Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Væringar í Washington í nýrri bók blaðamannsins Bobs Woodwards segir meðal annars af varaforsetadraumum Bobs Doles, ofsóknarkennd Bills Clintons og handanheimsreynslu Hillary konu hans BOB Dole, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkj- unum, er byrjaður að leita dyrum og dyngjum að frambærilegu vara- forsetaefni, og hefur gert aðstoðar- fólki sínu að finna mann sem ekki yrði móðgun við íhaldsmenn í flokkn- um. Á meðal þeirra 15 sem hafa verið nefndir eru James Baker, fyrr- verandi utanríkisráðherra, og Ric- hard Cheney og Donald Rumsfield, sem báðir hafa gegnt embætti varn- armálaráðherra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók bandaríska blaða- mannsins Bobs Woodwards, sem á sínum tíma vann sér það til frægðar og frama, ásamt samstarfsmanni sínum, Carl Bernstein, að koma upp um Watergate-hneykslið, sem leiddi til afsagnar Richards Nixons, þáver- andi forseta. í blaðinu International Herald Tribune var nú í byijun vikunnar greint frá því helsta sem Woodward fjallar um í bókinni, sem heitir „The Choice", eða Kjörið. Dole er sagður hafa helst viljað fá Colin Powell, fyrrum forseta bandaríska herráðsins, en síðan komist að þeirri niðurstöðu, að Pow- ell myndi vera ófáanlegur til starf- ans. Dole mun hafa hrósað Bill Clin- ton, forseta, fyrir valið á A1 Gore sem varaforseta, en gagnrýnt Ge- orge Bush, fyrrverandi forseta, fyr- ir að hafa fengið Dan Quayle til liðs við sig 1988. Washington-liðið í bók Woodwards er fjallað um kapphlaup repúblikananna sem vildu verða forsetaefni flokksins, og veru Clintons í Hvíta húsinu undanfarið eitt og hálft ár. Meðal annars er greint frá ör- væntingu forsetans og angri vegna „svikara meðal starfsfólks míns“ og í „Washington-liðinu,“ þegar hann var að reyna að komast á réttan kjöl eftir að repúblikanar sigruðu í þingkosningunum 1994. Þá segir af hörðum innanbúðará- tökum í kosningaherferð Doles þeg- ar hann barðist fyrir því að verða forsetaefni flokksins, og ósætti hans við þá íhaldsömustu í flokknum Aðstoðarmenn Doles eru sagðir hafa átt í hinu mesta basli vegna þess að frambjóðandinn þeirra var með öllu ófær um að tala við kjósendur ef hann hafði ekki skrifaða ræðu fyrir framan sig. Fram kemur, að þegar verið var að telja atkvæði í forkosningunum í New Hampshire í febrúar sagði Dole við aðstoðarfólk sitt, að myndi hann hafna í þriðja sæti yrði hann að hætta við framboð. Hann varð í öðru sæti, á eftir Patrick Buchanan. Woodward segir að hann hafí bytjað vinnu við bókina skömmu EVmRUDE UTANBORÐSMÓTORAR ...og þú ert fær í flestan sjó ÞQR HF PEYKJAVlK - AKUREVRI Reykjavík: Ármúla 11, s: 568-1500 Akureyri: Lónsbakka, s: 461-1070 Reuter. BILL og Hillary Clinton. fyrir þingkosningarnar 1994, og hafi hann talað við mörg hundruð manns vegna verksins. Hann hafi alls átt 12 klukkustunda viðtöl við Dole, en Clinton hafi ekki verið fáan- legur til viðtals. Segist Woodward hafa heitið flestum heimildamönnum sínum að greina ekki frá nöfnum þeirra, en tilvitnanir og samtöl sem greint sé frá í bókinni séu komin