Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 38
38 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR
I tilefni forseta-
kosninganna
„Sá yðar, sem syndlaus er“
EG VERÐ að segja
að mér brá óneitanlega
í brún, eins og e.t.v.
fleirum, er ég las Morg-
unblaðið í fyrradag, 27.
þ.m., og sá tvær heil-
síðu auglýsingar, en
þexti þeirra einkenndist
áf skítkasti í garð eins
forsetaframbjóðand-
ans, Ólafs Ragnars
Grímssonar. Ég hafði
nýlokið lestri úr tutt-
ugu og fjögurra stunda
bókinni minni, en þar
segir svo.
AA-hugleiðing dags-
ins:
„Ef þú getur tekið
því, sem að höndum ber; ef þú get-
ur haldið ró þinni og hugaijafnvægi
i erli og annaríki dagsins; látir þú
ekki erfíðar og krefjandi aðstæður
á þig fá, þá hefurðu komist að dýr-
mætasta leyndarmáli daglegs lífs.
Jafnvel þó þú verðir að lifa lífi þinu
háður óumflýjanlegu böli og getir
samt mætt hveijum degi með reisn
og hugarró, þá hefur þér tekist það
sem flestum hefur mistekist. Þá
hefur þú unnið meira þrekvirki en
sá sem stjórnar heilli þjóð. Hef ég
öðlast reisn og frið hugans?"
íhugun dagsins:
„Biddu mönnum blessunar hvert
sem þú ferð. Þú hefur
notið blessunar, ósk-
aðu hennar fyrir aðra.
Aukin blessun bíður
þín á komandi mánuð-
um og árum. Láttu
aðra njóta þeirrar
blessunar sem þér
hlotnast. Blessun get-
ur borist frá manni til
manns heiminn um
kring. Sáðu dálítilli
blessun í hjarta annars
manns. Sá hinn sami
lætur blessunina með
glöðu geði öðrum í té
og þannig getur boð-
skapur Guðs, færandi
líf og gleði, borist frá
einum til annars. Vertu boðberi
blessunar Guðs.“
Stórlega er ég efins um að góður
kunningi minn, Björgólfur Guð-
mundsson, hafi nýverið lokið lestri
um hugleiðingu dagsins, úr sinni
bók, er hann tók ákvörðun um þátt-
töku á birtingu fyrrgreindrar aug-
lýsingar. Mig setti einnig hljóðan
yfir þeirri hugsun að Pétri Kr. Haf-
stein þætti sér sæmandi að heyja
sína kosningabaráttu til forseta-
embættisins undir þeim formerkj-
um, sem texti fyrrgreindra auglýs-
inga bíður upp á. „Sá yðar, sem
syndlaus er kasti fyrsta steininum."
Hjörleifur
Haligríms
Menn eru sárir út af Þýsk-
íslenska og Hafskipsmálinu, en það
voru dómarar sem dæmdu í þeim
málum menn og fýrirtæki. Það var
ekki Ólafur Ragnar Grímsson, sem
þar sat í dómarasæti. Ég hef alltaf
borið mikla virðingu fyrir Hæsta-
rétti íslands þótt ég væri ekki sam-
mála þegar mildaður var dómur
yfir manni, sem misnotað hafði
dóttur sína kynferðislega frá barns-
aldri. Að sögn hafði verið tekið til-
lit til þess að hinn ógæfusami faðir
hafði iðrast. Er hægt að iðrast eft-
ir dauðann?
Mikið hefur verið rætt og ritað
um vímuefnamál í þessu þjóðfélagi,
enda böl mikið, og fáar herferðir
hafa verið farnar meiri, en gegn
tóbaksreykingum. Áfengisvanda-
málið hefur sett ljótan blett á líf
margra fjölskyldna og jafnvel lagt
í rúst. Forseti Islands á að vera
sameiningartákn þjóðarinnar og er
ekki úr vegi að benda foreldrum
og öðrum uppalendum á, hvort ekki
sé æskilegt að hafa slíka fýrirmynd
á Bessastöðum. Hvað segir Stór-
stúka íslands, Áfengisvarnaráð og
SÁÁ svo eitthvað sé nefnt. Ólafur
Ragnar Grímsson er bindindismað-
ur bæði á vín og tóbak.
