Morgunblaðið - 29.06.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.06.1996, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKJÖR ’96 Kemur í stað Melaskóla og Miðbæjarskóla að hluta. ,Kemuríslað Álftamýrarskóla, Langholtsskóla og Laugarnesskóla. ■ Bkjardeildh Kemurístað Austurbæjarskóla, Sjómannaskóla og Miðbæjarskóla að hluta. JQRSVÆÐI7 rbæjarskóli 7 kjórdeildir KOPAVOt 14 kjördeíi Kjörstaður sem áður var í Breiðlioltsskóla flyst nú í Fellaskóla. jörstaðir Forset HAFNARFJORÐUR 11 kjördeildir kjavík og nagrenm nar29.júní1996 Upplýsingar o g að- stoð hjá kosninga- miðstöðvunum KOSNINGASKRIFSTOFUR for- setaframbjóðendanna munu veita kjósendum alla þá þjónustu sem við verður komið í dag, en þar verða m.a. veittar upplýsingar varðandi kosningarnar og þeir sem þess óska geta fengið akstur á kjörstað. Kosningavökur verða á vegum allra framboðanna í kvöld og standa þær eitthvað fram eftir nóttu. Frambjóðendurnir verða í beinni útsendingu Sjónvarpsins og Stöðvar 2 þegar fyrstu tölur verða birtar, en eftir það verða þeir á kosningavökunum með stuðnings- fólki sínu. Ástþór á Píanóbarnum Kosningaskrifstofa vegna fram- boðs Ástþórs Magnússonar í Reykjavík er í Tryggvagötu 26 og er símanúmerið þar 552-2009. Þar verður reynt að veita kjósendum alla þá aðstoð sem þeir óska eftir. Kosningavaka verður á Píanóbarn- um í Hafnarstræti og hefst hún kl. 21. Guðrún á Hótel Borg Kosningamiðstöð vegna fram- boðs Guðrúnar Agnarsdóttur er í Ingólfsstræti 5 og er símanúmerið þar 552-5777. Þar sem og á öðrum kosningaskrifstofum vegna fram- boðs Guðrúnar geta kjósendur leit- að eftir upplýsingum um kosning- arnar og fengið akstur á kjörstað. Kosningavaka verður á Hótel Borg og hefst hún kl. 21.30. Ólafur Ragnar í Súlnasal Kosningamiðstöð vegna fram- boðs Ólafs Ragnars Grímssonar er á Hverfisgötu 33 og er síma- númerið þar 562-6555. Þar geta kjósendur nálgast allar upplýs- ingar sem þeir óska eftir varðandi kosningarnar og einnig verður þeim sem þess óska séð fyrir akstri á kjörstað. Kosningavaka verður í Súlnasal Hótel Sögu og hefst hún kl. 21. Pétur á Hótel íslandi Kosningaskrifstofa vegna fram- boðs Péturs Kr. Hafstein er í Borg- artúni 20 og er símanúmerið þar 588-6688, en einnig er upplýs- ingamiðstöð á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Standa kjós- endum til boða allar upplýsingar og aðstoð sem hægt er að veita og séð verður um að aka þeim á kjörstað sem þess óska. Kosninga- vaka verður á Hótel íslandi og hefst hún kl. 22. Morgunblaðið/Þorkell Nöfnum ruglað saman í UMRÆÐUM um auglýsingar, sem birzt hafa í Morgunblaðinu síðustu tvo daga um forsetafram- boð Ólafs Ragnars Grímssonar hefur þess gætt, að nöfnum er ruglað saman. Einn þeirra sem stendur að auglýsingum þessum er Sigurður Helgason, fyrrverandi stjórnarformaður Fiugleiða, sem áður var forstjóri Flugleiða. Nafni hans, Sigurður Helgason, núverandi forstjóri Flugleiða, á hins vegar enga aðild að þessum auglýsingum. Tvö þúsund kusu í gær LIÐLEGA 2.000 manns höfðu kosið utan kjörfundar í Ármúla- skólanum í Reykjavík um klukkan 20.30 í gærkvöldi og var enn tölu- verður straumur fólks í skólann. Mikil örtröð var í gærmorgun og aftur síðdegis og var þá allt að hálftíma bið, en að sögn Adolfs Adolfssonar, fulltrúa sýslumanns, gekk kosningin þó vel. Taldi Adolf að á tólfta þúsund manns hefði kosið utan kjörstaðar og sagði að það væri miklu fleiri en í kosningum undanfarin ár. 77 þúsund velja for- seta í fyrsta sinn Á kjörskrá vegna forsetakosn- inganna eru 194.784 kjósendur. Kjósendur á kjörskrárstofni nú sem höfðu ekki kosningarétt vegna aldurs 1980 eru 76.781, eða 39% kjósenda, og þeir sem hafa náð kosningaaldri eftir for- setakjörið 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram á móti frú Vigdísi Finnbogadóttur, eru 33.456, eða 17% kjósenda. Sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Hagstofa Islands lætur þeim í té. I forsetakosningunum árið 1980 var aldurstakmark kjósenda 20 ár, en þegar síðast var kosið, árið 1988, var kosningaaldur 18 ár eins og nú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.