Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 30
30 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Lagersölur og markaðir í útlöndum
Hagkvæm innkaup með
sem minnstri fyrirhöfn
ir dagblaðinu II
Messagero, þar
sem rakið er hvað
á seyði sé í borg-
inni. En þar eru
líka yfir-
Það er ekki gefið að allt
sé ódýrara í útlöndum,
en með því að hafa aug-
un hjá sér má gera góð
kaup. Sigrún Davíðs-
dóttir miðlar hér nokkr-
um góðum ráðum.
SÁ tími er liðinn, ef hann hefur
þá einhvern tímann verið til, að
allt sé ódýrt eða ódýrara í útlönd-
um. En með aukinni fjölbreytni í
verslunarháttum er hægt að ganga
að ódýrum vörum, ef maður veit
hvar á að leita.
Fyrsta reglan er að þar sem út-
lendingar versla fyrst og fremst þar
er verðið örugglega ekki sérlega
hagstætt, nema í undantekningar-
tilfellum. Heimamenn vita hvar á
að bera niður, auk þess sem þeir
hafa tilfinningu fyrir verðlagi og
vita hvað er dýrt og hvað er ódýrt.
Það vita ferðamenn ekki.
Bestu kaupin má oftast gera þar
sem flest er fólkið, sem þýðir að
stórborgir eru oft góðar til inn-
kaupa, en þar eru • hverfin mjög
misjöfn og því sjálfsagt að spyijast
fýrir. Mér hefur komið langsamlega
best að kaupa góðar ferðabækur,
til dæmis Rough Guide eða Time
Ouf-bækurnar. Þar í eru sérstakir
kaflar um innkaup og einmitt með
góðum leiðbeiningum um hvar sé
að finna ódýrar vörur. Einnig eru
oft góðir listar yfir ólíkar gerðir
búða í bæklingum, sem kynna það
sem um er að vera í menningarlíf-
inu.
Fatakaup
Hvað föt varðar eru það einkum
tvær tegundir búða, sem mér þykja
áhugaverðar. Það eru annars vegar
búðir, sem selja umframlager góðra
merkja eða úr góðum búðum, hins
vegar búðir sem selja notuð gæða-
föt. Fyrmefndu búðirnar heita oft
ö/scounf-eitthvað, en kallast outlet
á ensku. Slíkar búðir er að finna
þar sem markaðurinn er nógu stór.
Danmörk er til dæmis tæplega nógu
stórt land til að verulega góðir fata-
markaðir séu þar, en þeir eru farn-
ir að stinga upp kollinum. í Comp-
any’s Kældershop á Frederiks-
berggade 24 eru seldar vörur frá
InWear, Part Two, French
Connection og Cottonfield með
50-80 prósent afslætti. í Auto-
meter á Gammel Kongevej 42
á Friðriksbergi eru seldar vör-
ur frá Petroleum, sem er
firna vinsælt pijónavöru-
merki og gallabuxur frá
Diesel og Levi’s. Chevign-
on á Ny Dstergade 12, sem
er hluti af Strikinu, selur vörur
frá samnefndu merki með 30-50
prósent afslætti. Esprit Outlett-
en á Norrebrogade 106 selur
vörur frá samnefndu merki með
30-60 prósent afslætti. Allar
þessar búðir eru þokkalega mið-
svæðis.
Bandaríkin eru heimaland
lagerbúðanna og þar er auðvit- |
að mýgrútur af þeim. í New
York gerist það iðulega að ein-
hveijir leigi húsnæði við eða í
grennd helstu verslunargatnanna
til að selja lager, sem komist hefur
verið yfir á góðu verði. Þær útsölur
eru þá gjarnan auglýstar á auglýs-
ingaskiltum á gangstéttum, eða
miðum dreift til vegfarenda. Þar
getur verið um uppgrip að ræða og
þeir sem koma oft til New York
gætu kannski haft áhuga á að ger-
ast áskrifendur að fréttabréfi, sem
auglýsir sérstaklega svona skyndi-
sölur.
Notuð föt af fyrirsætum
Róm er sérlega áhugaverð versl-
unarborg fyrir þá sem hafa áhuga
á góðum fötum, en góðu fötin þar
eru ekki sérlega ódýr meðan þau
eru á fullu verði. Ut frá Via del
Corso Vittorio Emanuele, sem
gengur út frá Piazza del popolo,
liggja fínu og dýru göturnar, en þar
inn á milli eru líka lagerbúðir. Á
hveijum föstudegi kemur út í Róm,
Mílanó ojg kannski fleiri af stærri
borgum Italíu bæklingur, sem fylg-
Tómatar á útsölu
FRAMBOÐ af íslenskum tómötum
er að ná hámarki og verðið breyt-
ist jafnvel nokkrum sinnum á dag.
Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufé-
lagi garðyrkjumanna segist ekki
vita hversu lengi þessi verðlækkun
standi en bendir á að bæði agúrk-
ur og paprikur hafi líka lækkað
að undanfömu. Kílóið af tómötum
var á 125 krónur í Bónus í gær.
„Tómatar geta lækkað fyrirvara-
laust, þetta fer eftir markaðnum
“, sagði Jón Ásgeir Jóhannesson
í Bónus.
