Morgunblaðið - 06.07.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUG ARDAGUR 6.JÚLÍ 1996 15
NEYTENDUR
I hreinu tjaldi í útilegnna
Á ÞESSUM árstíma er fólk að
taka tjaldið úr geymslunni og
fara með í viðgerð eða láta
hreinsa það fyrir útileguna.
Við hringdum í um 25 þvotta-
hús og efnalaugar á höfuð-
borgarsvæðinu og spurðum
hvort hægt væri að koma með
tjald í hreinsun en það voru
aðeins átta þvottahús sem buðu
þessa þjónustu.
Nokkuð var um að ekki væru
tekin stór tjöld í hreinsun og
allur gangur á hvort innifalin
væri vatnsvörn í verðinu. Sum
fyrirtæki eru með grunngjald
og síðan kilógjald en önnur
með fast verð. Enginn saman-
burður var gerðum á gæðum
þjónustunnar heldur einungis
spurt hvað kostaði að fá tjald
hreinsað.
Tjaldið hreinsað!
Þvottahúsið Fönn Skeifunni 11, Rvk. Grunnverð 1.263 kr. og síðan 141 kr. á hvert kg. Vatnsvörn innifalin.
Þvottahúsið Hraunbrún 40, Hafnarfj. Hreinsa tjöld upp að 5 manna. 420 kr. á hvert kg. Ekki vatnsvörn.
Hreint og klárt Nýbýlavegi 26, Kóp. Grunnverð 1190 kr. og síðan 150 kr. á hvert kr. Vatnsvörn innifalin.
Hraðhreinsunin Súðavogi 7, Rvk. Ekkert grunnverð en 340 kr. á hvert kg. Vatnsvörn innifalin.
Efnalaugin Drífa i Hríngbraut 119, Rvk. Hreinsa tjöld upp að 6 manna. Verð 1.000 kr. og með vatnsvörn 1.500 kr. Stærri tjöld metin hverju sinni.
Efnalaugin kjóll og hvítt Eiðistorgi 15, Seltjarnarn. Grunnverð 1.270 kr. og síðan 141 kr. á hvert kg. Vatnsvöm kostar 360 kr.
Efnalaugin Mosfellsbæ Háholti 14, Mosfellsb. Hreinsar tjöld upp að 5 manna. Grunnverð 1.200 kr. og síðan 130 kr. á hvert kg. Vatnsvörn innifalin.
Efnalaug Garðabæjar Garðatorgi 3, Garðabæ Hreinsar tjöld upp að 5 manna. Grunnverð 2.700 kr. Vatnsvörn 1.200 kr.
Kennarar á námskeið í haust
Neytendafræðsla
í grunnskólana
HEIMILISBÓKHALD, sparnaður,
notkun greiðslukorta, neytendaráðg-
jöf, áhrifamáttur auglýsinga, flokk-
un sorps, matarinnkaup, vörumerk-
ingar...
í haust stendur kennurum til boða
að fara á námskeið í neytenda-
fræðslu þar sem kennt verður hvern-
ig hægt er að flétta hana inn í nám
barna og unglinga. Markmiðið er
að nemendur geti sem neytendur
þroskað með sér sjálfstæða hugsun,
gagnrýnin viðhorf og góða undir-
stöðuþekkingu á neytendamálum.
í janúar 1995 fóru norrænir ráð-
herrar neytendamála þess á leit að
neytendamálasvið norrænu ráð-
herranefndarinnar sæi um að útbúa
verkáætlun á sviði neytendafræðslu
í skólum. Nú er þeirri vinnu lokið
og bæklingurinn Neytendafræðsla á
Norðurlöndum kominn út undir rit-
stjórn Þorláks Helgasonar. í honum
eru viðmiðanir sem auka eiga sam-
vinnu neytendasamtaka og stofnana
við skóla og vera grunnur fyrir vinnu
kennara í skólum, fyrir endurmennt-
un kennara og útgáfu námsgagna.
Anna Guðmundsdóttir og Bryn-
hildur Briem, lektorar við heimilis-
fræðideild Kennaraháskóla íslands,
hafa hlotið styrk til að koma af stað
neytendafræðslu fyrir kennaranema
og þá kennara sem þegar eru starf-
andi svo hægt sé að koma neytenda-
fræðslu áleiðis til nemenda í grunn-
skólum landsins.
