Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR Í. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aftaná- keyrsla á Kringlu- mýrarbraut AFTANÁKEYRSLA varð rétt sunnan við göngubrúna á Kringlumýrarbraut um hálfsex- leytið í gær. Loka þurfti Kringlumýrar- brautinni í báðar áttir í talsverð- an tíma þar sem bifreiðarnar köstuðust yfir á gagnstæðar akreinar. Þrír voru fluttir á slysadeild, einn þeirra slasaðist nokkuð og gekkst undir aðgerð, en hinir tveir fengu að fara heim að skoðun lokinni. -----♦ ♦ ♦---- F ornleifauppgröft- ur á Bessastöðum Fjármagn til rann- sókna áþrotum FJÁRMAGN til fornleifaupp- graftrar á Bessastöðum er á þrot- um og nægir ekki til þess að ljúka þeirri vinnu sem ráðgert var að ljúka á þessu sumri. Unnið verður við uppgröftinn fram til ágústloka eða einum mánuði skemur en áætlað var. Sigurður Bergsteinsson, sem stýrir uppgreftrinum, sagði að minna fjármagn fengist frá Bessa- staðanefnd, sem fjármagnar vinn- una, en ráðgert var í upphafi. Hann sagði að það setti starfið vissulega úr skorðum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hönnuðir á staðnum hefðu hugsað sér framhald framkvæmda á Bessastöðum en ef þær næðu til þeirra svæða sem ætti eftir að rannsaka yrði að grafa þau upp aftur. „Uppgröfturinn hér er mikill og hefur gengið vel. Við höfum verið heppin með veður og eins er það drjúgt að hafa stór svæði í stað þess að grafa á mörgum litlum svæðum," sagði Sigurður. Mest voru fjórtán manns við uppgröft- inn. Fundist hafa rústir frá öllum tímum á svæðinu, allt aftur að landnámsöld. Allt svæðið frá for- setabústaðnum vestur að kirkjunni er rústasvæði. Ríkisendurskoðun um framkvæmd fjárlaga 1996 Spáir 2,5 milljarða króna minni halla en á fjárlögum RÍKISENDURSKOÐUN telur í ný- útkominni skýrslu um framkvæmd fjárlaga á fyrri hluta ársins að rekstrarafkoma ríkissjóðs á þessu ári verði til muna hagstæðari en fjármálaráðuneytið gerði ráð fyrir í afkomuáætlun sinni, sem birt var í seinustu viku. Ríkisendurskoðun telur að rekstr- arhallinn stefni í að verða um 1,5 milljarðar en það er um 2,5 milljörð- um kr. minni halli en fjárlög og áætlanir fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir. í skýrslu Ríkisendurskoðunar er einnig vikið að sérstökum vaxta- greiðslum í tengslum við nýlega inn- köllun þriggja stórra flokka spari- skírteina frá árunum 1984 og 1986, sem hefðu að óbreyttu átt að falla til árið 2000. Ef umræddur vaxta- kostnaður er meðtalinn yrði hallinn tæpir 12 milljarðar að mati Ríkis- endurskoðunar en tæpir 14 milljarð- ar að mati fjármálaráðuneytisins. Tveggja milljarða króna sparnaður í vaxtagreiðslum Heildarfjárhæð innlausnarinnar nam ríflega 17 milljörðum kr. og kom fram í afkomuáætlun fjármála- ráðuneytisins í seinustu viku að vegna þessarar innlausnar muni vaxtagreiðslur á árinu verða um 10 milljörðum kr. hærri en ella, miðað við greiðslugrunn, sem komi fram í auknum halla skv. fjárlagaupp- gjöri. Þessi aðgerð er hins vegar talin leiða til um tveggja milljarða kr. sparnaðar í vaxtagreiðslum ríkis- sjóðs, sem ella hefðu komið til út- borgunar við innlausn bréfanna árið 2000. Þrátt fyrir að þessir uppsöfn- uðu vextir komi fram sem útgjöld nú, hefur það enga þjóðhagslega þýðingu við rekstraruppgjör ársins, vegna þess að í ríkisreikningi árlega eru færðir áfallnir vextir þótt þeir séu ógreiddir, að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir það sem áður hefur kom- ið fram af hálfu fjármálaráðuneytis- ins um afkomu ríkissjóðs á fyrri hluta ársins. Þegar horft er á árið í heild er spá Ríkisendurskoðunar bjartsýnni en spá ráðuneytisins, sem