Islenskir kjósendur! I dag
göngum við að kjörborðinu til að
kjósa forseta íslands næstu árin,
látið ekki illmælgi, öfund né skít-
kast út í ákveðinn forsetaframbjóð-
anda villa ykkur sýn. Ég vil sjá
vímuefnalausan forseta á Bessa-
stöðum, því kýs ég Ólaf Ragnar
Grímsson.
Guð blessi ykkur öll.
HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS
Höfundur er ritstjóri.
Segðu mér hvern þú
umgengst og ég skal
segja þér hver þú ert
í OKTÓBER 1987 þingaði ind-
verski kommúnistinn Romesh
Chandra, forseti Heimsfriðarráðs-
ins hérlendis, um almenningsálitið
í heiminum og afvopnunarmál
ásamt þeim Ólafi Ragnari Gríms-
syni, séra Gunnari Kristjánssyni
'■og Steingrími Hermannssyni.
Fundinn sátu einnig erlendir menn
frá 17 löndum í Evrópu, Norður
og Suður-Ameríku, Asíu og Afríku
og íslenskt friðarhreyfingafólk.
Fjórum árum áður hafði birst í
1. hefti Úrvals ’83 grein um
Heimsfriðarráðið og fleiri slík sam-
tök, eins og t.d. Virkar aðgerðir,
og sagði þar að á 32 ára ferli sín-
um hefði ráðið aldrei hvikað frá
sovétlínunni eins og hún hefði ver-
ið á hveijum tíma. Það hefði ekki
æmt gegn yfirgangi Sovét gegn
pólskum og austur-þýskum verka-
lýð 1953, innrás Sovét í Ungverja-
land 1956, fráhvarfi Sovét frá
'■banni við tilraunum með kjarn-
orkuvopn 1961, uppsetningu sové-
skra kjarnorkueldflauga á Kúbu
1962, innrásinni í Tékkóslóvakíu
1968, beitingu sovésks hervalds í
Angóla, Eþíópíu eða Jemen.
# DAEWOO
LYFTARAR
VERKVER
Smiðjuvegi 4b • 200 Kópavogur • S 567 6620
Heimsfriðarráðið hefði
aldrei mótmælt so-
véskum hernaðarað-
gerðum eða áætlunum,
aðeins vestrænum. Það
hafi líka lagt blessun
sína yfir innrás Sovét-
manna í Afganistan.
Hvers vegna var
Heimsfriðarráðið
svona hallt undir Sov-
étstjómina? Jú, þeir
borguðu brúsann. Að
þáverandi utanríkis-
ráðherra landsins og
einn af prestum þjóð-
kirkjunnar skyldu hafa
lyst á að sitja fund með
Chandra er óskiljan-
legt. Vissu þeir ekki af greininni
í Urvali?
Á 70 ára ferli átti kommúnista-
stjórnin í Kreml sök á dauða 60
milljóna eigin þegna og um 2000
þrælkunarbúðir voru í Síberíu,
Gúlagið svonefnda. Arnór Hanni-
balsson sem var fimm ár í Rúss-
landi frá 1954 segir í grein í Þjóð-
lífi, Lærdómar frá Sovét, að ekki
hafi nokkur maður í háskólanum
nokkurn tímann minnst á Gúlagið
og það sem fólk varð að ganga í
gegnum. Heimsstyijöldin sjálf hafí
ekki verið svo slæm, heldur hafi
það verið styrjöld Bolsévíkaflokks-
ins gegn þjóðinni sem var slæm,
hún var svo hræðileg að fólk gat
ekki talað um hana og síst af öllu
við útlendinga. Segir Arnór þjóðlíf-
ið þar hafa verið eitthvert hið
ömurlegasta sem hægt hafi verið
að hugsa sér.
