Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 43 + Þórarinn Sveinsson fæddist í Sandvík í Norðfjarðarhreppi 26. október 1918. Hann Iést í Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Oddný Halldórsdóttir, f. 5.9. 1892, d. 15.2. 1976, frá Heiðarseli á Héraði, og Sveinn Guðmundsson, f. 21.9. 1883, d. 21.9. 1932, frá Háu Kotey í Meðal- landi. Systkini Þórarins: Guð- rún Rósa Margrét, f. 27.10. 1909, d. 4.10. 1984, Guðmund- ur, f. 12.3.1910, d. 27.11. 1994, Guðbjörg Halldóra, f. 5.2. 1916, d. 14.2. 1992, Árni Halldór, f. 20.3. 1920, d. 22.4. 1920. Krist- björg, f. 29.7. 1922, Sveinn Halldór, f. 8.7. 1932. Þórarinn giftist Huldu Svan- laugu Bjarnadóttur frá Höfn í Hornafirði 6. mars 1948 og eignuðust þau fjögur börn. 1) Guðlaug, f. 12.2. 1947, vist- manneskja á Skálatúnsheimil- inu í Mosfellsbæ. 2) Sveinlaug Oddný, f. 15.2. 1949, hársnyrtir í Neskaupstað. Eiginmaður hennar er Omar Sævar Hreins- son, pípulagninga- meistari. Frá fyrra hjónabandi á hún soninn Þórarin Óm- arsson, rafvirkja. 3) Hólmsteinn Bjarni, f. 23.5.1960, d. 27.3. 1978. 4) Hallbjörg, f. 4.4. 1963, garð- yrkjufræðingur í Reykjavík. Sambýl- ismaður hennar er Tómas Reynir Jón- asson, bifvélavirki og eiga þau tvær dætur, Unni og Huldu. Fram til ársins 1954 var Þór- arinn til sjós. Árið 1941 öðlað- ist hann skipstjóraréttindi eftir að hafa sótt námskeið á Nes- kaupstað. Árið 1947 útskrifað- ist hann frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík og var síðast á Agli rauða sem bátsmaður og afleysingastýrimaður. Þórar- inn var síðan verksljóri í Hrað- frystihúsi SÚN til ársins 1973 og skrifstofumaður hjá Síldar- vinnslunni hf. til ársins 1991 er hann lét af störfum sökum heilsubrests. Árið 1991 var Þór- arinn heiðraður af Sjómanna- dagsráði Neskaupstaðar. Utför Þórarins fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. ÞORARINN SVEINSSON Ég skynja í hjarta mér skínandi rós sem skartar í litskrúði sínu þín ást getur aðeins veitt líf sitt og ljós því lífsblómi fegursta mínu. Þú villist ei framar ó, vinurinn minn nú veistu af heimkynni þínu. Þá ratarðu leiðina í ranninn þinn inn í rósina í hjartanu mínu. (Lára Halla Snæfells.) Elsku pabbi, afi og tengdapabbi! Okkur langar að kveðja þig með þessum fáu orðum sem gætu verið svo miklu fleiri. Við þökkum þér allar yndislegu stundirnar, hlýjuria og kærleikann sem þú gafst okk- ur. Allar frásagnir þínar af sjó- mennsku, samskiptum þínum við dýrin og allt sem þú fræddir okkur um, munum við varðveita í fallegri minningu um þig. Hafðu ástar- þakkir fyrir allt. Minning þín mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Við biðj- um algóðan Guð að leiða þig inn í ljós kærleikans og vernda þig. Dætur, tengdasynir og barnabörn. Ég kynntist Þórarni ekki mikið persónulega, en tildrög þeirra kynna voru þau að sonur minn Tómas Reynir varð svo lánsamur að kynnast yndislegri stúlku, Hall- björgu, dóttur þeirra hjóna Þórar- ins og Huldu, og eiga þau saman tvær efnilegar dætur sem nú eru 9 og 2 ára gamlar. Fljótlega eftir að þau hófu sambúð fluttu þau austur með dóttur sína Unni, þá aðeins mánaðar gamla, og bjuggu þar næstu fimm árin undir sama þaki. Þar var vistin þeim góð, enda sannast það best á því að síðan þau fluttu aftur til Reykjavíkur hafa þau kosið að eyða öllum sínum sumarfríum þar fyrir austan. Á þessu tímabili, á skemmtileg- um ferðalögum mínum um landið, varð ég þess aðnjótandi að fá að dvelja oftar en einu sinni, í nokkra daga á þvi myndarlega heimili þeirra hjóna á Blómsturvöllum 8 á Neskaupstað. Þar var manni tekið opnum örmum af sannri hjarta- hlýju. Elskulegheitin og glaðværð- in voru ótæmandi og glettnin úr augum Þórarins fór ekki framhjá neinum, þótt hann kæmi mér fyrir sjónir sem hlédrægur og einkar