byggist annars vegar á því að þeir telja að tekjurnar verði rúmum millj- arði meiri en fjármálaráðuneytið telur og gjöldin rúmum milljarði minni. Það ber vissulega að gleðjast yfír því ef sá árangur næðist en því miður held ég að spá Ríkisendur- skoðunar sé í bjartsýnna lagi,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í gær. Grunnskólinn fluttur frá ríki til sveitarfélaga 3.700 starfsmenn til sveitarfélaga SVEITARFÉLÖGIN taka frá og með deginum í dag við öllum rekstri grunnskólans og flytjast alls 3.700 starfsmenn frá ríki til sveitarfélaga og fá þeir útborgað í fyrsta sinn frá nýjum vinnuveit- anda í dag. Ríkið mun leggja fram 1.325 milljónir króna á næstu fímm árum til stuðnings stofnkostnaðarfram- kvæmdum vegna grunnskólans, en það er vegna áforma um að einsetja grunnskólana á næstu fímm árum. Arið 2000 munu 7 milljarðar króna hafa verið fluttir frá ríki til sveitarfé- laga til þess að sinna þessu verkefni. Lögbundið framlag jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga til lánasjóðs sveitarfélaga mun renna til sömu framkvæmda á næstu 5-6 árum, og þannig fara samtals 2.135 milljónir króna í stofnkostnaðar- framkvæmdirnar á þessu tímabili til að auðvelda sveitarfélögunum að einsetja skólana. Nú eru um 130 skólar einsetnir en um það bil 70 skóla á eftir að einsetja og skiptast þeir nokkuð jafnt milli landsbyggðarinnar og höfuðborg- arsvæðisins. ■ Mikilvægasti/31 Morgunblaðið/Golli Hvar fara matarinnkaup fjölskyldunnar fram? á höfuðborgarsvæðinu Mes{ Nokkuð Lftið Ekkert Hagkaup Bónus Nóatún 10-11 Fjarðarkaup 11-11 Kaupgarður 10-10 í hverfisverslun Annars staðar 16,3% | 75,7 0 10 20 30 40 50 60 70% 80 90 100 NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr, eru allir Islendingar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklíngar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu islands. Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar því um-1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum í könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð í mannfjölda. Unnið að endurnýjun Sogsvirkjana Hús styrkt með til- liti til jarðskjálfta VERIÐ er að endurnýja búnað og endurgera húsakost Sogsvirkjana. Stöðvarnar eru þrjár, Irafossstöð, Ljósafossstöð og Steingrímsstöð. Framkvæmdirnar standa yfir fram til aldamóta en mestum fjármunum er varið til verksins á þessu ári og því næsta. Ráðgert er að heildar- kostnaður á næstu fimm árum verði um 1.200 milljónir kr. Elsta stöðin, Ljósafossstöð, var reist 1937, og verður því sextug á næsta ári. Irafossstöð var reist 1953 og Steingrímsstöð 1960. Héðinn Stefánsson, stöðvarstjóri í Sogsstöðvunum, segir að stöðvarn- ar hafi staðið undir miklu álagi á Suðvesturlandi þar til Búrfellsstöðin var reist 1970. Ekki hafi því gefíst mikið svigrúm til þess að sinna end- urbótum á þeim sem skyldi. Mestar framkvæmdir við Ljósafossstöð „Það er verið að vinna að endur- bótum á öllum stöðvunum, en þó sýnu mest í Ljósafossstöðinni. Þar er verið að styrkja húsið með tilliti til jarðskjálftahættu og lengja það um tvo metra. Einnig er verið að undirbúa byggingu undirstöðu und- ir spenna við húsið. í stöðinni eru tæplega 60 ára gömul tæki sem við segjum bráðum skilið við og undirbúum nú komu nýrra tækja,“ sagði Héðinn. Nýlega voru settar niður nýjar lokur í írafossstöðina sem gera mönnum kleift að taka eina einingu úr rekstri til viðgerðar en það hef- ur ekki verið hægt frá því stöðin var reist. Ein vél er einnig í upp- tekt í Steingrímsstöð og þar er unnið að viðgerð á aðrennslis- göngum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.