Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAJÐIÐ
FRÉTTIR
Fimmti forseti
lýðveldisins tek-
ur við embætti
EMBÆTTISTAKA forseta ís-
lands fer fram í dag. Nýkjörinn
forseti, Ólafur Ragnar Grímsson,
tekur þá við embætti sem fimmti
forseti lýðveldisins.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
ættjarðarlög á Austurvelli frá kl.
15 til 15.30. Þá ganga forseti
Hæstaréttar og verðandi forseti
íslands, biskupinn yfir íslandi og
eiginkona verðandi forseta, for-
sætisráðherra og fráfarandi for-
seti íslands, forseti Alþingis, ráðu-
neytisstjóri forsætisráðuneytisins
og forsetaritari, skrifstofustjóri
Alþingis og hæstaréttarritari frá
Alþingishúsinu til Dómkirkju.
Helgistund í Dómkirkjunni í
umsjá biskups íslands hefst kl.
15.30. Öllum er heimilt að vera
við helgistundina í kirkjunni á
meðan húsrúm leyfir. Samráð var
haft við verðandi forseta Islands
og eiginkonu hans um val á tón-
list og textum. Var haft að leiðar-
ljósi að öll tónlist sem flutt yrði
við embættistökuna væri eftir ís-
lensk tónskáld og textar frumortir
á íslensku.
Boðsgestir gánga frá Dómkirkj-
unni til Alþingishússins kl. 16.
Lögreglumenn standa heiðursvörð
og Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
á Austurvelli meðan gengið er til
þinghússins. í upphafi athafnar-
innar í Alþingishúsinu syngur
Kristinn Sigmundsson einsöngvari
„Þótt þú langförull legðir“ eftir
Stephan G. Stephenson við lag
Sigvalda Kaldalóns, við undirleik
Jónasar Ingimundarsonar píanó-
leikara.
Að einsöngnum loknum rís for-
seti Hæstaréttar úr sæti sínu, lýs-
ir forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs
og mælir fram drengskaparheit
að stjórnarskránni. Verðandi for-
seti undirritar drengskaparheitið
og gengur fýrir forseta Hæstarétt-
ar, sem afhendir honum kjörbréfið
með árnaðaróskum. Er forseti hef-
ur veitt kjörbréfinu viðtöku gengur
hann ásamt forsetafrú fram á sval-
ir Alþinghússins og minnist fóstur-
jarðarinnar. Viðstaddir taka undir
með ferföldu húrrahrópi. Lúðra-
sveit Reykjavíkur leikur „Land
míns föður“ eftir Þórarin Jónsson.
Forsetahjónin ganga aftur inn
í þingsalinn og forséti flytur inn-
setningarræðu sína. Athöfninni
sjálfri lýkur á því að Dómkórinn
flytur þjóðsönginn. Að því loknu
taka forsetahjónin við árnaðarósk-
Morgunblaðið/Sverrir
FUNDARSALUR Alþingis undirbúinn undir athöfnina.
um viðstaddra og boðið verður upp
á veitingar í Kringlunni i Alþingis-
húsinu.
Forsetahjónin yfirgefa Al-
þingishúsið kl. 17.30 og aka ásamt
dætrum sínum Guðrúnu Tinnu og
Svanhildi Döllu til Bessastaða. Þar
verða samankomnir starfsmenn
forsetaembættisins, ýmsir for-
svarsmenn Bessastaðahrepps og
forystumenn ýmissa félagasam-
taka hreppsins, til að taka á móti
forsetahjónunum og dætrum
þeirra og þiggja kaffiveitingar í
Bessastaðastofu. Um kvöldið
snæða forsetahjónin kvöldverð
með fjolskyldu sinni að Bessastöð-
um.
Allir karlmenn sem viðstaddir
verða innsetningarathöfnina skulu
klæðast kjólfötum. Verðandi for-
setafrú, Guðrún Katrín Þorbergs-
dóttir, mun klæðast skautbúningi
þeim sem Póstmannafélag íslands
færði henni að gjöf við starfslok
hennar sem framkvæmdastjóri fé-
lagsins. Stokkabelti og koffur
hlaut Guðrún Katrín að gjöf frá
móður sinni, og nælan á skautbún-
ingnum var áður í eigu ömmu
hennar.
Ríkissjónvarpið og Stöð 2 sýna
beint frá innsetningarathöfninni,
auk þess sem hún verður send út
á Rás 1. Gjallarhorn verða um-
hverfis Alþingishúsið og Dóm-
kirkjuna, svo að allir þeir sem
verða saman komnir utanhúss
heyri það sem fram fer innandyra.
Morgunblaðið/Ásdís
UNNIÐ var að því í gærkvöldi að flytja skrifstofur forseta
íslands úr Stjórnarráðshúsinu í Sóleyjargötu 1.
Forsetaskrifstofan
á Sóleyjargötu
Síðasta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur á Bessastöðum
Fjögurra milljóna
stofnfé fræbanka afhent
_ Morgunblaðið/Sverrir
VIGDIS Finnbogadóttir afhenti Þorvaldi S. Þorvaldssyni, vara-
formanni Landgræðslusjóðs, söfnunarfé hvatningarátaksins Yrkj-
um ísland, fjórar milljónir króna. Söfnunarfénu verður varið til
stofnunar Fræbanka íslands.
