Morgunblaðið - 20.07.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.07.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ1996 21 AÐSENDAR GREINAR Er umhverfisslys á Hveravöllum framundan? Á LIÐNUM vikum og mánuðum hafa for- svarsmenn Ferðafé- lags íslands með Pál Sigurðsson, forseta fé- lagsins, í fararbroddi, miðlað margskonar villandi og stundum röngum upplýsingum í fjölmiðla um skipu- lagsvinnu á Hveravöll- um. Er svo komið að sá sem ritar forystu- grein Morgunblaðsins 7. júlí sl. byggir að hluta til á þeim upplýs- ingum. Við lestur greinarinnar flaug um hugann að í þriðja rík- Eða er við fortíðarvanda að etja? Er ekki kominn tími til, Ófeigur Gestsson áfall fyrir náttúru- verndarmenn og áhugamenn um vist- væna ferðamennsku! Er ekki tímabært að horfast í augu við stöðu mála á Hveravöllum og bæta um betur á með- an það er hægt? Er ekki skynsamlegt að setja sig inn í stöðu mála og hveijar tillög- ur eru um vernd og þjónustu næsta skipu- Íagstímabil? Hér skulu nefnd örfá atriði til sögunnar. Ofan í Heima- hver/Heimilshver hef- inu var svo oft og lengi hamrað á lyginni að einn góðan veðurdag stóðu menn frammi fyrir því að hafa tekið hana sem sannleika. Greinar Páls Sigurðssonar t.d. 9. og 10. júlí eru því miður fullar af endurteknum fuílyrðingum, sem ég vil skilgreina sem gáleysislega með- ferð á sannleikanum. Útilokað er að rekja lið fyrir lið rangfærslur vegna fjölda þeirra. Ég nefni þrjú dæmi. 9. júlí segir Páll í Morgun- blaðinu: „Hið staðfesta aðalskipu- lag gerir m.a. ráð fyrir því, að meginhluti þess einfalda en traust- byggða húsnæðis..." 31.10. 1994 segir hann: „Nýi skálin er ekkert sérlega vandaður..." 9. júlí segir hann: „Allt að 900 fm að gólffleti." Hann á sjálfur að hafa í höndum blað um áætlaða rýmisþörf upp á 610 fm. 9. júlí segir hann: „rekstur þessa hótels“, þó svo hann viti að aðeins er um látlausan gistiskála að ræða en ekki hótel sem er allt annar hlutur og honum fullkunnugt um það. Sú mynd sem forseti Ferðafélags íslands hefur verið að draga upp fyrir okkur lesendur Morgunblaðs- ins er sú að Ferðafélagið sé hinn snjóhvíti saklausi engill en íbúar Svínavatnshrepps í Austur-Húna- vatnssýslu af hinu vonda, ákveðnir að gera Hveravöllum og Ferðafé- lags íslands allt hið versta. Undir- ritaður er áhorfandi að þessum ljóta leik og býsna kunnugur á Hvera- völlum í mörg ár. Það er ekki ætlunin að taka þátt í blaðaskrifum í æsifréttastíl. Það er hins vegar útilokað að sitja þegj- andi, dag eftir dag, þegar forseti Ferðafélags íslands reynir með vill- andi skrifum og ummælum að telja þjóðinni trú um að allt. sé í hinu besta lagi á Hveravöllum. Jafn- framt að vondir menn, illgjarnir og heimskir hér nyrðra, ætli sér að eyðileggja Hveravallasvæðið. Ábyrgir greinarhöfundar og leiðaraskrifarar eru hér með hvattir til að kynna sér núverandi ástand Hveravalla og hvetjar tillögur eru uppi að bæta um betur. Það er hægt. Það er hins vegar sérstakt rannsóknarefni að komast að því hvers vegna forseti Ferðafélags ís- lands berst uin á hæl og hnakka gegn úrbótum fyrir staðinn og ferðamenn og lætur frá sér þá fár- ánlegu fullyrðingu að úrbætur séu BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur Engin auka ilmefni. BIODROGA ur verið settur pottofn og tengdar við hann lagnir til að hita upp hús- næði. Þetta rusl verður að hverfa. (Málefni Veðurstofu íslands.) Þessi hver er djásn, óvenju tær og þarf að tengjast með göngubrú við brýr sem Náttúruverndarráð lét gera um þekktustu hveri svæðisins. Útbúið hefur verið bílastæði við hverasvæðið. í það hefur verið bor- ið rykbindiefni. Á veturna rennur efnið ásamt ofaníburðinum yfir núverandi tjaldstæði. Þess vegna er gróður þar á undanhaldi. Ferðafélag íslands hefur dælt mannasaur og öðrum úrgangi úr rotþróm yfir mela ekki langt frá ferðamannasvæðinu, þessar rot- þrær eru ekki í samræmi við reglu- gerð og meðferð úrgangs forkast- anleg. Sjónmengun vegna margskonar bygginga á hverasvæðinu er óvið- unandi og óþörf. Það er eins og skúrum hafi rignt óskipulega niður frá ýmsum tímaskeiðum. Megin- hluta þeirra verður að færa af frið- aða svæðinu, í samræmi við nútíma sjónarmið um verndun friðlýstra svæða. Forsvarsmenn Ferðafélags Is- lands hafa með eigin tillögum um úrbætur lýst þörfum svæðisins fyrir spyr Öfeigur Gestsson, að tengja sama varð- veizlu Hveravallasvæðis og hagsmuni ferðaþjón- ustunnar? húsnæði. Tillögur þessar eru í meg- inatriðum samhljóða þeim tillögum sem fram koma í drögum að deili- skipulagi sveitarfélagsins; að í einu húsi, um 600 fm, megi koma fyrir