Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HEBA HILMARSDÓTTIR + Heba Hilmars- ■ dóttir fæddist í Siglufirði 11. sept- ember 1945. Hún lést á heimili Guð- laugar systur sinnar, að morgni 25. júlí síðastliðins. Heba var dóttir Marheiðar Viggós- dóttur frá Siglu- firði, f. 6. ágúst 1926 og Hilmars Rósmundssonar frá Siglufirði, f. 16. október 1925. Mar- heiður giftist hinn 25. apríl 1953 Guðmundi Sævin Bjarnasyni frá Ökrum í Fljótum, f. 18. október 1928, og gekk hann Hebu í föður stað. Þau bjuggu sín fyrstu búskaparár á Ókrum, síðan í Siglufirði í 13 ár, en hafa búið í Hafnarfirði frá 1971. Systur Hebu eru þær Ásdís Guðmundsdóttir, f. 13. septem- ber 1953, gift Birgi Sigmunds- syni, Bjarney Guðmundsdóttir, f. 22. maí 1955, gift Bjarna Guð- jónssyni, og Guðlaug Guð- mundsdóttir, f. 18. október 1958, gift Jóni Alfreðssyni. Eru þau öll búsett í Hafnarfirði. Hinn 25. nóvember 1967 gift- ist Heba Guðmundi Björnssyni vélvirkjameistara frá Siglufirði, f. 1. júní 1944. Þau bjuggu í Siglufirði til ársins 1986, að þau fluttu í Kópavog, en síðustu 5 árin hafa þau búið á Hvols- velli, þar sem þau hafa bæði starfað hjá Sláturfélagi Suðurlands. Börn þeirra Hebu og Guð- mundar eru: Guð- mundur Sævin Guð- mundsson, f. 19. október 1966, kvæntur Gunnhildi H. Axelsdóttur, og eiga þau tvær dætur, Rebekku og Helgu Birnu. Halla Birna Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1969, sambýlismaður hennar er Lárus Ingi Magnússon og eiga þau einn son, Aron Gauta. Rakel Sif Guðmundsdóttir, f. 14. sept- ember 1973, unnusti hennar er Atli Þorgeirsson. Eru þau öll búsett í Hafnarfirði. Auk húsmóðurstarfa vann Heba einkum við afgreiðslustörf og á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þegar hún bjó þar. Eftir að Heba flutti suður vann hún m.a. við skrifstofustörf, eftir að stundað nám í ritaraskóla Mímis veturinn 1988-1989 og lokið þaðan prófi. Síðustu árin á Hvolsvelli vann hún hjá Sláturfélagi Suðurlands. Útför Hebu fer fram í dag frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og hefst afhöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfirði. Elsku mamma, á jólunum síðustu þegar öll fjölskyldan var samankom- in heima hjá Gumma, var það ekki -«4il í huga okkar að við ættum eftir að þurfa að kveðja þig á nýju ári. Þú hefur alltaf skipað svo stóran sess í lífi okkar að það er erfitt að hugsa sér að það haldi áfram án þín. Það vantar svo mikið þegar þú ert ekki hérna hjá okkur. Þú varst okkur svo miklu meira en bara mamma, þú varst vinur okkar og fyrirmynd. Þú gafst okkur góð ráð þegar eitthvað stóð til, eða þegar eitthvað dundi á og eru þau ráð okkar veganesti í dag, ráð sem við eigum svo eftir að miðla til barn- anna okkar í framtíðinni. Hetjulegri baráttu þinni er lokið og hvernig sem á það er litið, stend- ur þú uppi sem sigurvegari. Þegar _við hugsum til baka til þessara síð- ustu mánaða, frá þvi að í ljós kom að þú gekkst með þennan illvíga sjúkdóm, kemur upp í huga okkar, hversu hugrökk og sterk þú varst. Þú lést aldrei bugast heldur stapp- aðir í okkur stálinu, komst okkur til að hlæja, jafnvel á erfiðustu tím- um. Það varst þú sem komst okkur til að brosa í gegnum tárin. Við