Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „Við erum meðal þeirra sem þarf að drepa“ Menntafólki úr röðum hútúa er hætta búin í Búrúndí, þar sem tútsar hafa haft tögl og hagldir undanfama áratugi þótt þeir séu í miklum minnihluta Reuter HERMENN gæta hliðsins á girðingu umhverfis háskóiasvæðið í Bujumbura. Harðlínusinnaðir tútsar hafa komið saman tii skipulagsfunda i háskóianum. GEORGETTE Ndihokubwayo óttast sífellt að morðingjar komi hlaupandi yfir maís- baunaakrana sem liggja á milli heimilis henn- ar og bæjarins Gitega og séu að leita að henni. Ndihokubwayo er menntakona af ætt- bálki hútúa sem býr í Búrúndí, og þar verða hútúar, sem tekst að krækja sér í menntun, oft fórnarlömb morðingja. Morðingjarnir eru yfirleitt af ættbálki tútsa, sem eru í minnihluta í Búrúndí, en hafa ráðið lögum og lofum í starfstéttum, menntakerfi, hagkerfí og her landsins frá því landið hlaut sjálfstæði undan Belgum fyrir fjórum áratugum. Þeir hútúar, sem eiga þess kost að bjóða forræði tútsa byrginn, eru oft álitnir vera ógnun. „Hér í landi þurfa tútsar að myrða allt menntafólk úr röðum hútúa,“ segir Ndi- hokubwayo blátt áfram í viðtali við kana- díska dagblaðið The Globe and Mail. „Við erum meðal þeirra sem þarf að drepa,“ segir hún. Ndihokubwayo er 28 ára og má líklega þakka fyrir að vera á lífi. Hún hefur horft upp á vini sína og fjölskyldumeðlimi myrta og í fyrra slapp hún naumlega þegar ráðist var á háskólanema úr röðum hútúa. Langar til að verða læknir Hútúum sýndist hlutskipti sitt ætla að batna þegar herstjórn tútsa lét af vöidum í upphafi áratugarins, og hútúi var í fyrsta sinn kjörinn forseti 1993. Herinn, sem tútsar ráða, steypti forsetanum af stóli fjórum mán- uðum eftir að hann var kjörinn, og síðan þá hefur ríkt skálmöld í Búrúndí er hefur kostað 150 þúsund manns lífið. í síðustu viku tók herinn völdin í landinu og gerði fyrrum forseta, sem er tútsi, að leið- toga. Fréttaskýrendur gera því skóna, að þetta muni verða olía á eldinn í deilum ætt- bálkanna. Ndihokubwayo á sér þann draum að verða læknir. Hugur hennar hefur staðið til þess frá því fyrir 10 árum, þegar hún eitt sinn tók eftir því hvað fætur móður hennar voru bólgnir og illa farnir eftir erfiði dagsins á akrinum. Fyrir fimm árum hlotnaðist Ndi- hokubwayo innganga í ríkisháskólann, sem er í höfuðborginni Bujumbura, þegar fleiri hútúum en nokkru sinni fyrr var hleypt inn í skólann. íbúar Búrúndí eru alls 6,2 milljónir og 85% þeirra eru af ættbálki hútúa. En læknis- menntað fólk úr þeirra röðum er ekki auð- fundið. Ndihokubwayo segir að sennilega séu ekki nema tíu eða tuttugu hútúar lærðir læknar. Aðrir segja að þeir séu enn færri, jafnvel ekki nema fimm. Hættulegt að hefja nám Ndihokubwayo vissi að hún tók áhættu með því að skrá sig í háskólann. Hún hafði reynslu af því, að menntuðum hútúum er hætta búin í Búrúndí. Hermenn eltu föður hennar, sem var kennari, uppi og myrtu hann þegar hún var fjögurra ára. Það var árið 1972; þá voru rúmlega 100 þúsund hútú- ar myrtir þegar herinn brást harkalega við byltingartilraun. Margir tútsar óttast að með hútúum blundi „hugmyndir um þjóðernishreinsanir". Þeir óttast, að fái hútúar of mikil völd muni þeir reyna að útrýma tútsum, eins og hútúar í nágrannaríkinu Rúanda reyndu fyrir tveim árum. „Það vantar lækna [í Búrúndí], vegna þess að á sumum sjúkrahúsum eru engir [læknar],“ segir Ndihokubwayo um það hvers vegna hana langar til að verða læknir. „Það deyja margir í þessu landi vegna þess að hér eru ekki nógu margir læknar.