Morgunblaðið - 26.06.1996, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996
YFIRLÝSING BAIMDALAGS ÍSLENSKRA LISTAMANNA
Uppbygging íslenskrar
kvikmyndagerðar
- Framtíðarsýn -
MORGUNBLAÐIÐ birtir hér í
heild yfirlýsingu Bandalags ís-
lenskra listamanna um uppbygg-
ingu íslenskrar kvikmyndagerðar:
Inngangnr
Það eru tímamót í íslenskri kvik-
myndagerð. Bernskuskeiðið er að
baki og sá tími runninn upp að
velja verður henni leið til fulls
þroska. Ákvarðanir um þetta mega
ekki dragast því að ýmsar þær
stoðir, sem íslensk kvikmyndalist
hefur hingað til byggt á, eru nú
að bresta. Skýrasta dæmið um
þetta eru breytt viðhorf ýmissa
erlendra styrktarsjóða og fjárfesta
í þá átt að stórminnka framlög til
íslenskrar kvikmyndaframleiðslu
vegna þess hversu lítið íslendingar
sjálfir leggja af mörkum til við-
komandi verkefna. Þá hafa á síð-
ustu misserum margir af bestu
kvikmyndagerðarmönnum þjóðar-
innar flust búferlum til annarra
landa þar sem þeirra bíða verkefni
er mæta kröfum þeirra um listræn-
an metnað og fagleg vinnubrögð.
I þessum hópi eru m.a. kvikmynda-
tökumenn, tónskáld, hljóðmenn,
klipparar, leikmyndahönnuðir,
leikstjórar og framleiðendur.
Sjö íslenskar kvikmyndir í fullri
lengd voru frumsýndar á síðasta
ári og hafa þær aldrei verið fleiri.
Á þessu ári verða þær hins vegar
aðeins ein eða tvær. Þegar til lengri
tíma er litið mun þeim fækka jafn-
vel enn frekar. Að öllu óbreyttu
verða því aðeins gerðar hér kvik-
myndir að þær verði með ensku
tali. Slík framleiðsla getur vart
talist íslensk framleiðsla nema
venjubundnum skilningi á því hug-
taki sé umturnað.
Kvikmyndagerð í sjónvarpi hef-
ur aldrei náð þeim þroska sem
væntingar stóðu til. Mest af því
efni sem nú er framleitt er sundur-
laust dægurefni af ódýrustu gerð
og telst það til undantekninga að
lagt sé í flóknari framieiðslu sem
krefst meiri tíma og ijármagns.
Fyrr á árum voru gerðar mark-
verðar tilraunir til þess að búa til
samfellt leikið efni til sýninga í
sjónvarpi, en slíkt sést varla leng-
ur. Fyrir bragðið hefur smám sam-
an dregið úr metnaði manna til
þess að gegnumsemja verk sín frá
upphafi til enda og fínsmíða hvern
þátt þess þannig að úr verði þrótt-
mikil heild. Þetta gerist á sama
tíma og þeim stöðvum fjölgar
mjög, sem endurvarpa beint dag-
skrám erlendra stöðva, og erlent
menningar- og afþreyingarefni
dembist yfir þjóðina af meiri krafti
en nokkurn tímann fyrr hefur
þekkst.
Islenskir listamenn láta vöxt og
viðgang íslenskrar kvikmynda-
gerðar koma sér við og þeir hvorki
vilja né geta setið hjá þegar hryn-
ur undan þessari ungu listgrein
með þeim hætti sem nú gerir. Það
er um það að tefla hvort verki
frumkvöðlanna verði haldið áfram
og hvort íslensk hugsun og íslensk-
ur veruleiki fái komist upp á þann
kvika skjá þar sem nú í dag er
hvað harðast barist um hollustu
og athygli fólksins sem í landinu
býr.
Kvikmyndagerðarmenn hafa
margsinnis, bæði í ræðu og riti,
varað við þeirri þróun sem hér
hefur verið lýst og bent á ýmsar
leiðir til úrbóta. Því miður hefur
fyrirhöfn þeirra lítinn árangur bor-
ið hingað til. Það er því ekki að
ófyrirsynju, að stærstu lista-
mannasamtök þjóðarinnar, Banda-
lag íslenskra listamanna, skuli
senda frá sér yfirlýsingu um eina
ákveðna listgrein með þeim hætti
sem nú er gert og leggja fram til-
lögur um úrbætur, sem gætu leitt
hana frá yfirvofandi hruni til öflug-
rar uppbyggingar.