finn- um til stolts, stolts yfir því að hafa átt þig fyrir móður, stolts yfir því að hafa þekkt jafngóða manneskju og þú varst. Um stræti rölti ég og hugsa um horfinn veg, á kinnar mínar heit falla tár. Allt sem áður var eru nú minningar því aldrei aftur koma þau ár. Ég hugar kveðju sendi mamma mín þig man ég alla stund og guð ég bið um að gæta þín uns geng ég á þinn fund. (Gylfi Ægisson) Erfiðir tímar söknuðar og sorgar eru framundan, en við vitum að erfíðleikarnir eru ekki óyfirstígan- iegir, það hefur þú kennt okkur. JÓNMÝRDAL + Jón Mýrdal, or- gelleikari og tónmenntakennari, fæddist á Mýrum í Álftaveri 15. októ- ber 1926. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 25. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru í Rósmann Mýrdal og Þuríður Jóns- dóttir. Hann ólst upp á Leiðvelli í Meðallandi hjá ömmu sinni Þuríði Oddsdóttur og Þor- steini Guðmundssyni Skaftafelli. Eiginkona Jóns, Sigríður SigTurðardóttir, lifir mann sinn. , IJtför Jóns fór fram frá Kap- ellunni í Hafnarfirði 2. júlí. Nú ertu farinn, elsku afi minn. Þó ég hafí vitað að heilsa þín væri ekki góð og að kallið gæti komið hvenær sem var þá var ég samt ekki tilbúin að kveðja þig alveg strax. -Vr Ekki hefði ég getað átt betri afa en þig þó ekki værir þú blóðskyldur mér. Alltaf varstu mér góður. Sennilega eru mínar fyrstu minning- ar um þig frá því við vorum í Þórshamri. Mikið gastu stungið mig með skegginu þínu í framan þegar þú varst að taka mig upp og kyssa mig og kjassa. Þannig var það líka í vor þegar við komum suður og við vorum að halda heim og þú kvaddir eins og alltaf með kossi og klappi á bakið, þá stakk skeggið mig í framan. Elsku afi, ég vona að þar sem þú ert getir þú setið við að spila á píanó eins og þitt var líf og yndi og hver veit kannski líka stjórnað englakór. En nú er komið að kveðju- stund. Ég þakka fyrir allar stund- imar sem þú hefur verið með mér og mínum. Guð blessi þig, elsku afí. Elsku amma, ég veit hve sárt þú munt sakna afa. Megi Guð styrkja þig á erfiðum stundum. Þitt bamabam, Herborg Ármannsdóttir. Við erum heldur ekki ein, því við munum mæta framtíðinni með pabba, sem hefur staðið sig eins og hetja á þessum erfiða tíma. Minn- ingin um þig verður ljósið í myrkr- inu. Elsku mamma, við kveðjum þig með þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Guðmundur Sævin, Halla Birna og Rakel Sif. Heba systir. Heba og Bósi. Þessi tvö hugtök hafa verið okkur systr- unum svo töm alla tíð, að nú þegar Heba hefur kvatt okkur að sinni, svo alltof fljótt og fyrirvaralítið, sit- ur tómið eftir. Stórt skarð er höggv- ið í tilveru fjölskyldunnar, skarð sem hefði átt að vera svo langt undan. Hebu höfum við systurnar átt, þekkt og elskað alla okkar ævi. Þau Bósi, Guðmundur Björnsson, bytjuðu að vera saman 1966 og allt frá þeim tíma hafa þau verið ótjúfanleg heild í okkar huga - Heba og Bósi. Bósi varð ekki bara kærastinn og síðan maðurinn hennar Hebu, hann varð líka stóri bróðir okkar systranna og hefur staðist þá þrekraun með prýði alla tíð. Heba var stóra systir. Æskuminningar okkar systranna leiftra fram. Þegar Heba fór að vinna heima í Siglufirði, þá ungling- ur, nutum við litlu