Morgunblaðið - 29.06.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAU G ARDAGUR 29. JÚNÍ1996 25
ERLENT
Bandarískur fréttamaður átti viðtal við Kúbuleiðtogann
Reuter
FIDEL Castro útskýrir mál sitt í samræðum við kínverska leið-
toga í fyrstu heimsókn sinni til Kína í nóvember á síðasta ári.
Castro er nú sagður vera lasburða og gera sér senn líði að lok-
um valdaskeiðs hans.
Castro
sagður
lasinn og
veikburða
DAN Rather, fréttamaður
bandarísku sjónvarpsstöðvar-
innar CBS, átti nýlega um 30
klukkustunda viðtal við Fidel
Castro og sagði á fimmtudag
að leiðtogi Kúbu virtist veik-
burða og heilsuveill. Castro
hefði einnig virst vita að eftir
37 ár við stjórnvölinn væri
skammt eftir af valdatíð hans.
Rather sagði að Castro, sem
nálgast sjötugt, væri „greinilega
farinn að heilsu og honum héfur
hrakað mikið frá því að ég síð-
ast sá hann í október."
Rather mælti þessi orð þegar
hann greindi blaðamönnum frá
samtölunum, sem nota á í þátt
með nafninu „Síðasti byltingar-
leiðtoginn".
„Hans skoðun er þessi: „Mér
hefur ekki tekist allt, sem ég
vildi, en mér hefur ekki mistek-
ist og ég er enn að reyna,““
sagði Rather um Castro.
Rather sagði að Castro hefði
farið lofsamlegum orðum um
útfærslu kommúnisma í Víet-
nam, þar sem erlendra fjárfest-
inga væri leitað af kappi.
Aeroflothættulegra en CIA
Nokkrum sinnum hefði loftið
verið hlaðið spennu í samtölun-
um, sérstaklega þegar Rather
spurði hvort Castro teldi að sín
yrði minnst sem nokkurs konar
Stalíns. Þá hefði Kúbuleiðtoginn
reiðst.
„Ég spurði hvenær honum
hefði fundist að hann hefði ver-
ið í mestri hættu og hann sagði
að það hefði verið þegar [banda-
ríska leyniþjónustan] CIA hefði
reynt að drepa sig, ef frá er
talið þegar hann flaug með
Aeroflot,“ sagði Rather.
Greindin erfist
frá móðurinni
London. Daily Telegraph. Reuter.
GÁFNALJÓS eiga greind sína
að þakka móður sinni, sam-
kvæmt niðurstöðum rannsókna
ástralskra erfðafræðinga, sem
birtast í nýjasta hefti læknarits-
ins Lancet. Greinar-
höfundur segir, að
karlmanni sem vill
eignast vel gefna
krakka sé því fyrir
bestu að finna sér
klára konu.
Gillian Turner, pró-
fessor við Huiiter-
erfðafræðistofnunina í
Nýju Suður-Wales í
Ástralíu, segir, að kon-
ur geti leyft sér að
velja sér karlmann eftir útliti
en val karlmanna sé takmark-
aðra. Telji þeir mikilvægt að
börn þeirra fái gáfur í vöggu-
gjöf verði þeir að velja sér konu
eftir greind hennar en ekki út-
litsfegurð.
Turner segir rannsóknir hafa
leitt í ljós, að gen, sem stjórna
greind, sé að finna í X-litningn-
um. Konur hafa tvo slíka en
karlmenn einn. Skaðlegar
stökkbreytingar á „gáfnagen-
um“ á X-litningi geta því verið
afdrifaríkari hjá karlmanni en
konum og skýrir hvers vegna
andlegur vanþroski kemur oftar
fram hjá körlum. Fái kona
stökkbreytt gen á X-litningi í
arf frá öðru foreldri eru góðar
líkur á því að hún erfi heilbrigt
gen á X-litningi frá hinu foreldr-
inu sem gerir stökk-
breyttu genin skað-
laus.
Eini X-litningur
karlmannsins erfist
frá móður og parast
hann við Y-litninginn,
sem erfist frá föður
og er mun minni. Sak-
ir stærðarmunarins
eru ekki að finna nógu
mörg gen á Y-litningi
til að parast við alla
arfbera X-litningsins. Stökk-
breyttur arfberi á X-litningi í
karlmanni er að líkindum eina
genið af því tagi, og þar sem
ekkert gen er að finna til mót-
vægis, segja áhrif stökkbreytta
gensins til sín að fullu í karl-
manni sé það á X-litningnum.
Stökkbreyttur arfberi sem eyk-
ur greind segir því til sín að
fullu hjá karli en ekki hjá konum
þvi óbreytt gen á hinum X-litn-
ingi konunnar eyðir áhrifum
stökkbreytingarinnar. Útskýrir
það, að sögn prófessors Turn-
ers, hvers vegna karlmenn búa
oft yfir óvenjumiklum gáfum.
