Morgunblaðið - 29.06.1996, Side 33

Morgunblaðið - 29.06.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1996 33 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Fyrirgefning syndanna eða áhrif hr. Burns í VETUR sem leið, á myrkum laugardags- kvöldum (og raunar stundum áður), birtist á ríkissjónvarpsskjánum teiknimyndaröð sem sameinaði fjölskylduna mína. Simpson-fjölskyld- an frá Vorakri varð skyndilega hluti okkar og fjölskyldan stækkaði mjög. Þetta var alvöru- fjölskylda með ijölmörg- um kostum og nokkrum (lítilvægum?/ofgerðum?) göllum. Snillingsaulinn Hómer og við áttum í samfelldri og sífelldri baráttu við lítt geðslegan og miskunnarlausan kúgara kropps og sálar, bólustokk- inn kjarnorkuverseigandann mr. Burns. En samt dáist ég svolítið að mr. Burns. Hann er bullandi greind- ur og á sér markmið. Hann vill verða ríkur/valdamikill og gefur dauðann í það hvort það verður á kostnað einhverra eða bara annarra. Sam- viskusamur og velmenntaður nyt- samur sakleysingi fylgir honum hvert fótmál og þykir hagsmunum sínum best borgið með því að smeygja golfkúlum prúðmannlega í rétt göt vallarins, svona til þess að auka hróður foringjans. Einhvern veginn sé ég þrumandi samlíkingu milli herra Burns og for- setaframbjóðandans/valdafíkilsins Olafs Ragnars Grímssonar. Fígúrur teiknimyndanna verða skyndilega ljóslifandi. Ólafur Ragnar Grímsson breytist á augabragði í mr. Burns og stuðningsmenn hans sameinast í tryggum þjóni. Auðsfíkn Burns verð- ur að valdafíkn Ólafs Ragnars; að- ferðirnar ískyggilega líkar, blindan söm. Ég er ósáttur við þessar forseta- kosningar og ég er ósáttur við það hversu þjóð mín er gleymin. Ég man fyrst eftir Ólafi Ragnari þegar mér var bent á hann á götu með þeim orðum að þar færi maðurinn sem hefði verið með yfirlýsingar um það að hann ætlaði sér að verða forsætisráð- herra og hann yrði forsætisráðherra. Ég man að okkur þóttu þetta undarlegar og hrokafullar yfirlýs- ingar. Ólafur Ragnar var þá framsóknar- maður, ungur fram- sóknarmaður. Næst man ég eftir Ólafi Ragnari þegar ég var í lænanámi. Hann var þá að hefja feril sem ósvífinn stjórnmála- maður og var mjög gagnrýndur vegna ósvífni í viðskiptum við aðrar manneskjur, innan flokks og utan. Ég man ekki hvort Ólafur var þá heldur samtakamaður fijálslyndra og vinstri eða bytjandiallaballi og lái mér hver sem vill. Ég man að við vinirnir ræddum atferli og karakte- reinkenni Ólafs Ragnars og kom- umst að þeirri niðurstöðu að hegðan hans öll kæmi vel heim og saman við sjálfhverfan valdafíkil, enda sáum við þess mörg dæmi hvernig miskunnarleysi og óbilgirni í garð andstæðinga eða þeirra sem voru bara fyrir innan flokks eða utan sýndi massífan skort á samhygð. Við skoðuðum þessa hegðan í ljósi sögunnar, leituðum dæma og fund- um_ mörg. Ég ætla mér ekki að rekja hér dæmi um siðleysi Ólafs og miskunn- arleysi sem valdsmanns í flokki/flokkum, á þingi og utan eða sem ráðherra. En hvetjum manni má ljós vera meginlífsstefna Ólafs Ragnars Grímssonar: Völd mín og áhrif framar öllu öðru, þ.e.a.s. ég um mig frá mér til mín. Sumir virðast hafa tilhneigingu til þess að líta á forsetakosningar sem hlutfallskosningar, rétt eins og unnt sé að fá forseta með skaphöfn Péturs Kr. Hafstein, jarðarnánd Guðrúnar Agnars, brilljans Guðrún- ar Péturs og mátulega ósvífni Ast- þórs og allt þetta í arískum kroppi Ólafs Ragnars Grímssonar. En þetta eru ekki hlutfallskosningar, það er bara einn „sigurvegari". Góður maður ráðlagði mér eitt sinn: Ef þú hefur átt vondan dag og þungan og ert í vafa gakktu þá heim. Og þegar heimilið sést og þú ert enn í vafa um ákvarðanir dags- ins taktu þá utan um hvern ljósa- staur og snúðu þér í hring og segðu við sjálfan þig: Ég er að fara heim og ég verð að vera sáttur við ákvarð- anir dagsins. Því ég verð að lifa með þeim og ég mun lifa með þeim áfram. Ég bið ykkur, landar mínir, farið þið ykkur hægt á kjörstað og spyij- ið ykkur: „Er ég tilbúinn til þess áð kljúfa þessa þjóð?