Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 33

Morgunblaðið - 10.05.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 33 Þekking og byggð Hin nýja byggðastefna í ÞESSARI grein verður reynt að gera grein fyrir nýrri þróun sem er að verða í samskiptum Háskóla íslands og landsbyggðarinnar. Há- skólinn hefur eflst og er orðinn sterkur, einkum á sviðum þar sem vaxið hafa öflugir rann- sóknahópar. Til þess að sinna skyldu þarf Há- skóli íslands að horfa út til atvinnulífsins á landsbyggðinni. Um það verða nefnd nokkur dæmi. Atvinnulífið hefur einnig eflst að sama skapi. Nú sjást þess greinilega merki að framlag fyrirtækja til rannsókna og þróunar hefur aukist. Framlag fyrirtækja til rannsókna og þróunar vex nú u.þ.b. tvöfalt hraðar hér á landi en í nágranria- löndunum. Sum fyrir- tæki eru orðin þekkingarmiðstöðvar á sínum sviðum og slá stofnununum við. Þekkingin er orðin mikilvæg- asta auðlindin. í starfsemi Rannsóknarráðs hef- ur verið reynt að efla verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman. Þetta er af tvennum toga: Annars vegar þegar háskóli eða rannsóknastofnun miðlar þekkingu út í fyrirtæki; Hins vegar þegar fyrirtæki setja fram óskir við Há- skóla eða stofnun um þróun vöru sem tekur mið af nýrri þörf eða aðstæðum markaðarins. Ég er þeirrar skoðunar að síðari kostur- inn, þar sem atvinnulífið dregur vagninn, lýsi að jafnaði þróaðra iðnsamfélagi. Hátæknisamfélagið verður ekki borið af einyrkjabú- skap. Það krefst samvinnu milli aðila. Byggðaháskóli íslands Á þessu -stigi iðnþróunar íslensks samfélags er mikils um vert að hin- ar miðlægu stofnanir horfí einnig út til landsbyggðarinnar og stuðli þar að rannsóknar- og þróunar- starfi með frumkvæði heimamanna. Stöldrum ögn við og skoðum nokkr- ar nýjungar í byggðastarfi Háskóla Islands í stuttri ferð um landið. I Vestmannaeyjum hefur Rann- sóknasetur Háskóla íslands þar sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjum hefur aðsetur og útibú Hafró sömuleiðis, áorkað að mynda nógu stóran hóp til þess að geta orðið lyftistöng í atvinnulífinu. Nú hefur verið stofnað Þróunarfé- lag Vestmannaeyja í samstarfi bæj- arins, setursins og atvinnulífsins. Háskólinn hefur verið í samvinnu við Samband sveitarfélaga á Suður- landi og atvinnuþróunarsjóð Suður- lands sem nú er að leiða til fyrstu sporanna í verkefninu „Suðurland 2000“. Þar er horft til nýrrar aldar um þróun atvinnu- og mannlífs á Suðurlandi á næstu áratugum. Á Suðurlandi er hafið verkefni á sviði jarðskjálftaverkfræði í samvinnu HI og heimamanna. I Fræðasetrinu í Sandgerði hefur byggst upp áhugaverð starfsemi sem upphaflega var tengd svoköll- uðu fjölstofna verkefni, rannsókn- um á botndýrum á íslandsmiðum og tengslum við fiskistofna. Ný stjórn Byggðastofnunar hefur skynjað þörfina fyrir hlutverk þekk- ingar í byggðaþróun mjög vel. Þetta sést í nýrri stefnumótun stofnunar- innar. Þannig er nú t.d. í uppsigl- ingu nýtt verkefni um miðlun þekk- ingar til landsbyggðarinnar sem á rætur í suðurlandsverkefninu og hlotið hefur stuðning frá Brussel. Verkefnið er mótað í samráði við Kynningarmiðstöð Evróþurann- sókna í Tæknigarði. Hugmyndin er að fá sérfræðinga frá fyrirtækjum í Evrópu til þess að taka þátt í þekkingarmiðlun milli fyrirtækja og til fyrirtækja á Suðurlandi og norð- Urlandi vestra. Markmiðið er að búa betur í haginn fyrir frumkvæði og nýsköpun í byggðum landsins í Skagafirði hefur þekkingarm- iðlun og samvinna einmitt tekist vel og má nefna fisk- eldisverkefni eins og Máka hf. RKS Skynj- aratækni sem sérhæf- ir sig í öryggisskynj- urum fyrir kælimiðla. Ekki má gleyma mik- ilvægum þætti Hvan- neyrar- og Hólaskóla fræðslu og þróun ýmiss konar landbún- aðartækni á lands- byggðinni. Þar eru dæmi um sterka stoð- aðila í héraði. Enn má efla tengsl þessara stofnana við háskól- ana. Að lokum má nefna