Ólafur Ragnar Grímsson var
fjármálaráðherra í vinstri stjórn
1988-1991 án þingsetu. í mars-
byijun 1989 fór hann til Moskvu
á vegum Parlamentarians for Glob-
al Action, alþjóðlegu þingmanna-
samtakanna sem
hann var formaður
fyrir. Ræddi hann við
varaforseta Sovétríkj-
anna og forustumenn
í afvopnunarmálum
um nýjar tillögur á
sviði afvopnunarmála.
Þaðan fór hann til
Osló og flutti ræðu á
norrænni friðarráð-
stefnu sem þar var
haldin 10. og 11.
mars. Vakti það ekki
litla athygli að í ræðu
sinni tók Ólafur
Ragnar undir sjónar-
mið Sovétstjórnarinn-
ar eins og Gorbasjov
hafði túlkað þau í ræðu í Múr-
mansk í okt. ’87. Með þessu gekk
fjármálaráðherra íslensku ríkis-
stjórnarinnar í berhögg við utan-
ríkismálastefnu íslenska ríkisins
en fékk aftur á móti mikið hól af
hálfu formælanda sovéska utanrík-
isráðuneytisins, sem lét svo um
mælt í viðtali við fréttastofuna
Tass að „síðustu yfirlýsingar ís-
lendinga á sviði utanríkismála
væru í samræmi við ræðu Mikails
Gorbatsjovs í Múrmansk í október
1987“.
Með þessu móti hefur Ólafur
Ragnar skráð á spjöld sögunnar
að í öryggis- og utanríkismálum
hefur hann haft allt aðra stefnu
en íslenska ríkið hefur markað.
Er það þá trúverðugt þegar hann
nú lýsir því yfir að hann líti á
Atlantshafsbandalagið sem friðar-
afl og hann muni sem forseti fylgja
fram utanríkisstefnu íslenska rík-
isins?
RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR
Höfundur er húsmódir og þýðandi.
Rannveig
Tryggvadóttir
Olafur Ragnar
og Guðrún
Katrín - Já takk!
DAGURINN í dag
er stór dagur fyrir alla
íslendinga. I dag
munu vonandi sem
allra flestir kosninga-
bærir menn ganga inn
í kjörklefa og greiða
þeim frambjóðanda
atkvæði sem þeir
treysta best. Hvert
atkvæði skiptir máli.
Ákvörðun þjóðar-
innar er afar mikilvæg
og að vissu leyti end-
anleg og kemur þjóðin
til með að þurfa að
lifa með henni í lág-
mark fjögur ár eða
lengur, eins og
reynsla sitjandi forseta sýnir okk-
ur.
Allir eru frambjóðendurnir vel
frambærilegir og þjóðinni til sóma.
Hinu verður þó ekki neytað að
kostir og reynsla Ólafs Ragnars
Grímssonar hífa hann strax upp
og gera hann fremstan meðal jafn-
ingja, af þeim sem í framboði eru.
Reynsla hans og sambönd erlend-
is, sem að hann hefur verið upp-
tekinn við að rækta undanfarin
ár, geta komið þjóðinni og fyrir-
tækjum landsins að miklu gagni í
nánustu framtíð. Það væri afar
heimskulegt að kasta þeirri
reynslu fyrir róða, því að sú
reynsla nýtist ekki öðrum fram-
bjóðendum og tæki það hina fram-
bjóðendurna líklega mörg ár að
öðlast þá reynslu, sem að annars
myndi nýtast þjóðinni strax. Það
hefur oft sannast hér á landi að
enginn er spámaður í eigin föður-
landi og má í því sambandi minn-
ast á Björk Guðmundsdóttur. Ólaf-
ur hefur kennt við háskóla íslands
í rúmlega áratug og sinnt þar
brautryðjendastarfi og bera nem-
endur hans vott um það og áber-
andi er, að það hefur aldrei verið
borið á Ólaf að hafa verið hlut-
drægur í starfi sínu og má af því
merkja að hann hafi ávallt notið
virðingar nemenda sinna. Ólafur
hefur starfað mikið að friðarmál-
um og nýtur virðingar sem slíkur
á erlendri grundu. Hann er dugn-
aðarforkur sem að vinnur að þeim
málum sem honum eru falin,
hversu smávægileg og vonlaus
sem að þau kunna að virðast við
fyrstu sýn, en ávallt skilar starf
hans árangri. Hann
vill ekki á Bessastaði
til þess að geta sest í
helgan stein, það við-
urkenna allir sem
hann þekkja, jafnvel
hans hörðustu and-
stæðingar. Hann vill á
Bessastaði til þess að
geta unnið þjóðinni
gagn á hvern þann
hátt sem að hönum er
unnt.
