Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 173. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR1. ÁGÚST1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aukin spenna milli múslima og Króata vegna kosninganna í borginni Mostar Reuter Clinton samþykkir frumvarp um endurbætur á velferðarkerfinu Mesta breyting í hálfa öld Washington. Reuter. BILL CLINTON Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann myndi samþykkja sem lög frumvarp repúblikana um endurbætur á bandaríska velferðarkerf- inu, og verða það umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á opinberri aðstoð við fátæka í Bandaríkjunum síðan á fjórða áratugnum. Clinton sagðist ekki myndu beita neitunarvaldi gegn því að lögin verði samþykkt, „fyrst og fremst vegna þess að núverandi kerfi er gallað“. Var frumvarpið samþykkt í fulltrúadeild þingsins í gærkvöldi. Forsetanum tókst að fá þing- menn til þess að gera nokkrar breytingar á frumvarpinu, eins og það er í endanlegri mynd. Til dæm- is var ákvæði um að ríkin tækju við sölu á matarmiðum til 26 millj- óna efnalítilla Bandaríkjamanna fellt út. í kosningabaráttunni 1992 lof- aði Clinton því að leggja niður „velferðarkerfið eins og það er nú.“ Hann sagði í gær að hann myndi beita sér fyrir lagasetning- um er ógiltu þau ákvæði laganna sem hann væri andvígur. Clinton hefur tvisvar beitt neit- unarvaldi gegn frumvörpum repú- blikana um breytingar á velferðar- kerfinu. Bandaríska blaðið The Washington Post sagði í leiðara í síðustu viku, að ef Clinton myndi samþykkja þetta frumvarp yrði það „botninn á forsetaferli hans“, bæði siðferðilega og í stefnumótun. Pravda hættað koma út ELSTA og þekktasta dagblað í Rússlandi, Pravda, er hætt að koma út. Síðasta tölublaðið kom fyrir augu sifellt minnk- andi lesendahóps í fyrradag. Eigendur blaðsins, tveir grísk- ir milljónamæringar, segja gífurlegan taprekstur hafa verið á blaðinu, að því er fram kemur í kanadíska dagblaðinu The Globe and Mail. Pravda, sem á rússnesku þýðir Sannleikur, var stofnað af Lenín árið 1912, og var opinbert málgagn sovéska kommúnistaflokksins þar til Sovétríkin liðu undir lok. Þega.r útbreiðsla blaðsins var sem mest var upplagið 11 milljónir eintaka, en var komið niður í tæplega 200 þúsund. Smáríki Kró- ata í Bosníu leystupp Sanyevó, Gcnf, Mostar, Zagreb, Haag. Reuter. EMBÆTTISMENN Króata og múslima í Bosníu hafa komist að samkomulagi um að sjálfskipað smáríki Króata í Bosníu, sem þeir kalla Herzeg-Bosna, verði leyst upp. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kornblum, greindi frá þessu að loknum fjög- urra klukkustunda samningavið- ræðum í gær. Spenna hefur aukist mjög á milli múslima og Króata í Bosníu, vegna kosninganna í borg- inni Mostar, og vegna Herzeg- Bosna. í gær hafði króatíska örygg- is- og varnarmálaráðið gefið til kynna að ekki væri útilokað að í stað ríkis yrði um „pólitískt samfé- lag Króata“ að ræða. Að sögn Kornblums sættust deiluaðilar á, að í næstu viku myndu þeir setja saman áætlun um hvern- ig staðið yrði að framkvæmd þess, er samið hefði verið um. „Við höfum komist að ákaflega mikilvægri nið- urstöðu í dag,“ sagði hann. Smáríkið hefur lengi verið ásteytingarsteinn í ríkjasambandi múslima og Króata. Hafa alþjóðleg- ir sáttasemjarar reynt að fá Króata til að leysa ríkið upp, því það væri brot á ákvæðum Dayton-samkomu- lagsins. Króötum gefinn lokafrestur Enn standa harðar deilur í Most- ar í kjölfar kosninganna þar fyrir réttum mánuði. Króatar neita enn að viðurkenna úrslitin og hafa ekki tekið sæti í borgarstjórninni. Þeir töpuðu naumlega fyrir múslimum, aðallega vegna atkvæða frá flótta- mönnum í Þýskalandi. Hefur Evr- ópusambandið (ESB), sem fer með Reuter BANDARISKI aðmírállinn Joseph