Sú leið hefur hér verið valin að
leggja fram hugmyndir um sem
flesta þætti málsins frekar en að
eyða löngum texta í að útfæra ein-
stakar þeirra í smáatriðum. Með
því móti fæst betri yfirsýn en ann-
ars fengist og minni líkur á að
umræðan snúist upp í karp um lít-
ilsverða hluti. Mikilvægast er að
stefnan sé skýr og aðferðirnar ljós-
ar, - hitt kemur á eftir.
Stjórn Bandalagsins stendur ein-
huga að þessu plaggi og leggur
það fram til kynningar í þeirri trú
að efni þess verði tilefni málefna-
legra umræðna um framtíðarskip-
an íslenskrar kvikmyndagerðar og
hvernig á því sviði megi snúa ör-
væntingarfullu undanhaldi í
þróttmikla sókn. Það er skoðun
stjórnarinnar1 að aldrei hafi það
verið mikilvægara en einmitt nú
að stutt sé með öllum tiltækum
ráðum við framgang íslenskrar
listmenningar og henni tryggðar
leiðir til áframhaldandi þroska og
endurnýjunar. í þessu efni gegnir
kvikmyndalistin lykilhlutverki. í
henni sameinast hugur og hönd
listamanna úr ólíkum greinum og
hún býr jafnframt yfir meira afli
en flest annað til þess að móta
þankagang og almenn viðhorf
fólks.
Það mun vissulega kosta þjóðina
nokkra peninga að framkvæma þær
tillögur um uppbyggingu kvik-
myndagerðar sem hér eru settar
fram. Þær upphæðir eru hins vegar
smáar þegar litið er til þess að í
húfi er forræðið yfir kvikmynda-
gerð í landinu og varnir um menn-
ingarlegt sjálfstæði þjóðarinnar.
íslenskir listamenn telja að fólk
verði að vakna til vitundar um það,
að það getur aldrei orðið okkar
fámennu þjóð fyrirhafnarlaust að
halda eigin litum í hinni alþjóðlegu
menningarsambræðslu og að sjálfs-
virðing okkar er undir því komin
hvort okkur tekst að stand^ á eigin
fótum í því menningarpólitíska haf-
róti sem framundan er. Sjálfstæð
kvikmyndagerð, sprottin úr okkar
eigin umhverfí og af okkar eigin
hugsunum, er ein mikilvægasta for-
senda þess að vel takist.
Úttekt
Listsköpun í nútímasamfélagi
byggist á atvinnumennsku. Lista-
menn búa yfir sérþekkingu og
hafa langa þjálfun að baki í sinni
grein. Samkeppnin er hörð og þeg-
ar dæmt er á milli manna er spurt
um árangur en ekki aðstæður.
Á íslandi hefur atvinnumennska
í listum átt erfitt uppdráttar. Ein
skýringin er sú að flutningur fólks
í þéttbýli á sér styttri sögu hér en
í nálægum menningarlöndum.
Önnur skýring er að hér hefur það
verið almennt viðhorf, að listmennr
ing sé munaður sem óþarfi sé að
eyða í peningum. Með auknum
samgangi við aðrar þjóðir er mönn-
um þó smám saman að skiljast,
að hér verða breytingar að verða
á og að níska í menningarmálum
getur orðið þjóðir.ni dýrkeypt.
Framlög ríkissjóðs til listrænnar
starfsemi í landinu hefur á síðustu
árum numið um 0,8%-0,9% af út-
gjöldum, og hefur þróunin frekar
verið í átt til lægri hlutfallstölunn-
ar. Reykjavíkurborg leggur um það
bil 1,8-2,0% af útgjöldum sínum
til þessa málaflokks, en um þetta
hlutfall hjá öðrum sveitarfélögum
er ekki vitað. Allt bendir þó til
þess að þar sé það enn lægra.
Af óbeinum framlögum má helst
nefna að hluti af rekstrartekjum
Ríkisútvarpsins rennur til dag-
skrárgerðar, sem byggir á störfum
atvinnufólks í listum, og úr Menn-
ingarsjóði útvarpsstöðva, sem fær
tekjur sínar af auglýsingum í ljós-
vakamiðlum, eru veittir styrkir til
innlendrar dagskrárgerðar og til
reksturs Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands.