systur góðs af, því oftar en ekki á útborgunardegi, kom Heba færandi hendi. Um tví- tugt var Heba þerna á Brúarfossi um tíma. Þess tíma minnumst við systur sem samfelldra jóla. Þá eign- uðumst við okkar fyrstu Barbie dúkkur og fallegri föt en nokkru sinni. Heba var góð við okkur sem börn, en sem unglingar eignuðumst við okkar besta trúnaðarvin, vin sem allt var hægt að segja og aldrei brást. Ósjaldan voru Hebu, fyrstri allra, sögð stærstu leyndarmálin. Heba og Bósi giftu sig og stofnuðu heimili í Siglufirði 1967 og þar bjuggu þau áfram þegar foreldrar okkar fluttu í Hafnarijörð 1971, með okkur yngri systumar. Þrátt fyrir aukna ijarlægð var Heba áfram vinurinn besti. Það hef- ur líklega verið 1973, að Bidda fékk að heimsækja Hebu í nokkra daga. Sú heimsókn stóð í 2 ár. Þannig var Heba. Guðlaug og Ásdís áttu báðar eftir að flytjast til Sigluflarðar um árabil, þar átti Heba sinn þátt. Bósi var framan af búskap þeirra Hebu á sjó og því lítið heima. Hún varð því strax í upphafi að taka meginábyrgð á uppeldi barna þeirra og árangur þess hefur fyrir alln- okkru komið í ljós, þijú vel gerð börn sem bera Hebu fagurt vitni. Þau sakna nú móður, en ekki síður síns besta vinar og félaga. Sem óharðnaður unglingur varð Heba fyrir því að ofreyna sig í baki og þau veikindi hijáðu hana alla tíð. Enginn veit allt um þær þjáningar sem hún mátti líða, því ekki var kvartað meir en þörf var á. Þessi bakmeiðsli hindruðu Hebu hvað vinnu varðar. M.a. hafði hún mikla ánægju af starfi sínu á Sjúkrahúsi Sigluljarðar og hefði vafalítið lært til starfa á þeim vettvangi, ef heils- an hefði leyft. Þrátt fyrir að heilsan væri ekki alltaf sem best, var dugn- aðurinn ómældur. Hún saumaði föt á sig og börnin og var ómissandi ef veislu skyldi halda, hjá ijölskyldu eða vinum. Síðustu 5 árin hafa þau Heba og Guðmundur búið á Hvolsvelli, en þangað fluttu þau þegar Sláturfélag Suðurlands flutti rekstur sinn úr Reykjavík. Guðmundur hafði starf- að hjá SS í Reykjavík frá því 1986, þegar þau fluttu suður, og á Hvols- velli hóf Heba þar einnig störf. Á Hvolsvelli áttu þau góð ár og Hebu leið þar vel. Þau eignuðust jeppa og höfðu bæði mikla ánægju af ferðum um fjöll og firnindi. Þá keyptu þau hús, sem með ómældri vinnu beggja ásamt aðstoð góðra vina, var orðið að fallegu og per- sónulegu heimili þeirra. Á Hvols- velli rættust margir draumar. Einmitt þá, þegar framtíðin brosti við þeim Hebu og Bósa, kom reiðar- slagið í febrúar sl., hún greindist með krabbamein á alvarlegu stigi. Undanfarna mánuði hefur best komið í ljós hvílíkan innri styrk Heba hafði að geyma. Veikindum sínum tók hún með æðruleysi og raunsæi og nýtti tímann, sem hún vissi að yrði ekki mjög langur, til að undirbúa fjölskyldu sína undir það sem ekki yrði umflúið. Undanfarna mánuði gat Heba að mestu verið heima, bæði á Hvols- velli og einnig átti hún sitt annað heimili hjá Guðlaugu og Jóni, sem við hin fáum aldrei fullþakkað. Guð- laug hefur verið stoð og stytta allr- ar fjölskyldunnar á þessum erfiða tíma. Undir það síðasta kom best í ljós hve ríkur kærleikur var milli þeirra Hebu og Bósa. Hann vék vart frá rúmi hennar, hvorki dag né nótt, og sýndi slíka ást og umhyggju, að