Morgunblaðið - 26.06.1996, Side 15

Morgunblaðið - 26.06.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 15 AKUREYRI NEMENDUR í Sumarlistaskóla Arnar Inga á Akureyri hafa síð- ustu ár farið til Hríseyjar og málað þar í sameiningu eina stóra mynd á vegg gamla salt- hússins, en veggurinn er bútaður Málað í Hrísey Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson niður í bil og taka krakkarnir eitt slíkt fyrir í einu. Nokkrar myndir prýða vegginn þegar og í vikunni unnu núverandi nem- endur Sumarlistaskólans að sinni mynd. Skipulag Háskólans á Akureyri Tillaga arkitekta- stofanna Kíms o g Glámu talin best TILLAGA Arkitekastofanna Kíms og Glámu um hönnun og skipulag Háskólans á Akureyri var metin best af starfshópi sem menntamálaráðherra skipaði til að ú'alla um framkvæmdir háskól- ans. Arkitektasamkeppni um hönnun og skipulag Háskólans á Akureyri lauk með því að tvær tillögur voru metnar jafn góðar til útfærslu. Arkitektarnir sem unnu í sam- keppninnni eru Ólafur Tr. Mat- hiesen, Árni Kjartansson, Sigbjörn Kjartansson, Jóhannes Þórðarson og Sigurður Halldórsson. Samningur um fjármögnun mikilvægur Næsta skref er að vinna að áætlun fyrir fyrirhugaðar bygg- ingarframkvæmdir. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, telur mikilvægt að í kjöl- farið verði gerður samningur milli Háskólans á Akureyri og ráðherra menntamála og fjármála um fjár- mögnun byggingarframkvæmda við Háskólann á Akureyri á hinu nýja háskólasvæði. Þýðingarmikið sé að unnið verði eftir heildar- skipulagi framkvæmda þar sem samfella og stígandi í verkinu verði tryggður. Háskólinn er nú til húsa á sex stöðum og skapast af því mikið óhagræði og aukakostnaður. Telur háskólarektor mikilvægt að kennsla nemenda geti sem fyrst hafist í húsnæði á Sólborg og að miðlæg þjónustu, s.s. bókasafn, byggist upp samhliða. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Lengi von á sopa KETTIRNIR Patti, Snotra og Nebbi bíða eftir því að mjaltir hefjist. Þeir leita skjóls hjá Hörpu, hún amast ekki við þeim Atvinnuhorfur skólafólks Fleiri strákar án atvinnu SAMKVÆMT könnum á at- vinnuhorfum skólafólks sem forsvarsmenn Akureyrar- bæjar létu gera höfðu 71 nemandi eldri en 16 ára ekki fengið atvinnu um miðjan júní. Þar af voru 52 karlar og 19 konur. Langflestír voru á aldrinum 17 til 18 ára. Karl Jörundsson starfs- mannastjóri Akureyrarbæjar sagði að niðurstaðan yrði lögð fyrir fund bæjarráðs á morg- un, fimmtudag og myndi það væntanlega taka ákvörðun um framhaldið. Á síðasta ári var atvinnulausu skólafólki boðin vinna hjá bænum í 6 vikur. Karl sagði að um álíka stóran hóp atvinnulauss skólafólks væri að ræða nú og var á liðnu ári. og úr henni er lengi von á sopa, en Harpa er besta kýrin í fjósinu á Tréstöðum í Glæsibæjar- hreppi. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Rúmlega 700 hafa kosið ALLS höfðu 712 manns kosið utan- kjörstaðar hjá sýslumanni á Akur- eyri í gær, en eftir því sem liðið hefur á vikuna hefur vaxandi fjöldi fólks lagt leið sína til að kjósa utar. kjörfundar. Guðjón Björnsson fulltrúi hjá sýslumanni sagði að byrjað væri að bjóða fólki sem dvelst á stofnunum að kjósa, þegar hefur verið kosið á hjúkrunarheimilinu Seli, Kristnes- spítala og Skjaldarvík. í dag verður kosið í Dalbæ á Dalvík og fangels- inu og loks á Dvalarheimilinu Hlíð og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri á morgun. „Þetta er á svipuðu róli og vant er, en vanalega hafa kosið hér á milli ellefu og tólf hundruð manns,“ sagði Guðjón. Opið er á sýslumannsskrifstof- unni frá kl. 9-15, 15 til 17 og 20 til 22 út vikuna og á kjördag frá kl. 9 til 21. sumartilboð/ fallegustu bílarnir nú meö meiri búnaði Honda Civic 5 dyra 90 hestöfl traustur fjölskyldubíll 1.384.000.- staögreitt á götuna innifaliö umfram staöalbúnaö - álfelgur - vindskeið - þjófavörn - samlitir stuðarar Honda Civic 3ja dyra 90 hestöfl glæsilegur sportbílI 1.399.000. staagreitt á götuna innifalið umfram staðalbúnað - álfelgur - þjófavörn - geislaspilari - 150 w hátalarar Honda Accord 1.8i 115 hestöfl uppfyllir kröfur vandlátra 1.749.000.- staögreitt á götuna innifalið umfram staöalbúnað - álfelgur - vindskeið - þjófavörn Umboðsaðilar Honda á Akureyri: Höldur hf„ Tryggvabraut 12, S: 461 3000 á Egilsstöðum: Bíla- og Búvélasalan ehf., Miðási 19, S: 471 2011 í Keflavik: Bílasalur Suðurnesja., Grófinni 8, S: 421 1200 iyj HONDA VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.