Morgunblaðið - 06.07.1996, Side 10
10 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjölmargir gestir eru samankomnir á fjórðungsmóti sunnlenskra hestamanna á Gaddstaðafiötum
ÁSTMAR Arnarson var mætt-
ur til að fylgjast með Kraka
sínum.
HJÖRDÍS Rut Jónsdóttir
og Skjóni.
HÁKON Pétursson, Halla Fróðadóttir og tíkin Hera úr
Mosfellsdalnum.
TÓMAS Örn Snorrason: „Það
kemur mót eftir þetta mót.“
MJ
'ótsgestir voru ekki orðn-
ir mjög margir en búist
er við 5-7000 manns á
svæðið um helgina. Vel virtist
fara um áhorfendur í brekkunni.
Morgunblaðið tók nokkra þeirra
tali.
Uppi í brekku stendur spek-
ingslegur maður með hatt. Hann
fylgist af mikilli einbeitingu með
dómunum sem lesnir eru upp í
hátalarakerfið og færir einkunn-
ir inn í bók. Hann segist heita
Ástmar Arnarson og vera kom-
inn til þess að fylgjast með gæð-
ingnum sinum, honum Kraka, í
keppninni.
Mótin að breytast
Ástmar segir að hestamanna-
mótin séu að breytast, hér áður
fyrr hafi fólk komið á mót til að
horfa á kappreiðar og hafa gam-
an af, þó að það væri ekki endi-
lega sjálft í hestamennsku. Nú
sé mikill meirihluti mótsgesta
fólk sem virkilega stundi hesta-
mennskuna; tamningamenn,
knapar, hrossaræktarmenn og
aðrir sem á einhvem hátt tengj-
ast hestunum eða keppendum.
Ung stúlka með reiðhjálm og
písk stendur og heldur í skjóttan
hest. Hún virðist dáiítið óróleg.
Skyldi hún vera að fara að
keppa? „Jú, ég keppi í unglinga-
flokki núna eftir smástund," seg-
Gæðingar og gott veður
Það var ijómablíða og góð stemmning á fjórðungsmóti sunn-
lenskra hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar Margrét Svein-
bjömsdóttir kom þar við á fímmtudaginn, á öðrum degi mótsins.
Þar stóð þá yfir forkeppni í A- og B-flokki gæðinga og keppni
í bama- og unglingaflokkum.
ir stúlkan, sem heitir Hjördis Rut
Jónsdóttir og keppir á Skjóna
fyrir hestamannafélagið Sindra
í Vík í Mýrdal. Hún viðurkennir
fúslega að það sé smátitringur í
sér fyrir keppnina.
Hjördís Rut ætlar að gista í
tjaldi á flötunum allt mótið. Hún
segist hafa verið á hestbaki síðan
hún var smástelpa.
Landsmótsígildi
Hún er heimilisleg stemmning-
in í brekkunni þar sem þau hjón-
in Guðmundur Einarsson og
Katrin Engström em búin að
koma sér fyrir í tjaldstólum með
teppi, ásamt dótturinni Ástu Rún
og félaga þeirra Sven Hultin frá
Svíþjóð.
TIL SÖLU - FÍFURIMI 7 - OPIÐ HUS
Vel skipulögð 120 fm efri sérhæð ásamt bílskúr. 3 svefn
herb., stofa, eldhús og bað. Þvottahús á hæðinni.
Ræktuð lóð. Verð 10,4 m. áhv. langtímaián kr. 5,2 m.
Þröstur og Þuríður sýna íbúðina um helgina frá kl. 13 -
18. Verið Velkomin.
RSALIR hf.
)Fasteignasala
Lágmúla 5, sími 533 -4200.
5521150-5521370
Til sýnis og sölu - meðal annarra eigna:
Eins og ný við Bergstaðastræti
Glæsileg 4ra herb. íb. á 1. hæð í þriggja hæða sleinhúsi, um 100 fm.
Mikið stofurými. Ágaet sameign. Mjög gott verð.
Á vinsælum stað í Garðabæ
Nýleg og góð íb. á 3. hæð og í risi, rúmir 104 fm. Allt sér. 40 ára
húsnæðislán kr. 5,1 millj. 5 ára lán kr. 1,1 millj, Laus fljótl. Vinsamleg-
ast leitiö nánari uppl.
Lyfta - stór bílskúr - gott verð
Nljög góð 4ra herb. íbúð 110,1 fm á efstu hæð í lyftuhúsi við Álfta-
hóla. Agæt sameign. Frábært útsýni. Skipti æskileg á góðri 2ja-3ja
herb. Ib. ekki í úthverfi. Vinsamlegast leitið nánari uppl.