„Það er ljóst að full þörf er á
neytendafræðslu í skólana og núna
er hún helst kennd í tengslum við
heimilisfræði en æskilegt er að hún
komi inn á fleiri svið síðar,“ segir
Brynhildur Briem. Neytendafræðsla
verður sem sagt ekki sjálfstæð
námsgrein heldur á að flétta hana
inn í önnur fög í skólum.
Börn hafa áhrif á útgjöld
heimila
Brynhildur segir mikiivægt að
undirbúa börn og unglinga sem neyt-
endur í samfélagi sem tekur stöðug-
um breytingum og þar skiptir neyt-
endafræðsla í skólum miklu máli.
„Til að geta ráðið við eigin fjármál
er nauðsynlegt að geta gert fjár-
hagsáætlun, þekkja áhrif auglýs-
inga, hafa vitneskju um matvæli, fatn-
að og svo framvegis. Böm og ungling-
ar hafa áhrif á útgjöld og neyslu heim-
ila, vöruúrval hefur margfaldast og
það verður sífellt erfíðara að hafa
yfirsýn yfir markaðinn.
Aukin áhersla er á auglýsingar og
neytendur þurfa að geta metið og
tekið sjálfstæða afstöðu við vöruval."
Hún segir að stefnt sé að því að
þroska með nemendum greinandi og
gagnrýnin viðhorf til neytendamála
með áherslu á gæði, verð, þjónustu,
auðlindir og umhverfi.
Kennarar á námskeið í haust
„Við byijum á því að vera í haust
með námskeið á vegum kennslumið-
stöðvar Kennaraháskólans. Um er
að ræða almenna neytendafræðslu
fyrir kennara en þeir verða einnig
látnir vinna verkefni sem í framtíð-
inni munu síðan liggja í gagnabanka
í kennslumiðstöðinni. Þá geta kenn-
arar komið þangað með nemendur
sína í einskonar vinnustofu og látið
þá vinna þessi verkefni. Við munum
einnig kaupa nokkuð af bókuin og
bæklingum um neytendamál sem
munu þá einnig liggja frammi í
kennslumiðstöðinni.
Sængur
og kodda
á ekki að
ryksjúga
DÓRA Georgsdóttir í
Sængurfatagerðinni hafði
samband við okkur hér á
neytendasíðunni og vildi vara
fólk við að gera tilraunir til
að ryksjúga kodda og sæng-
ur.
„Eg hef orðið var við að
fólk er að setja sængur í stóra
plastpoka blása síðan lofti í
þá og ryksjúga uppúr þeim
með þessum stóru nýju ryk-
sugum.
„Fólk ætti hinsvegar að
forðast þessa aðferð því
hætta er á að verið fari að
leka. Vilji fólk fá loft í sæng-
ina sína eða kodda er eina
ráðið að viðra í léttu og góðu
veðri.
Morgunblaðið/sverrir
Lesendur spyrja
Ný þjónusta
við lesendur
HVAR er hægt að fá gert við
tjöld og er rapsolía hagstæð
fyrir þá sem eru með háa blóð-
fítu? Lesendum er bent á að
framvegis geta þeir haft sam-
band við Neytendasíðuna séu
þeir með spurningar sem varða
neytendamál. Svörin munu
síðan birtast hér á síðunum
við tækifæri líkt og í þetta
skipti. Síminn er 5691225.
Tjaldið í viðgerð
Lesandi á höfuðborgar-
svæðinu hringdi fyrir nokkru
og var að spyijast fyrir um
hvort einhveijir tækju að sér
að gera við tjöld.
Við höfðum upp á þremur
fyrirtækjum sem taka að sér
viðgerðir á tjöldum en þau
kunna að vera fleiri.
Að sögn Sesselju Bjarkar
Barðdal hjá Seglagerðinni
Ægi þurfa viðskiptavinir að
bíða í sjö til tíu daga eftir tjaldi
úr viðgerð og verðið fer auðvit-
að eftir því hversu mikið
er að tjaldinu en taxtinn
við viðgerðina er 2.300
krónur á klukkustund.
