Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 44

Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 44
44 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Stöndum saman gegn skattsvikunum AðfÖrin að heimilunum Aðförinni að heimil- GREIN þessi er framhald af fyrri grein um fjármagnsflutningana miklu með okurvöxtum og sjálf- dæmdum innheimtugjöldum frá þeim skuldugu til hinna ríkari sem greiða engan skatt af þessum tekj- um sínum en draga gjarnan frá tekj- unum vaxta- og fjármagnskostnað, nokkuð sem hinir fátækari fá ekki að gera. Farið er fram á að ein lög gildi í landi þessu, jafnt fyrir ríka sem fátæka, að allir geti dregið sinn fjármagnskostnað frá tekjum sínum og að allir greiði sömu skatta af sömu tekjum, hvernig sem þeirra er aflað. Hin nýsamþykktu fjár- magnsskattalög um að skattar á hlutabréfaarð og söluágóða skuli lækkaðir um nærri 80% strax á þessu ári og að bankar og fjár- magnsstofnanir skuli að öllu for- fallalausu skila 10% staðgreiðslu- skatti af greiddum vaxtatekjum árið 1988 eru vissulega ekki skref í átt að sömu lögum fyrir alla. Þessi ólög sem aðeins einn alþingismaður (ekki Ögmundur Jónasson) greiddi at- kvæði gegn sýna hinsvegar vel fyr- ir hveija alþingismenn vinna. Upp- gjafaþingmaðurinn sem stjórnar nú Landsbankanum hefur líka lofað því að hvað sem lögin segja verði skuldunautar bankans látnir greiða vaxtatekjuskattinn og innheimtu- kostnað hans fyrir innistæðueigend- urna. í heilsíðu auglýsingum biður hann menn að hyggja vel að því við hvaða banka þeir vilja skipta. Þó að fáar þjóðir greiði launþeg- um sínum lægra hlutfall af þjóðar- tekjunum virðist meginhlutverk skattkerfísins að flytja íjárniagnið frá launþegunum til hinna, rétt eins og aðalhlutverk dómsmálakerfisins hér eru færibandadómar til að hækka álögur á þá sem ekki hafa staðið undir fyrri álögum. Þessi fjár- magnsflutningur frá þeim skuldugu til fjármagnseigendanna verður þjóðinni dýr. Eins og þegar hafa kostað þjóðina mörg hundruð millj- arða króna tilraunir ráðamanna til að taka fiskimiðin frá eigendum þeirra og færa í hendur þeirra sjó- unum verður að linna, segir Einar Júlíusson, sem telur launþega fáof lítið af þjóðar- tekjum í sinn hlut. ræningja sem skuldsett hafa þjóðina með allt of stórum fiskiskipaflota, stórskaðað fískimiðin og fískistofn- ana og ætla sér nú endanlega að koma í veg fyrir að síldin sem á fýrstu 7 áratugum þessarar aldar var fjórðungur af útflutningstekj- unum, fái að leita í fyrirsjáanlegri framtið aftur að æti á íslandsmið- um. Hjá þeim ósköpum verða smá- aurar þeir milljarðatugir sem það hefur kostað að taka fallvötnin og fegurð fossanna frá réttbornum eig- endum þeirra og færa frítt í hendur einokunarfyrirtækis sem staðráðið er í því að flytja orkuna úr landi, ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 855. þáttur Örnólfur Thorlacius skrifar mér enn á sinn markvísa og skemmtilega hátt. Hann tekur af mér ómakið í ýmsu sem ég hafði ætlað mér að minnast á. Um aðeins eitt atriði („mexík- anskur“) gæti ég reynt að deila við hann, en nenni því hreint ekki. Svo kemur þetta góða bréf: „Kæri Gísli. Stundum virðist koma sér vel að geta leitað á vit fortíðar, jafn- vel við hátæknivædda friðar- gæslu. í fréttum 11. febrúar í ríkisfjölmiðli var frá því greint að amerískir hershöfðingjar