hógvær maður. Þau hjónin voru samtaka í því að láta öllum líða sem best á heimili þeirra og er ég þeim hjartanlega þakklát fyrir. Ég tel það vera mikið lán fyrir son minn og hans fjölskyldu að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast, og dvelja með manni sem bú- inn var þeim kostum sem Þórarinn hafði. Og ekki var kona hans síðri. Sérstaklega naut þó nafna mín þess hversu mikið hann hafði að gefa og býr hún örugglega að því alla ævi. Þetta varð hennar annað heimili. Þarna tók hún fyrstu skref- in og var sólargeislinn á heimilinu. Undanfarin sumur hefur hún verið fljót að fljúga í faðminn á afa sín- um og ömmu að skóla loknum. Þar sem amman var útivinnandi en hann heima, kom það í hlut afans að líta til me'ð litla geislanum sín- um. Síðustu sumurin, eftir að heilsu Þórarins hrakaði, má þó segja að þau hafi litið hvort eftir öðru. Unnur litla var mikil afa- stelpa og tengdust þau óijúfanleg- um böndum. Mig langar til að rifja upp smá atvik sem gerðist á heimili mínu áramótin ’91. Þá var Unnur nýlega orðin 5 ára gömul og flutt til Reykjavíkur fyrir nokkru síðan. Svaf hún þá hjá mér á nýársnótt og um morguninn er við fórum á fætur, var það eitt fyrsta sem hún sagði; „ég þyrfti nú að tala við hann afa minn“. Þegar ég kem til hennar, er sú litla búin að bjarga sér sjálf með símanúmerið og sat makindalega í símastólnum í hrókasamræðum við afa sinn, og komst ég ekki hjá því að heyra til hennar og fann ég þá greinilega hversu sterkum böndum hún hafði bundist afa sínum og ömmu fyrir Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. austan. Það er ómetanlegt fyrir litlu stúlkuna og skulu afanum færðar sérstakar þakkir fyrir allt það sem hann gerði fyrir hana. Söknuðurinn er mikill. Hjart- kæra nafna mín, en minningin um góðan afa mun geymast um ókom- in ár. Elsku Halla mín, ég votta þér og þinni fjölskyldu mína dýpstu samúð og megi góður Guð gefa ykkur styrk. Tíminn læknar, tíminn græðir, tár í kyrrþey mýkir lund. Lífsins innstu leyniþræðir, leiða huggun á þinn fund. (Brynjólfur Ingvarsson.) Unnur Tómasdóttir. Elskulegur móðurbróðir minn kvaddi þetta jarðlíf aðfaranótt 25. júlí sl. þegar fjörðurinn okkar skart- aði sínu fegursta, sólin að koma uþp og tignarleg fjöilin spegluðust á sléttum haffletinum. Það var í hans anda að velja slíka nótt kyrrð- ar og friðar. Frændi minn, Tóti Sveins, eins og hann var jafnan kallaður, hafði ekki gengið heill skógar í nokkur ár, en auðnaðist með aðstoð sinna nánustu að dvelja heima á Blómst- urvöllum þar til fyrir hálfum mán- uði að hann fékk áfall sem leiddi hann til dauða. Tveggja ára að aldri fluttist Tóti frá Sandvík að Nesi í Norðfirði með foreldrum sínum og systkinum. Á sumrum var hann sem barn og ungl- ingur í sveit, fyrst að Seli í Sandvík hjá móðurforeldrum sínum og síðar á Stuðlum á Suðurbæjum hjá bræðr- unum Helga og Vilhjálmi. Þar fór hann fyrst í útróðra með þeim bræð- rum aðeins eilefu ára að aldri. Sjó- mennskan var honum ávallt hugleik- in og einnig búskapurinn. Fimmtán ára að aldri missir hann föður sinn skyndilega og kemur þá í hans hlut að halda heimili með móður sinni og systkinum að Blómstui’völlum. Þá var yngsti bróðir hans, Sveinn, rétt tveggja mánaða. Alla tíð bar frændi minn mikla umhyggju fyrir móður sinni og systkinum. Árið 1944 kom und- irrituð í fóstur til móðurömmu sinnar, þá þriggja ára að aldri, og tók hann á sig þær föðurlegu skyld- ur sem því fylgdu. Þegar þau hjón stofnuðu heimili, byggðu þau sitt hús við bernskuheimilið og urðu þessi tvö heimili sem eitt. Sautján ára fór Tóti fyrst á vetr- arvertíð til Hornaíjarðar og stund- aði þaðan sjósókn á Voninni, Drífu og fleiri bátum næstu vertíðir. Tví- tugur að aldri fer hann á vertíð til Vestmannaeyja og er þar á