“ Ef þið eruð til- búnir til þess, kjósið þá Ólaf Ragnar Grírnsson. Ég þekki ekki Ólaf Ragnar per- sónulega. Ég þekki hann einungis af opinberum verkum hans og opin- berri hegðun. Það nægir til þess að ég er um eftirfarandi fullviss: Verði Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn for- seti íslenska lýðveldisins þá hættir forsetinn að verða sameiningartákn, hann verður tákn sundrungar, sun- drungar sem mun hafa ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir litla þjóð. Og gleymið því aldrei að með því að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta lýðveldisins er verið að gefa stjórnmálamönnum þessarar þjóðar ljós skilaboð: „Það er alveg sama hvað þið gerið meðan þið eruð á þingi; þið megið traðka á einstakl- ingum og félagasamtökum; þið meg- ið ljúga að vild og þeysa upp úr ykkur skít um aðra. Ef þið bara eruð greindir og smart og eigið frambærilega konu, þá skulum við verðlauna ykkur og gera ykkur að forseta.“ Á Jónsmessu 1996. SIGURÐUR ÁRNASON Höfundur er læknir. Nokkur orð um forsetaframboð Sigurður Árnason # Til stuðnings Olafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu FYRSTA lýsingin sem ég heyrði á Ólafi Ragnari Grímssyni var frá sameiginlegum vini okkar Ólafs Ragnars. Þeir höfðu tengst vin- áttuböndum sem aldrei rofnuðu þótt margt bæri síðar á milli í stjómmálum. Ólafur Ragnar Grímsson var þá í námi í stjórnmála- vísindum í Bretlandi, og var að vissu leyti eins og óskrifað blað. Þessi sami aðili sagði mér, að Ólafur Ragnar Gríms- son væri einn þeirra manna sem væru fæddir til forystu og til þess hefði hann óbif- anlegan viljastyrk. Auk þess hefði hann til að bera skarpa greind, mik- inn dugnað, heiðarleika, og ætti auð- velt með að helga sig verkefni sínu hveiju sinni. En síðast en ekki síst hefði hann til að bera þann baráttu- hug sem mundi duga honum í gegnum sigra og vonbrigði stjómmálanna. Síðan bætti hann við, að hann mundi, ekki öfunda þá sem Ólafur Ragnar Grímsson teldi sig þurfa að beijast gegn. En slíkt væri eðli stjómmála- baráttunnar. Þessi orð mótuðust af aðdáun og skilningi, því ég hef oft síðar furðað mig á hversu glögg- skyggn þessi sami náungi var á per- sónuleika og hæfíleika Ólafs Ragnars Grímssonar sem ungs manns. Síðar á lífsleiðinni kynntist ég Ólafi Ragnari Grímssyni persónulega og sem kennara. Þegar ég var nem- andi hans í stjórnmálafræði verð ég að játa þótt ekki sé kinnroðalaust, að tilfinningar mínar til hans sem kennara voru nokkuð blendnar. Skoðanir okkar voru ólíkar eins og eðlilegt er með fólk s_em hefur ólíkar stjórnmálaskoðanir. Ég var og er til hægri hvað varðar stjórnmálaskoð- anir og óttaðist einfaldlega, að hann mundi nota aðstöðu sína til að koma sínum stjórnmálaskoðunum að til að hafa áhrif á nemendur sína. Slíkþ reyndist mjög fjarri Ólafi Ragn- ari Grímssyni. Hann gætti ávallt fyllsta heið- arleika og hlutleysis í kennslunni og var með afbrigðum rökvis og mætti viðhorfum nem- enda sinna ávailt með rökum. Auk þess var hann afar fræðandi og skemmtilegur kennari og hafði fágæta yfirsýn yfir stjórnmálavísindin og næman og sagn- fræðilegan skiining á mönnum og málefnum sem var hafinn yfir deil- ur líðandi stundar. Það skal enn tekið fram að ég hef aldrei verið sammála Ólafi Ragnari Grímssyni í stjórnmálum, enda er ég flokksbundin sjálfstæðiskona. Hitt er annað mál að