hefðu verið vaktir upp að nætur- þeli þegar ófriðlegt gerðist á Balkanskaga. Ekki var upp- vakninganna nánar getið, eins og hvort það hefðu verið Grant og Lee eða aðrir úr þrælastríðinu eða generálar úr síðari heims- styijöld svo sem Patton eða Eis- enhower. I ágætum íþróttafréttaþætti í sjónvarpinu okkar allra 12. febr- úar var kynnt gönguskíðaíþrótt- in, sem fjöldi manns hefur ánægju og heilsubót af. Ein- hvern tíma hét þetta skíða- ganga. Annað orð sem ég heyri nú og les of sjaldan er öryggis- leysi. í þess stað tala menn og skrifa um óöryggi. Það finnst mér mun rislægra orð. Til skamms tíma hétu íbúar Mexíkós Mexíkanar og voru sagðir mexíkanskir. Nú þykir þetta ekki lengur boðlegt fremur en til dæmis að kalla þá sem norðan landamæra þeirra búa Ameríkana. Ég get fallist á sjón- armiðið en ekki á þá lausn vand- ans að tala um Mexíkóa og mexíkóska borgara. Vinur minn, hundvís lögmaður sem ber sama nafn og titilpersóna í leikriti Ib- sens, benti mér á að kalla mætti mennina Mexíka (eintala Mex- íki) eða mexíska borgara. (íbúar Mílanóborgar heita Mílanar og teljast mílanskir, ekki Mílanóar eða mílanóskir.) Annars bítur rökhugsun víst ekki nema í hófi á nöfn fremur en aðra þætti tungunnar. Eða hvers vegna heita íbúar Irlands írar en íbúar Sýrlands ekki Sýr- ar? Og enginn heldur því fram að íbúar Síberíu séu Síberir. Víst er hundurinn húsbónda sínum fylgispakur en samt kann ég ekki við þá útgáfu algengs orðtaks sem mér er sagt að ný- lega hafi heyrst í viðtali í út- varpi: „Römm er sú taug sem rakka dregur...“ Svo vikið sé að öðrum húsdýr- um þá eru það ær og kýr sumra að klúðra beygingu á nöfnum þessara - gripa. Fyrir nokkrum árum sá jassfróður barnafræðari í útvarpi ástæðu til að barna þjóðsögu sem Jón Arnason skráði af ágætu kvendýri af Bos taurus: „Þetta var engin venju- leg kú heldur besta kú í heimi.“ Og beygingarnar vefjast jafnvel fyrir fomvinum bænda. Grein á forsíðu Tímans 2. apríl hefst á þessum orðum: „Útigengin á með lambgimbur fannst 31. mars framan við Fljótstungu." Bangsímon átti erfítt með að átta sig á hvað býflugur hugs- uðu. Hafa víst fáir ráðið við það — nema helst austurríski dýra- fræðingurinn Karl von Frisch sem hlaut líka nóbelsverðlaun fyrir. Ég á stundum nóg með að ná tökum á hugsunum lífvera af eigin tegund, svo sem starfs- manna á sumum auglýsingastof- Um, enda fæ ég víst seint nóbels- verðlaun. Tökum til dæmis aug- lýsingu sem títt birtist á sjón- varpsskjá, þar sem tiltekin veit- ingastofa í höfuðborg lýðveldis- ins er sögð „alltaf sígild". Nú hefði ég haldið að „sígild" fæli í sér eitthvað varanlegt, fæli sem sagt í sér „alltaf". Eða gæti vertshúsið verið sígilt bara einu sinni í mánuði eða eftir fimm á föstudögum? Samborgari þinn Gestur Ein- ar Jónasson á lof skilið fyrir það að í Þeytingsþáttum hans er mönnum ekki fagnað með lág- kúruhyllingunni: „Gefið hon- um/henni gott klapp!““ ★ Þjóstólfur þaðan kvað: I reipi var Hermann upp hissaður, á Hólsbúðarkamri nýpjssaður; hann var marinn og barður eins og málsfiskur harður, af mannfjölda smáður og dissaður. ★ Handan málfarslegra vel- sæmismarka, eða hvað? a) í útvarpsfréttum heyrðist talað um hús „sem telur þijár hæðir“. Líklega hefur verið átt við þriggja hæða hús eða hús sem er þijár hæðir. Ég er viss um að þetta hús kann ekki að telja, ekki einu sinni upp í þijá. b) „Álitsgjafi“ í sjónvarpi um knattspyrnuleik: „sem bætir upp þessa veikleika, spilalega séð (!)