Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Okkar kæra systir og mágkona, BRYNHILDUR STEINÞÓRSDÓTTIR (Stella), andaðist í Kaupmannahöfn 9. júlí. Hún verður kvödd frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Birgir Steinþórsson, Kristin Ingimundardóttir. t Ástkær dóttir okkar og systir, HARPA RUT ÞORVALDSDÓTTIR, lést á heimili okkar, Hjarðarslóð 3E, Dalvík, 28. júlí. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Þeim, vildu vildu minnast hinnar látnu, er bent á Styrktarfélag krabbameinsveikra barna. Þorvaldur Traustason, Arnleif Gunnarsdóttir, Róbert Már Þorvaldsson, Anna Björg Þorvaldsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÍSAFOLD KRISTJÁNSDÓTTIR, Laugavegi 159a, sem lést 27. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 2. ágúst, kl. 10.30. María Jóhannsdóttir, Sigurður Líndal, Sigriður Jóhannsdóttir, Leifur Breiðfjörð og barnabörn. GESTUR HALLGRÍMSSON + Gestur Hall- grímsson fæddist í Reykja- vík 20. september 1929. Hann lést í Reykjavík 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 4. júlí. Þar sem ég er, er dauðinn ekki; þar sem dauðinn er, er ég ekki. Svo mælti Pródikos frá Keos um miðja 5. öld f. Kr. Gestur lagði hægt á eftir sér. Ailt sitt líf lagði hann hægt á eft- ir sér, rólegur, æðrulaus, brosti við öllu gríni og óforskömmugheit- um, en beitti því ekki sjálfur. Lík- lega á að skiija orð heimspekings- ins svo, að ekki skuli velta sér of í annarlegum hugsunum, en beita sjálfum sér fram meðan hægt er. Hýs þú aldrei þinn harm, stendur þar. Við höfum skrifast nokkuð reglulega á í vetur, hann til að láta mig frétta að heiman, sem öðrum sást yfir ásamt því að vara mig við að rífa sundur gamlar bækur hugsunarlaust og endurbinda. Við það gæti gamalt handbragð horfið. Ég hins vegar til að skemmta skrattanum og vissi að hann hafði lúmskt. gaman af. En hann gekk of hægt um dyr og samband okkar rofnaði án að- draganda. Gestur var tveimur árum yngri en ég. Leiðir okkar hafa far- ið saman frá öndverðu og alls þess hóps smá- stirna, sem þær systur Ásta, móð- ir Gests, Guðrún, móðir mín, og Marsí, móðir Friðþjófs áttu. Sjö börn voru þar, öll fædd á fjórum árum, 1926 til 1930. Það var því um þéttan hóp að ræða meðan allir voru börn og þótti familíulífið ljúft. Ekki minn- ist ég þess, að sérlega þröngt hafi verið, þótt aliir væru mættir í heimsókn í þetta eina litla kamers hjá afa og ömmu. Þá var reyndar annar bragur á en nú. En þegar menn uxu úr grasi vildi nú hver hafa sín áhugamál, langanir og þrár. Þráðurinn okkar Gests hélt þó alltaf, því ég las ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR t Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN V. ÞORSTEINSSON fyrrv. deildarstjóri, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Helgi H. Guðjónsson, Guðlaug D. Jónsdóttir, Sverrir Guðjónsson, Erna A. Guðjónsdóttir, Valsteinn V. Guðjónsson, Kristín Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, SVANDÍS ELÍN EYJÓLFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 10.30. Ágúst Þór Finnsson, Elín Þóra Ágústsdóttir, Eyrún Ásta Agústsdóttir, Ágúst Finnur Ágústsson, Ásta G. Lárusdóttir, Eyjólfur Einarsson, Fríða G. Eyjólfsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR H. HALLDÓRSSON (GígO, áðurtil heimilis i'Tjarnargötu 10C. Sérstakar þakkir færum við öllu starfs- fólki Hafnarbúða, síðar Sjúkrahús Reykjavíkur (Landakot), fyrir góða umönnun og hlýju síðustu árin. Guð blessi ykkur. Hildur Ólafsdóttir, Pétur Gestsson, Guðrún Ólafsdóttir, Björn Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. + Erna Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1930. Hún lést á heimili sínu að kvöldi 12. júlí sl. og fór útför hennar fram frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði 23. júlí. Elsku mamma mín. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur staðið fyrir og verið mér í næstum hálfa öld. Myndir og minningar streyma fram í hugann. Myndir eins og þegar; þú leyfðir mér að sitja undir saumavélarborðinu á meðan þú saumaðir og hlusta á æsispennandi útvarpsleikrit, við sátum eftir háttatíma og ég fékk að hjálpa þér við að búa til tusku- dýr og dúkkur í jólagjafir, þú gafst mér sýróp í grænni dós svo ég gæti búið til kökur með sóleyjum og sýrópi og boðið uppá kaffi og kökur, þegar þú réttir mér kústinn og sagðir mér að fara út og bara beija þá aftur, þegar við sátum Halla, Lilla og ég, allar þijár á síðustu sex vikum meðgöngu, hjá þér á eldhúsbekknum og ræddum lífíð og tilveruna, þegar þú varðst amma í fyrsta sinn, þegar þið pabbi fluttuð til Skotíands og við Harpa urðum eftir á íslandi upp- teknar af að laga eigið lífshlaup, hvað þú varst falleg með hárið greitt frá vöngunum og í ljósbláu blússunni, þegar þú reyndir að hafa vit fyrir mér og ég var óráð- þæg, hvernig þú kenndir okkur að vera manneskjur og þýðingu þess í ólgusjó lífsins. Uppvöxt minn varst þú mest ein með okkur krakkana. Pabbi var á sjónum og þegar hann var heima var einskonar hátíð fyrir okkur öll. Eftir að pabbi kom í landi hafið þið saman skapað það heimili sem hefur orðið auka ank- eri fyrir okkur systkinin. Strákarn- HALLGRÍMUR HALLDÓRSSON + Hallgrímur Halldórsson fæddist í Hraungerði í Álftaveri 19. maí 1910. Hann lést á Landspítalanum 30. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirlqu 8. júlí. Þegar frétt barst um andlát fyrrverandi nágranna míns og samstarfsmanns, var ég að fara í sumarfrí út á land, sem er ástæð- an fyrir þessum síðbúnu minning- arorðum. Við systkinin frá Þykkvabæjar- klaustri minnumst fyrrverandi ná- granna okkar, fjölskyldunnar í Hraungerði, æskuheimili Hall- gríms, með þakklæti og hlýjum huga. Það ríkti mikil vinátta og samskipti milli þessara tveggja heimila, þar til Hraungerðisfjöl- skyldan fluttist á brott rétt fyrir stríð. Sigrún móðir Hallgríms og amma voru að segja má uppeldis- systur og Halldór faðir hans var um tíma heimilismaður á Þykkva- bæjarklaustri sem ungur maður. Á þessum árum voru útvörp ekki á hveiju heimili og minnumst við þess að þá sunnudaga, sem ekki var messað í Þykkvabæjarklaust- urskirkju, kom Hraungerðisfólkið oft í heimsókn til að hlýða á út- varpsmessu og varð þar sannköll- uð helgistund, enda hafa þau systkinin alla tíð látið sig trúmál miklu varða. Við krakkarnir vor- um mjög fús til að fara í sendiferð suður í Hraungerði. Hvergi voru bitarnir stærri en hjá Rúnu og svo voru það sögurnar hennar af hul- dufólki, sem bjó allt um kring í klettum og