betur varð ekki gert. Síðasta sjúkrahússlega Hebu stóð aðeins rúma viku og varð þá ljóst hvert stefndi. Hennar hinsta ósk var að fá að fara heim, heim til Guðlaug- ar. Á þriðjudegi var Heba flutt heim til Guðlaugar og varð hún sátt og ánægð þegar þangað var komið. Á fimmtudegi sofnaði hún svefninum langa, á ljúfan og átakalausan hátt. Hjá hcnni voru þau Bósi og Guð- laug. Á kveðjustundinni er okkur systrunum hugleikið, hve alla tíð var alveg sérstaklega kært milli Hebu og móður okkar. Þær voru ekki bara mæðgur, heldur eitthvað miklu meira. Við vitum með vissu að Hebu var þessi kærleikur þeirra sérstaklega hugleikinn síðustu vikur og mánuði, þegar vitað var að hveiju dró. Þess skal ekki síður minnst, hve góður faðir pabbi okkar reynd- ist Hebu alla tíð. Hún var á margan hátt, í jákvæðasta skilningi, hans uppáhaldsdóttir. Við vitum að Heba á góða heim- komu og erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Við biðjum guð að vernda og styrkja Bósa og börnin, mömmu og pabba og okkur hin, sem eftir stöndum. Systur og mágar. Þegar ég sting niður penna til að minnast vinkonu minnar, er svo ótal margt sem kemur upp í hug- ann, en engin leið að festa allt á blað í stuttri minningargrein. Við Heba höfum þekkst í nær- fellt tvo tugi ára. Þegar þau hjón fluttu héðan frá Siglufirði árið 1986, ásamt fjölskyldu sinni, hélt ég jafnvel að sambandið kynni að rofna, eða alla vega togna á því. Það var öðru nær. Við komu þeirra suður var Guðmundur, eiginmaður Hebu, ráðinn til Sláturfélags Suður- lands, sem þá starfaði við Skúla- götu í Reykjavík. Heba lét draum sinn um aukna menntun rætast og settist í ritaraskóla, útskrifaðist þaðan og starfaði sem slík, allt þar til þau hjónin fluttu á Hvolsvöll árið 1991, en þar vann Heba hjá Sláturfélagi Suðurlands. Á Hvolsvelli undu þau hjón hag sínum vel. Þau keyptu þar hús sem þau voru búin að standsetja af mikl- um myndarbrag og var því nær lokið nú á liðnum vetri. Heba kunni vel við sig á Hvolsvelli, bæði stað- inn, fólkið og allt umhverfið. í febrúar sl. fékk Heba að vita að hún gengi með alvarlegan sjúk- dóm, sem vart yrði læknaður, en í besta falli haldið niðri. Þegar við mágkona hennar heimsóttum þau hjón á Hvolsvöll, þá talaði Heba hispurslaust um sjúkdóminn og vissi vel hvert stefndi. Það hvarflaði ekki að henni að gefast upp. Við áttum góðar stundir með þeim hjónum eftir þessa heimsókn, m.a. 15,- 16. júní sl., á ættarmóti í Árnesi, Gnúpveijahreppi og aftur á heimili þeirra 11. júlí, þegar af- rakstur ættarmótsins var sýndur í myndum. Föstudaginn 12. júlí sl. var Heba óvenju hress og vildi fara þá þegar um kvöldið til Hafnar- fjarðar, þar sem þau hjónin áttu öruggt skjól hjá Guðlaugu systur hennar og eiginmanni hennar, Jóni Alfreðssyni. Fyrir lá að Heba átti að mæta á Landspítalann þann 15. júlí til rannsókna og eftirlits. Það varð úr, að farið var frá Hvolsvelli um kvöldið. Það er kannski tákn- rænt, að þegar farið var frá húsinu þeirra var komin úrhellis rigning. Var þetta fyrirboði þess sem varð. Staðurinn sem henni var svo kær, grét þegar hún yfirgaf hann í síð- asta sinn. Kæra vina, nú að leiðar- lokum er mér efst í huga traust vinátta liðinna