frá þeim sem hann talaði við, eða byggð á minnisatriðum eða dagbókarfærsl- um sem hafi verið skrifaðar strax eftir viðtölin. „Sjáðu þessa bjána“ I bók Woodwards er fjallað um persónuleg samskipti Clintons og Doles, og meðal annars greint frá því hvernig Dole hafí reynt að bæta fyrir að hafa atyrt Clinton daginn sem móðir forsetans dó úr krabba- meini 1994. Er Clinton sagður hafa orðið bálvondur út í Dole, sem lagði fram kröfu um að óháður aðili yrði fenginn til að rannsaka Whitewater- málið, sama dag og forsetinn missti móður sína. Mun Clinton hafa þótt þetta athæfi Doles ófyrirgefanlegt. Woodward segist hafa minnst á þetta þegar hann ræddi við Dole í apríl. Hafi Dole fyrst ekki viljað trúa því að hann hefði atyrt forsetann undir þessum kringumstæðum. Síð- ar hafi Dole skrifað Clinton afsökun- arbeiðni, þar sem sagði: „Þetta bréf skrifa ég ekki sem öldungadeildar- þingmaður eða forsetaframbjóðandi, heldur sem einstaklingur, alinn upp við að maður skyldi ætíð vera kurt- eis.“ Fram kemur í bók Woodwards, að Clinton ber virðingu fyrir þing- manninum Dole, og taldi hann besta forsetaefni Repúblikanaflokksins. „Sjáðu þessa bjána sem eru í fram- boði hjá þeim,“ mun forsetinn hafa sagt við fréttafulltrúa sinn, Michael McCurry, fyrr á þessu ári. „Dole er eini maðurinn sem hefur einhverja hæfileika í starfið." Samtöl við Eleanor Woodward greinir frá því, að á meðan öllu þessu fór fram hafi for- setafrúin, Hillary Rodham Clinton, átt í persónulegu basli vegna þess að henni hafi fundist almenningur hafa hafnað henni, og verið komin í hana uppgjöf. Hún hafí kynnst náið Jean Houston, einum af stjórn- endum Hugarrannsóknarstofnun- arinnar, þar sem rannsökuð er „sál- ræn reynsla og útvíkkuð meðvit- und.“ Segir Woodward að Hillary og Houston hafi hist reglulega í Hvíta húsinum, og hafí fundir þeirra orðið forsetafrúnni nokkur hugfró. Houston er lýst sem „trúaðri á anda, dulræn og söguleg tengsl við fortíðina og aðra heima." Áður hafi hún tíðkað að leiða fólk í trans, dá- leitt það og gert tilraunir með of- skynjunarlyfið LSD. Ilún hafí þó ekki beitt þessum meðulum á fund- unum með forsetafrúnni. Lýst er fundi þeirra í Hvíta hús- inu, þar sem Houston hvatti Hillary BOB Dole. til þess að hefja ímyndað samtal við fyrrum forsetafrú, Eleanor Roose- velt. Með augun lokuð hafi Hillary byijað að tala við frú Roosevelt, og hafði síðan hlutverkaskipti og svar- aði eins og hún ímyndaði sér að frú Roosevelt hefði svarað. Hillary mun líka hafa með þessum hætti sett sig í hlutverk Mahatmas Gandhis, en þegar Houston hafi stungið upp á ímynduðu samtali við Jesú Krist, á þennan hátt, hafi Hill- ary ekki litist á blikuna, og þótt það of persónulegt. Hillary hefur greint frá því, að hún hafí „stundum“ átt „ímyndaðar samræður við frú Roosevelt til þess að reyna að átta mig á hvað hún hefði gert í mínum sporum.