Morgunblaðið - 29.06.1996, Síða 68
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Sverrir
VLADIMIR Ashkenazy hljómsveitarstjómandi og Kornelía Brandkamp einleikari við komuna til
landsins í gær. Hljómsveitin heldur tónleika í dag kl. 16 í Laugardalshöll.
Ashkenazy kominn
Stórri bruggverk-
smiðju lokað
Hald lagt á
yfir tvö þús-
und lítra
LÖGREGLAN í Reykjavík lokaði í
fyrrinótt bruggaðstöðu í austur-
borginni og lagði hald á umtals-
vert magn af landa í handhægum
söluumbúðum.
Alls var lagt hald á 514 lítra
af landa og 1.590 lítra af gambra,
auk tækja sem nothæf eru til
umtalsverðrar framleiðslu. Úr
þessum gambra hefði væntanlega
mátt sjóða um 400 lítra af landa.
Einn maður var handtekinn
vegna málsins sem nú er í rann-
sókn hjá ávana- og fíkniefnadeild
lögreglunnar.
-----» ♦ -»---
RLR varar
við keðju-
bréfamanni
RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis-
ins varar við manni, sem dreift
hefur keðjubréfi í póstkassa fjölbýl-
ishúsa í Reykjavík.
Að sögn Harðar Jóhannessonar
yfirlögregluþjóns hjá RLR hefur
maðurinn skrifað keðjubréf með
nöfnum fólks sem viðtakandinn á
að senda 500 krónur til. Heimilis-
föngin á listanum eru öll í fjölbýlis-
húsum víða um bæinn þar sem
hægt er að komast inn í fordyri
með póstkössum en fólkið er hins
vegar ekki búsett í þessum húsum.
Undir þessum kringumstæðum eru
umslög oft skilin eftir í þeirri von
að einhver íbúa hússins þekki við-
komandi og geti komið þeim til
skila. Maðurinn virðist ætla að sæta
lagi og sækja umslögin, sem ekki
hafna í póstkassa til að ná úr þeim
peningunum.
Hörður segir keðjubréf ólögleg
auk þess sem svik felast í því að
plata fólk til að senda bréf og pen-
inga til fólks sem ekki er til.
Morgunblaðið/Þorkell
Og svo þegar
kartaflan er
sprottin...
NÝJAR íslenskar kartöflur eru
komnar á markaðinn. Er það
heilum mánuði fyrr en venjulega.
Nýju kartöflurnar eru meðal
annars seldar í verslunum Nóa-
túns en þar var þessi mynd ein-
mitt tekin í gærdag.
HEIÐURSFORSETI Listahátíðar
og stjórnandi þýsku sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Berlín, Vlad-
imir Ashkenazy, lenti á Reykja-
víkurflugvelli ásamt hljómsveit
sinni og einleikara undir kvöldið
í gær.
Ashkenazy kvaðst aðspurður
telja tónleikana vera vissan há-
punkt á tónleikaferðalagi hljóm-
sveitarinnar vegna þess að tón-
leikarnir mörkuðu lokin á tónlei-
katíð hljómsveitarinnar þetta
starfsárið. „Það sem er þó mikil-
vægara, er að hljóðfæraleikar-
arnir eru fullir eftirvæntingar
vegna tónleikanna. Það koma
ekki svo margar hljómsveitir
MIKLAR verðlækkanir hafa orðið
á grænmeti hjá matvöruverslunum
seinustu daga, og þannig hafa ís-
lenskir tómatar, gúrkur og paprika
lækkað á milli 10 og 50%. Sömuleið-
is hafa innfluttir ávextir verið á til-
boðsverði í verslunum.
„Samkeppnin er mikil og má tala
um verðstríð í því sambandi, og
samkeppnin þroskar okkur kaup-
menn og kemur neytendum til
góða,“ segir Eiríkur Sigurðsson eig-
andi 10/11 verslananna.
Hagkvæmni með
magninnkaupum
Örn Kristjánsson sölustjóri Hag-
kaups segir lækkunina hjá verslun-
inni nema 30-40% í flestum vöru-
flokkum þess grænmetis sem um
ræðir. Verðlækkunin hafi valdið
þeim viðbrögðum á markaðnum
sem nú hafi komið í ljós. Hagkaup
selur kílóið af íslenskum tómötum
á 189 krónur, kílóið af agúrkum á
hingað og þeir hafa hlakkað til
íslandsfararinnar," sagði Ashk-
enazy.
Hljómsveitin heldur aftur utan
að loknum tónleikunum en Ashk-
enazy og Þórunn eiginkona hans
munu hafa lengri viðdvöl á Is-
landi.
Blaðamaður náði einnig stuttu
tali af Kornelíu Brandkamp
flautuleikara við komuna, en hún
mun leika einleik með hljómsveit-
inni. Hún sagði aðspurð að Ashk-
enazy hefði ekki gefið henni nein-
ar fyrirframhugmyndir um Is-
land en sagði að hann hefði þó
sagt sér frá fossunum á Islandi.
Verkið sem Kornelía mun flylja
149 krónur og kílóið af grænni
papriku á 439 krónur en rauð er
seld á 489 krónur kílóið.
„Framboðið er talsvert mikið og
við höfum undirbúið okkur vel og
ætlum okkur að bjóða þessar vörur
áfram á tilboði. Með magninnkaup-
um náðum við hagstæðum kjörum,
auk þess sem við erura að bjóða
fyrsta flokks vöru,“ segir Örn. Hann
segir viðbrögð viðskiptavina hafa
verið mjög góð og salan margfald-
ast í umræddum vöruflokkum.