ára. Annað er það sem gott er að minnast, en það var hreinskiptni þín og heiðarleiki, þú sagðir ávallt eins og hugur þinn stóð til í hveiju máli. Ollum ættingj- um Hebu sendi ég og sambýliskona mín okkar bestu samúðarkveðjur. Sérstakar kveðjur til aldraðrar móð- ur, stjúpföður, barna, tengdabarna, barnabarna, systra og eiginmanns. Ég bið ykkur að sækja huggun og styrk í fagrar og góðar minningar um fölskvalausa ást og vináttu í gegnum árin. Þannig mun elskaðrar móður, tengdamóður og eiginkonu best verða minnst. Heba mín, hvíl þú í friðarfaðmi með hjartans þökkum fyrir trausta vináttu í öllum okkar samskiptum. Beðið er fyrir þér og öllum sem þér voru kærir.^ Olafur Jóhannsson. Í dag er til moldar borin elskuleg mágkona og svilkona okkar, Heba Hilmarsdóttir. Við viljum með fáum orðum þakka henni samfylgdina á liðnum árum sem voru samt of fá, við hefð- um viljað njóta samvista við hana miklu íengur. Stórt skarð er höggv- ið í fjölskyldu okkar sem seint eða réttara sagt aldrei verður fyllt. Minningarnar eru margar og þær munu lifa í hjörtum okkar. Heba var sérlega gestrisin kona og var ætíð notalegt að heimsækja hana og Bósa. Þótt ekki væri von á gest- um var töfrað fram veisluborð á svipstundu og enginn fór þaðan svangur. Jafnvel eftir að Heba veiktist, og var hún oft sárþjáð, sá hún um að gestunum sínum liði vel. Heba var mjög hlý kona og bar hún hag fjölskyldu sinnar mjög fyr- ir brjósti, hun var stolt af börnum sínum þrem og ekki síður af tengda- börnum og litlu barnabörnunum. Börnunum okkar var hún alltaf góð og gaf sér tíma til að spjalla við þau um Iífið og tilveruna þegar þau gengu í gegnum miserfið ungl- ingsár og fyrir það viljum við þakka. Styrkur Hebu kom best í Ijós eftir að hún greindist með banvæn- an sjúkdóm fyrir tæpum sex mán- uðum. Var það mikið áfall fyrir okkur öll, en Heba var ákveðin í að beijast við þennan illvíga gest. Styrkur hennar og kraftur var ótrú- legur og stóðum við hana að því að vera í því hlutverki sem við hefð- um frekar átt að vera í, hún hugg- aði okkur og alla sína fjölskyldu. Elsku Bósi, Gummi, Halla og Rakel, harmur ykkar og missir er mikill. Við biðjum skapara okkar á himnum að gefa ykkur styrk og kraft í sorg ykkar. Við, sem þessar línur ritum, trú- um því að algóður Guð muni minn- ast Hebu í upprisunni á hinum efsta degi og mun hún þá lifa við þær aðstæður sem Opinberunarbókin, 21. kafli, lýsir, en þar segir: „Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til hið fyrra er farið.“ Elsku Heba, við þökkum allar samverustundirnar, minningin um góða konu lifir. Helga, Tryggvi, Erla, Kristján. Hún Heba mágkona mín er farin í það ferðalag sem okkur er öllum búið aðeins á 51. aldursári. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég frétti að hún væri mikið veik, en vonaði að hún gæti þó átt lengri tíma með fólkinu sínu. En tími hennar hér hjá okkur var útrunninn allt of fljótt, hennar hefur beðið annað hlutverk á öðrum stað. Inni- legar samúðarkveðjur sendi ég bróður mínum, börnum og öðrum ástvinum. Guð gefi ykkur öllum styrk og þrek. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum; hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.