hólum. Við krakkarnir hlustuðum hugfangin á sögurnar hennar, sem ég held að hafi ekki verið skáldskapur einn, heldur með honum til Iðnskólans og seinna unnum við svo til á sama vinnustað, hann hjá borginni í Skúlatúni 2, en ég hjá ríkinu í Borgartúni 7. Og þegar ég teikn- aði fyrir hjónin hús þeirra, höfðum við lengi dagleg samskipti. Hópurinn fyrrtaldi hefír þó haldið dyggilega saman, stækkað þegar fram í sótti, minnkaði aftur upp úr miðjum aldri, fyrst Hrafn- kell bróðir minn, nú Gestur. Sá er oss vegur troðinn. 27 ára gamall eða árið 1956 kvæntist hann svo sinni ágætu konu, Gyðu sem er Reykvíkingur og fædd 1926. Þau eiga saman tvo drengi og tvær stúlkur á árun- um 1956 til 1963, Magnús skáld, Benedikt bókmenntafræðing, Huldu flokksstjóra hjá borginni, Hallgerði, sem lærir uppeldis- fræði. Heldur teygist nú lopinn, þegar ofangreind kynslóð birtist, en þó er góður .vinskapur milli skáldsins og mín, hann yrkir bæði mynd- rænt og snjallt. Gestur var ekki mikið gefinn fyrir golfið né græjurnar, fótbolt- ann né fákana, hans áhugamál lágu á hljóðu sviði safnarans, sam- ræðna, íhugana og áhugasamur að því er að heimi lýtur. Guð lét það eftir honum allt og báðir voru ánægðir. Vertu svo sæll, frændi og vin- ur, gangi þér flestir hlutir að sólu hjá almættinu. Hreggviður Stefánsson. ir mínir og barnabörn hafa líka notið þess. Hlýja ykkar bara óx og breiddi úr sér. Hjá ykkur urðum við ævinlega að koma við og þá gat umræðuefnið verið allt frá magakveisu í einhveiju barninu til að finna leiðir til að bjarga íslandi eða heiminum frá ófarnaði og ósköpum. Síðustu vikur þínar hér, átökin við sjúkdóminn og einkenni hans, lýstu skýrt viljastyrk þínum og æðruleysi. Að fá að vera með þér og vera vitni að slíkri baráttu skýr- ir enn betur hvað þú lagðir í það að vera manneskja. Elsku mamma mín, þú varst aðeins sextán ára þegar þú áttir mig ög það hefur ekki alltaf verið létt að vera mamma mín. Nú ertu dáin og við sjáum þig ekki meir, en allt sem þú stóðst fyrir og gafst okkur lifir áfram með okkur. Ég bið almáttugan Guð að leiða þig á sínum vegum og gefa pabba styrk á göngu sinni hér. Ég þakka öllum sem veittu okk- ur hjálp og stuðning í veikindum mömmu fyrir hlýhug og veitta aðstoð. Guðbjörg Birna. hafí hún lifað þessi samskipti við verur okkur ósýnilegar. Ekki var ætlun hennar að hræða okkur með sögum sínum, en ef farið var að rökkva á heimleiðinni var oft ótti í litlum bijóstum. Þó ungur væri, minnist ég þess, hve Hallgrímur hafði tæra og fallega söngrödd, og voru þau systkinin mjög söng- elsk. Mátti oft heyra margradda söng á kvöldin, þegar þau voru á leið af engjunum. Árið 1966 réðst ég til starfa hjá Ofnasmiðjunni, þar sem Hall- grímur starfaði, og endurnýjuðust kynnin þar. Enn var Hallgrímur sama broshýra ljúfmennið og raul- aði oft við störf sín. Þar vann hann við að punktsjóða helluofna og þó að verkið væri einhæft og þreytandi, krafðist það mikillar samviskusemi og vandvirkni, og ég fullyrði að við þrýstiprófanir hafi enginn punktur gefíð sig. Góður drengur er genginn. Við systkinin sendum eftirlifandi systrum Hallgríms, dætrum og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Einar S. M. Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.