í Hagkaupi voru tómatarnir á
189 krónur kílóið í gærmorgun,
hjá 10-11 búðunum á 148 krónur,
hjá Nóatúni á 187 krónur en allir
höfðu þann fyrirvara að um frek-
ari lækkun yrði kannski að ræða.
lit yfir búðir og
af því að ítalir tala líka um „shopp-
ing“, þarf ekki sérstaka ítölsku-
kunnáttu til að komast í gegnum
bæklinginn og finna ódýru búðirn-
ar, sem þar eru taldar upp.
Notuð föt þeirra sem nenna ekki
að eiga dýru fötin sín lengi eru víða
seld í sérstökum búðum, sem sér-
hæfa sig í notuðum gæðafötum.
Líkt og með lagerbúðir er fyrst og
fremst markaður fyrir slík föt í stór-
borgum og þeirra er því helst að
leita þar. Á 5th Avenue á móts við
79 og 81 götu eru nokkrar slíkar
búðir. í Kaupmannahöfn liggja
nokkrar í litlum hliðargötum frá
Strikinu, ekki langt frá Ráðhústorg-
inu.
Hvað varðar aðrar vörur eins og
rafmagnstæki, búsáhöld, bækur
eða geisladiska er best að slá slíkum
búðum upp í ferðabókum eða bækl-
ingum. Fyrir þá sem leita að ein-
hveiju skrýtnu og skemmtilegu eru
? markaðir ótæmandi uppspretta,
en athugið að bæði áðurnefndar
gerðir búða og markaðir breytast
ört og aldrei er hægt að ganga að
neinu vísu þar.
Undirbúningur
Þó hér séu tíndar til einstakar
borgir, má nota sömu leiðbeiningar
um aðrar borgir. Að lokum minni
ég á að símaskrár eru alls staðar
mikil uppspretta fróðleiks og
það getur borgað sig að nota
lungann úr einu kvöldi til að
kynna sér gulu síðurnar og
það sem þar er að finna af
skrám yfir allar mögulegar
og ómögulegar gerðir búða.
En af því ég hef ekki mik-
ið úthald í búðarráp og
þreytist ógurlega í stór-
um vöruhúsum vil ég
heldur kynna mér vel
hvert áhugavert er að
fara í búðarleið-
angra, hugleiða
hvað mig langar að
skoða og líta þá í
kringum mig á
völdum stöðum í
hæfilegan stuttan
tíma, frekar en að ramba
bara eitthvað og skoða og
skoða. Tímanum til undirbún-
ings búðarferða er vel varið
og árangurinn þá vænlegri,
fi| ekki síst fyrir þá sem langar
að gera eitthvað annað. En
athugið að í Evrópu eru ýms-
ar afsláttarbúðir og búðir með not-
uð föt, sem taka ekki greiðslukort,
en þá er ekkert annað en að tappa
af kortinu í nálægum bönkum. í
sumum þessara búða er aukinheld-
ur hægt að fá felldan niður sölu-
skatt fyrir þá sem fara úr landi.
HAFI lesendur rekist á
skemmtilega markaði, lag-
ersölur, fornverslanir eða
sérstakar verslanir í útlönd-
um væri vel þegið ef þeir
hefðu samband við okkur
hér á neytendasíðunni. Þess-
um upplýsingum væri síðan
hægt að miðia áfram til les-
enda sem margir hverjir eru
á faraldsfæti í sumar og
kunna eflaust að meta slíka
vitneskju. Síminn hjá neyt-
endasíðunni er 5691225.
Ný 10-11 verslun
í Austurstræti
41
GRÓÐRARSTÖÐIN
3( )%afsl áttur
• Lii ngerðisbirid
60-80 sm.
m iiilW
Opnunartímar:
’ Virka daga kl. 9-21
’ Um helgar kl. 9-18 stjörnijgróp ih, sími m nm, faxssj 2228
Sumarblóm og
Qölærar plöntur
Sa;kið surnarið til okkar
í GÆR var opnuð í Austurstræti
17 ný 10-11 verslun. Verslunin er
á 450 fermetra gólffleti og síðan
verða ávextir og grænmeti á sér-
stökum útimarkaði þ.e.a.s. þegar
veður leyfir.
Ýmis opnunartilboð verða í versl-
uninni í tilefni opnunarinnar, jarð-
arbetjabakkinn með 200 grömmum
kostar 89 krónur en tæplega 400
grömm af blábeijum kosta 198
krónur. Þá er nautakjöt á tilboðs-
verði, nautahakk UNl fer úr 885
krónum í 689 krónur, nautahrygg-
vöðvi kostar 1.295 krónur kílóið og
kíló af nautagúllasi er á 998 krónur
svo dæmi séu nefnd.
Verslunin býður upp á sömu vöru
og aðrar 10-11 búðirnar en bryddað
verður upp á þeirri nýjung að vera
með úrval léttra tilbúinna rétta og
viðskiptavinir geta fengið örbylgju-
rétti hitaða á staðnum og setta síð-
an í álpoka.
Morgunblaðið/Golli