Morgunblaðið - 29.06.1996, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 29.06.1996, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ1996 53 FRÉTTIR Afkomendur landnema í Utah heimsækja Island í byrjun júlí STÓR hópur afkomenda íslenskra landnema í Spanish Fork í Utah í Bandaríkjunum er væntanlegur hingað til lands 7. júlí næstkom- andi. Þessir Vestur-íslendingar vonast til að hitta skyldmenni sín meðan þeir dvelja hér á landi og hefur hópurinn sent frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu: „Að morgni 7. júlí nk. mun lang- þráður draumur 38 Vestur-íslend- inga rætast þegar þeir ganga út úr flugvélinni á Keflavíkurflugvelli. Á árunum 1850 til 1890 yfirgáfu áar þessara Vestur-íslendinga föð- urland sitt, ísland, og fluttust til Spanish Fork í Utah. Ferðin var erfið og fórnirnar miklar, en gleði og hamingja ríkti þegar á ákvörðunarstað var komið. Niðjar þessara landnema virða þessa áa sína og unna þeim. Þeir meta íslenska arfleifð sína mikils og halda henni lifandi. 2. ágúst 1996 mun íslendingafélagið í Utah halda hátíðlegan íslendingadag sinn og verður það í 99. sinn sem Vestur-íslendingar í Utah halda slíka Íslendingahátíð fyrsta laugar- daginn í ágúst. Þeir 38 Vestur-íslendingar sem til íslands koma 7. júlí pk. vita að þeir eiga ættingja á íslandi, en ekki hvetjir þeir eru eða hvar þeir búa. Hópurinn hefur sett saman lista yfir áa sína og vonast eftir því að þær upplýsingar verði birtar og kynni við ættingja náist. Hópur- inn mun dvelja á Hótel Sögu í eina nótt en síðan á Hótel Islandi í þrjár nætur. Mánudaginn 8. júlí verða þeir í Vestmannaeyjum og verða viðstaddir þar söngskemmtun „Fire on the Mountain" það kvöld. Nokkrar nætur verður gist úti á landi en síðan komið aftur á Hótel ísland föstudaginn 12. júlí og þar verður hópurinn fram að brottför, sunnudaginn 14. júlí. Við biðjum ættingja þeirra nafna sem hér á eftir birtast vinsamlega um að hafa samband við okkur, eða við Lil Johnson Shepherd, sem taka mun á móti öllum boðum hvað þetta varðar. Nafnalistinn er þessi: Olafur Helgason (Ole Helgi Olson), f. 23. júní 1870 í Holts- sókn, Rang. K. 6. júlí 1892 Þor- björg Hólmfríður Magnússon. D. 24. apríl 1945 í Spanish Fork. Þorbjörg Hólmfríður Magnús- son, f. 6. apríl 1869 í Vestmanna- eyjum, d. 5. des. 1947 í Spanish Fork, Utah. Faðir: Magnús Gísla- son, móðir: Ingibjörg Johnson, f. 8. jan. 1841 í Rang., d. 13. nóv. 1868. Eyjólfur Eiríksson, f. 15. mars 1853 í Nýjabæ, Holtss., Rang. K. Guðrún Erlendsdóttir, síðan Jarð- þrúður Runólfsdóttir. Hann fór frá Vestmannaeyjum til Utah 1882. Jarþrúður Runólfsdóttir, f. 21. ág. 1852 í Mýarholti, Kjalarnesi. Hún kom til Utah 1887, sennilega frá Vestmannaeyjum. Þórður Diðriksson, f. 25. mars 1828 í Austur-Landeyjum, Rang., d. 9. sept. 1894 í Spanish Fork. Faðir: Diðrik Jónsson, f. 16. sept. 1794, d. 11. júlí 1841. Erick (Eiríkur) E. Hansen (Ei- ríksson), f. 12. maí 1857 í Vest- mannáeyjum. K.: Jónína H. V. Guðmundsdóttir. Kom til Utah 1883. Jónína Helga Valgarð