að sumarskóli í eigu einkafyrirtækja á sviði útflutnings er ráðgerður á Sauðárkróki í sumar. Ef við flytjum okkur um set í umfjölluninni má nefna að háskóla- menn hafa rætt við Vestfirðinga og menn fýsir að koma á fót þróun- arvettvangi á sviði matvælafræði rækjuvinnslu, nýrra efna í skipa- smíðum o.fl. Háskólarektor hefur nefnt há- skóla Borgarfjarðar og átt þar við samvinnu Hvanneyrar, Samvinnu- háskólans, Kennaraháskólans og Snorrastofu í Reykholti. Hann hefur einnig hvatt til þess að héruð Iands- ins veldu sína bestu skóla o'g rækju Marka þarf nýja stefnu, segir Þorsteinn I. Sig- fússon, og hefja sam- eiginiega starfsemi sem sérstaklega hugi að þekkingu sem auðlind við uppbyggingu lands- byggðarinnar. þar starfsmenntunarnám á háskóla- stigi. í því sambandi mætti efla þátt Endurmenntunarstofnunar í samvinnu við heimaaðila. Háskólinn á Akureyri í umfjöllun af því tagi sem hér er á prenti væri óeðlilegt annað en að skoða áhrif Háskólans á Akur- eyri á atvinnulíf þar. Mín skoðun er sú að þar hafi vel til tekist og að þar eigi við alveg sömu rök og ég hefi lagt fram frá sjónarmiði Háskóla íslands. Rannsóknastofn- anir landbúnaðarins og fiskiðnaðar- ins, Iðntæknistofnun og Hafró hafa tengst norður og er það vel. Þar er einnig eitt af setrum Náttúru- fræðastofnunar íslands. Ánægju- legt verður að fylgjast með þróun- inni fyrir norðan. Hafa ber í huga að samnýta kraftana eins og unnt er. Á Akureyri er mikill frumkraft- ur sköpunar í háskólastarfinu sem er aðdáunarverður. HA hefur einnig lagt áherslu á menntun sem tekur mið af starfsaðstöðu úti á landi, sbr. hjúkrunarfræði og kennara- nám. Eg legg eindregið til að Há- skóli íslands og Háskólinn á Akur- eyri snúi bökúm saman í starfí þar sem því verður við komið. Æskilegt væri að skólarnir gerðu samning um samvinnu á völdum sviðum. Það er auðvitað ekkert óeðlilegt að ákveðin spenna geti ríkt í sam- skiptum þessara tveggja stofnana vegna samkeppninnar um takmark- að fjármagn. Mikilvægt er hins veg- ar að yfirvöld menntamála leggi vandaða vinnu í að stýra þróun beggja stofnana þannig að mesta hagræðing fái notið sín og að fjár- festing skattfjár nýtist sem best. Stofnun Háskólans á Akureyri með þeim hætti sem varð hefði hins vegar þurft að fylgja veruleg aukn- ing í fjárframlögum til háskóla- stigsins. Áður en við kveðjum Norðurland er nauðsynlegt að minna á að mikil- væg vinna hefur verið lögð í rann- sóknir á Mývatnssvæðinu þar sem Líffræðistofnun Háskóla íslands rekur rannsóknastöð sem reynst hefur mikilvæg við þekkingaröflun í hinu viðkvæma vistkerfi vatnsins. Þegar enn er horft lengra austur á land má segja að Austurland og svæðið austur og suður um jökla sé afskipt varðandi samskipti við þekkingarumhverfið „fyrir sunn- an“. Byggðastofnun hefur haft ákveðið frumkvæði í eflingu iðnþró- unar á Austurlandi og nú er rætt um eins konar tæknigarð fyrir aust- an eftir blönduðum fyrirmyndum úr öðrum landshlutum. Háskólinn og heimamenn í Austur-Skaftafells- sýslu kanna nú möguleika á sam- starfi á Kvískeijum þar sem um- hverfi náttúruperlunnar Vatnajök- uls yrði yrkisefni. Lokaorð Enn má efla þetta starf. Mig langar til að varpa fram þeirri hug- mynd að Byggðastofnun, háskól- arnir, rannsóknastofnanir atvinnu- lífsins og ef til vill valdir sérskólar, marki nýja stefnu og hefji sameigin- lega starfsemi sem sérstaklega hugi að þekkingu sem auðlind við upp- byggingu landsbyggðarinnar. I því sambandi er mikilvægt að greina þá þekkingu sem fyrir er í fyrirtækjum í héraði. Mér fínnst eftirtektarvert hversu mikil þekking er á mörgum sviðum í öflugum fyr- irtækjum landsbyggðarinnar. Snemma á næsta ári munu fyrstu hugmyndir úr samevrópska verk- efninu um skipulag þekkingarmiðl- unar á landsbyggðinni vonandi liggja fyrir. I samantekt vil ég segja þetta: Nýtt tímabil er runnið upp í þekk- ingarmiðlun