ég treysti engum betur af þeim forsetaframbjóðendum en Ólafi Ragnari Grímssyni, að gegna embætti Forseta íslands. Fer- ill hans er flekklaus, hitt er annað mál, að menn verða oft að gera og segja meira en gott þykir þegar kom- ið er út í orrahríð stjórnmálanna. Hann hefur haslað sér völl á sviði alþjóðamála sem kæmu sér vel fyrir embætti forseta íslands. Hann hefur verið í forystu um útflutning á ís- lensku hugviti. Hann er mikill heims- borgari og síðast en ekki síst á hann glæsilega og mikla ágætis konu, Guðrúnu Katrínu, sem mundi sóma sér vel við hlið hans í þessu embætti. Sjálf hef ég aldrei reynt Ólaf Ragnar Grímsson að öðru en dreng- skap og heiðarleika, svo heilum, að full ástæða er til, að ætla að þessir eiginleikar muni einkenna störf hans sem forseta íslands nái hann kjöri. SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR. Höfundur er fulltrúi Sotheby’s á Islandi. Sigríður Ingvarsdóttir Hugleiðingar um forsetaframboð KJÖR forseta íslands, æðsta manns lýðveldisins, stendur fyrir dyrum. Almenningur skoðar hug sinn til einstakra framboða. Ekki er það nema sjálfsagður hlutur, hér er um að ræða æðsta embættið og fólk vill geta litið með stolti til þess og forseta síns, þar sem emb- ætti hans fylgja bæði völd og virð- ing, en umfram allt er hér um heillatákn þjóðarinnar að ræða. Síðastliðin 28 ár hafa setið í þessu embætti persónur sem þjóðin hefur virt og dáð og hlustað eftir hugmyndum og orðræðum sem þaðan hafa borist. Veitt þeim meiri athygli en orðræðum úr nokkrum öðrum stað í þjóðfélaginu. Áhugi almennings á vali forseta við hæfi hefur því undanfarna áratugi fyrst og fremst beinst að tengslum for- seta við þjóðina. Fyrir 28 árum kostaði það mikil átök meðal þjóðarinnar að velja í þetta embætti persónu sem svaraði til þeirrar ímyndar sem fólk hafði búið sér til og fylgt hefur embætt- inu æ síðan. Þá losnaði embættið úr fjötrum ofurvalds flokkspólití- skra afla sem komu fram í ýmsum pólitískum klíkum, sem síðan höfðu samráð í kyrrþey og mynduðu mikla kosningasamsteypu. Hug- myndin var að beina þjóðinni að einu framboði aðeins. Tilraunin mistókst og frambjóðandi annarra afla, sem brutust út úr móðui*flokk- unum, fór með sigur af hólmi. Þessi flokkspólitísku klíkuátök drógu á eftir sér langan óheilla- slóða fyrir sameiningu þjóðarinnar um embætti forseta Islands. í átökunum var gert upp við fortíð- ina. Stuðningsmaður eins og forseta- framboðsins nú, Svanur Kristjáns- son prófessor, sem var reyndar stuðningsmaður hinnar gömlu ímyndar og starfaði fyrir Gunnar Thoroddsen 1968, lýsir í Morgun- blaðinu 8. júní 1996 nokkuð hinni hörðu baráttu sem þá var háð í hans umdæmi, ísafirði. En eining- arafl þjóðarinnar bar sigur úr být- um yfir samráðsklíkum pólitískra afla og sameiningaröflin sigruðu með kosningu dr. Kristjáns Eld- járns til ómetanlegra heilla fyrir þjóðina. Nú hefur hreiðrað um sig sú spilling meðal pólitískra valdahópa og flokka hjá þjóðinni, að þeir sjá þann kost vænstan að efna til sam- ráðs sömu gerðar þess er áður var hér lýst. Þessar samráðsklíkur vilja nú velja þjóðinni forseta. Hver mis- tökin verða nú er óséð, en vonandi fær samráðsliðið ráðningu hjá þjóð- inni eins og áður. Skoðanakannanir undanfarið sýna víðtæk samráð og reynir því á hinn almenna kjósanda hvort flokksbönd halda eða ekki. Óánægja með framvindu mála virð- ist mikil hjá samráðsflokkunum en lítum aftur á viðhorfin til forseta- embættisins. Lærðir menn í stjórnamálafræð- um og lögfræði hafa undanfarið varpað ljósi á stöðu forseta íslands sem valdamanns innan stjórn- kerfisins. Þar sem lögbundnar regl- ur gilda um stöðu forseta hvað þetta snertir er ekki mikilla