í nágrannalöndunum tíðkast það
að listalífið sé látið njóta arðsemi
af ýmsum happaspilum og get-
raunum sem löggildingar þarf við.
Svo er ekki á Islandi. Þá er þátt-
töku einkafyrirtækja í einstökum
verkefnum þröng takmörk sett
vegna þess hversu flest þeirra eru
lítil og vegna skattreglna sem lítt
umbuna slíku samstarfi.
Kvikmyndagerð byggir á því að
í landinu sé öflug atvinnumennska,
jafnt í greininni sjálfri sem í öðrum
þeim greinum sem henni tengjast,
s.s. í leiklist og tónlist. Það er með
mismunandi hætti hvernig það fé,
sem ríkissjóður og Reykjavíkur-
borg leggja til listrænnar starf-
semi, skiptist á milli listgreina.
Leiklistin fær stærstan hluta af
framlögum ríkisins, eða um 380
milljónir króna skv. fjárlögum fyrir
1996z og úr borgarsjóði er áætlað
að renni um 150 milljónir til leik-
listar á þessu ári. Þessi framlög
ríkisins og borgarinnar skapa for-
sendur fyrir rekstri atvinnuleik-
húsa í landinu, en án þeirra væri
allt leiklistarlíf í landinu í skötulíki.
Með svipuðum hætti er^ starf-
semi Sinfóníuhljómsveitar Islands
sá grunnur sem tónlistarlífið í land-
inu hvílir á. Hljómsveitinni eru
ætlaðar um 150 milljónir frá ríki
og borg á þessu ári auk framlags
frá Menningarsjóði útvarpsstöðva.3
Skáld og rithöfundar fá aðallega
stuðning við listsköpun sína í formi
starfslauna úr Launasjóði rithöf-
unda, og með sama hætti fá mynd-
listarmenn úr Myndlistarsjóði.
Framlög ríkissjóðs til kvik-
myndamála felast í ijárveitingum
til Kvikmyndasjóðs og Kvikmynda-
safns. Kvikmyndasafninu eru ætl-
aðar á þessu ári 8 milljónir króna
og Kvikmyndasjóði 93 milljónir.
Af framlaginu til Kvikmyndasjóðs
má ætla að u.þ.b. 60 milljónir fari
beint í framleiðslu kvikmynda.
Reykjavíkurborg lætur lítið sem
ekkert fé renna til kvikmyndamála
óg önnur bæjarfélög ekki neitt.
Menningarsjóður útvarpsstöðva
tekur þátt í fjármögnun á dag-
skrárgerð fyrir sjónvarp, og er
áætlað að sjóðurinn veiti til þess
um 53 milljónum á þessu ári.
Tölum um kostnað Ríkisút-
varpsins vegna innlendrar dag-
skrárgerðar ber ekki saman og
fara þær eftir þeim forsendum sem
gengið er út frá hverju sinni. Ráð-
stöfunarfé Innlendrar dagskrár-
deildar Sjónvarpsins nam um 200
milljónum árið 1994, sem jafngild-
ir um 10% af heildarveltu Ríkisút-
varpsins það ár. Heildarkostnaður
við dagskrárgerð deildarinnar (þ.e.
ráðstöfunarfé IDD plús ógjald-
færður innri kostnaður Sjónvarps)
skv. útreikningum hagdeildar RUV
nam um 400 milljónum króna, sem
er sama upphæð og heildarkostn-
aður vegna Fréttadeildar Sjón-
varps. Af þessum tölum má ráða
að innlend dagskrárgerð, önnur en
íþróttir og fréttir, hefur mjög tak-
markað vægi innan þeirrar stofn-
unar, sem þó byggir tilverurétt
sinn ekki síst á því að halda slíkri
starfsemi úti.
Tölur liggja ekki á lausu um það
hversu stór hluti þessarar upphæð-
ar hafi runnið til framleiðslu fullbú-
inna sjónvarpsmynda eða kvik-
mynda né heldur hversu stór var
hlutur leikins efnis. Af þeim sjón-
varpsdagskrám sem birst hafa
landsmönnum má hins vegar ætla
að hlutur þessa efnis sé aðeins lít-
ið brot af heildarfjárhæðinni, lík-
lega ekki meir en 10%.