“. Hins vegar plúsar. a) Verslunarskólinn auglýsti brautskráningu, ekki útskrift. b) Þulur í sexfréttum útvarps- ins sagði 30. maí Evró, ekki „Júró“, og annar sagði Sekúrít- as, ekki enskuna „sekjúrítas“. c) Snorri Sturluson á Stöð II. Hann talaði um að „beijast til síðasta svitadropa". Hann notar ekki í hugsunarleysi gelt líkinga- mál, breytir því sem breyta þarf. ★ Blessaður veri drottinn fyrir fagran fuglasöng, fagurt er á vorin um dægrin birtulöng. (Gamalt stef.) ★ Leiður er ég á lögum, leiður á molludögum, leiður á lífsins snögum, leiður á flestum brögum, leiður á lýðum rögum og lærdóms sundurhlutan, leiður á öllu utan Islendingasögum. (Gísli [Gíslason] Brynjúlfsson). ★ Vilfríður vestan kvað (líklega stolið): Hann Áslákur konumar kætti með karlmennskuvaskleikahætti, er með þeim á grund hann lagðist í lund, helst í ágúst að áliðnum slætti. hvað sem það kostar í peningum eða náttúru- spjöllum. Heildarskuldir og vanskil heimilanna eru nú orðin slík að áætla má að fjármagns- greiðslur þeirra nemi einum 25 milljörðum króna á ári. Og heimil- in eiga ekki þessa pen- inga eftir skatta svo skuldir þeirra hækka stjórnlaust. Þessi upp- hæð sem er álíka og tekjur útgerðar af þorskstofninum, síld- arstofninum og loðnu- stofninum til samans og talsvert meiri en tekjur Lands- virkjunar af tíu álverum er færð fjármagnseigendunum skattfijálst á silfurfati ásamt fjármagnsgreiðslum af skuldum fyrirtækjanna og hins opinbera. Og munurinn er sá að meðan útgerðin og Landsvirkjun eru rekin með tapi eru fjármagnstekj- urnar hreinn ágóði. Þeirri tekjuöflun fylgir enginn kostnaður, engin vinna. Ekki tapaði ríkið og skattayf- irvöld þó að allar þessar fjármagns- greiðslur yrðu frádráttarbærar frá skatti ef vaxtatekjurnar verða í staðinn skattskildar eins og aðrar tekjur. Þetta eru mestallt sömu pen- ingarnir en munurinn er sá að skatt- arnir af þessum peningum flytjast þá frá þeim efnaminni yfir á þá efnameiri, frá þeim sem greiðslurn- ar inna af hendi til hinna er taka við þeim og það vilja alþingismenn ekki. Nái þessar tillögur um ein lög fyrir alla, sem hvorki eru óraunhæf- ar né óframkvæmanlegar, fram að ganga þá ættu gjaldþrot einstakl- inga að hætta, færri fjölskyldur að sundrast og færri börn að missa fótfestuna í lífinu. Eiturlyfjaneysla og drykkja ungmenna minnkar lík- lega ef foreldrarnir fá tíma til að sinna þeim á annan hátt en að ala upp í hatri á ólögum landsins og yfírvöldum. Ætli sjálfsmorðum og spörkum í liggjandi unglinga á strætum miðbæjanna mundi ekki fækka ef yfirvöld drægju úr sínum spörkum í liggjandi menn með okur- vöxtum, dráttarvöxtum, greiðslu- gjöldum, greiðsluáskorunargjöldum, innheimtukostnaði, kröfukostnaði, lántökukostnaði, lokunargjöldum, lögfræðikostnaði, lögtakskostnaði, birtingarkostnaði, uppboðskostnaði, uppboðsbeiðnikostnaði, skipta- kostnaði, stimpilgjöldum, stimpil- sektum, vanskilavöxtum, vaxta- auka, vaxtaálagi, verðbótum, þing- lýsingargjöldum og öðrum fjár- magnsgreiðslum og aukasköttum sem koma svo að engu leyti til frá- dráttar þeim háu tekjusköttum sem hirða að lokum af þeim síðustu krón- urnar og koma í veg fyrir að þeir geti risið aftur á fætur. Illska hins opinbera á sér