breyt- inga að vænta að óbreyttum lögum. Sá þáttur embættisins sem snýr að löggjafarþinginu og stjórnkerf- inu er að sjálfsögðu mikilvægur, þar sem forsetinn er höfuð stjórn- kerfisins. Þetta er þó ekki sá þátt- ur embættisins sem snýr beint að fólkinu og daglegri tilveru þess. En nokkuð hefur verið í umræðu pólitísk starfsemi forsetans. Bæði að því er varðar löggjafarstarf og framkvæmdavald. Hér er um að ræða breytt stjórnskipunarlög, sem þurfa sérstaklega vandaðan undir- búning, sem ekki er farið að ræða um á þingræðisgrundvelli, né al- mennt. Skoðanakannanir hafa hins vegar verið birtar um áhuga fólks á nokkrum breytingum, ekki sízt lagasetningu um þjóðaratkvæði í mjög mikilvægum málum og aðstoð forseta við framkvæmdavaldið í markaðsöflun. Þetta eru hvort tveggja atriði sem verða að ræðast á stjórnlagagrundvelli. Varla er eðli- legt að blanda þessum málun inn í væntanlegt forsetakjör nú. Hinn þáttur embættisins, sem snýr að almenningi og hann hefur betri möguleika á að fylgjast með, er störf forseta á almennum og sérstökum vettvangi, þar sem for- setinn kemur fram sem tengiliður þjóðarinnar inn á við og út á við. Þessi atriði er almenningur fyrst og fremst að gera upp þegar hann velur forseta og því verða fram- bjóðendur að vera í sviðsljósinu í kosningabaráttunni. Þá má aldrei fela. Þetta er lífrænasti þáttur embættisins og ekki þýðingarminni en lögbundin og rígbundin stjórn- fræðileg skipan embættisins. Framboð Ólafs Ragnars Gríms- sonar hefur fengið mikinn og vand- aðan undirbúning lengi. Árangurinn sýndi sig við skoðanakannanir skömmu eftir framboðið. í ljós kom að hér var um samráð ríkisstjórnar- flokkanna og Alþýðubandalagsins að ræða. Hér var því á ferðinni stjómmálaafl sem hafði á bak við sig mikinn meirihluta kjósenda í landinu. Hér eru á ferðinni gamal- þekkt vinnubrögð pólitísks samráðs ætluð til þess að auka pólitísk og efnahagsleg völd. Annmarkamir sem áður hafa einkennt slíkt samráð komu fljótt í ljós. Stór hluti Sjálf- stæðisflokks lét ekki að stjórn. Fram- sóknarflokkurinn sýndi vissan stöð- ugleika eins og fyrri daginn en Al- þýðubandalagið nær kokgleypti agn- ið, en allt er þetta hart undir tönn og melting flokksfélaga misjöfn. Framboð Ólafs Ragnars Gríms- sonar er þannig undirbyggt að frekar veldur tortryggni en trausti. Það er ekki vænlegt til einingar með þjóðinni. í óánægjuröðum. Sjálfstæðis- flokksins var safnað fylgi um Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómara. í fyllingu tímans fór Pétur á fund formanns Sjálfstæðisflokksins og greindi honum frá fyrirætlan sinni um framboð. Formaður flokksins kvað það heimilt. Pétur gekk einn- 'ig á fund varaformanns. Svör hans voru þau sömu og formannsins. Þetta mátti Pétur. Þetta virðist því vera hreint flokksframboð. Síðan eru tvö önnur framboð. Framboð Ástþórs Magnússonar, sem telur að friður árið 2000 sé það stórmál _sem framboð hans byggist á og ísland eigi að gegna þar miklu hlutverki með Bessastaði sem miðstöð. Ekki verður annað séð en fram- boð Guðrúnar Agnarsdóttur læknis sé hið eina framboð til forsetaemb- ættisins sem uppfyllir þær persónu- legu kröfur sem gerðar verða til forseta og embættið krefst. Guðrún Agnarsdóttir hefur sýnt með störfum sínum í þágu al- mannaheilla, bæði sem embættis- maður í heilbrigðisþjónustu og öðr- um störfum sínum í opinberri þjón- ustu, þjóðmálastarfsemi og annarri framgöngu á opinberum vettvangi að hún er fallin til forystu fyrir þjóðina og til þess að halda uppi virðingu og reisn forsetaembættis- ins og þjóðarinnar út á við og inn á við. GUÐNl GUÐNASON Höfundur er lögfræöingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.