aðstöðu fyrir þá starfsemi sem halda þarf á Hveravöllum. Þá er ekki meðtalin aðstaða Veðurstofu íslands. Það er ótrúleg ósvífni að halda því fram að fyrirhugað sé að þekja Hveravelli með sjoppu, gisti- rými og annarri þjónustuaðstöðu af stærstu gerð. Hvergi hefur komið fram að reka eigi Ferðafélag íslands frá Hvera- völlum, nema frá þeim Ferðafélags- mönnum sjálfum. Þar fer forsetinn fremstur í flokki. Með opnun Kjalvegar fyrir allar bifreiðar, yfir sumarmánuðina, hef- ur álag á Hveravelli stóraukist og ekki lengur hömlur á hveijir koma á Hveravelli. Ferðafélag íslands hefur í áraraðir innheimt gjald af ferðafólki sem staldrar þar við. Hefur félagið því skyldur við það og verður að uppfylla lágmarks- kröfur um upplýsingar til ferða- fólks, hlýða reglum um brunavarn- ir, virða heilbrigðisreglugerð og vinna eftir ákvæðum bygginga- reglugerðar. Ekkert af þessu hefur verið gert og er félaginu til skamm- ar. Það virðist sem forsvarsmenn félagsins telji það utan og ofan við lög og rétt í þessu landi. Ef Ferðafé- lagið er ekki tilbúið til samstarfs um endurbætur í samræmi við nú- tímakröfur, lög og reglugerðir, verður það að víkja. Ofstopafullar blaðagreinar, yfirlýsingar í fjölmiðl- um, hótanir um málaferli og fleira, geta auðvitað dregið og e.t.v. kom- ið í veg fyrir að Hveravellir fái nauðsynlega vernd og allt fyrir- komulag fyrir ferðalanga verði áfram óviðunandi. Ég spyr ykkur, forsvarsmenn Ferðafélags íslands, er ekki orðið tímabært að taka lúk- ur (orðfæri Páls) frá augum og eyrum og horfast í augu við nútím- ann og segja það sama við fjöl- miðla og þið hafið sagt við þá sem vinna að tillögugerð um úrbætur? Þegar hreppsnefnd Svínvatns- hrepps tók þá ákvörðun fyrir nokkr- um árum að láta vinna aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og í framhaldi af því deiliskipulag fyrir Hveravelli var tekin ákvörðun um að ráðstafa verulegu fé til athugana og rann- sókna í þágu Hveravalla. Þetta var gert til að vernda Hveravelli en jafn- framt að ferðamenn geti átt þar ánægjustundir. Það er virðingar- vert. Forseti Ferðafélags íslands og fleiri, hafa valið þá leið um sinn að hafa allt á hornum sér og horfa fram hjá því sem skiptir mestu máli. Er ekki kominn tími til, eins og segir í sönglagatextanum norð- lenska — Er ekki kominn tími til að tengja — að vinna sameiginlega að hagsmunum Hveravallasvæðis- ins og ferðamanna? Höfundur er ferðamálafulltrúi A ustur-Húna va tnssýslu. Magnús Oskarsson Ys og þys út af engu „HANN (forsetinn) getur ekki ætlazt til þess að honum sé hlíft umfram aðra.“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson í sjónvarpi að kvöldi þess dags er hann var kjör- inn forseti. Hingað til hef ég ver- ið á annarri skoðun, en fæ víst litlu um það ráðið ef forsetinn sjálfur vill annað og gefur tilefni til þess með gjörðum sínum. („Hún vill þetta sjálf“, sagði kon- an, þegar dóttir hennar varð barnshafandi.) Embættisverk for- seta íslands vekja sjálfkrafa at- hygli sem ætti að fullnægja at- hyglisþörf hvers þess sem starfinu gegnir. Þess vegna botna ég ekk- ert í mikilli leiksýningu út af því að verðandi forseti sagði sig bréf- lega úr stjórnmálaflokki. Þetta var fyrirfram vitað og því engin frétt. Samt fór fiugeldasýning af stað út af þessu og sjónvarpsvélar sýndu konu frá Stokkseyri að sækja úrsagnarbréfið út á Sel- tjarnarnes. Og þegar þetta er rit- að er forseti Álþingis (og sjón- varpslið?) líklega á leiðinni út á Nes að sækja annað bréf. Er ekki hægt að trúa póstinum fyrir sendi- bréfum? Ég trúi því ekki að þetta fjöl- miðlafár út af engu sé vísbending um það sem koma skal með nýjum forseta. Þrátt fyrir allt viljum við frið og sátt um forsetaembættið. Ég er enn þeirrar skoðunar að forsetanum eigi að hlífa umfram aðra. En það verður erfitt ef hann stundar innantómt auglýsinga- skrum um persónu sína. Ég vona að svo verði ekki og að nýkjörinn forseti leitist í þess stað við að ná þeim sáttum við þjóð sína sem hann og þjóðin þarfnast. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Glæsileg gjafamappa með frímerkjum sem gefin eru út í tilefni Ólympíuleikanna í Atlanta 1996. Tilvalin gjöf og einstakur minjagripur. Fróðleiksmolar um þátttöku (slendinga í Ólympíuleikunum frá upphafi til þessa dags. Mappan fæst á póst- og símstöðvum um land allt og með pöntun frá ' Frímerkjasölunni og kostar aðeins 200 kr. FRIMERKJASALAN POTfH Pósthólf 8445, 128 Reykjavík, sími 550 6054, fax 550 6059 Internet: http://www.simi.is/postphil/ PÓSTUR OG SÍMI Gott fó1k/5(A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.