Morgunblaðið - 26.06.1996, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
b
i
Dómsmálaráðherra kynnir skýrslu um átak í ávana- og fikniefnamálum | Launabæt- \
Stofnun Afbrota- og vímu-
vamaráðs undirbúin
ur greidd-
ar 1 juli
DÓMSMÁLARÁÐHERRA kynnti
nýja skýrslu og tillögur um átak í
ávana- og fíkniefnavömum fyrir
ríkisstjórninni í gærmorgun.
Skýrslan er unnin af verkefnis-
stjórn dómsmálaráðuneytisins í
ávana- og fíkniefnavömum og hef-
ur að geyma lýsingar á þeim atrið-
um sem verkefnisstjórnin telur að
sé nauðsynlegt að taka á, og beinar
tillögur til úrbóta.
Tillögurnar em í átta liðum. Lagt
er til að ríkisstjórnin marki nú þeg-
ar samræmda stefnu í áfengis- og
vímuefnavörnum og afbrotavörn-
um. í framhaldi af þeirri stefnu-
mörkun er lagt til að hafinn verði
undirbúningur að stofnun Afbrota-
og vímuvarnaráðs. Ennfremur er
lagt til að lögreglan starfi mark-
visst að því að virkja og vinna með
foreldrum að áfengis- og fíkniefna-
vörnum.
Samvinna löggæslu og
tollyfirvalda efld
Ýmsar breytingar eru lagðar til
á almennum hegningarlögum, lög-
ræðislögum og áfengislögum. Gert
er ráð fyrir að hraðað verði undir-
búningi að staðfestingu fíkniefna-
samnings Sameinuðu þjóðanna og
að ávana- og fíkniefnadeild lögregl-
unnar verði efld sem og samvinna
löggæslu og tollyfirvalda. Að síð-
ustu er lagt til að brotamenn sem
jafnframt eru háðir neyslu ávana-
og fíkniefna eigi kost á að ljúka
síðustu vikum afplánunar í meðferð.
Verkefnisstjórnina skipa þau
Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlög-
maður, verkefnisstjóri, Björgvin
Stefánsson og Sigurður Orri Jóns-
son framhaldsskólanemar, Erlendur
Baldursson afbrotafræðingur, Jón
Hákon Magnússon bæjarfulltrúi,
Kristján I. Kristjánssop lögreglu-
fulltrúi og Ómar Smári Armannsson
aðstoðaryfírlögregluþjónn.
Að sögn Þorsteins Pálssonar
dómsmálaráðherra mun ríkisstjóm-
in fjalla um skýrsluna á næsta
reglulega fundi sínum og taka
ákvarðanir um hvemig unnið verður
með einstakar tillögur í framhaldi
af því.
Ekki fleiri skýrslur
„Auðvitað hefur verið fjallað um
þessi mál lengi og margt af því sem
þarna kemur fram hefur verið nefnt
áður. Þetta er sett fram núna sem
ákveðnar tillögur sem ég vona að
verði unnt að hrinda í framkvæmd.
Það sem máli skiptir nú er að það
verði ekki fleiri skýrslur heldur
framkvæmdir," segir Þorsteinn
Pálsson ennfremur.
Samþykkt
að byggja
sundlaugar
í Grafarvogi
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi sínum í gær að hefja
hönnun á sundlaugum við
íþróttamiðstöðina í Grafarvogi.
Um er að ræða 25 metra úti-
laug fyrir almenning og sund-
kennslu og 12,5 metra innilaug
fyrir kennslu.
Hætt hefur verið við að
byggja kennslulaugar við ein-
staka skóla í Grafarvogshverf-
um, þar með talið Rimaskóla,
en við endurskipulagningu í
miðhverfi Borgahverfa við
Spöng verður haldið opnum
framtíðarmöguleika á 25 metra
kennslulaug.
Áætlaður heildarkostnaður
við byggingu lauganna er á bil-
inu 300 til 385 milljónir króna.
« ...
RIKISSTJORNIN samþykkti í gær
tillögu Ingibjargar Pálmadóttur
heilbrigðis- og tryggingaráðherra
að reglugerð vegna greiðslu launa-
uppbótar til þeirra sem fá greiðslur
frá Tryggingastofnun ríkisins.
Kostnaður ríkisins vegna þessara
greiðslna er 260 milljónir og er það
í samræmi við það sem gert var ráð
fyrir í fjárlögum.
Við endurskoðun kjarasamninga
i nóvember sl. samþykkti ríkis-
stjórnin að greiða láglaunabætur
til þeirra sem fá greiðslur frá
Tryggingastofnun líkt og verið hef-
ur undanfarin ár. Greiðslurnar eru
til þeirra sem hafa tekjur undir 80
þúsund krónum á fnánuði.
Fyrsta júlí nk. verða greiddar lág-
launabætur og geta þær hæstar
numið 8.980 krónum. 1. ágúst verð-
ur greidd uppbót á orlof og getur
hún hæst orðið 7.483 krónum. í
desember verður greiddur launaauki
og getur hann hæstur orðið 8.980
krónum. í desember verður einnig
greidd desemberuppbót og getur
hún hæst numið 11.224 krónum.
I
\
I
Uppsagnir heilsu-
gæslulækna
Bjartsýni
um lausn
Morgunblaðið/Ásdí9
Try g'gingagj ald samræmt á þremur árum
Gert ráð fyrir að gjald-
þrepið verði 5,5%
Mörg handtök
Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gær
var samþykkt að tillögu íjármálaráð-
herra að árétta fyrri ákvörðun í bréfi
til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um
að samræma álagningu trygginga-
gjalds milli atvinnugreina.