lítil takmörk og tíðni gjaldþrotabeiðna þess á einstaklinga svarar til þess að annar hver Reykvíkingur sé gerð- ur gjaldþrota um ævina. Þar við bætast svo gjaldþrotabeiðnir bank- anna og öll gjaldþrot fyrirtækjanna. N auðungaruppboðin, t.d. vegna fasteigna og holræsaskattanna, og himinhárra greisluá- skorunargjalda Hús- næðismálastofnunar eru svo_ aftur margfalt fleiri. í einni einustu auglýsingu í dagblað- inu er boðuð nauðung- arsala á 2.100 bifreið- um og slíkar auglýsing- ar birtast í hveijum mánuði. Bflar fyrir sjálfsagt hátt í milljarð króna eru boðnir upp á einum degi og seldir fyrir slikk. Með áætlun skatttekna eins og því sýnist og ótakmörkuðum innheimtu- launum hirðir ríkið ekki bara af hin- um skuldugu allt sem hirðanlegt er, heldur gengur þannig frá þeim að aðrir fá sjaldnast krónu upp í sínar réttmætari kröfur. Menn víla jafnvel ekki fyrir sér að taka næstum aleig- una af rússneskum sjómönnum fyrst þeir sem seldu þeim gömlu Lödurn- ar sínar skulduðu víst einhveija bíla- skatta. Ekki geta tollheimtumenn- irnir gert sér nein verðmæti úr þess- um ónýtu bíhræjum þótt þau fái ekki að fara í friði til feðra sinna og ekki eru fyrrum eigendur þeirra neitt líklegri til að borga skattana og sjálfdæmdar innheimtuþóknanir hversu illa sem farið er með saklaus Rússagreyin. Þannig skatta sem eyðileggja meiri verðmæti en þeir taka úr vös- um þegnanna vilja alþingismenn. Lög þeirra eru svo útspekúleruð að ríkið getur hirt bílinn af manni vegna þess að einhver allt annar maður hefur ekki gert upp skatta af einhveijum allt öðrum bíl. En ekki skatta sem byggja upp miðin, stækka fiskistofnana, auka afrakst- ursgetu þeirra og ágóðann af veið- um þeirra um leið og þeir efla aðra atvinnuvegi. Skatta sem eru fundið fé og ekki eru teknir úr neins manns vasa, ekki einu sinni hins útlenda kaupanda fisksins. Nei, auðlinda- skattar eru úreltir eru viskuorð ráð- herra til iðnrekenda. Ég ætla ekki að kjósa neinn þann flokk sem ekki vill að vaxtagreiðslur allra og ekki bara þeirra sem fyár- magnið og fyrirtækin eiga séu frá- dráttarbærar frá skatti og að vaxta- tekjur séu skattlagðar a.m.k. jafn- hátt og aðrar tekjur. Og ég fer fram á að slíkar lagabreytingar verði gerðar afturvirkar um a.m.k. tíu ár til að endurgreiða þeim sem misst hafa aleiguna í okurvexti og sjálf- dæmd innheimtulaun. Auðvitað er öllum sama um mitt atkvæði en ef við stöndum saman gegn ólögunum þá verða þau aflögð. Það er ekki til of mikils mælst að gilda skuli á þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi ein lög fyrir alla, ríka sem skulduga. Aðförinni að heimilunum verður að linna, fjármagnsflutning- ana verður að stöðva. Stöndum sam- an gegn skattsvikunum og skatt- svikurunum. Kjósum þá ekki. Höfundur er eðlisfræðingur. Einar Júlíusson EIGENDUR Dúetts þeir Rögnvaldur Hreiðarsson og Óskar Alfreðsson. ■ DÚETT hárstúdíó var opnað í byijun júní sl. að Skipholti 50c (við hliðina á Pítu). Eigendur Dú- etts eru þeir Óskar Alfreðsson og Rögnvaldur Hreiðarsson en þeir hafa báðir áralanga reynslu úr fag- inu og störfuðu saman á hársnyrti- stofu. Dúett býður alhliða hársnyrti- þjónustu og til að mæta þörfum þeirra sem ekki komast í snyrtingu á hefðbundnum vinnutíma hefur Dúett opið til kl. 20 öll fimmtudags- kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.