Sé miðað við það hlutfall hefur
framlag Ríkisútvarpsins til kvik-
myndagerðar/sjónvarpsmyn-
dagerðar árið 1994 verið á bilinu
20-40 milljónir eftir því við hvorn
stofninn er miðað. Ekki eru neinar
vísbendingar um að Ríkisútvarpið
hafi aukið hlut sinn hvað þetta
varðar síðan þá.
Þessar tölur benda til þess, að
framlög þjóðarinnar til íslenskrar
kvikmyndagerðar (hvort sem er
fyrir skjá eða tjald) sé um það bil
130-150 milljónir króna. I þeim
felast bæði bein framlög (s.s. úr
Kvikmyndasjóði) og óbein (Menn-
ingarsjóður útvarpsstöðva, Ríkis-
útvarpið). Útreikningarnir bera
aftur á móti ekki í sér þann bein-
harða arð sem þjóðarbúið fær af
kvikmyndagerðinni í formi skatta,
erlendra fjárfestinga og almennrar
landkynningar, en fullyrða má að
hann sé engu minni en hin opin-
beru framlög.
Ábyrgð og skyldur hinna svo-
kölluðu „ftjálsu sjónvarpsstöðva“
á íslandi eru engar hvað varðar
framleiðslu á íslensku efni. Víða
erlendis eru strangar reglur varð-
andi hlutfall t.d. innlends leikins
efnis af heildarútsendingartíma
slíkra stöðva (sbr. t.d. TV-4 í Sví-
þjóð, sem ber skylda til að sýna
40 klukkustundir af sænsku leiknu
efni á ári). Ef einhveijar álíka regl-
ur giltu hér myndu óbein framlög
til kvikmyndagerðar að sjálfsögðu
hækka, en eins og nú er statt eru
framlög þessara stöðva ekki telj-
andi, þrátt fyrir mikla veltu og
góða afkomu.
Kvikmyndagerð er dýr listgrein.
Hún krefst mikilla íjárfestinga í
þekkingu, tæknibúnaði og þjálfun
lista- og tæknimanna. Þessar fjár-
festingar tapast að miklu leyti sé
ekki samfella í rekstri fyrirtækj-
anna auk þess sem öll kynning og
markaðssetning verður miklu erf-
iðari en ella.
Þó að kvikmyndagerð sé dýr
hafa íslendingar yfirleitt rekið
hana fyrir mjög lítið fé. Fjárfest-
ingar í tæknibúnaði, þjálfun og
þekkingu hafa verið litlar og ekki
nýst sem skyldi. Framleiðslufyrir-
tækin eru flest hver agnarsmá og
því mjög viðkvæm fyrir minnstu
skakkaföllum. Óvissa í fjármögnun
eykur kvöl framleiðendanna enn
frekar, og oftar en ekki þurfa þeir
að leggja allt, sitt undir til þess að
fleyta verkefnum sínum áfram. Þá
er það yfirleitt tilviljunum háð
hvernig ijármögnun tekst og hve-
nær verkefni berast mönnum í
hendur. Þetta gerir fólki erfitt að
halda sér í nauðsynlegri þjálfun
og kunnátta glatast.
Þegar nú við bætist, að erlendir
sjóðir og fjárfestar hafa minni vilja
en fyrr til þess að setja fé í gerð
íslenskra kvikmynda, er eðlilegt
að menn spytji sig hvort einhver
framtíð sé í íslenskri kvikmynda-
gerð. Þeirri spurningu höfum við
ekki efni á að svara öðruvísi en
með beinum aðgerðum.
I því sambandi er rétt að minna
á að í dag eru flestar evrópskar
kvikmyndir og stór hluti sjónvarps-
efnis framleitt í samvinnu margra
fyrirtækja, sem geta verið ólík að
gerð og langt á milli þeirra landa
þar sem þau starfa. Yfirleitt kemur
slíkt þó ekki að sök svo framarlega
sem hver getur treyst öðrum.
Traustið byggir á því, að viðkom-
andi fyrirtæki geti staðið við skuld-
bindingar sínar, en til þess að svo
megi vera verður reksturinn að
vera öruggur og starfsumhverfið
í jafnvægi. Þessar forsendur eru
því miður ekki fyrir hendi á ís-
landi og því verður að breyta.
