Morgunblaðið - 04.06.1996, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins samþykkja að auka hlut Evrópu
Samkomulagið tal-
ið efla stöðu NATO
Reuter
WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, (t.v.)
ræðir við Javier Solana, framkvæmdastjóra NATO, í Berlín í gær.
SAMKOMULAG utanríkisráðherra
ríkja Atlantshafsbandalagsins
(NATO) á fundi þeirra í Beriín í gær
um að gera hlut Evrópuríkja í banda-
laginu meiri þykir sögulegt og er
sagt tryggja að NATO verði mikil-
vægasta varnarbandalag Evrópu
langt fram á næstu öld.
„Getnaðurinn hefur verið erfiður,
fæðingin verður sársaukafull, en
þetta er vissulega sögulegur dagur,“
sagði ónefndur stjórnarerindreki eft-
ir að ráðherrarnir höfðu gengið frá
samkomulaginu. Það hefur í för með
sér að NATO mun ekki lengur ein-
skorðast við hið hefðbundna varnar-
hlutverk, sem það var stofnað til að
gegna í upphafi kalda stríðsins, held-
ur starfa í samræmi við breytta
stöðu mála í Evrópu.
Mun þá verða hægt að beita
NATO til friðargæslu eins og nú er
til dæmis gert í Bosníu og einnig
bregðast við hættuástandi, sem
kynni að skapast í Evrópu.
Sveigjanlegra og pólitískara
bandalag
Með þessu samkomulagi verður
bandalagið í raun sveigjanlegra og
um leið pólitískara því að í stað þess
að bregðast við áreiti gæti þurft að
meta stöðu utan bandaiagsríkis og
ákveða hvort grípa eigi til aðgerða.
Áhersla var lögð á að mikilvægi
tengslanna yfir Atlantshafið, en um
leið gert ráð fyrir uppbyggingu evr-
ópskrar stoðar varnarsamstarfsins.
„Þetta samkomulag er mikilvægt
að því leytinu til að allar aðgerðir,
sem verður farið í á vegum þessara
landa verða undir stjórn Átlants-
hafsbandalagsins en ekki annarra
stofnana," sagði Halldór Ásgríms-
son, utanríkisráðherra íslands, sem
sat fundinn í Berlín. „Það er hins
vegar ljóst að einstök ríki geta farið
út í aðgerðir, til dæmis án þátttöku
Bandaríkjanna, en það verður þá
fyrst undir stjórn Atlantshafsbanda-
lagsins. Það var líka mikilvægt á
þessum fundi að hér staðfestu
Bandaríkjamenn skuldbindingar sín-
ar í öryggismálum Evrópu og tengsl-
in yfir Atlantshafið munu halda
áfram, sem skiptir mjög miklu máli.“
Eina trúverðuga aflið
„NATO heldur áfram að vera eina
trúverðuga aflið hvað varðar hernað-
araðgerðir og aðrar aðgerð-
ir . . . og það er ekki lengur um-
deilt að NATO starfi utan [banda-
lagsríkjanna],“ sagði Malcolm Rif-
kind, utanríkisráðherra Bretlands.
Rifkind sagði að þetta samkomu-
lag sýndi að áróður Frakka fyrir því
að Vestur-Evrópusambandið (VES)
verði þungamiðja sjálfstæðs fram-
lags Evrópuríkjanna til varnarsam-
starfsins hefði ekki staðist tímans
tönn. Hlut VES yrði í hóf stillt og
því bæri að fagna.
Dudley Smith, forseti þingmanna-
samkomu VES, sem kom saman í
París í gær, sagði samkomulag Ber-
línarfundarins sýndi hins vegar að
VES nyti aukinnar viðurkenningar
og gegndi stærra hlutverki en áður.
Samkvæmt samkomulaginu
munu Evrópuríki nú geta notað her-
gögn NATO til aðgerða án þess að
Bandaríkjamenn eigi hlut að máli.
Ekki hefur verið gengið frá því
hvernig þessar breytingar verða í
framkvæmd og var hernaðarsér-
fræðingum var falið að ganga frá
þeirri hlið mála. Þess má þó geta
að Michael Poitillo, varnarmálaráð-
herra Bretlands, mæltist til þess í
París að hersveitir, sem notaðar yrðu
til sérevrópskra aðgerða, mundu æfa
með öðrum hersveitum NATO og
yrði ekki stíað frá þeim. Best væri
að „velja golfkylfurnar úr golfpokan-
um eftir þörfum".