Verður gjaldið samræmt í áföngum
á næstu þremur árum og að loknum
aðlögunartíma á að vera eitt og hið
sama gjaldhlutfall fyrir altar viðkom-
andi atvinnugreinar.
Samkvæmt upplýsingum Friðriks
Sophussonar fjármáiaráðherra má
gera ráð fyrir að samræmda gjaldið
verði 5,5% ef ríkið ætlar að halda
núverandi tekjum af gjaldinu en
lægra gjaldþrepið er í dag 3,55% og
hærra þrepið 6,85%.
Ríkisstyrkir að mati ESA
Eftirlitsstofnunin hefur gert at-
hugasemdir við að mismunandi
álagning tryggingargjalds eftir at-
vinnugreinum geti talist ríkisstyrkir
til þeirra atvinnugreina sem greiða
lægra tryggingagjald. Fjármálaráð-
herra ætlar að láta útbúa lagafrum-
varp á næstu mánuðum um þessar
breytingar og leggja það fyrir Al-
þingi á haustþingi.
í bréfi ríkisstjórnarinnar til ESA
segir að breytingamar verði gerðar
í þremur áföngum á næstu þremur
árum. Á aðlögunartímanum verði
tekið upp almennt samræmt gjald-
þrep sem taki þá til verulegs hluta
af gjaldstofninum og gildi fyrir mest-
an hluta framleiðsluiðnaðar og þjón-
ustu. í fyrsta áfanga verði dregið
verulega úr mismun hærra og lægra
gjaldsins og þau aðlöguð samræmdu
gjaldi í framhaldi af því. Eftir upp-
töku samræmda gjaldþrepsins verði
tímabundið lægra og hærra gjaldþrep
aðallega fyrir atvinnugreinar, sem
ekki falla undir almenn ákvæði EES-
samningsins, ýmsa þjónustu og opin-
bera starfsemi.
HANDTÖKIN eru mörg við
sjósóknina þó ekki sé um stór-
útgerð að ræða. Á myndinni
dyttar Björn Guðjónsson að
netum við Ægisíðuna.
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð-
is- og tryggingaráðherra kynnti í
ríkisstjórninni í gær þær tillögur
sem liggja fyrir um lausn deilu ríkis-
ins og heilsugæslulækna _umJ)PP-
byggingu heilsugæslunnar. Hún
ræddi við lækna um málið í gær
og sagði eftir fundinn að hún teldi
góðar líkur á samkomulagi.
„Það hefur verið unnið mjög ötul-
lega að lausn málsins á .undánförn-
um vikum því það liggur á að ljúka
því. Það liggja fyrir titlögur sem
ég vona að geti stuðlað að lausn
þess,“ sagði Ingibjörg.
Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis-
ins og lækna munu hittast að nýju
á morgun og halda viðræðum
áfram. Læknar ætla að ræða stöðu
málsins í sínum hópi í dag.
Um 90% af öllum heilsugæslu-
læknum á landinu hafa sagt upp
störfum og eiga uppsagnirnar að
taka gildi 1. ágúst nk.
Þrumur og eldingar
í Kelduhverfi
ÞRUMUR og eldingar röskuðu ró
Keldhverfinga í gær og rafmagn
fór af um tíma. Þrumuveðrið stóð
óvenjulengi, eða í um rúman hálf-
tíma, að sögn Björgvins Árnason-
ar í Kelduhverfi. „Þetta voru svo
sem ekki neinar náttúruhamfarir,
en við erum óvön þrumum og eld-
ingum hér. Þessu fylgdi mikið
vatnsveður og vegir urðu vel
vatnsósa," sagði Björgvin Árna-
Færri fomleifa-
rannsóknir en í fyrra
í sumar fara fram fornleifa-
rannsóknir á a.m.k. Qórum stöð-
um á landinu. Að sögn Vilhjálms
Arnar Vilhjálmssonar fornleifa-
fræðings verða rannsóknir nú
færri en síðasta sumar, en þá
var óvenju mikið um að vera í
foraleifarannsóknum á íslandi.
Nú stendur yfir uppgröftur
við Bessastaði, en rannsóknir
hófust þar árið 1987 og hefur
Sigurður Bergsteinsson forn-
leifafræðingur umsjón með
framkvæmdunum. Rannsókn-
um við suðurenda forsetabú-
staðarins er lokið, en eins og
kunnugt er fundust þar m.a.
langeldur og silfurpeningur frá
fyrstu öldum íslandsbyggðar.
Nú standa yfir rannsóknir við
norður- og vesturenda forseta-
bústaðarins, og gert er ráð fyr-
ir að þeim ljúki í sumar.
Ragnheiður Traustadóttir
fornleifafræðingur mun halda
áfram rannsóknum á Hofstöð-
um í Garðabæ. Þar hófst upp-
gröftur fyrir tveimur árum og
mun honum líklega Ijúka í sum-
ar. Elsta byggðarlagið á Hof-
stöðum er frá fyrstu tíð land
námsaldar og þar fannst í fyrra
bronsnæla frá 10. öld.
Bandaríski fræðimaðurinn
Kevin Smith er við rannsóknir
að Hálsi í Reykholtsdalshreppi
í Borgarfirði. Hann mun ljúka
rannsókn sem hann hóf fyrir
fimm árum síðan. Þar er um
að ræða uppgröft á býli sem er
líklega frá fyrri hluta miðalda,
þar sem hugsanlega hefur verið
búið fram á 13. öld.
Auk þess standa yfir um-
fangsminni rannsóknir við Nes-
stofu á SeKjarnarnesi á vegum
Foraleifastofnunar íslands og
hugsanlega hefjast rannsóknir
í Laxárdal í Skaftafellssýslu síð-
ar í sumar.