bátnum Hansínu þegar hann sðkk á leið heim úr róðri og var áhöfninni bjargað á elleftu stundu. Næstu vetrarvertíðir stundaði hann sjó- sókn frá Keflavík á Ingólfi Arnar- syni. Tvö sumur stundaði hann síld- veiðar frá Hrísey og lendir þá aftur í lífsháska, er bátur sem hann var á sökk. Á stríðsárunum var hann á Sæfinni NK og sigldi á vetrum með fisk til Bretlands, oft við erfiðar aðstæður. Að loknu nánri í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík fer hann fljótlega á Egil rauða sem var þá nýkominn til bæjarins og var á honum þar til skömmu áður en hann fórst, fyrst sem bátsmaður og síðar sem afleysingastýrimaður. Árið 1946 kyrintist frændi minn eftirlifandi eiginkonu sinni, Huldu Svanlaugu Bjarnadóttur frá Höfn í Hornafirði. Hún varð gæfan í lífi hans og kom hún með mikla gleði inn í líf okkar ailra. Þau hjón voru afar samstillt og samband þeirra kærleiksríkt alla tíð. Hulda varð ömmu minni sem besta dóttir og annaðist hana af mikilli natni. Sitt fyrsta barn eignuðust þau árið 1947 og er það Guðlaug sem dvelur á Skálatúnsheimilinu. Það voru frænda mínum þung spor þegar hann fór með hana suður, sjö ára gamla, til að skiljast við hana þar. Frændi minn bar ekki tilfinningar sínar á torg frekar en títt er um þessa kynslóð, en glöggt mátti skynja hans innri baráttu. Sveinlaug Oddný fæddist 1949 og hefur hún verið foreldrum sínum mikil stoð og stytta. Eftir að pabbi hennar varð heilsulaus hefur aldrei liðið sá dagur að hún hafi ekki heimsótt hann og miðlað honum af kærleika sínum og umburðarlyndi. Sævar, eiginmaður Sveinlaugar, hefur einnig til margra ára farið á hveijum morgni og feng- ið sér kaffisopa með tengdaföður sínum. Árið 1960 eignuðust Tóti og Hulda soninn Hólmstein Bjarna og árið 1963 dótturina, Hallbjörgu. Á þessum árum var sem frændi minn fæddist til nýs lífs. En eigi má sköp- um renna. Vorið 1978 varð það hörmulega slys að Hólmsteinn, þá 18 ára, fórst í snjóflóði ásamt besta vini sínum, Sævari Ágeirssyni í Tungu. Þá syrgði ekki einungis mannfólkið, heldur náttúran öll. Eft- ir þennan atburð fannst mér frændi minn aldrei verða samur. Hallbjörg var alltaf mikil pabbastelpa og eftir að þau Tómas stofnuðu heimili sitt í Reykjavík hafa þau farið austur í öllum fríum. Þeir bræður, Sveinn og Tóti, hafa ávallt verið mjög nán- ir og eftir að Sveinn fluttist aftur austur með ljölskyldu sína, hafa þeir átt margar góðar stundir sam- an. Alla tíð átti Tóti trillur og naut þess að sigla um fjörðinn, renna fyrir fisk og skreppa í land á fögr- um stöðum. Amma mín hafði alltaf haft kindur og hænsni og eftir að Tóti hætti til sjós, jók hann við bústofninn og hafði kindur á meðan leyft var. Tóti var hlédrægur og talaði ekki af sér, en ávallt var stutt í glensið. Hann var mikið snyrti- menni og hugsaði vel um eigur sín- ar og var með fyrstu mönnum í Neskaupstað til að rækta tré í kringum heimili sifct ásamt konu sinni og naut hann þess að fylgjast með þeim vaxa. Hann tók bernsku- heimili sitt og klæddi það allt að innan sem utan. Þar skyldi öll flöl- skyldan eiga skjól. Blómstui-vallaheimilið stóð ávallt opið fyrir gestum svo lengi sem ég man eftir mér og gilti einu hve margir þurftu á húsaskjóli að halda. Þannig hefur það ævinlega verið og mun verða á meðan Hulda er húsfreyja þar. Gestagangur hefur aldrei flokkast undir „gestaánauð“ á því heimili og er tekið opnum örmum á móti öllum ættingjum og vinum sem þar knýja dyra. Öllum finnst okkur, sem ólust á Blómstur- völlum, ómetanlegt að geta komið þangað á sumrin. Elsta son minn fæddi ég á Norð- firði og var mér dýrmætt að fá að vera undir handaijaðri ömmu minnar og þeirra Huldu og Tóta. Á meðan fyrrverandi eiginmaður minn var í námi og á síld á sumr- um, fór ég hvert sumar austur á Norðijörð