Hjá Sportleigunni
þurfa viðskiptavinir að
bíða i nokkra daga eftir
að fá gert við tjald, segir
Guðrún Axelsdóttir.
„Við lítum á viðgerðirn-
ar sem sjálfsagða þjónustu
við viðskiptavini okkar og
það er mjög misjafnt
hversu mikið kostar að
lagfæra tjöld. Algengustu
viðgerðirnar kosta yfirleitt á
bilinu 1.500-3.000 krónur.
Hjá Söðlasmíðaverkstæði
Þorvalds og Jóhanns er gert
við tjöld og að sögn Jóhanns
Þorvaldssonar er mismunandi
hvað slík þjónusta kostar.
Hann tekur sem dæmi að al-
gengt sé að rennilásar á tjöld-
um gefi sig og slík viðgerð
kosti á bilinu 2.500 til 3.000
krónur og lásinn er þá innifal-
inn. Ef rifnar útúr súlugötum
á tjaldi kostar sú viðgerð á
bilinu 2.000-2.500 krónur.
Yfirleitt þarf fólk að bíða 4 til
5 daga eftir tjaldinu úr viðgerð
yfír há sumartímann.
Rapsolía með
fjölómettaðar fitusýrur
Ekki er langt síðan rapsolía
fór að sjást í hillum matvöru-
verslana hérlendis og margir
vita hreinlega ekki hvernig
hana á að meðhöndla. En
hvers konar olía er þetta?
„Um þessar mundir er mik-
ill áhugi á rapsolíu. Sam-
kvæmt hollenskri rannsókn
sem birtist í The American
Journal of Clinical Nutrition í
júní árið 1995 má búast við
að rapsolía hafí meiri áhrif til
lækkunar á kólesteróli en
flestar olíur og nálgist áhrif
sólblómaolíu en hún er sú olía
sem hefur hvað mest áhrif til
lækkunar á kólesteróli," segir
Hólmfríður Þorgeirsdóttir hjá
Manneldisráði íslands.
Hún segir að kostir rapsol-
íunnar séu þeir að hún hafí
betri steikingareiginleika en
sólblómaolían þar sem hún
innihaldi meira af einómettuð-
um fitusýrum og minna af
fjölómettuðum fítusýrum en
sólblómaolían.
Hvað samanburð á fitusýru-
samsetningu ólífuolíu og raps-
olíu snertir þá inniheldur raps-
olían meira af fjölómettuðum
fítusýrum en ólífuolían en
minna af mettuðum og ein-
ómettuðum fitusýrum.
Hólmfríður segir að ekki
saki að rapsolían sé ódýrari
en ólífuolía.
NYTT
Nýjar kryddtegundir
frá Pottagöldrum
Morgunblaðið/Sverrir
FIMM kryddtegundir hafa bæst í
hópinn hjá Pottagöldrum.
Eðalsteik- og grillkrydd er nafnið
á kryddi sem hentar á kjöt, fisk,
humar, grænmeti og jafnvel pasta-
rétti.
Þá er einnig komið á markaðinn
frá Pottagöldrum svokallað eðal
kjúklingakrydd. Þegar kryddteg-
undirnar eru nefndar eðal fyrir
framan heitið sjálft er skýringin sú
að svokölluðu eðalsalti hefur verið
bætt í kryddið.
Taaza Masala er nýtt krydd sem
hentar í grænmetisrétti svo og pott-
rétti með lamba- eða svínakjöti,
kjúklingum og í salatsósur.
Baharat er persneskt krydd sem
er tilvalið á svína- eða kjúklinga-
kjöt. Kryddið er gott á svokallað
Kebab, þá er kryddinu bætt út í
lamba, nauta- eða svínahakkið,
hyeiti og eggi hrært saman við.
Saltað og piprað og sett á grillið.
Líka gott í grænmetisrétti.
Að lokum má geta þess að
fnnmta kryddið kemur frá Glúms-
stöðum í Fljótsdal, svokallað Birki-
salt. Pottagaldrar sjá nú um að
markaðssetja það.