Halldór Ásgrímsson kvaðst telja
niðurstöðu Berlínarfundarins hag-
stæða íslendingum.
„Það er mikilvægt fyrir okkur
Islendinga að samstarfið yfir Atl-
antshafið skuli halda áfram og að
sjálfsögðu er það einnig mikilvægt
fyrir okkur að varðveita frið í Evr-
ópu. Það skiptir meginmáli að stofn-
un, sem við höfum átt aðild að frá
upphafi, skuli skila þessum árangri
og við skulum vera þátttakendur í
því,“ sagði Halldór. „Eg tel að þetta
tryggi mun betur frið í okkar heims-
hluta og eins skiptir stækkun banda-
lagsins máli fyrir okkur og sú sam-
vinna, sem á sér stað við Eystrasalts-
ríkin og Mið- og A-Evrópuríkin.“
I yfirlýsingu ráðherrafundarins er
sérstaklega minnst á stækkun
NATO, en það mál verður sennilega
ofarlega á baugi þegar Jevgení
Prímakov, utanríkis ráðherra Rúss-
lands, hittir ráðherrana.
Norðurlönd nefna
Eystrasaltsríkin
Ráðherrar Norðurlandanna
þriggja í NATO tóku þátt í umræð-
unni um stækkun NATO.
„Við höfum allir minnst á Eystra-
saltsríkin hér í dag,“ sagði Halldór.
„Það er hins vegar engin launung
að það er mjög víðtæk skoðun hér
að Mið-Evrópuríkin sú lengra komin
í að aðlaga sín mál að starfsemi
Atlantshafsbandalagsins, en það
hefur engin ákvörðun verið tekin um
það hvaða ríki fái inngöngu, en það
liggur alveg ljóst fyrir að Eystra-
saltsríkin eru meðal þeirra ríkja, sem
eru viðræður við um inngöngu í
bandalagið."
Netanyahu hvetur araba til „friðar með öryg-gi“
Bandaríkin kunna að
endurskoða stefnuna
Jerúsalem. Reuter.
Reuter
BENJAMIN Netanyahu skálar við félaga sína í stjórn Likud
bandalagsins á fyrsta fundi þess eftir kosningasigurinn.
„FRIÐUR með öryggi" voru ein-
kunnarorð sigurræðu Benjamins
Netanyahu, nýkjörins forsætisráð-
herra Israels á sunnudag. Hörð við-
brögð hafa verið við ræðunni, Warr-
en Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði á sunnudags-
kvöld að vera kynni að Bandaríkja-
menn yrðu að endurskoða stefnu
sína í málefnum Mið-Austurlanda í
ljósi úrslita kosninganna I ísrael,
en það væri þó enn of snemmt að
segja til um það. Heimildarmenn
innan Likud segja að Netanyahu
vonist til þess að geta kynnt ríkis-
stjóm sína þann 17. þessa mánaðar.
í ræðunni hvatti Netanyahu
araba til þess að „taka þátt í friðar-
hringnum". Sagði hann væntanlega
stjórn sína hyggjast halda áfram
viðræðum við alla nágranna sína
til að ná „stöðugum friði, raunveru-
legum friði, friði með öryggi“. Hef-
ur hann átt fundi með sendiherra
Egyptalands til að leggja drög að
fundi hans og Hosni Mubaraks
Egyptalandsforseta.
Palestínumenn hafa gagnrýnt
ræðu Netanyahus, og segja hann
hafa af ásettu ráði sleppt því að
minnast á Frelsissamtök Palestínu-
manna, PLO, heldur látið sér nægja
að tala um Palestínumenn. Með því
virði hann að vettugi viðurkenningu
fráfarandi ríkisstjómar á því að
PLO fari með umboð fyrir palest-
ínsku þjóðina.
I ræðu sinni minntist Netanyahu
stuttlega á stöðu Jerúsalem og ít-
rekaði yfirlýsingar um að henni
yrði aldrei skipt. Fögnuðu stuðn-
ingsmenn hans ákaflega, söngluðu
gælunafn hans „Bibi“ og kölluðu
hann „Konung ísraels".
Bandaríkjamenn bíða og sjá
Christopher lét orð sín um mögu-
leika á breyttri stefnu falla eftir
að hann hafði rætt við Netanyahu
í síma. Fullvissaði forsætisráðherr-
ann Christopher um að hann myndi
vinna að friði í Mið-Austurlöndum.
