Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 20

Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996_____________________________ ERLEIMT ALBANÍA var lengi lokaðasta land Evrópu en stökkbreyting hefur átt sér stað í þeim efnum eftir að þjóðin varpaði af sér 45 ára oki kommúnismans. Soga Albanir fijálsræðið í sig, jafnvel hraðar en margar grannþjóð- irnar. Eitt birtingarform þess má sjá hér en myndin var tekin af blokk í bænum Lezha, 64 km norður af höfuðborginni Tir- ana. Þær eru fáar íbúðirnar í húsinu sem ekki eru tengdar gervihnattasjónvarpi. Bandaríkjamenn hóta Kínverjum viðskiptaþvingunum Kínveijar hóta gagnaðgerðum Peking, Tókíó. Reuter. VIÐSKIPTASTRÍÐ kann að vera í uppsiglingu milli Kína og Banda- ríkjanna. Kínveijar sögðust í gær myndu áskilja sér rétt til þess að beita öllum tiltækum gagnráðstöf- unum refsuðu stjórnvöld í Was- hington þeim fyrir að uppfylla ekki ákvæði viðskiptasamkomu- lags ríkjanna frá í febrúar í fyrra um ólögmæta hugverkanotkun. Bandarísk stjórnvöld sögðust í fyrradag myndu birta lista 15. maí yfir kínverskar innflutnings- vörur, að verðmæti þriggja millj- arða dollara, jafnvirði 180 millj- arða króna. Myndu þessar vörur sæta hömlum tækju Kínveijar sig ekki verulega á við að framfylgja ákvæði samkomulagsins frá í fyrra um að uppræta umfangsmikla ólögmæta fjölföldun á bandarískri tónlist, kvikmyndum og tölvufor- ritum. Kínveijar svöruðu í gær og hót- uðu hefndum ef Bandaríkin gripu til viðskiptaþvingana. Ólíklegt er að Evrópusambandið (ESB) grípi til samúðaraðgerða gegn Kínveijum. Sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í fram- kvæmdastjórn ESB, sagði deilu Bandaríkjamanna og Kínveija vera sambandinu nánast óviðkom- andi. Sambandið hefði á sínum tíma gert samskonar samninga við Kínveija og Bandaríkjamenn gerðu í febrúar í fyrra. Vissulega hefði ESB áhyggjur af meintum brotum á birtingar- og höfunda- rétti. Mikilvægara væri þó að hjálpa Kínveijum við að fram- fylgja ákvæðum samkomulagsins. Clinton vongóður Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær vongóður um að tak- ast myndi að leysa deiluna við Kínveija fyrir 15. maí. Að því væri unnið hörðum höndum og sagðist hann ekki sjá fyrir sér við- skiptastríð. Samkeppni um flugfarþega fær á sig nýja mynd ---------V - ■—------- Lúxussalemi í japönskum þotum Tókíó. Reuter. HÖRÐ samkeppni japanskra flug- félaga tekur á sig ýmsar myndir en það nýjasta í þeim efnum þykir jafnframt til marks um að nú hafi ofdekrun flugfélaganna við vænt- anlega farþega náð hámarki. Flugfélagið Japan Airlines (JAL) sagðist í gær myndu auka á þægindi farþega frá og með júlí er ný salerni verða tekin í notkun í Boeing 747-400 þotum félagsins. Komið verður fyrir mun stærra og þægilegra klósetti á saleminu, tónlist liðast þar úr hljómpípum og gylltir kranar prýða handlaug- ar. Speglar verða á þremur veggj- um og aukinheldur verður gluggi á klefanum svo menn geti notið útsýnis er þeir ganga örna sinna. Salernisherbergið nýja er 50% rýmra en þau gömlu og er ekki af ódýrari gerðinni. Hvert þeirra kostar félagið 10 milljónir jena, jafnvirði 6,4 milljóna króna. Nýju salernin verða fyrst um sinn í fjórum Boeing-breiðþotum sem JAL-félagið notar á helstu alþjóðaleiðum sínum. Fyrst um sinn verða þau einvörðungu fyrir farþega á fyrsta farrými en áform eru um að síðar verði lúxussalerni einnig á hinum tveimur farrýmun- um, kaupsýsluklassa og almenn- ingi. Keppinautar