LAGFÆRINGUM og breyting-
um á nýju skrifstofuhúsnæði
forseta Islands við Sóleyjar-
götu 1 er lokið og í gærkvöldi
var skrifstofan flutt úr Stjórn-
arráðinu.
Hingað til hafa forseti og
forsætisráðherra deilt með sér
neðri hæð Stjórnarráðshúss-
ins. Engar breytingar verða á
starfsliði forsetaskrifstofunn-
ar en í hinu nýja húsnæði er
skrifstofuaðstaða fyrir forset-
afrúna, Guðrúnu Katrínu Þor-
bergsdóttur. Þau Olafur munu
taka nýja húsnæðið í notkun á
morgun, föstudag.
Olafur Davíðsson, ráðuneyt-
isstjóri í forsætisráðuneytinu,
segir að fimm herbergi losni í
Stjórnarráðshúsinu við flutn-
inginn. Þau verða nýtt fyrir
forsætisráðuneytið og ríkis-
stjórnina en ekkert hefur
verið ákveðið nákvæmlega um
herbergjaskipan.
VIGDÍS Finnbogadóttir afhenti í
gær Landgræðslusjóði og Skóg-
ræktarfélagi íslands söfnunarfé
átaksins Yrkjum ísland sem er um
leið stofnfé Fræbanka íslands. Vig-
dís hefur verið verndari átaksins.
Við samá tækifæri voru fimm aðil-
um afhent sérstök heiðursstofnskír-
teini fyrir framlög í sjóðinn sem
skiptu sköpum. Athöfnin fór fram
á Bessastöðum og var síðasta emb-
ættisverk Vigdísar Finnbogadóttur
sem forseta Islands.
Vigdís sagðist vart þurfa að
nefna hversu vænt henni þætti um
að þetta skyldi vera síðasta embætt-
isverkið sem hún ynni á Bessastöð-
um. Þá sagðist hún gleðjast sérstak-
lega yfir veðurblíðunni.
Markmið að bjarga
náttúruperlum
Þorvaldur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri hvatningarátaksins
Yrkjum ísland, rakti upphaf þess
til ársins 1994 þegar Skífan, Is-
lenska útvarpsfélagið og hópur tón-
listarmanna með Jóhann G. Jó-
hannsson í broddi fylkingar hófu
átakið. Markmið þess var að stuðla
að sameiningu landsmanna um upp-
græðslu landsins þannig að árið
2000 yrði lokið við að bjarga helstu
náttúruperlum þess sem hafa verið
í hættu vegna gróðureyðingar. Til-
efnið var 50 ára afmæli lýðveldisins
og Landgræðslusjóðs.
Þorvaldur sagði að augu manna
hefðu fljótt beinst að nauðsyn þess
að koma á fót fræbanka. Hann sagði
að Vigdís, sem öðrum fremur hefði
vakið þjóðina til vitundar um nauð-
syn landgræðslu, hefði veitt átakinu
ómetanlegan stuðning með því að
gerast verndari þess. Þá hefði fjöldi
fyrirtælq'a, stofnana og einstaklinga
sýnt því mikinn áhuga _og gerst
stofnaðilar að Fræbanka íslands.
Vigdís Finnbogadóttir afhenti
síðan fulltrúum umhverfisráðuneyt-
ins, Búnaðarbanka íslands, Olís
hf., Hróa hattar og Pósts & síma
sérstök heiðursstofnskírteini í Fræ-
banka íslands fyrir framlög sín.
Þorvaldur S. Þorvaldsson, vara-
formaður Landgræðslusjóðs og for-
maður þar til á síðasta ári, tók við
söfnunarfénu úr hendi Vigdísar.
Hann þakkaði henni stuðninginn
og sagðist vonast til að land-
græðslu- og skógræktarfólk mætti
eiga hana sem bakhjarl að starfi
sínu í framtíðinni. Að því loknu
hófu gestir upp raust sína og sungu
Eg vil elska mitt land undir forsöng
Þorvaldar.
Fer með Bessastaði
í huganum
í samtali við blaðamann að at-
höfninni lokinni sagði Vigdís að sér
þætti mjög vænt um að síðasta
embættisverkið væri að dreifa fagn-
aðarerindinu, eins og hún orðaði
það. „Að það skuli hafa safnast
þetta fé til að græða upp Island og
ég fái að vinna þetta verk á þessum
síðasta degi, þykir mér mjög vænt
um.“ Aðspurð hvernig væri að
kveðja Bessastaði sagðist hún gera
það með tregablandinni tilfínningu
vegna þess hve hún væri búin að
vera þar lengi. „En ég bý yfir því
láni að vera mjög minnug og ég fer
með Bessastaði í huganum."
Vigdís gróðursetti ekki bara tré
í heimsóknum sínum á hina ýmsu
staði um landið heldur einnig á
Bessastöðum. „Þessi gróður barðist
í bökkum fyrstu árin en svo hafði
hann það af með seiglunni eins og
þjóðin sjálf."
Hún sagðist lengi hafa sinnt
gróðri í svokölluðum Skuggagarði
en í þrígang hefði orðið rask vegna
ýmissa framkvæmda og þá hefði
gróður verið lagður að velli. „En
garðarnir voru alltaf byggðir upp
aftur. Það er hugsunin á bak við
þennan gróður. Ef eitthvað lætur
undan síga á maður að reyna að
efla kapp með sjálfum sér og koina
því aftur á legg.“