og virkjun þekkingar á landsbyggðinni. Raunveruleg byggðastefna þarf að byggja á efl- ingu þess starfs sem nú er unnið. Sú byggðastefna styrkir miðstöðvar þekkingar úti á landi í hæfilegu sambandi við háskóla og rann- sóknastofnanir. Hún leiðir til flutn- ings fólks með mismunandi mennt- un og þjálfun út á land. Hér er fólginn lykillinn að samkeppnis- hæfni landsbyggðarinnar. Höfundur er prófessor við Raunvísindadeild Háskóla íslands og framkvæmdastjóri Verkfræðistofnunar. Gœðavara Gjafavara malar og kaffistell. ffeim Allii veróllokkai. ^ m.a. ( VERSLUNIN Laugtwegi 52, s. 562 4244. Heimsfræqii hönnuðir m.a. Gianni Versace. Þorsteinn I. Sigfússon „Með því að veita mér meðmæli ertu að auka líkur á að ég fullnægi skil- yrðum um nægan tjölda meðmæl- enda fyrir 24. maí næstkomandi og það gæti sfðan leitt til þess að ég verði forsetaefni og verði þannig raunhæfur valkostur um hugsanlegan næsta GuðmnduR Rapn Gemöal væntanlegur forsetaframbjóðandi forseta okkar. Þó svo að ég verði ef til vill ekki kjörinn sem slíkur, hefur framboð mitt áhrif á heildarumræðuna um hvemig við sjáum fyrir okkur forsetaembættið. Vilt þú andlega þenkjandi mann, sem er hlutlaus í stjómmálum og vill íhuga leiðir til að þjóðfélag okkar geti þróast á hærra svið'? Ef svo er máttu skrifa undir yfirlýsingu þá sem hér fylgir og senda hana til mín: Yfirlýsing: Ég undirrituð/-aður mæli með Guðmundi Rafni Geirdal sem forsetaefni við kjör til forseta íslands sem fram á að fara þann 29. júní 1996: N.afn ----------------------------------------------------------- Lögheimili_______________________________________________________ Kennitala __________________ ■ _________ Sendist til: Guðmundur Rafn Geirdal, Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík. (S. 567 8921, s. 567 8922, fs. 897 2350, bt. 846 5015, fax 567 8923).“ STEINAR WAAGE Tökum á móti notuðum skóm til handa bágstöddum Stærðir: 36-46 Litir: Hvítt, svart, blátt Liðamótasóii 5% staógreiðsluafsláttur * Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE/ SKÓVERSLUN / SÍMI 551 8519 <P V T oppskórinn steinarwaage/ Velfusundi v/lngólfsforg SKÓVERSLUN 4? Sími 552 1212 SIMI 568 9212 SYNING AS/400 PowerPC hugbúnaðarlausnir og kynning á nýjungum frá IBM Dagana 14.-15. mai nk. mun Nýherji hf. halda sýningu á IBM AS/400 PowerPC hugbúnaðarlausnum í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtaekin Almennu kerfis- fræðistofuna hf., Ferli efh., Forritun sf., Kerfi hf., Miðverk hf., Tákn hf. og Tölvubankann hf. Auk hugbúnaðarlausna verða til sýnis nýjungar í IBM einmenningstölvum, fartölvum og netþjónum sem Nýherji hf. og iBM munu kynna. Sýningin veröur haldin á Crand Hótel Revkjavík og stendur vfir frá kl. 10:00- 18:00 báða dagana. Meðan á sýningunni stendur verður boðiö upp á eftirfarandi kynningar í ráðstefnusal sem staðsettur er í kjallara hótelsins. ÞriSjudagur 14. mai kl. 13:00-14:00 Internetiðog AS/4Ö0tengingar Davld Browne, sérfræðlngur frá IMS/UK kl. 14:00-17:00 .Networkcentriccomputing" (Netlægtölvuvinnsla) Ken Batty. frá IBM UK (Höfundur.Open Systems - the reallty") Mlðvlkudaguri5.maí kl. 10:00-11:00 IBM netpjónar - almenn kvnning Frode Klæboe, frá IBM Danmörku kl. 11:00-12:00 IBM netþjónar - tæknileg umfjöllun Frode Klæboe, frá IBM DanmörKu kl. 13:15-14:15 kl. 14:20-15:50 kl. 16:00-17:00 Hugbúnaöarstefna ibm og staða concorde fyrir AS/400 Jón Vignlr Karlsson og Ragnar C. Elriksson frá Nýherja hf. IBM PC og Aptiva - M/chae/ Brodegaard, frá IBM Danmðrku ibm fartölvur - Nlgel Ralph, frá IBM UK Erlendlr fyrlrlesarar flytja mál sltt á ensku. Synlngln og fyrlriestrar eru öllum opnlr. Hér er klörlð tæklfærl að sjá og heyra um nýjungar i IBM tólvuumhverf inu. Á <o> NÝHERJI s w „4tl3iita1596'v IBM IttflNH Allflt STVHKTftBADHI DtYMPÍUlEIWIUIHIi I HTlfiNiú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.