Guð- mundsdóttir, f. 14. sept. 1867 í Vestmannaeyjum. Kom til Utah 1885. Faðir: Guðmundur Árnason, Giljum, Vestur-Skaftafellss. Móðir: Guðný Árnadóttir, Vestmannaeyj- um. Guðný Árnadóttir, f. 26. des. 1834 í Vestmannaeyjum. M. Guð- mundur Árnason, Giljum. Faðir: Árni Hafliðason, Stóru-Hildisey, Rang. Móðir: Guðný Erasmusdótt- ir, Teig, Fljótshlíð. Guðný Erasmusdóttir, f. 6. sept. 1794. M: Árni Hafliðason, Stóru-Hildisey, Rang. Faðir: Eras- mus Eyjólfsson,_ Stórumörk, Rang. Móðir: Katrín Ásgeirsdóttir, Teig, Rang. Bóas Arnbjörnsson, f. 7. ág. 1857 í Ytri-Kleif, Suður-Múlasýslu (9. af 11. börnum). Kom til Utah í júní 1883. Faðir: Arnbjörn Sig- mundsson. Móðir: Guðný Erlends- dóttir. Eyjólfur Guðmundsson, f. 11. okt. 1829 á Illugastöðum, Tjörn, Vestur-Húnavatnssýslu. K.: Val- gerður Björnsdóttir. Valgerður Björnsdóttir, f. 1. jan. 1828 í Kirkjuhvammi, V-Húna- vatnssýslu. Faðir Björn Sveinsson. Móðir: Rósa Bjarnadóttir. Jóhanna Johnson/Árnason, f. 3. mars 1856 í Rangárvallas., d. 15. júní 1906 í Spanish Fork, Utah. Kom til Utah 1883. Magnús Einarsson, f. 11. febr- úar 1842 í Sauðagerði, Gullbrs. K.: Guðrún Guðmundsson. D. 20. júlí 1928 í Spanish Fork. Faðir hans: Einar Þorláksson. Móðir hans: Rannveig Jónsson. Guðrún Guðmundsson, f. 13. des. 1845 í Reykjavík, d. 19. ág. 1897 í Spanish Fork. Kom til Utah um 1886. Perley Árni Johnson, f. 22. febr. 1852 í Vestmannaeyjum. K: 12. okt. 1877 Kristín Eiríksson. Dó í Spanish Fork 2. ág. 1936. Faðir hans: Árni Jónsson. Móðir hans: Björg Árnason. Kom til Utah 1880. Kristín Eiríksson Runólfsson, f. 3. des. 1842 í Lágakotey, Meðal- landi, V-Skaft., d. 11. okt. 1934 í Spanish Fork. Faðir hans: Nikulás Tómasson. Móðir hans: Guðrún Jónsson. Árni Johnson, f. 31. jan. 1813 í Teigi, Fljótshlíð. K.: 28. okt. 1850 Björg Árnason. D. 8. janúar 1855 í Vestmannaeyjum. Faðir hans: Jón Árnason. Móðir hans: Þorgerður Loftsson. Björg Árnason, f. 1. nóv. 1830 í Spækli, Rang. Faðir hennar: Árni Pálsson. Móðir hennar: Ingveldur Ormsson. Ketill (Kelly) Eyjólfsson (Ja- meson), f. 9. okt. 1865 á Eyjar- bakka, Tjarnar... K.: Sigríður (Sara) Runólfsson. Dó 28. sept. 1917. Runólfur Runólfsson, f. 10. apr. 1852 á íslandi. K.: Valgerður Nelson, f. 1. júní 1847. Bróðir Björn Runólfsson, f. 7. febr. 1847 í Vest- mannaeyjum, k. hans var Sigríður Sigvaldadóttir, f. 14. -ág. 1851.“ Umferðaróhapp á Skorrdalsvegi Grund, Skorradal. Morgunblaðið. Fyrir nokkru varð umferðaróhapp á blindhæð þar sem vegur er ekki skiptur. Mættust vörubíli og fólks- bíll og fór vörubifreiðin út í kant sem gaf sig með þeim afleiðingum að bíllinn fór á hliðina út í skurð. Þetta atvik minnir ráðamenn vegamála á það ófremdarástand sem er á þessum viðhaldslausa malarvegi sem er kominn með á þriðja hundrað bíla dagsumferð á sumrin, en hefur þó enga burði til að bera þá umferð sem á þeim eru. Það var þó lán í óláni að þarna var ekki um stóran fólksflutninga- bíl fullan af fólki að ræða heldur vörubíll og bílstjórinn einn í bíln- um, en hann slapp ómeiddur. í