og dvaldi þar, fyrst með elsta son minn og síðar einnig með þann næstelsta, í fimm sumur sam- fleytt. Ævinlega var ég velkomin með allt sem mér fylgdi. Þetta var aðstoð þeirra hjóna við nýstofnaða fjölskyldu og þá sömu aðstoð hafa þau veitt dætrum sínum og þeirra íjölskyldum. Barnabörn frænda míns veittu honum ómælda gleði, fyrst nafni hans, Þórarinn, sonur Sveinlaugar sem var mikið uppáhald afa síns og síðar Unnur litla, dóttir Hall- bjargar sem hefur dvalið með afa sínum og ömmu síðastliðin fjögur sumur. Hún var vorboðinn í lífi afa síns og voru þau afar náin. Hulda litla, systir Unnar, var afa sínum einnig mikil gleði, en kynni þeirra urðu allt of stutt. Ég og synir mínir þökkum frænda okkar alia hans umhyggju og biðjum honum Guðsblessunar á blómum skrýddum völlum nýrra heimkynna. Við vottum Huldu okkar og öllum aðstandendum frænda míns dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa.þau í sorginni. ^ Ingunn Stefánsdóttir. ANDRÉS KRISTINN HANSSON + Andrés Krist- inn Hansson fæddist í Fitjakoti á Kjalarnesi 15. apríl 1908. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 'll. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 12. júlí. Starfsdagur minn var nokkuð langur í þágu Reykjavíkur og að sjálfsögðu margt sem er mér hugstætt þegar litið er yfir vegferðina. Þó mun eitt minnisstæðara en allfc annað. Það eru fyrstu starfsdagarnir í þjón- ustu borgarinnar, sem upphaflega var stofnað til fyrir milligöngu Bjarna Benediktssonar, sem þá var borgarstjóri í Reykjavík, og svo undarlegt sem það kann að virðast í dag þá var mér falið það verk- efni fyrsta starfsdag minn að taka á móti mold úr nýju íbúðarhverfi, sem átti að byggjast þar sem nú heita Túnin, þ.e. Sigtún, Miðtún, Samtún o.s.frv. Þetta var einhvern af fyrstu dögum aprílmánaðar árið 1943 og upphaf tækninnar að setja svip sinn á athafnalíf- ið, komnir bílar í stað hestvagna og meira að segja komnar vél- gröfur til sögunnar til að grafa fyrir hús- grunnum. Jarðveginn átti allan að nota til þess að fylla upp í Rauðarárvíkina, sem þá var, þar sem marg- ir muna nú eftir Skúlatorgi,. sem var endapunktur á þáverandi Hringbraut, sem átti að vera enda- mörk byggðarinnar í Reykjavík, og þótti við hæfi að næði frá Sels- vör í vestri að Skúlagötu við norð- urströndina. Það var kalsamt að standa þarna og bíða eftir fyllingarefninu, því það blés nöprum vindi af Faxafló- anum og ég vanbúinn til að mæta gustinum, en bflarnir komu með jöfnu millibili og ég reyndi að standa mig, því þá voru bílarnir ekki komnir með lyftibúnað, heldur varð að nota búnað eins og venja var við hestvagnana og síðan afl og þrek eigin átaks að lyfta bílpall- inum og fá hlassið til að renna af, sem þó gekk nrisjafnlega. Sjaldnast urðu ökumennirnir til þess að veita mér aðstoð við þetta erfiði. Þó voru undantekningar og minnisstæðast- ur er mér þó einn maður, sem aldr- ei lét það ógert. Hann var lítið eitt eldri en ég og hét Andrés Kristinn. Myndarlegur maður og snöggur í öllum sínum athöfnum. Okkar sam- skipti áttu eftir að vara æ síðan og ég hef alla tíð talið mér það mikið lán að hafa kynnst honum og notið samskipta við hann, enda átti hann flestum öðrum mönnum fremur eftir að styðja mig og styrkja í löngu starfi mínu hjá Reykjavíkurborg. Um það væri hægt að skrá langa sögu. Nú hefur hann kvatt og hjá mér er farið að halla undan fæti. Þannig fer tlminn með okkur öll. Kynni nrin af fjölskyldu Andrés- ar voru öll á einn veg og ég taldi alla hans íjölskyldu með bestu samferðamönnum á lífsleið minni. Nú votta ég þeim samúð mína við fráfall þessa góða drengs og mun halda áfram að hugsa hlýtt til þeirra sem góðra vina minna. Hafliði Jónsson, fyrrv. garðyrkjustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.