Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 23 22 þúsund sjálfsmorð í Japan RÚMLEGA 22 þúsund Japanir frömdu sjálfsmorð á síðasta ári, þar af um 2.800 vegna fjár- hagsvandræða er stöfuðu af því, að efnahags„blaðran“ sprakk, að því er lögregla greindi frá í fyrradag. Fjöldi þeirra, er sviptu sig lífi í fyrra, er hærri en árið á undan sem nemur 766 tilvikum. Gífurleg þensla hófst í japönsku efna- hagslífi á níunda áratugnum og fasteignaverð hækkaði verulega. Sagði fulltrúi lögregl- unnar að eftirköst samdráttar- ins í kjölfar þenslutímabilsins væru enn algengasta orsök sjálfsmorða í Japan. Hundruðir farast í N-Kóreu TALSMAÐUR Fæð'uhjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði í gær, að fjöldi þeirra sem týnt hafi lífi í flóðunum í N-Kóreu sé sennilega nokkur hundruð. Milljónir manna hefðu orðið fyrir tjóni á flóðasvæðunum og stór hluti þeirra missi heimili sín. Hagur græn- friðunga vænkast FRAMLÖG til alþjóðlegu um- hverfisverndarsamtakanna Greenpeace, eða Grænfrið- unga, hækkuðu um sem nemur 132 milljónum króna á árinu 1995, þrátt fyrir að tala með- lima í samtökunum hefði dreg- izt saman. Framkvæmdaráð samtakanna skýrði frá því í ársskýrslu sinni, sem út kom í gær, að áróðursherferðir Grænfriðunga vegna Brent Spar olíuborpallsins og kjarn- orkutilrauna Frakka í S-Kyrra- hafí hafi ýtt aiþjóðlegum fram- lögum úr 128 milljónum banda- ríkjadala árið 1994 í 138 millj- ónir árið 1995, eða 9,1 milljarð króna. Meðlimir alþjóðasam- taka Grænfriðunga eru nú um 2,9 milljónir, en þeim fækkaði um hér um bil 200.000 á síð- asta ári. Eiginmaður Bhuttos fær ráðherrastól BENAZIR Bhutto, forsætisráð- herra Pakistans, fékk eig- inmanni sínum, Asif Ali Zard- ari, embætti ráðherra í ríkis- stjórninni. Að sögn pakistanska ríkissjónvarpsins gerði Bhutto í gær róttækar breytingar á stjórn sinni og skipaði átta nýja ráðherra og sjö aðstoðar- ráðherra. Vann hús með standþoli METTE Lill Johansen, þrítug norsk ballettdansmær, vann lúxusvillu í nágrenni Oslóar í gær með því að sýna mest standþol 396 keppenda, sem allir vildu eignast húsið. Johans- en sigraði í keppninni, sem fór fram við umrædda villu í Skien, suðaustur af Osló, með því að standa upp við það í 109 klukkustundir og 17 mínútur. Bandaríska alríkislögreglan yfirheyrir hugsanlegan tilræðismann í Atlanta Sprengjuleit hjá öryggisverði Atlanta. Reuter. BANDARÍSKA alríkislögreglan FBI leitaði í gær að sprengju í íbúð öryggisvarðar í Atlanta, sem grun- aður er um aðild að sprengjutilræð- inu í Ólympíugarðinum í borginni á laugardag. Lögfræðingur öryggis- varðarins sagði hann saklausan af tilræðinu. Richard Jewell, 33 ára öryggis- vörður í Ólympíugarðinum, varð fyrstur til að skýra öryggissveitun- um frá sprengjunni og bandarískir ijölmiðlar fjölluðu um hann sem hetju eftir tilræðið en lögreglan grunar hann nú um að hafa komið sprengjunni fyrir í Ólympíugarðin- um. Tveir menn biðu bana og 110 særðust í tilræðinu. Nágrannar fluttir burt Lögreglumenn leituðu að sprengju í íbúð Jewells með hjálp tveggja