Morgunblaðið/Davíð Pétursson Athugasemd vegna „samstarfs- viðræðna“ í TILEFNI af frétt, þar sem íjallað er um bréf formanns Alþýðubanda- lagsins til forystumanna annarra stjórnarandstöðuflokka um sam- starfsviðræður, með fyrirsögninni „Útspil Margrétar — ekki Alþýðu- bandalagsins", og vegna viðtals við einn þingmann flokksins hafa Jó- hann Geirdal varaformaður Alþýðu- bandalagsins og formaður mið- stjórnar og Jóhann Ársælsson for- maður framkvæmdastjórnar sent Morgunblaðinu eftirfarandi athuga- semd: „Umræða um samstarf flokk- anna sem í dag mynda stjórnarand- stöðu á Alþingi er ekki ný af nál- inni. Mikið hefur verið rætt, en það sem meira máli skiptir er hvað gert er. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefur lagt sitt af mörkum til að ná fram aukinni samstöðu og samstarfi þessara flokka á Alþingi. Víða í bæjarstjórnum og í nefndum á þeirra vegum á sér nú stað ág- ætt samstarf fulltrúa þessara flokka og glöggt dæmi um árangur sem getur náðst þegar þessir flokk- ar ná að vinna saman er árangur Reykjavíkur-listans, þar sem með samstöðu tókst að fella meirihluta íhaldsins í borginni. Stofnanir Alþýðubandalagsins hafa oft ijallað um samstarf vinstri flokka og ber stjórnmálaályktun landsfundar Alþýðubandalagsins 1995 það með sér. Við erum þeirrar skoðunar að umræða um samstarf þessara flokka eigi ekki að einkennast af hástemmdum yfirlýsingum í fjöl- miðlum þar sem reynt er að telja fólki trú um að vilji sé til samstarfs en það strandi bara alltaf á hinum. Slíkt mun ekki leiða okkur til árang- urs í þessu mikilvæga verkefni. Því var tekin sú ákvörðun að Margrét Frímannsdóttir, formaður flokksins sendi formlegt bréf til forystu- manna annarra stjórnarandstöðu- flokka þar sem óskað væri eftir til- nefningu fulltrúa til þessara við- ræðna. Þetta er gert í fullu sam- ræmi við samþykktir landsfundar og umræður í öðrum stofnunum flokksins og efni bréfsins var kynnt fyrir þingmönnum og fulltrúum í framkvæmdastjórn áður en það var sent út. í stjórnmálaályktun landsfundar Alþýðubandalagsins 1995 segir m.a. um viðræður og samstarf við aðra stjórnarandstöðuflokka og hvernig staðið skuli að því fyrir hönd flokksins. „í stefnuskránni sem samþykkt var á landsfundi Alþýðubandalags- ins 1991 var því lýst yfir að flokkur- inn myndi vinna að víðtækri sam- fylkingu allra félagslega sinnaðra og framsækinna afla í landinu. í síðustu alþingiskosningum sýndum við þennan vilja okkar í verki með því að mynda samstarf við óháða liðsmenn úr röðum félagshyggju- fólks sem tóku formlega þátt í því að mynda framboðsheild með Al- þýðubandalaginu. Alþýðubandalagið mun halda áfram á þessari braut. Við erum reiðubúin til viðræðna við samtök og flokka, einstaklinga og hópa sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, sam- vinnu og félagslegs réttlætis með það að markmiði að mynda breið- fylkingu allra þeirra sem vilja veita jafnaðarstefnunni og nýrri framtíð- arsýn brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Ekki með því að sundra núverandi