“ Hún lauk fjórða námsári sínu 1994 og hóf það fimmta hikandi því manndrápum fjölgaði í Bujumbura. Hún man vel eftir því sem gerðist í júní í fyrra, þegar vinur hennar var drepinn. „Við sátum í matsal háskólans. Ég var að borða hrísgijón, baunir, kartöflur og dálítið af kjöti. Þá komu nemendur, sem eru tútsar, og börðu vin minn með grjóti og hon- um fór að blæða mikið.“ Hún forðaði sér á hlaupum. Fyrst fór hún til herbergis síns, og síðan til vinar síns, sem er tútsi og hún hafði kynnst í biblíufélagi í skólanum. Hann fylgdi henni til herbergis vinkonu sinnar, sem síðan kom henni á brott frá háskólasvæðinu. Ndihokubwayo var heppin. Að minnsta kosti 20 Hútúar voru myrtir í háskólanym þennan júnídag. Sumir sögðu að allt að 80 hefðu verið teknir af lífi, sumir skornir á háls þá um nóttina. Eins og flestir hútúar sem voru við nám í háskólanum hélt Ndihokubwayo ekki áfram námi. Hún fór í fylgd alþjóðlegs eftirlits- manns og sótti eigur sínar í skólanum, en óttast, að hefji hún aftur nám þar verði hún myrt. Undanfarið ár hefur hún búið í litlu þorpi utan við Gitega um miðbik Búrúndí, og reynt að finna leið til þess að halda áfram námi. Fyrr á þessu ári fékk hún inni við læknadeild á Madagascar, þar sem er töluð franska líkt og í Búrúndí, og því yrði námið henni auðsóttara þar en í enskumælandi landi. Auk þess á hún skyldmenni þar og gæti búið hjá þeim. Peninga vantar En hana vantar peninga til þess að geta haldið áfram námi. í Búrúndí stendur ríkið straum af háskólanámi, en til þess að geta farið í skóla á Madagascar þyrfti Ndi- hokubwayo að greiða sem svarar tæplega hálfri milljón íslenskra króna í skólagjöld, og flugmiðinn myndi kosta sem svarar 35 þúsund krónum. Hún hefur fá tækifæri til að afla tekna. Móðir hennar hefur ekki að öðru að hverfa en akrinum sem hún sáir í til þess að afla lífsviðurværis. Ndihokubwayo á ekki reikning í banka. í fyrra vann hún á munaðarleysingja- hæli í fjóra mánuði en núna er hún atvinnu- laus. Hún segist biðja og syngja í kirkjunni sem hún sækir. „Nú bið ég þess að einhver vilji hjálpa mér,“ segir hún. Riðan breiðist hratt út í norsku sauðfé Verður bann- að að borða kindahausa? Ósló. Morgunblaðið. NORSKA landbúnaðarráðuneyt- ið hefur nú til athugunar tillögu Breta um að komið verði í veg fyrir, að kindahausar verði nýtt- ir til manneldis eða í fóður. Er það óttinn við riðuna, sem veldur því, en í Noregi kemur hún upp á hveijum bænum á fætur öðr- um. Fyrirhugað er að slátra nærri 90.000 fjár af þessum sök- um. Riða hefur fundist á 17 bæjum í Noregi það sem af er árinu og eru tilfellin þá orðin fleiri á rúmu misseri en á 14 árum áður, frá 1981 þegar riðunnar varð fyrst vart og til 1995. Stein Ivar Orm- settrod hjá norska dýralæknis- embættinu segir, að til standi að slátra um 88.000 fjár, ýmist sjúkum hjörðum eða fé, sem hefur gengið með þeim. Slagar það upp í 3% af sauðfjárstofnin- um í Noregi. Þjóðarréttur Vest- lendinga bannaður? í næstu viku munu norskir sérfræðingar í kúa- og sauðfjárr- iðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúk- dómnum koma saman til að fjalla um skýrslu frá vísinda- nefnd Evrópusambandsins, ESB, um þessi mál. I henni er meðal annars lagt til, að heila, augum, milta og hryggmerg verði fargað strax að slátrun lokinni. Þetta gæti þýtt, að „þjóðar- réttur" Vestlendinga í Noregi, „smalahove", reyktur kindar- haus, verði bannvara á borðum þeirra. Ástæðan fyrir þessu er, að nýjar rannsóknir sýna, að ein- staka sinnum getur riða í sauðfé í raun verið kúariða. Þá er um það að ræða, að féð hafí fengið fóður með kúariðusmitefni. Engar sannanir í Bretlandi hefur nefnd sér- fræðinga lagt til, að kindahaus- um verði fargað strax eftir slátr- un og er tillagan einnig til athug- unar hjá ESB. í Noregi hefur verið ákveðið að bíða eftir niður- stöðu þeirra athugana. Aldrei hefur tekist að sýna fram