Lopez, í ræðustól, tók í gær við yfirstjórn herafla fjölþjóðaliðsins i Bosníu (IFOR) af ianda sínum, Leighton Smith, sem situr. Fór kveðjuathöfnin fram í höfuðstöðvum herja Atlantshafsbandalagsins í Suður-Evrópu, sem eru í Napóli. stjórn borgarinnar, gefíð Króötum frest til 4. ágúst til að fallast á úrslitin, annars muni ESB hverfa þaðan á brott. Fulltrúar Carls Bildt, sem stýrir uppbyggingarstarfi í Bosníu, og sendiherrar Bandaríkjanna í Króat- íu og Bosníu, áttu í gær árangurs- lausar viðræður við Franjo Tudj- man, forseta Króatíu. Sögðu þeir að Tudjman hafi ekki gefið neitt svar við beiðni þeirra um að þrýsta á Bosníu-Króata um að viðurkenna úrslitin, en að hann hafi heldur ekki þvertekið fyrir það. Viðræðum fulltrúa Stríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna og dómsmálaráðherra Bosníu-Serba, Marko Arsovic, lauk í gær í Haag, án þess að þær bæru árangur. Itrekaði Arsovic að Bosníu-Serbar myndu ekki framselja þá sem ákærðir hefðu verið fyrir stríðs- glæpi og sagði að mál einstakra manna hefðu ekki verið rædd. í sameiginlegri yfirlýsingu hans og dómstólsins sagði að viðræðurnar hefðu verið hreinskilnislegar og að aðilar þeirra hefðu sýnt samstarfs- vilja. Anganin engu lík STÆRSTA blóm í heimi opnaði krónuna í gær og iimurinn eða öllu heldur ódaunninn var svo mikill, að sumir settu upp gas- grímur. Vex blómið í Kew-görð- unum í London, einum frægasta grasagarðinum, og höfðu hund- ruð manna beðið eftir þessum viðburði í marga daga. Blómið, Amorphophallus Titanum, á ætt sína og óðul á Súmötru og þar blómgast það á sex eða sjö ára fresti. Þarlendir menn kalla það „líkblóm" vegna fnyksins en hann er því nauðsynlegur og laðar til sín býflugur, sem sjá um frjóvg- unina. Blómið er sprottið af lauki, sem fenginn var í Þýskalandi, og var hann settur í mold í apríl sl. þegar hann var farinn að spretta. Þar hefur blómið vaxið og dafnað við 24 stiga hita og 70-80% raka. Sjaldgæft er, að þessi risi blómg- ist utan átthaganna en það gerð- ist þó í Kew-görðunum fyrir 33 árum. Hér er einn grasafræðing- anna að dást að blóminu. Viðskipta- bann sett á Búrúndí Arusha, Bujumbura. Reuter. LEIÐTOGAR Afríkuríkja, sem freista þess að afstýra frekari blóðs- úthellingum í Búrúndí, ákváðu í gær að setja viðskiptabann á landið vegna valdaráns hersins í vikunni sem leið. Ennfremur kröfðust þeir þess að herinn, sem er undir stjórn Tútsa, efni tafarlaust til viðræðna við uppreisnarmenn úr röðum Hútúa. „Fundarmenn hvetja stjórnvöld í Búrúndí til að hefja tafarlaust og án nokkurra skilyrða samningavið- ræður við alla aðila innan sem utan Búrúndí," sagði í yfirlýsingu leið- toganna eftir fund í bænum Arusha í Tanzaníu. Leiðtogarnir vísuðu m.a. til uppreisnarmanna úr röðum Hútúa en herinn hefur hafnað við- ræðum við þá. Uppreisnarmennimir segjast staðráðnir í að heyja stríð til að steypa Pierre Buyoya, leiðtoga herforingjastjórnarinnar. Leiðtogarnir kröfðust þess enn- fremur að herforingjastjórnin kall- aði þing landsins saman að nýju og afnæmi þegar í stað bann við starfsemi stjórnmálaflokka. Sagt áfall fyrir Buyoya Fulltrúi herforingjastjórnarinnar sagði í gær að ákvörðunin um við- skiptabannið væri harkaleg, en myndi ekki hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir stjómina. Þeir sem fylgj- ast með framvindu mála í Búrúndí segja að bannið sé áfall fyrir stjórn Buyoyas, sem hafi talið sig vera í þann mund að sannfæra heims- byggðina um að bylting hafi verið það sem gera þurfti í landinu. Um 150.000 manns hafa beðið bana síðustu þijú ár í átökum milli Hútúa, sem eru 85% íbúanna, og Tútsa, sem hafa bæði tögl og hagld- ir í hernum og stjórnkerfinu. ■ Við erum meðal þeirra/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.