Sérþvottahús - ágæt sameign - bílhýsi
Mjög góð 4ra herb. (b. á 1. hæð, 100,7 fm á besta stað við Dalsel.
Parket, Sameign eins og ný. Gott bíihýsi. Vinsamlegast leitið nénari
uppl.
2ja herb. ódýrar fbúðir við:
Meistaravelli (sólr(k), Hraunbæ (langt(malán), Njálsgötu (eins og ný),
Barónsstig (eins og ný), Rofabæ (góð kjör), Barðavog (mjög gott
verð). Vinsamlegast leitið nánari uppl.
Opiðídag kl. 10-14.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Margskonar eignaskipti.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
UBeiVE6IUS. 552 1151-552 1371
Sú stutta sefur vært, er orðin
þreytt eftir daginn. Hvelí rödd
kynnisins í hátalarakerflnu virð-
ist ekki raska ró hennar.
Guðmundur segir þetta fjórð-
ungsmót vera landsmótsígildi.
„Hér eru hestar í hæsta gæða-
flokki, vantar bara aðeins fleira
fólk,“ segir hann.
Sven Hultin segist eiga einn
íslenskan hest, en hann hefur í
mörg ár unnið með íslenska hesta
á hestaleigu og reiðskóla í Norð-
ur-Svíþjóð. „Hann er hérna hjá
okkur í sex vikna „vinnufríi",
segir Katrin og brosir út í ann-
að. „Fríið“ er greinilega aðeins
að nafninu til ef marka má tón-
inn í röddinni.
Veit ekki hesta sinna tal
Næst hittum við fyrir ungt par
með hund. Skötuhjúin segjast
heita Halla Fróðadóttir og Há-
lOgl
láko
egis
að h
spurður varla vita hvað hann á
mörg hross. „Þau eru allt of
mörg, kannski svona 30 stykki?“
Hann keppir á fjórðungsmót-
inu og hefur reyndar verið á
mótum út um allan heim, og seg-
ist hafa nóg að gera í hesta-
mennskunni.
Faglegar sýningar og góðir
hestar
Uppi í brekku situr ungur
maður í sólstól. Hann er með
hægri fótinn í gifsi og fremst á
tánni situr sérhönnuð og iitrík
prjónahúfa. Tómas Örn Snorra-
son heitir maðurinn. Hann átti
að keppa og sýna á mótinu en
var svo óheppinn að detta af
baki fyrir nokkru og fótbrotna.
„En það kemur mót eftir þetta
mót,“ segir hann bjartsýnn.
Tómas er með tamningastöð í
Landeyjunum ásamt félaga sín-
um. Hann hefur einnig unnið við
tamningar í Þýskalandi og tók
þátt i heimsmeistaramóti is-
lenskra hesta á siðasta ári, svo
óhætt er að segja að hann sé
atvinnumaður í faginu.
Tómas er ánægður með mótið;
„Hér er góð stemmning, mjög
góðir hestar, faglegar sýningar
og gott veður.“
Kaupir 5-40
hesta á ári
Neðar úr brekkunni heyrist
norrænn tónn. Þar eru þau Anne
Sofie Nielsen og Birgitte Krabbe
frá Danmörku og Rune Svensén
frá Noregi. Þau segjast vera
komin hingað til lands gagngert
til að fara á fjórðungsmótið og
skoða hesta. Birgitte er þegar
búin að festa kaup á trippi og
Rune segist kaupa á bilinu 5 til
40 hesta á ári. Hann og kona
hans, sem var væntanieg á mótið
í gær, hafa atvinnu af því að
selja og temja íslenska hesta á
búgarði sinum í Kristianssand í
Noregi,
Anne Sofie hefur oft komið til
Islands, hefur unnið hér og á ís-
lenskan kærasta. Hún er líka
atvinnumanneskja í bransanum.
Birgitte er á góðri leið með
að verða það iíka, því hún er
nýbúin að fá dómarararéttindi.
Sjálf á hún einn hest í Danmörku
og er nýbúin að festa kaup á
trippi hér á landi.
ÁSTA Rún Guðmundsdóttir
(sofandi), foreldrar hennar
Katrin Engström og Guð-
mundur Einarsson og félagi
þeirra Sven Hultin.
ÁHUGINN leynir sér ekki í andlitum mótsgesta.
Til sölu: Hús með mikla möguleika,
séríbúð í kjallara, tvöf. bflskúr,
gróðurhús o.fl.
Verið velkomin.
Uppl.sími fyrir þá sem ekki geta komið i
ofangr. tíma 551-4305,
Morgunblaðið/Arni Sæborg
ANNE Sofie Nielsen og Birgitte Krabbe frá Danmörku og Norð-
maðurinn Rune Svensen.