flokkum eða brjóta þá niður. Heldur með því að finna form sem tengir alla saman án þess að ganga á sjálfstæði hvers og eins. Landsfundurinn beinir þeim til- mælum til þingflokksins að hann beiti sér fyrir náinni samvinnu þing- flokka stjórnarandstöðuflokkanna ijögurra og sýni þar með þjóðinni i verki vilja til að mynda raunhæfan valkost gegn íhaldsöflunum. Landsfundurinn felur jafnframt nýkjörnum formanni og stjórn flokksins að hefja viðræður við for- ystuinenn annarra stjórnarand- stöðuflokka í því skyni að undirbúa sameiginlega og opna umfjöllun um samfylkingu félagshyggjuafla í stjórnmálum á Islandi.“ Jóhann Geirdal, varafor- maður Alþýðubandalagsins og formaður miðsljórnar, Jóhann Ársælsson, formað- ur framkvæmdastjórnar. Samvinnuferðir - Landsýn Kynning á Tælandi og Bali/ Singapore FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnu- ferðir - Landsýn hefur um langt árabil haft á boðstólum sérstakar ferðir fyrir ferðamenn til íjarlægra heimshorna. Áfangastaðir þessara ferða hafa. verið víða í Asíu, í Kína, Tælandi, Malasíu og Singapore, í Afríku, siglingar á Karíbahafi og sérhann- aðar vandaðar hópferðir um helstu menningar- og söguslóðir í Evrópu. Meðal ferðamöguleika á vegum Samvinnuferða - Landsýnar er ferð um hinn heillandi heim Tælands 16. október til 1. nóvember og ferð til Bali/Singapore 10.-27. september, en þessir tveir áfangastaðir hafa verið nefndir „austurlensku perl- urnar“. Verð á þessum ferðum er sérlega hagstætt eins og hægt er að sjá með einföldum verðsaman- burði, segir í fréttatilkynningu. Kynning á ferðunum til Tælands og Bali/Singapore verður sunnu- - daginn 30. júní í A-sal Hótels Sögu kl. 20.30 og þar mun Friðrik Har- aldsson, fararstjóri, sýna kynning- armyndir og halda erindi. Okeypis kaffiveitingar verða. ----» ♦ ♦--- Kosningavaka stjórnmála- fræðinga FÉLAG stjórnmálafræðinga lýkur skipulegri umíjöllun sinni um emb- ætti forseta Islands með tveimur samkomum þessa helgi. Laugar- dagskvöldið 29. júní nk. verður kosningavaka félagsins haldin á efri hæð Sólons íslandusar og stendur frá kl. 22 til 3. Valdir menn líta við og greina stöðu mála og gestir geta fylgst með talningu atkvæða á stórum skjá. Mánudagskvöldið 1. júlí stend- ur félagið fyrir fundi um úrslit for- setakosninganna og ræða framtíð- arþróun embættisins. Þar verða framsögumenn: Gunn-». ar Steinn Pálsson framkvæmda- stjóri GSP Almannatengsla, dr. Ól- afur Þ. Harðarson dósent í stjórn- málafræði og Össur Skarphéðins- son alþingismaður. Fundurinn verð- ur haldinn i Odda við Suðurgötu, stofu 101 og hefst kl. 17.30. ----»"♦■♦--- LEIÐRÉTT Myndavíxl MYNDAVÍXL urðu í greinum Arn- ljóts Bjarka Bergssonar og Aðal- heiðar Birgisdóttur í forsetakjörs- greinum í blaðinu í gær. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. ------» »» ■ AÐALFUNDVR Skákfélags Ilafnarfjarðar verður haldinn sunnudaginn 30. júní kl. 20.30 í húsnæði félagsins í Brekkugötu 2, Hafnarfirði. Arnyótur Bjarki Bergsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.