„Á fimmtudagsmorgun lækkuð-
um við tómata og undirbjuggum
það vel. Kilóið af tómötum kostaði
í fyrstu 198 krónur en síðan enduð-
um við í 148 krónum kílóið og höld-
um því. Við lækkuðum appelsínu-
gula og rauða papriku um 300 krón-
ur, úr á milli 700-800 krónur í 489
krónur kílóið, og sömuleiðis lækkaði
græn paprika. Þetta stafar af hag-
kvæmum innkaupum, enda rétti
uppskerutíminn, og við viljum láta
er eftir Þorkel Sigurbjörnsson
tónskáld og nefnist „Columbine",
sem var ein af leikpersónum
commedia dell’arte hefðarinnár á
Ítalíu á 17. og 18. öld. „Þorkatli
hefur tekist mjög vel að koma
Kólumbínu til skila í tónum og
hann nálgast hana af næmni.
Fyrsti kafli verksins er afskap-
lega fallegur," sagði Kornelía.
Tónleikarnir hefjast í dag
klukkan 16 og á efnisskránni er
„Columbine" fyrir flautu og
strengjasveit sem fyrr gat, sin-
fónía nr. 3 eftir Mendelsohn og
þriðja sinfónía Beethovens, sem
gengur einnig undir heitinu
„Hetjusinfónían".
viðskiptavinina njóta þess. Því mið-
ur eru hins vegar mörg fyrirtæki
sem taka mismuninn sjálf, og þar
á meðal ákveðnir stórir aðilar. Við
fylgjumst mjög vel með verðbreyt-
ingum á markaðinum og erum til-
búnir í slaginn áfram," segir Eirík-
ur.
Eiríkur segir að mikillar sölu-
aukningar hafi orðið vart í verslun-
um 10/11 í kjölfar tilboðsverðs á
grænmeti, og þannig hafi salan á
papriku í gær verið tífalt meiri en
vanalegt er og einnig hafi söluaukn-
ing á tómötum verið mikil. Hann
nefnir einnig verð á ávöxtum sem
sé hagstætt, svo sem á innfluttum
jarðarberjum þar sem hver pakki
kosti 89 krónur. Svipuðu máli gegni
um bláber, og séu þessir ávextir
fluttir inn flugleiðis í miklu magni.
Komin harka í málið
Sigurður Teitsspn framkvæmda-
stjóri verslana KA, sem eru ellefu
Ritur á ísafirði
Vinnsla
liggur
niðri
VINNSLA hefur legið niðri hjá
rækjuverksmiðjunni Rit hf. á
ísafirði frá því á miðvikudag. Á
milli 30 og 40 heilsdagsstörf eru
hjá fyrirtækinu. Ekki liggur fyrir
hvenær vinna hefst aftur.
Rækjuverksmiðjan Ritur hf. hef-
ur tekið þátt í viðræðum um sam-
einingu fimm sjávarútvegsfyrir-
tækja á ísafirði og Þingeyri. Birgð-
ir hafa safnast fyrir auk þess sem
þrengt hefur að fyrirtækinu vegna
aðgerða viðskiptabanka þess sem
krafðist lækkunar afurðalána, eins
og komið hefur fram. Rækjuverk-
smiðjan Básafell hf. gerði tilboð í
öll hlutabréfin í Rit og hyggst leggja
fyrirtækið með sér inn í sameinað
fyrirtæki. Kaupin eru enn ófrágeng-
in en 68% hluthafa hafa samþykkt
tilboð Básafells.
Samverkandi ástæður
Halldór Jónsson, framkvæmda-
stjóri Rits hf., segir að fyrirtækið
sé orðið hráefnislaust og þess vegna
hafi vinnsla stöðvast, meðal annars
vegna þess að togarinn Framnes,
aðalhráefnisöflunartækið, væri í
breytingum. Vegna birgðastöðunn-
ar hafi ekki þótt ástæða til að leggja
mikið á sig til að kaupa hráefni
dýru verði á markaði. Halldór seg-
ist ekki geta fullyrt um það hvenær
vinnsla hefjist aftur en vonast til
að það verði fljótlega.
Áðspurður um áhrif aðgerða ís-
landsbanka segir Halldór að þær
hafi vissulega samverkar.di áhrif á
stöðuna.
talsins á Suðurlandi, segir að fyrir-
tækið hafi farið fram á verðlækkun
frá Sölufélagi garðyrkjumanna,
sem er þeirra helsti birgir.
„Við svörum lækkunum eins og
við getum og ef þess þarf fylgjum
við frekari tilboðum. Við horfum
grannt á markaðinn, könnum sam-
keppnisaðila oft á dag og erum
reiðubúnir til verðbreytinga með
litlum fyrirvara. Mér sýnist vera
komin talsverð harka í málið, þann-
ig að ég á alveg eins von á frekari
þróun í þessa veru,“ segir hann.
Sigurður Markússon verslunar-
stjóri KÁ á Selfossi segir tómata
selda á 199 krónur en hafi áður
verið á 249 krónur, sem er 20%
verðlækkun, gúrkur eru á 149 krón-
ur kílóið en voru á 296 krónur, sem
er 50% verðlækkun. Paprika er seld
á 499 krónur kílóið og hefur lækk-
að um allt að 38%. Hann segir jafn-
framt lagða mikla áherslu á ódýra,
suðræna ávexti.
Verðstríð hjá matvöruverslunum á Suðvesturlandi
Innlent grænmeti
lækkar um allt að 50%