar gætu einnig bundið enda á lýðræðisumbæturnar_ sem stjórn hans hefur unnið að. „Ég tel þess átti Davíð Oddsson fund með eistneska starfsbróður sínum, Tiit Vahi, Toomas Savi þingforseta og Jaak Tamm borgarstjóra í Tallin. í dag lieldur hann til bæjarins Kuressaare en heimsókninni lýkur síðdegis á morgun. að ekkert geti hindrað öfl sem dreym- ir um fortíðina í að setja sínar eigin reglur ef þeim tekst að ná völdum," sagði forsetinn. Lebed einn á báti Alexander Lebed, fyrrverandi hershöfðingi og forsetaframbjóðandi, lýsti því yfir í gær að allar hugmynd- ir um samstöðu hans með tveim öðr- um frambjóðendum, umbótasinnan- um Grígorí Javlínskí og augnlæknin- um Svjatoslav Fjodorov, væru fjar- stæða og hann hygðist beijast einn. Njósnir í Rússlandi Bretum vísað úr landi London, Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR rússnesku öryggis- þjónustunnar (FSB), er annast gagnnjósnir, skýrði frá því í gær að sendiherra Breta hefðu verið aflient harðorð mótmæli vegna njósna sem rússneskur þegn hefði stundað fyrir bresk stjórnvöld. Yrðu nokkrir bresk- ir sendifulltrúar reknir úr landi vegna málsins. Rússinn á yfir höfði sér dauðadóm fyrir landráð. Grígorí Karasín, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, virtist síðdegis reyna að lægja öldurnar og sagði að atburðir af þessu tagi gætu stundum gerst. Hann sagðist vona að málið hefði ekki slæm áhrif á samskipti Breta og Rússa. Talsmaður FSB, Alexander Zdanovítsj, sagði fyrr um daginn að Rússi hefði verið handtekinn er hann átti fund með manni frá bresku leyni- þjónustunni, MI6. Rússinn hefði unn- ið á stjórnarskrifstofum og haft að- gang að mikilvægum leyniskjölum er tengdust stjórnmálum og varnar- viðbúnaði. Tæki til njósna hefðu fundist á manninum og hann hefði lýst því í smáatriðum hvernig hann hefði verið ráðinn til starfans. Sagði Zdanovítsj Breta nota sendiráðið sem skálka- skjól fyrir njósnir. Fulltrúi utanríkis- ráðuneytisins í London sagði í gær að staðhæfingar stjórnvalda í Moskvu væru „algerlega tilhæfu- lausar“. Mál af þessu tagi hafa verið fátíð síðan kalda stríðinu lauk en í fyrra var rússneskur blaðamaður rekinn frá Bretlandi, sakaður um njósnir. í febrúar var breskum kaupsýslu- manni, er áður hafði starfað fyrir sendiráðið í Moskvu, vísað úr landi og í sama mánuði ráku Rússar úr landi ísraelskan sendiráðsstarfs- mann. Var sagt að hann hefði reynt að kaupa leynileg skjöl af rússnesk- um borgara. VangaveItur/23 Reuter Israelar í vanda vegna blóðbaðsins í Qana Neita ásökun um vísvitandi dráp Reuter Davíð Oddsson í Eistlandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.