„Við verðum að komast að því hver
viðhorf hans eru. Hann mun þróa
stefnu sína eftir því sem á líður og
þangað til getum við ekki breytt
stefnu okkar. Það væri of snemmt,"
sagði Christopher.
Hann hafði áður lýst því yfir í
samtali við CBS-sjónvarpsstöðina
að hann teldi bandarísku stjórnina
verða að „aðlaga stefnu sina núver-
andi ástandi". Sagði Christopher
að enn hefði engin breyting orðið
á þeirri stefnu Bandaríkjanna að
landnám gyðinga á hemumdu
svæðunum stæði í vegi fyrir friði.
Stjórnarmyndun Likud og
Verkamannaflokksins ólíkleg
Nýkjörið þing kemur saman þann
17. júní nk. og segja heimildarmenn
innan Likud-bandalagsins að Net-
anyahu vonist til þess að þá liggi
fyrir málefnasamningur og ráð-
herralisti nýrrar ríkisstjómar.
Stjórnmálaskýrendur segja að
hans bíði ekki erfitt verk, þar sem
tiltölulega auðvelt verði að fá flokka
heittrúarmanna til að styðja stjórn-
ina. Þó að Netanyahu muni án efa
efna loforð sitt að kanna möguleika
á stjórn með Verkamannaflokkn-
um, sé afar ólíklegt að af slíkri
stjórn verði.
Slóvakía á ekki
aðildina vísa
Brussel. Reuter.
HANS van den Broek, sem fer með
utanríkismál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, sagði í gær að
ríki þau er sótt hefðu um aðild að
sambandinu mættu ekki ganga út
frá því sem vísu að fá aðild óháð
því hversu vel hefði verið staðið að
undirbúningi aðildar.
Van den Broek lýstu þessu yfir
á fundi sameiginlegrar þingmanna-
nefndar Evrópusambandsins og Sló-
vakíu. Slóvakía er eitt níu fyrrum
kommúnistaríkja, sem hefur hug á
ESB-aðild, og sagði van den Broek
að Slóvakar hefðu dregist aftur úr
hvað undirbúning varðar.
„Slóvakar verða að hraða umbót-
um ef þeir hafa hug á því að ger-
ast fullgildir aðilar að Evrópusam-
bandinu," sagði van den Broek og
lýsti jafnframt yfír áhyggjum af
stöðu minnihlutahópa í landinu.
Hann sagði að auka yrði vernd
minnihlutahópa og flýta efnahags-
JL^ÍÉL
EVRÓPA^
legum umbótum og einkavæðingu.
„Fulltrúar Slóvakíu biðja okkur
oft um að sýna því skilning að lýð-
ræðið sé ungt í ríki þeirra. Slóvakía
er hins vegar ekki eina unga lýðræð-
isríkið ... og lög af þessu tagi stuðla
ekki að því að auka traust né held-
ur treysta þau hinar viðkvæmu ræt-
ur lýðræðisins," sagði hann.
Van den Broek, sem einnig átti
fund með Josef Kalman, forsætis-
ráðherra Slóvakíu, í gær, sagði að
það væru alvarleg mistök ef Slóvak-
ía eða eitthvert annað ríki teldi sig
geta gengið að aðild vísri þó svo
að ríkið væri ekki undir aðild búið.
>
Aætlun um upp-
rætingu kúariðu
Luxemborg. Reuter.
DOUGLAS Hogg, landbúnaðarráð-
herra Bretlands, lagði í gær fram
umfangsmikla áætlun um að upp-
ræta kúariðu í landinu. Meðal ann-
ars verður það talið glæpsamlegt
athæfi að nota kjöt- eða beinamjöl
í dýrafóður. Verður allt mjöl af
þessu tagi gert upptækt á næstu
tveimur mánuðum.
ekki settar í sóttkví, heldur slátrað.
Hogg kvaðst vona, að áætlunin
dygði til að bann við útflutningi
breskra nautgripaafurða yrði af-
numið en talið er, að einni milljón
nautgripa verði slátrað á fyrsta ári
aðgerðanna gegn kúariðunni. Auk
þess verður eftirlit með starfsemi
sláturhúsa stórhert.
Hogg sagði, að eini munurinn á
þessari áætlun og þeirri, sem evr-
ópsk dýralæknisyfírvöld höfnuðu
fyrir hálfum mánuði, væri sá, að
nú væru grunsamlegar skepnur
Kúariðutilfellin voru flest á árinu
1992, 36.681, en vonast er til, að
þau verði ekki nema um 8.000 á
þessu ári.