Morgunblaðið - 26.06.1996, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
í hvernig tjald-
ferðalag færirðu ef
pu ynmr 44 milljonir
í Víkingalottóinu?
V I K I N G A
rwm
Til mikils að vinna!
Alla miðvikudaga fyrir kl. 16.00.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
MILLI fimmtíu og sextíu bændur af Héraði mættu á fund um sauðfjárræktina
í Golfskálanum á Ekkjufelli.
Hærra verð fyrir og eftir
hefðbundna sláturtíð
Vaðbrekku, Jökuldal. - Gerður
hefur verið samningur milli Hag-
kaupa og bænda í Vestur-Húna-
vatnssýslu um slátrun frá 1. júlí
til desember og hækkað verð frá
1. júlí sem fari lækkandi fram í lok
ágúst en hækki aftur frá október
til desember. Lógað verður 200
lömbum á viku uppí þennan samn-
ing. Kom þetta fram á fundi Félags
sauðfjárbænda á Héraði og Búnað-
arsambands Austurlands með
sauðfjárbændum.
Aðalumræðuefni fundarins var
að frá 1. júli er ekki lengur hægt
að selja greiðslumark milli bænda
og rætt var í framhaldi af því hver
staða sauðfjárbænda væri. Á fund-
inum höfðu framsögu Sigurgeir
Þorgeirsson og Hákon Sigurgríms-
son frá Bændasamtökum Islands
og Aðalsteinn Jónsson og Lárus
Sigurðsson búnaðarþingsfulltrúar.
Aðalsteinn fór yfir forsögu máls-
ins, það er gerð búvörusamnings
og framkvæmd hans til þessa.
Fram kom í máli Aðalsteins að
útflutningshlutfall verði um 20% í
haust. Sagði hann einnig frá að
gerður hafi verið samningur milli
Hagkaupa og bænda í Vestur-
Húnavatnssýslu um slátrun frá 1.
júlí til desember og hækkað verð
frá 1. júlí sem fari lækkandi fram
í lok ágúst en hækki aftur frá októ-
ber til desember. Lógað verður 200
lömbum á viku uppí þennan samn-
ing. Sagði Aðalsteinn einnig frá
hliðstæðum samningi á Suðurlandi.
Ekki nógu
gott skipulag
Fram kom í máli Sigurgeirs Þor-
geirssonar að ekki sé nægilega
gott skipulag á lógun fjár til út-
flutnings, nú er til dæmis allt dilka-
kjöt að verða búið hjá útflutnings-
sláturhúsunum. Þar af leiðandi er
ekki til kjöt nú til að flytja út þótt
markaður sé fyrir hendi, þar sem
búið sé að selja hluta af kjöti út-
flutningssláturhúsanna á innan-
landsmarkaði. Það dilkakjöt, sem
enn er eftir í landinu, sé frá slátur-
húsum er ekki hafa útflutnings-
leyfi og þar af leiðandi ekki hægt
að flytja það út.
Sigurgeir sagði ennfremur frá
því að birgðastaða dilkakjöts væri
miklu betri en hann hafi þorað að
vona fyrir ári, en þá voru eftir um
það bil 2.600 tonn en nú er útlit
fyrir að aðeins verði eftir 600 tonn
þegar sláturtíð hefst í haust. Þess
vegna sagði hann allar líkur á að
búvörusamningurinn gengi upp
þótt hann þyrði ekki að leggja höf-
uðið undir.
Sigurgeir sagði nokkra mögu-
leika á að selja dilkakjöt út sem
væri einstaklingsmerkt; það er
hægt að rekja það til ákveðins
framleiðanda, en stefnt er að að
allt vistrænt vottað kjöt verði ein-
staklingsmerkt.
Fram kom að bráðabirgðaniður-
staða úr sauðíjártalningu í vor segi
að sauðfé í landinu hafi fækkað
um 7% í fyrrahaust. Sigurgeir ít-
rekaði að endingu að fækka þyrfti
sláturhúsum og auka samstarf og
samnýtingu þeirra er eftir verða.
Hákon Sigurgrímsson sagði frá
möguleikum sauðfjárbænda til að
gera samninga um lækkun ásetn-
ingshlutfalls, það er þeir haldi bein-
greiðslum en snúi sér að öðrum
verkefnum, aðallega umhverfis-
verkefnum og ferðaþjónustu, einn-
ig kemur til greina nám og starfs-
þjálfun.
Nýr verkaskiptasamningur
Lárus Sigurðsson fór yfir verka-
skiptasamning milli Bændasam-
taka íslands og Landssamtaka
sauðfjárbænda, þar sem fram kem-
ur að Landssamtök sauðfjárbænda
munu í framtíðinni sjá um málefni
sauðfjárræktarinnar að mestu leyti.
Hvatti Lárus sauðfjárbændur til að
standa vel saman um málefni
sauðfjárræktarinnar og forvinna
mál er sauðfjárræktina varða innan
raða sauðfjárbænda áður en þau
væru lögð fyrir Bændasamtök Is-
lands, eins og víða tíðkaðist í hinum
búgreinafélögunum hér á landi.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
Stærsta terta
á Austurlandi
Egilsstöðum - Héraðsbúar og
ferðafólk gæddi sér á stærstu
tertu sem sést hefur á Austur-
landi nú um helgina. Tertan var
13,8 m að lengd og var bökuð í
tilefni af því að Stöð 2 og Bylgj-
an voru með beina útsendingu
frá Egilsstöðum um helgina. Það
var Guðmundur Paul Jónsson,
bakari í Brauðgerð KHB, og hans
aðstoðarfólk sem sá um bakstur-
inn. Um 440 egg fóru í kökuna,
um 701 af ijóma og 45 kg af
marsípani.
Peningagjöf
til bóka-
safnsins á
Flateyri
Flateyri - Nýverið afhenti einn
af íbúum Flateyrar, Ragnheiður
Erla Hauksdóttir, veglega pen-
ingagjöf sem á að renna til bóka-
safn Grunnskólans á Flateyri.
Gjöfin er til minningar um
mann hennar, Þórð Júlíusson, sem
fórst í snjóflóðinu haustið 1995.
Einnig hefur hún í hyggju að láta
skrautskrifa skjal til handa skól-
anum og kirkjunni. Þar að auki
á að búa til minningarkort sem
skólinn á að nota til fjáröflunar
vegna bókakaupa. Björn Hafberg
skólastjóri veitti gjöfinni viðtöku
og þakkaði fyrir hlýjan hug gef-
anda.
Það kom fram í samtali við
Ragnheiði að hún flutti í burtu
strax eftir flóðið. Þetta er í fyrsta
skipti eftir flóð sem hún kemur
til Flateyrar. Hún hefði ekki
tfeyst sér til þess en komist síðan
að því að hún yrði að horfast í
augu við orðinn hlut. Nú hefði
hún séð þetta og vissulega liði sér
illa en hún væri samt fegin að
hafa komið. Hún væri sátt og sér
liði vel hérna.