leitarhunda. Áður en leitin hófst voru nágrannar hans fluttir í skyndi úr íbúðum sínum, þeirra á meðal kona í náttfötum með ung börn. „Þetta merkir engan veginn að Jewell hafi verið sakaður um glæp. Hann hefur ekki verið handtekinn," sagði David M. Tubbs, sem stjórnar rannsókn FBI. „Ef þeir eru að leita í íbúð hans liggur hann undir grun,“ sagði lög- fræðingur öryggisvarðarins, Wat- son Bryant, eftir húsleitina. Áður hafði hann sagt að Jewell væri ekki viðriðinn sprengjutilræðið og yrði ekki handtekinn. Jewell neitaði að hafa átt aðild að sprengjutilræðinu og kvaðst hafa verið yfirheyrður fimm sinnum frá því sprengjan sprakk á laugardag. Hann lýsti sér sem fórnarlambi lög- regluofsókna. Heimildarmenn innan alríkislög- reglunnar sögðu að grunsemdir hefðu vaknað um aðild Jewells að sprengjutilræðinu eftir að í ljós hefði komið að hann hefði ýkt reynslu sína af löggæslustörfum þegar hann sótti um starf á vegum einkafyrirtækis sem öryggisvörður í Ólympíugarðinum. Lögreglan er sögð vera að rann- saka hvort öryggisvörðurinn væri Reuter ÖRYGGISVÖRÐURINN Richard Jewell, umkringdur fjölmiðla- fólki, við heimili sitt eftir að lögreglan yfirheyrði hann vegna sprengjutilræðisins í Atlanta. sá sem hringdi í neyðarlínu til að vara við tilræðinu áður en sprengjan sprakk. Hún er einnig að rannsaka myndbandsupptökur af Ólympíu- garðinum til að ganga úr skugga um hvort Jewell eða einhver annar hefði skilið eftir bakpoka sem sprengjan var falin í. Hægri öfgamenn grunaðir Bandarísk dagblöð segja að alrík- islögreglan hafi einnig rannsakað hvort einhver af hreyfingum her- skárra hægrimanna í Bandaríkjun- um hafi staðið fyrir tilræðinu. Lög- reglan hafí yfirheyrt þijá banda- ríska hægriöfgamenn vegna tilræð- isins og að minnsta kosti einn þeirra, Derek Underwood, er félagi í hreyfingu hvítra hægrimanna í Alabama sem vill draga úr mið- stjórnarvaldinu í Washington og leggst gegn áformum Bills Clintons Bandaríkjaforseta um að takmarka rétt Bandaríkjamanna til byssu- eignar. Dagblöðin sögðu að svo virtist sem Underwood hefði haldgóða fjarvistarsönnun og verið á bar í heimabæ sínum þegar sprengjan sprakk í Ólympíugarðinum. II -noiD w allt sem þú þarft... TJÖLD verð frá 4.900.- irgahimní 5 manna * Áður kr. 31.900.- nú 26.000.- Vango útivistarbúnaður Dallas Eitt það vandaðasta Kr. 65.000,- 3 manna - kúlutjald 3,4 kg. Áður kr. 8.900.- nú kr. 7.600.- Cyclist 2 manna göngutjald 3,1 kg.Kr. 9.900.- Adventure 150 4 manna kúlu fjölskyldu með tveimur inngöngum. Kr. 19.900.- Puffin i manna kúlutjald, mjög stöðugt 3,4 kg.Kr. 9.900.- Hiker Dome 2 stólar, 2 kollar og borð Áður 5.600 nú 3.990 Opið á fimmtudagskvöldum til kl.2l 00 SVEFNPOKAR verð frá 3.900.- Swift 400 -I5“C I 2,1 kg- __ Áður 6.200.- nú 3.900.- Swallow 3SO -io°cl 1,5 kg. Léttur gongusvefnpoki MP 350 -15° 2,0 kg. Vandaður og þægilegur alhliða svefnpoki Verð 8.560,- .þar sem ferðalagið byrjar! §geuðBReiN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavik S.5II 2200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.