Konur
geta valið
sér maka
eftir útliti
en karlar
ekki
ESB mótmælir hálf-
leiðaraviðræðum
Lyon. Reuter.
EVROPUSAMBANDIÐ er enn and-
vígt því að Bandaríkjamenn og Jap-
anir haldi viðræður um viðskipta-
samning um hálfleiðara, að því er
haft var eftir
ónafngreindum
talsmanni fram-
kvæmdastjórnar
ESB á fundi sjö
helstu iðnríkja
heims í Lyon í
Frakklandi í gær.
Talsmaðurinn
sagði þetta vegna frétta um að
Bandaríkjamenn og Japanir væru
við það að ganga frá samningi.
„Við sjáum ýmislegt athugavert
við tvíhliða viðræður milli Banda-
ríkjamanna og Japana,“ sagði tals-
maðurinn. „Svo virðist sem þeir séu
næstum búnir að gera samkomulag,
sem myndi skipta upp Japansmark-
aði.“
Laura Tyson, ráðgjafi Bandaríkja-
forseta um efnahagsmál, sagði
blaðamönnum á fimmtudag að
Bandaríkjamenn og Japanir hefðu
samþykkt að miða við að samkomu-
lag í deilu þeirra um hálfleiðara yrði
frágengið fyrir júlílok.
Evrópusambandið vill að Japanir
og Bandaríkjamenn fari eftir fjöl-
þjóðlegum við-
skiptareglum eins
og þær eru settar
fram af Heimsvið-
skiptastofnuninni
(WTO) og tekur
sérstaklega til
þess að tvíhliða
samkomulag af
þessu tagi skaði evrópsk fyrirtæki.
Embættismenn ESB hafa bent á
að markaðshlutdeild evrópskra fyrir-
tækja í Asíu (að Japönum meðtöld-
um) í hálfleiðaraviðskiptum væri níu
af hundraði, en þegar eingöngu
væri litið á Japan hefði hlutdeildin
minnkað niður fyrir einn af hund-
raðj.
Áðurnefndur talsmaður sagði að
það væri augljóst samband milli þess
að markaðshlutdeildin hefði minnk-
að og tvíhliða samningsins, sem þeg-
ar hefði verið gerður milli Banda-
ríkjamanna og Japana.
Ólöglegt ef Belgar
banna franskt kjöt
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins (ESB) sagði í gær
að það væri ólöglegt ef Belgar
settu bann við innflutningi fransks
nautakjöts.
Samtök frönskumælandi bænda
í Belgíu, Alliance Agricole, skrif-
uðu Karel Pinxten, landbúnaðar-
ráðherra Belgíu, bréf í gær og
kröfðust þess að slíkt, bann yrði
sett og tæki þegar gildi.
I bréfinu var bent á að undan-
farið hefðu komið fram tilfelli af
kúariðu í Frakklandi og innflutn-
ingur myndi stefna belgískum
nautgripahjörðum í bráða hættu.
Gerard Kiely, talsmaður Franz
Fischlers, sem hefur landbúnað-
armál með höndum í ESB, sagði
að slikt bann yrði ólöglegt.
„Það er ekki hægt að setja ann-
að bann en bannið við útflutningi
bresks nautakjöts," sagði Kiely við
biaðamenn. „Ef Belgar bönnuðu
innflutning á frönsku nautakjöti
væri það ólöglegt."
ESB bannaði útflutning bresks
nautakjöts í mars eftir að breska
ríkisstjórnin tilkynnti að verið
gæti að samband væri á milli kúa-
riðu og Kreutzfeldt-Jakob-sjúk-
dómsins, sem veldur heilahrörnun.
iiái' juiiú 'J'úi' ú'J jjyjmíiaíj - >ui) túi'
j'i úuiiiil/JiiiiujjL iiliuúl iyui'u
iijú á]>i»iii> iiiii iiyuiiúii' gjijijk&ri joíá uú
ijii'u uiirii'/ui) i iiiúiliiu.
ú/Ui' jiiiI'i'U /UT Uiiiiúil j'i iliún Úii'UiU, iiiii
U’i iiUUi'iiliijj iiiliii
„UiU iilli 'J'Z jiUÚ bl' IUTÚ UÚ UiHJTU jiijj -
rii ii/uiú ui) úiúuiVi"
Apollo hár-stiidíó:
Reykjavík, s. 552 2099
Vesturlandi, s. 456 2265
Skagafirði, s. 453 6344
Akureyri, s. 462 7233
Egilsstöðum, s. 471 1616
Höfn, Hornafirði, s. 478 1830