“ Frétta- stofa Reuters greinir frá því, að á mánudaginn hafi forsetafrúin brugð- ist við fullyrðingum Woodwards. Gaf Hillary út ýtarlega yfirlýsingu sem fréttaskýrendur telja vera tilraun til að koma í veg fyrir að upplýs- ingarnar, um þessar ímynduðu sam- ræður við frægt, látið fólk, verði hafðar til marks um að forsetafrúin hafi undarlegar trúarskoðanir og skringilega skapgerð. í yfírlýsingunni segir, að þessar ímynduðu samræður hafi einungis verið æfingar fyrir hug- ann, og ekki andleg reynsla. Er orðið „ekki“ undirstrikað í yfirlýsingunni. Ekki í fótspor Nancy Löngum hefur verið vitað að Hill- ary finnst hún eiga margt sameigin- legt með frú Roosevelt, sem var áberandi og umdeild forsetafrú frá 1933 til 1945. í yfírlýsingunni segir Hillary, að Houston, sem við aðra konu hafði umsjón með samræðum Hillary við frú Roosevelt, hafi hjálp- að henni við undirbúning ferðar til Suður-Asíu í fyrra og við að skrifa bók um vandann við að ala upp börn. Hillary er í mun að vera ekki álit- in sporgöngukona fyrrum forset- afrúar, Nancy Reagan, sem oft leit- aði ráða hjá stjörnuspekingum þann tíma sem maður hennar sat á for- setastóli. Varð grínistum tíðrætt um Naney, og varð hún að athlægi með- al margra stjórnmálamanna. Sprengjur áttí að nota bráðlega VOPN sem írska iögreglan lagði hald á er hún fann leyni- lega sprengjuverksmiðju írska lýðveldishersins IRA, átti að nota „bráðlega" að sögn Johns Brutons forsætisráðherra ír- lands. Hann sagði það mat lögreglu að tugir sprengja sem voru í smíðum, þar sem nýrri tækni var beitt, hefði senn átt að nota. Bruton ítrekaði áskor- anir til Sinn Fein, stjórnmála- arms IRA, að segja skilið við ofbeldi og stuðla að nýju vopnahléi IRA í átökunum um yfirráð á Norður-írlandi. Sjö sleppt í Nígeríu YFIRVÖLD í Nígeríu létu í gær lausan ritstjóra vikuritsins TELL sem handtekinn var í desember og haldið hefur verið síðan án þess að ákæra væri nokkru sinni gefín út. Hafa þá sjö pólitískir fangar verið látnir lausir á tveimur dögum en ní- gerísk stjórnvöld freista þess að koma aftur á eðlilegu sam- bandi við ríki breska samveldis- ins. Voru Nígeríumenn reknir úr því tímabundið vegna ástands mannréttindamála. Jiddískt dag- blað hættir SÍÐASTA dagblaðið sem gefíð er út á jiddísku, hinu gamla tungumáli austur-evrópskra gyðinga, Unzer Wort, lagði upp laupana í París í gær. Ástæðan er mikill útgáfu- kostnaður og dugði ekki til þótt margir sjálfboðaliðar legðu blaðinu lið undir það síð- asta. Undanfarin ár hafði út- gáfan dregist saman og út- gáfudögum fækkað. Fresta af- mælishátíð drottningar LANDSTJÓRNIN í Hong Kong hefur ákveðið að fresta hátíðahöldum vegna afmælis Elísabetar Bretadrottningar á næsta ári til 30. júní en þann dag lýkur 150 ára yfirráðum Breta þar. Drottningin fæddist í apríl en afmælis hennar er jafnan minnst um miðjan júní. Bar afmælishátíðina upp á 17. júní á þessu ári. Itreka and- stöðu við kjarnorku- bann INDVERJAR ítrekuðu í gær andstöðu sína við bann við til- raunum með kjamorkuvopn. Sögðust þeir ekki myndu láta þrýsting á alþjóðavettvangi knýja sig til stefnubreytingar, að sögn Mulayams Singhs vamarmálaráðherra. Hann sagði nýtt samkomulag um bann við kjarnorkutilraunum tryggja nokkmm ríkjum kjam- orkuvamir og um leið útiloka önnur sem væri ósanngjamt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.