Morgunblaðið - 10.05.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 13
Morgunbladið/Margrét Þóra
VEGURINN yfir Oxnadalsheiði lokaðist í gær þegar
aurskriða féll úr gili ofan hans og yfir veginn.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Göngubrú yfir
Glerárstíflu
FYRIRHUGAÐ er að byggja
göngubrú yfir Glerárstíflu en
hún verður þýðingarmikill
hlekkur í göngustígakerfi
bæjarins og mun tengja megin-
göngustíg sem gerður hefur
verið frá Gerðahverfi um
Klettaborgir að Sólborg, göngu-
stígum í Hlíðarhverfi norðan
Glerárstíflunnar.
Framkvæmdastjórn Akur-
eyrarbæjar hefur beint þeim til-
mælum til veitustjómar að Raf-
veita Akureyrar taki þátt í kostn-
aði við brúargerðina og sjái um
hönnun og byggingu brúarinnar
yfir stíflumannvirkið, en stíflan
tengist mjög sögu Rafveitu
Akureyrar. Hún var reist árið
1921 og ári síðar var fyrsta raf-
stöðin á Akureyri tekin í notkun,
en hún var í Glerárgili.
Göngubrúin kom til umræðu
á fundi bæjarstjórnar í vikunni
og þá nefndi Guðmundur Stef-
ánsson, Framsóknarflokki, m.a.
að taka þyrfti til hendi í Gler-
árgilinu, stöðvarhúsin gömiu,
aðveitustokkurinn og fleiri
mannvirki á svæðinu væru að
hruni komin. Þetta væri gott
útivistarsvæði þannig að gera
þyrfti gangskör að því að
hreinsa þar upp, setja upp merk-
ingar og upplýsingar um þá
starfsemi sem þar hefði verið.
AKUREYRI
ÖFLUG hjólaskófla var send á vettvang og
gekk vel að hreinsa aurinn af veginum.
Aurskriða lokaði
veginum yfir
Oxnadalsheiði
Tuttugu
metra breið
skriða yfir
veginn
UM TUTTUGU metra breið aur-
skriða féll yfir þjóðveginn, Skaga-
fjarðarmegin við Giljareiti á Öxna-
dalsheiði snemma í gærmorgun.
Skriðan var um einn metri á þykkt
þar sem hún var þykkust. Vegurinn
lokaðist í um tvo klukkutíma af
þessum sökum.
Gísli Felixson, rekstrarstjóri
Vegagerðarinnar á Sauðárkróki,
sagði að tilkynnt hefði verið um
aurskriðuna skömmu fyrir kl. 7 í
gærmorgun og var þá þegar send
á staðinn öflug hjólaskófla til að
hreinsa veginn, en nokkrir bílar
biðu beggja vegna skriðunnar sem
lokaði veginum.
Hreinsun gekk vel
„Það gekk vel að hreinsa og veg-
urinn var opnaður aftur um hálf-
níu,“ sagði Gísli en í leiðinni var
hreinsað frá ræsum á svæðinu sem
voru að lokast en nokkrar smáspýj-
ur féllu úr hlíðinni og fóru inn í
vegrásirnar.
Enn er klaki í jörðu í fjallinu, en
skriðan hefur farið af stað þegar
þurr jarðvegurinn í kring mettaðist.
Töluverð rigning var á þessum slóð-
um í fyrrinótt og fram eftir morgni,
en um hádegi hafði stytt upp og
hitinn kominn í 13 gráður.
Kjörís opnar sölu-
og dreifíngastöð
Harmað
ef krabba-
meinsleit
leggst af
FUNDUR sem haldinn var í
Félagi íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, Norðausturlandsdeild, ný-
lega harmar að niðurskurður á
fjármagni til heilsugæslustöðv-
arinnar á Akureyri leiði af sér
að leggja þurfi niður krabba-
meinsleit á vegum stöðvarinnar.
„Forvamarstarfið er mjög mikil-
vægt og hefur skilað góðum
árangri í bættri heilsu kvenna.
Forvamarstarf sparar fé og er
þjóðfélagslega hagkvæmt," seg-
ir í ályktun fundarins. Skorað
er á heilbrigðisyfirvöld að sjá til
þess að krabbameinsleit verði
áfram í óbreyttri mynd við heil-
sugæslustöðina á Akureyri.
Sýningin
Orðspor
BIRNA Kristjánsdóttir opnar
sýningu í Galieríi AllraHanda á
morgun, laugardaginn 11. maí,
kl. 15.
Verkin á sýningunni em unn-
in með blandaðri tækni og er
yfirskrift hennar Orðspor. Þau
endurspegla hugsanir um landið,
hverfulleika tímans og spor
mannanna í náttúmnni, en spor-
in em fest á filmu með hefð-
bundinni ísaumstækni.
Birna hefur haldið fjórar
einkasýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga.
Mælt með lyfja-
búð í Sunnuhlíð
BÆJARRÁÐ Akureyrar mælir
með því að Bergþóri Haraldssyni
lyfjafræðingi verði veitt lyfsölu-
leyfi fyrir lyfjabúð í verslunarm-
iðstöðinni Sunnuhlíð í Glerár-
hverfí. Gert er ráð fyrir að KEA
verði rekstraraðili lyfjabúðarinn-
ar en Bergþór faglegur foretöðu-
maður.
KJÖRÍS hefur opnað sölu- og dreif-
ingastöð á Akureyri og mun með því
auka þjónustu við viðskiptavini sína
á Norðurlandi.
Vignir Vignisson veitir sölu- og
dreifingamiðstöðinni forstöðu, en hún
er til húsa í Glerárgötu 32, við
Hvannavelli. Kassagerð Reykjavíkur
keypti húsið af Heildsölu Valdemars
Baldvinssonar í vetur og sagði Vignir
að Kjörís hefði hluta af húsinu undir
sína starfsemi, en þar verður skrif-
stofa, kæliaðstaða auk frystigáma.
„Breytingin er í aðalatriðum sú að
við færum okkur frá umboðssölu yfir
í beina sölu á svæðinu,“ sagði Vignir
en nýja stöðin mun sjá um dreifingu
á Norðurlandi, frá Hvammstanga að
Raufarhöfn.
Viðtökur eru þegar mjög góðar,
en Kjörísbúðir eru margar á svæðinu,
m.a. Shell nesti, Síða, Nýja nætursal-
an, Turninn, Borgarsalan, Videóver
og Videóland. Á Dalvík er Olísskálinn
og Ásvideó með Kjörísbú, Shell í Ól-
afsfírði, Bílaleigan á Húsavík, Bláfell
á Sauðárkróki, Blönduskálinn á
Blönduósi og Kántríbær á Skaga-
strönd. I sumar mun Kjörís brydda
upp á þeirri nýjung að selja ís við
sundlaugina á Akureyri.
I tilefni þess að fyrirtækið hefur
opnað sölu- og dreifíngastöð verður
fólk frá því við Hrísalund kl. 11 á
morgun, laugardag, þar sem gefnir
verða frostpinnar og kubbaspil en kl.
14 færa þeir sig niður á Ráðhústorg
þar sem hægt verður að næla sér í
frostpinna, en þrír frystibílar verða á
torginu.
Til sölu Hafnarstræti 96,
(París) Akureyri
Glæsilegt hús í miðbænum.
Hugsanlegt er að selja einnig klæðaverslun
Sigurðar Guðmundssonar og Blómabúðina Laufás.
Fasteignasalan ehf.,
Gránufélagsgötu 4, Akureyri.
Opið alla virka daga frá kl. 10—12 og 13—17.
Sími 462 1878, myndriti 461 1878.