Undanfarna daga
hafa þau öfl í þjóðfé-
laginu, sem vön eru
að ráða því sem að þau
vilja ráða, látið til sín
taka með skítkasti á
Ólaf og konu hans. Það þarf ekki
að koma okkur á óvart, því að
þetta hefur verið reynt áður og
það í síðustu forsetakosningum og
var þeim áróðri sérstaklega beint
gegn Vigdísi Finnbogadóttur, for-
seta. Það tókst ekki þá og má
ekki takast núna. Ólafur hefur
fortíð sem er í senn glæsileg og
mörkuð af þeirri pólitísku stefnu
sem að hann hefur staðið fyrir.
Ólafur hefur sjaldan siglt lygnan
sjó og tekið á hveiju máli fyrir sig
af festu og ef hann bæri þess
ekki merki og hefði ekki neitt til
þess að sýna fyrir það væri varla
hægt að segja að hann hefði virki-
lega látið til sín taka í íslensku
samfélagi það sem af er. Ólafur
Ragnar er ekki fullkominn og hef-
ur gert mistök eins og aðrir dauð-
legir menn, en eitt er víst að hann
gerir ávallt sitt besta og ber hag
þjóðarinnar í heild fyrir bijósti. Á
því leikur enginn vafi. Ólafur
þekkir þjóð sína og hún hann.
Gefum „stráknum að vestan“
tækifæri til þess að sameina þjóð-
ina að nýju, með framtíð okkar
allra í huga.
Ólafur Ragnar og Guðrún Katr-
ín munu verða þjóðinni til sóma á
Bessastöðum; þau eru verðugir
fulltrúar íslendinga hér heima,
sem og erlendis. Sýnum stuðning
okkar í verki: Sendum Ólaf Ragn-
ar og Guðrúnu Katrínu á Bessa-
staði — landsins og þjóðarinnar
vegna — okkar vegna.
FRIÐRIK GUNNAR BERNDSEN
Starfsmaður Mótás ehf.
Friðrik Gunnar
Berndsen
Gegn venjulegnm
karlaátökum
í pólitík
ALDREI hef ég heyrt annað eins
og það að konur séu búnar að vera
á Bessastöðum og þess vegna eigi
að koma karl. Þá á að segja þessum
þvættingi stríð á hendur. Nú þegar
Guðrún Pétursdóttir hefur ákveðið
að hætta við framboð sitt og það á
sjálfan baráttudag kvenna er ekki
nokkur leið að sitja þegjandi undir
þessu tali.
Vigdís Finnbogadóttir hefur setið
á Bessastöðum í 16 ár. Hún hefur
gegnt embætti forseta íslands með
glæsibrag. Það er tilefni til að kjósa
konu aftur — ef hún er í boði, hæf
og líkleg til að gegna embættinu
með sóma.
Sú kona er til. Hún er Guðrún
Agnarsdóttir. Hún getur gegnt
þessu embætti. Embættið væri ör-
uggt í hennar höndum. Um hana
myndi ríkja sátt. Það skiptir miklu
máli.
Guðrún Pétursdóttir kramdist á
milli tveggja pólitískra karla í
venjulegum stjórnmálaátökum. Það
þarf að hefja embætti forseta Is-
lands upp yfir svona átök. Það er
tækifæri nú á nýjan leik.
Ég skora á allar íslenskar konur
- og alla þá karla sem vilja styðja
konur til jafnréttis - að kjósa Guð-
rúnu Agnarsdóttur. Þannig höldum
við áfram merki íslands hátt á lofti
í jafnréttismálum. Þannig höfnum
við því að konur hljóti að troðast
undir í venjulegum karlaátökum í
stjórnmálum.
STEINDÓR ÍVARSSON
Höfundur er tölvari.