taka við sér Helstu keppinautar JAL, All Nippon Airways (ANA) og Japan Air System (JAS), sögðu að far- þegar JAL væru ekki þeir einu sem njóta myndu aukinna salernisþæg- inda. Lúxussalemi yrðu einnig á fyrsta farrými í nýjum Boeing-777 flugvélum ANA, sem er stærsta félagið í innanlandsflugi í Japan. Stórir speglar yrðu á veggjum og handlaugar úr marmaralíki. JAS er þriðja stærsta flugfélag Japans og tók það nýverið upp á að bjóða upp á sérstök kvennasal- erni í vélum sínum. „Farþegar hafa tekið þessu nýmæli mjög vel. Þegar við tókum þessi salerni í notkun um miðjan mars mynduð- ust langar biðraðir við þau,“ sagði talsmaður JAS. „Andlitslyfting hvers salernis kostaði aðeins um 40.000 jen [25 þúsund krónur] og hugmyndin hitti í mark,“ bætti hann við. Á síðasta áratug átti sér stað mikið æði í Japan er þarlendar stórverslanir hófu hörku kapp- hlaup um viðskiptavini með því að gera salerni sín sem glæsilegust úr garði. Framkvæmdastjórn ESB leggur til að dregið verði úr útflutningsbanni Andstaða í Þýskalandi við að aflétta banninu Bonn. Keutcr. ÓLÍKLEGT er að Þýskaland sam- þykki tillögu framkvæmdastjómar Evrópusambandsins (ESB), sem lögð var fram á miðvikudag, um að aflétta útflutningsbanni á breskum nautgripaafurðum, sam- kvæmt heimildum innan þýsku stjómarinnar. „Bretar hafa ekki fundið ásætt- anlega lausn í baráttunni gegn kúariðu,“ sagði heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar. „Við sjáum ekki fram á hvemig Þýska- land eigi að geta fallist á að bann- inu verði aflétt fyrr en að Bretar hafa lagt fram sannfærandi áætl- un.“ Taldi hann líklegt að afstaða annarra ESB-ríkja yrði svipuð. Framkvæmdastjómin lagði á miðvikudag fram tillögu um að útflutningur á einstaka nautgripa- afurðum yrði leyfður og verður hún lögð fyrir dýralæknanefnd sambandsins í næstu viku. Þýski heimildarmaðurinn sagði tillögu framkvæmdastjórnarinnar hafa verið lagðar fram í „kurteisis- skyni“. „Þetta var það minnsta sem hún gat gert en það er ekki þar með sagt að hún verði sam- þykkt.“ Embættismenn hjá fram- kvæmdastjóminni létu sömuleiðis í ljós efasemdir um að tillagan næði fram að ganga. Einn aðstoðarmanna Johns Majors, forsætisráðherra Bret- lands, sagði að Major hefði ritað Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjórnarinnar, bréf þar sem að hann ræðir hugsanlega möguleika til lausnar á deilunni. Leggur hann m.a. til að haldinn verði sérstakur leiðtogafundur um málið. Samtök breskra bænda fögnuðu tillögu framkvæmdastjórnarinnar en ítrekuðu jafnframt andstöðu sína við bannið í heild. „Bannið var óþarft,“ sagði talsmaður sam- takanna. Reuter Samstarf ESB og Kína KÍNA og Evrópusambandið und- irrituðu í vikunni samning um aukin viðskipti og samstarf. Evr- ópusambandið mun meðal annars veita Kínverjum fræðslu um vernd hugverkaréttinda og að- stoða þá við endurbætur í mjólk- uriðnaði, svo dæmi séu nefnd. Hér skála Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskipti í fram- kvæmdastjórn ESB, og Li Lanq- ing, varaforsætisráðherra Kína, fyrir samningnum. Aðild Kína að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) bar á góma í heimsókn Brittans og sagði hann ESB styðja að Kina fengi inngöngu í stofnunina eins fljótt og auðið væri, en það yrði þá að uppfylla nauðsynleg skilyrði. Talsmenn kinverskra stjórnvalda sökuðu vestræn ríki hins vegar um að gera alltof strangar kröfur til Kínverja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.