Tillögur
1) Kvikmyndasjóður íslands
Kvikmyndasjóður íslands verði
efldur með beinum framlögum úr
ríkissjóði. Þetta verði gert í áföng-
um á fjórum árum og bætist 70
milljónir við hann á ári. Um alda-
mótin gætu árleg framlög sjóðsins
til kvikmyndagerðar þannig numið
um 380 milljónum króna. Við þessa
upphæð bætast framlög einkafyr-
irtækja, sem fengju skattaafslátt
í samræmi við framlög sín.
Hlutverk sjóðsins verði breytt
þannig að hann hefði þann eina
tilgang að leggja fé til sjálfrar
framleiðslunnar. Með því móti
gæti Kvikmyndasjóður á hvetju ári
orðið aflvaki framleiðslu 7 til 8
leikinna kvikmynda í fullri lengd
auk nokkurra smærri verkefna.
Þátttaka Islands í erlendu kvik-
myndasamstarfi svo sem í Nor-
ræna Film og TV Fonden, Media-
áætluninni og Eurimages verði
fjármögnuð beint af ráðuneyti, en
ekki tekin af fé til kvikmyndafram-
leiðslu
2) Kvikmyndasjóður Reykja-
víkur
Reykjavíkurborg taki þátt í
kvikmyndasköpun í landinu með
árlegum framlögum í sérstakan
sjóð, Kvikmyndasjóð Reykjavíkur.
Stofnað yrði til sjóðsins í áföngum
á fjórum árum með árlegri viðbót
sem næmi 30 milljónum króna. í
fullri stærð rynnu þannig til sjóðs-
ins 120 milljónir á ári.
Hlutverk sjóðsins yrði það helst
að styrkja nýsköpun í kvikmynda-
gerð og verk þeirra sem eru að
ýta úr vör í fyrsta sinn. Kvik-
myndasjóður Reykjavíkur legði
með þessum hætti sérstaka rækt
við rótina sem allt annað vex upp
af.
Hluti af tekjum Kvikmyndasjóðs
Reykjavíkur væri látinn renna til
reksturs sérstaks sýningarhúss,
sem hefði það hlutverk að auka á
fjölbreytni þeirra kvikmynda sem
í boði eru og sýna mvndir ís-
lenskra höfunda.
3) Sjónvarpssjóður/dagskrár-
sjóður
Sjónvarpssjóður taki við því
hlutverki Menningarsjóðs útvarps-
stöðva að efla gerð heimildar-
mynda og gerð leikins sjónvarps-
efnis. Sjóðurinn fái tekjur sínar af
sérstöku gjaldi sem lagt yrði á
brúttóveltu allra sjónvarpsstöðva
(þar með töldum endurvarpsstöðv-
um fyrir erlent sjónvarpsefni). Sé
miðað við 5% gjald af núverandi
brúttóveltu má ætla að til sjóðsins
renni á bilinu 200-250 milljónir á
ári. Auk þess fengi sjóðurinn tekj-
ur af sérstöku leyfisgjaldi (auð-
lindagjaldi) sem yrði innheimt fyrir
afnot af sjónvarpsrásum.
í þessum sjóði eins og í öðrum
sjóðum er mikilvægt að fengið sé
fólk til þess að úthluta framlögun-
um, sem hafi meiri þekkingu og
innsýn en aðrir á viðkomandi sviði.
4) Höfundasjóður
Settar verði fyrir því heimildir
í lögum að hægt verði að inn-
heimta fast krónugjald af útleigð-
um myndkassettum og diskum hjá
myndbandaleigum og öðrum þeim
er leigja út kvikmyndir og mynd-
efni. Féð, sem þannig aflaðist, yrði
látið renna í sérstakan sjóð, Höf-
undasjóð, sem hefði þann sérstaka
tilgang að efla handritagerð og
tónsköpun fyrir íslenskar kvik-
myndir, hvort sem þær eru ætlaðar
fyrir kvikmyndahús eða sjónvarp.
Stjórn sjóðsins yrði í höndum höf-
unda og framleiðenda en undir
eftirliti menntamálaráðuneytisins.
5) Starfslaun
Listasjóður, sem fellur undir