Morgunblaðið - 29.06.1996, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 61
FÓLK í FRÉTTUM
HIN VINSÆLU
TRÉDAGATÖL
KOMIN AFTUR
is&áffiíl
ÍÍrVERSLUNIN DJÁSN
& GRÆNIR SKÓGAR
jivS. SkólavörAustig ZIA, sími 552 5100.
HAMINGJUSÖM móðir.
Velgengni hjá Hugh Grant
NÚNA ári eftir kynlífshneyksli
breska leikarans Hugh Grants virðist
gæfan brosa við honum. Þó er ekki
líklegt að hann hafi haldið upp á
ársafmæli samskipta sinna við vænd-
iskonuna Divine Brown, en sú hefur
heldur betur gert sér mat úr sam-
skiptum sínum við leikarann, t.d.
með gerð myndbands sem nefnist
„Doc-Hugh-Drama“ og þarf ekkert
að fara nánar út í hvað sýnt er í
téðu myndbandi.
En þrátt fyrir hrösun á vegi
dyggðarinnar hefur Grant sjaldan
gengið betur í leikarastarfinu. Hann
fær góð hlutverk og í breskri könnun
nýverið var hann nefndur sem eftir-
sóttasti karlmaður landsins. Eins
virðist samband hans og fyrirsæt-
unnar Elizabeth Hurley ganga vel,
enda segja fróðir að Grant hafi
brúgðist við fjölmiðlafárinu á hár-
réttan hátt, með því að vera lítillát-
ur, taka fulla ábyrgð og fara nánast
eftir skólabókarreglum um hvernig
bregðast eigi við vandræðum.
TÁKNRÆN mynd
af fjölskyldunni.
Hið ljúfa
ijölskyldulíf
ÞEGAR kynbomban úr Strand-
vörðum, Pamela Anderson,
kynntist rokkaranum Tommy
Lee úr Mötley Crue, datt eng-
um í hug að sambandið yrði
langvinnt. En Pamela segir að
fljótlega eftir að þau kynntust
hafi þau hugsað um að eignast
fjölskyldu. Og nú hafa þau
eignast soninn Brandon Lee,
sem fæddist 5. júní sl.
Pamela og Tommy Lee eru
yfir sig ánægð með soninn og
segja að Brandon sé allt sem
þau vonuðust eftir í barni.
Hann sé bæði Ijúfur og
skemmtilegur og eina rifrildi
hjónanna sé um hvort þeirra
eigi að skipta á honum — því
bæði vilja gera það.
Rokkarinn Tommy Lee lítur
kannski ekki út eins og hinn
hefðbundni, ábyrgðarfulli fað-
h) en Pamela segir að Tommy
sé blíðasti maður sem hún hafi
kynnst og hann sómi sér frá-
bærlega í föðurhlutverkinu.
Pamela heldur sér greini-
lega vel eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum, en hún seg-
ir að sú hugsun hafi aldrei
hvarflað að sér að sleppa barn-
eignum til að hugsa um útlitið.
Það hafi alltaf verið draumur
hennar að eignast fjölskyldu.
Og nú hefur sá draumur ræst.
fyrir íbúa
rgotu.
Innkeyrsia í bílakjallara er fráTjarnargötu.
Opið laugardag 29. júní
meðan á kjörfundi stendur.
Tjarnargötustæði á móti Ráðhúsinu
er opið allan daginn.
OKEYPIS ALLAN DAGINN
LAUGARDAG 29. JÚNÍ
Bflastæðasjóður
Stéttin
erfyrsta
skrefið
inn...
Mikiðúrval
afhellum
ogsteinum.
Mjöggottverð.
STÉTT
HELLUSTEYPA
HYRJARHÖFÐI 8
112 REYKJAVÍK
SÍMI 577 1700 - FAX 577 170Í’