Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FORSETASKIPTI FORSETASKIPTI verða í dag. Frú Vigdís Finnbogadótt- ir, sem verið hefur forseti íslands í 16 ár, lætur nú af embætti og við tekur Ólafur Ragnar Grímsson, sem kjörinn var forseti íslands í forsetakosningunum í lok júní- mánaðar. Forsetaembættið er íslenzku þjóðinni hugstætt. Það hefur komið skýrt í ljós í þeim forsetakosningum, sem fram hafa farið til þessa svo og við önnur tilefni. Hinn almenni borgari ber virðingu fyrir forsetaembættinu og lætur sér annt um það. Fólk kann því ekki vel, að forseta- embættið sé haft í flimtingum. Þessi skýra afstaða þjóðarinnar til forsetaembættisins leggur ríkar skyldur á herðar þeirra, sem því gegna, að sinna því á þann veg, að tilfinningum fólks til forsetaemb- ættisins sé ekki misboðið. Þetta hefur þeim fjórum forset- um, sem setið hafa á Bessastöðum tekizt, hverjum með sínum hætti. Það skiptir íslendinga máli, að forsetinn komi fram af þeirri virðingu, sem hæfir embætti þjóðhöfðingja, en þeim er líka annt um, að forsetaembættið sé laust við tilgerð og sýndarmennsku. Á tímum nútímafjölmiðlunar er ekki sízt vandasamt að gegna embætti forseta íslands svo að vel fari. Fjölmiðlum hættir til að ýta undir persónudýrkun, sem ekki á við í okkar fámenna samfélagi. Það hefur fallið í hlut þeirra forseta, sem setið hafa að móta embættið hver með sínum hætti. Til þess hafa þeir haft nokkuð frjálsar hendur vegna þess, að ákvæði stjórnar- skrár og laga um embættið móta það ekki á afgerandi hátt. Þótt harðar deilur hafi staðið um kjör allra þeirra ein- staklinga, sem gegnt hafa embætti forseta íslands hefur þeim öllum tekizt að halda þannig á embættinu, að þjóðin hefur lifað í sátt við þjóðhöfðingjann hverju sinni. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur gegnt embætti forseta íslands í sextán ár með reisn og virðingu. Hún naut þeirr- ar sérstöðu í upphafi að verða fyrsta konan, sem kjörin var forseti í heimsbyggðinni. Þeirri sérstöðu hefur hún fylgt eftir með þeim hætti, að nafn hennar og íslands hafa orðið þekkt víða um heim, sem ekki er algengt með þjóðhöfðingja smáþjóðar. Forystumönnum í viðskipta- og atvinnulífi ber saman um, að framlag hennar á erlendum vettvangi í þágu þjóðarhagsmuna hafi verið ómetanlegt. Heima fyrir hefur frú Vigdís notið hylli þjóðarinnar. Það kom t.d. berlega í ljós á þjóðhátíðinni á Þingvöllum fyrir tveimur árum, þegar fagnað var 50 ára afmæli lýðveldis- ins. Enginn vafi leikur á því, að forsetinn hefur á þessum 16 árum átt einna drýgstan þátt í að móta breytt viðhorf þjóðarinnar til gróðurverndar almennt og skógræktar sér- staklega. Þá hefur áhugi forsetans á málrækt og verndun arfleifð- arinnar verið þjóðinni hvatning. Áhugi hennar á bókmennt- um og ekki sízt ljóðlist eru þjóðinni hollt veganesti á þeim yfirborðslegu tímum, sem við nú lifum. íslenzk æska hefur verið forsetanum hjartfólgin eins og berlega hefur komið í ljós í ávörpum hennar til þjóðar- innar af ýmsu tilefni. Hún hefur í raun verið óþreytandi að undirstrika mikilvægi þess fyrir þjóðina að mennta vel upprennandi kynslóðir og halda þeim frá þeim hættum, sem óneitanlega verða á vegi ungs fólks á okkar tímum. Þegar frú Vigdís Finnbogadóttir kveður Bessastaði í dag einkennist afstaða fólks til hennar af hlýhug og væntum- þykju og djúpri virðingu fyrir merku framlagi í embætti á liðnum fjórum kjörtímabilum. Samfélag okkar íslendinga einkennist oft af mikilli sundrung. Þess vegna er mikils- vert að forseti hverfi úr embætti með þann einhug að baki sér, sem fylgir frú Vigdísi frá Bessastöðum. Ólafur Ragnar Grímsson tekur við embætti forseta ís- lands í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í harðri kosningabaráttu. Hans helzta verkefni í fyrirsjáanlegri framtíð verður að ná sáttum við þann meirihluta þjóðarinn- ar, sem kaus aðra frambjóðendur. Það hefur öðrum forset- um tekizt. Áratuga þátttaka Ólafs Ragnars Grímssonar í stjórnmálum og umdeild framganga hans á þeim vettvangi er ein helzta ástæðan fyrir því, að margir eiga erfitt með að sætta sig við kjör hans. En áratuga reynsla af þjóðmála- baráttu og þekking á þjóðarhögum, sem fylgir þeirri þátt- töku getur iíka verið gott veganesti. Hinum nýkjörna for- seta fylgja góðar óskir um farsæld í starfi. Islendingar deila um flest. Embætti þjóðhöfðingjans hefur að langmestu leyti verið hafið yfir dægurþras. Á undanförnum vikum hefur verið haft á orði, að þetta kunni að breytast eins og margt annað. Sú breyting yrði ekki til bóta. LEIÐ Vigdísar niður tröppur Stjómarráðsins var blómum stráð, í bókstaflegri merkingu, og hér veifar for úr Götuleikhúsinu í kveðjuskyni. Morgunblaðið/Sverrir SIÐASTI ríkisráðsfundurinn undir forsæti Vigdísar Finnbogadótt- ur var haldinn að Bessastöðum í gær. FRÚ Vigdís Finnbogadóttir snæddi hádegisverð ásamt ráðherrum ríkisstjómarinnar og mökum þeirra á Bessastöðum í gær. Hér tekur forsetinn í hönd Ástríðar Thorarensen og á eftir koma þau Halldór Ásgrímsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Friðrik Sophusson og Sigrún Magnúsdóttir. Fráfaran þakkað legt sa VIGDÍS Finnbogadóttir, fráfar- andi forseti íslands, sat sinn síð- asta ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær. í lok fundar þakkaði Davíð Oddsson forsætisráðherra Vig- dísi gott og ánægjulegt samstarf og árnaði henni og fjölskyldu hennar heilla í framtíðinni. Forseti Islands þakkaði forsæt- isráðherra fyrir samstarfið á liðn- um árum og góðar óskir og hlý orð í sinn garð og óskaði rík- isstjórninni hins sama. Mikill fjöldi kvaddi forsetann Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf Stjórnarráðið í síðasta skipti sem forseti Islands klukkan hálffimm í gærdag og kvöddu starfsmenn skrifstofu forseta og forsætis- ráðuneytis hana með virktum. Þegar forsetinn steig út fyrir dyr Stjórnarráðsins beið hennar mik- FRÁFARANDI forseti fékk þijú og hér sést Hafsteinn Briem, fin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.