á, að riða í sauð geti vald- ið Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómi í mönnum en einstaka vísinda- menn halda því fram, að fólk, sem er erfðafræðilega veikt fyrir sjúkdómnum, geti sýkst af því einu að éta kjöt af riðufé. Viðræður ísraela og PLO á síðasta ári Voru sam- mála um Pal- estínuríki Jerúsalem. Reuter. YOSSI Beilin, fyrrum ráðherra í ríkisstjóm ísrael, greindi frá því í gær að samningamenn síðustu rík- isstjórnar og fulltrúar Frelsissam- taka Palestínu (PLO) hefðu náð samkomulagi í fyrra um myndun palestínsks ríkis. Beilin er fyrsti ráðherrann í síð- ustu stjóm er staðfestir að sam- komulag af þessu tagi hafí legið fyrir í viðræðunum. „Við vomm sammála um myndun Palestínuríkis, er hefði ekki herafla og væri í ríkjasambandi við Jórdan- íu,“ sagði Beilin, sem nú situr á þingi fyrir Verkamannaflokkinn, I samtali við Jíeuíers-fréttastofuna. Lokaviðræður um friðarsam- komulag hófust í maí, skömmu fyrir þingkosningamar í ísrael. Þær hafa ekki hafist að nýju eftir kosningasigur Benjamins Netanya- hus, leiðtoga Likud-bandalagsins. Að sögn Beilins lág fyrir sam- komulag um erfiðustu deilumálin, þar á meðal framtíð gyðinga- byggða á Vesturbakkanum og stöðu palestínskra flóttamanna. „I öllum tilvikum var gengið út frá því að Jerúsalem yrði alfarið undir stjórn ísraela," sagði Beilin. Aðspurður um hvernig Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefði tekið þessum tillögum sagði Beilin að Arafat hefði litið svo á að þær væru grundvöllur endanlegs samkomulags. Beilin gegndi lykilhlutverki í við- ræðunum við Palestínumenn, er hófust árið 1993 eftir að friðarsam- komulag var undirritað í Washing- ton. Samningamenn ísraela komu úr hópi háskólamanna og ræddu þeir við fulltrúa PLO. Hafði Beilin yfirumsjón með viðræðunum fyrir hönd ísraelsku stjórnarinnar en Mahmoud Abbas fyrir hönd PLO. Samkvæmt tillögum samninga- manna beggja aðila áttu ísraelar að afhenda 90% allra hernumdra svæða á Vesturbakkanum og Gaza en halda eftir þeim 10% þar sem um 70% allra ísraelskra landnema búa. Kemur það fram í viðtali við Yair Hirschfeld, einn samninga- manna ísraela, í viðtali við tímarit landnema, er kemur út í ágúst. Tillögur samningamanna voru kynntar Shimon Peres, þáverandi forsætisráðherra, í nóvember í fyrra og hann lagði til að gengið yrði frá samkomulagi fyrir næstu kosningar, sem þá var ráðgert að halda í október á þessu ári. Beilin sagði Peres ekki hafa verið sam- mála öllum tillögunum. Kjötfram- leiðendur fá bætur Brussel. Reuter. ÞAÐ STEFNDI í miklar deilur með- al aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB), er framkvæmdastjóm ESB kynnti í fyrradag áætlun sína til aðgerða vegna „kúariðufársins" svokallaða. Aðgerðirnar felast fyrst of fremst í niðurskurði á niður- greiðslum úr sjóðum sambandsins til kornbænda til að fjármagna bætur til kúabænda, sem hafa þurft að þola verulegt tekjutap vegna minni sölu á nautakjöti í Evrópu. Franz Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn- inni, sagði bráðar aðgerðir nauð- synlegar til að bregðast við því ástandi sem hefur skapazt í kjölfar brezka „kúrariðufársins", en að meðaltali hefur sala nautakjöts í Evrópusambandsríkjunum dregizt saman um sem nemur 11 af hund- raði frá því í apríl sl., og um 20-30 af hundraði í sumum löndum. Aðgerðirnar sem Fischler boðar, eru þær helztar að hjálpa á kúa- bændum til að minnka framleiðslu sína og að ESB muni kaupa meira en milljón tonna af óseljanlegu nau- takjöti á næstu 18 mánuðum. Áðgerðirnar kynnu að kosta um 1,3 milljarða ECU, um 109 millj- arða króna, á árinu 1997 og um 1.1 milljarða ECU eða 92 milljarða króna eftir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.