Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 2

Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell íslandsbanki hækkaði vexti í gær Ekkert bendir tilaðaðrir bankar hækki Margeir Pétursson Margeir hafði sigur í Gausdal Þröstur níundi stórmeist- arínn ÞRÖSTUR Þórhallsson, skákmaður, náði að uppfylla síðasta skilyrðið til að hljóta stórmeistaratign og verða níundi stórmeistari íslands á árlegu skákmóti í Gausdal í Noregi. Þröstur varð sjötti með 6'/2 vinning af níu og hefur þá náð 2500 skákstigum sem skákmenn verða að hafa til að verða stórmeistarar. Áður hafði hann náð þremur áföngum að stór- meistarat'itli. Sjö Íslendingar tefldu á mótinu og gekk flestum vel. Margeir Péturs- son vann mótið eftir æsispennandi lokaumferðir. Hann hlaut sjö vinn- inga, eins og Svíinn Hillarp Persson, en Margeir tefldi við sterkari and- stæðinga og vann á stigum. „Óhætt er að segja að þungu fargi sé af mér létt,“ sagði Þröstur. „Eg náði síðasta stórmeistaraáfanganum í Gausdal í fyrra en samkvæmt regl- um FIDE átti ég eftir að ná 2500 skákstigum. Það þýddi það að maður þurfti hlaupa á milli móta til að safna stigum." Þröstur kveðst hafa tekið þátt í um tiu mótum frá áramótum. „Mér hefur gengið vel í Gausdal og það var skemmtilegt að ná titlinum þar.“ Röð tuttugu efstu manna í hópi 50 þátttakenda réðst ekki fyrr en í síðustu umferð. Helgi Ólafsson, Þröstur, Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson stórmeistarar náðu allir 6'/2 vinningi og röðuðu sér í 3.-8. sæti ásamt Djurhuus frá Nor- egi og Har-Zvi frá ísrael. Hannes Hlífar Stefánsson, stór- meistari, varð þrettándi með 5'/2 vinning. Torfi Leósson varð í 47. sæti með ijóra vinninga. í minningu Eikrem Skákmótið var haldið í minningu Norðmannsins Arnold Eikrem sem lést fyrr á árinu. Hann hélt á annað hundrað skákmóta og gerði Gausdal að þekktum skákstað. Mótið var það þriðja í röðinni af fimm í Norrænu VISA-bikarkeppninni. GYLTAN Skotta á svínabúinu Smárahlíð í Hrunamanna- hreppi gaut fyrir skömmu nítj- án grísum í sínu fyrsta goti. Þeir lifðu allir og enginn var undir kílói að þyngd. Slíkur fjöldi grísa í fyrsta goti er mjög óvenjulegur og ekki síður að allir skuli þeir vera stórir og heilbrigðir. Nú hefur grísunum að vísu fækkað um tvo. Annar kramdist óvart undir móður sinni í fyrradag, en Skotta er um 150 kíló að þyngd. Skotta er af norsku kyni sem flutt var til landsins til kyn- bóta. Amma hennar kom til Hríseyjar ásamt níu stallsystr- um sínum árið 1994. Þaðan hafa komið svín til ýmissa svínabænda sem hafa notað þau til kynbóta á eldri stofnum. I Smárahlíð er þessu öðruvísi farið, því þar eru aðeins svín af norska kyninu. Nítján grísir í fyrsta goti Smárahlíð er svokallað stofnverndarbú og eigendurn- ir, Jóhanna Sveinsdóttir og Jón Ingi Jónsson, voru styrktir af Svínaræktarfélagi íslands til þess koma því upp fyrir tæpu ári. Valur Þorvaldsson ráðu- nautur segir að félagið hyggist síðar flytja inn finnskan stofn og blanda honum við þann norska. Þannig er farið að í nágrannalöndum okkar og með góðum árangri því með blönd- uninni næst það sem nefnt er blendingsþróttur. Blending- ÍSLANDSBANKI hf. hækkaði vexti um 0,10-0,35% í gær í kjölfar vaxtahækkana á íjármagnsmark- aði. íslandsbanki hefur haft lægri vexti en aðrir bankar síðan í júní en með breytingunni hefur hann fært sig nær þeim. Aðrir bankar hækkuðu ekki vexti í gær og fátt bendir til hækkunar á næstunni. íslandsbanki hækkaði innláns- vexti á almennum sparisjóðsbókum, tékkareikningum og öðrum óbundn- um reikningúm um 0,15%, í 0,65% á sparisjóðsbókum og 0,30% á tékkareikningum. Þá hækkuðu vextir á vísitölubundnum reikning- um bankans um 0,25% og ber 12 mánaða bundinn reikningur 3,25% vexti eftir breytinguna. Hækkun útlánsvaxta er á bilinu 0,10%-0,35%. Vextir á yfirdráttar- lán einstaklinga hækka mest, um 0,35% eða í 14%. Vextir á yfirdrátt- arlán fyrirtækja hækka um 0,20%, í 13,75%. Kjörvextir víxla og skuldabréfa hækka í 8,5%. Sigurveig Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi íslandsbanka, segir að meginorsök hækkunarinnar sé sú vaxtahækkun, sem hafi orðið á pen- ingamarkaði að undanförnu. „Við lækkuðum vextina í júní og höfum því verið með lægri vexti en aðrir arnir eru þó ekki ætlaðir til undaneldis og því verður að geyma hreinræktaðan stofn einhvers staðar. Nú eru undan- eldissvín sótt í Hrísey, en síðar, þegar finnski stofninn kemur til landsins, verður sá norski aðeins varðveittur í Smárahlíð. Guðmundur Bjarnason land- búnaðarráðherra og Guðni Ágústsson alþingismaður, komu í kynnisferð í Smárahlíð í gær og ræddu við Jóhönnu og Jón Inga. Þau láta vel af nýja stofninum og segja að svínin séu fljótari að stækka en þau íslensku og verði fitu- minni. Ýmsar sögur hafa geng- ið af grimmd norsku svínanna en Jón Ingi sagði það fjar- stæðu. Til að sanna mál sitt gekk hann í stíuna til Skottu og setti varirnar í stút. Skotta kyssti hann að bragði ástúð- lega. bankar í tvo mánuði. Við hækkum nú til samræmis við aðra vegna vaxtahækkana á peningamarkaði." Grænmeti áhrifavaldur Siguijón Þ. Árnason, forstöðu- maður hagfræðideildar Búnaðar- bankans, segist ekki gera ráð fyrir að bankinn hækki vexti á næst- unni. „Ekkert hefur verið rætt um vaxtahækkun hjá okkur þrátt fyrir að vextir óverðtryggðra bréfa hafi verið að þokast upp á við á mark- aði. Hins vegar er 0,6% hækkun neysluverðsvísitölunnar nokkuð mikil og meiri en maður átti von á. Þegar betur er að gáð sést hins vegar að mikil hækkun á kartöflum og grænmeti er þarna stór áhrifa- valdur og þessir þættir gætu geng- ið til baka. Það er óheppilegt að svo sveiflukenndir liðir séu innifaldir í verðbólguútreikningum og það veldur óþarfa óróa á fjármagns- markaðnum," segir Siguijón. Ólafur Örn Ingólfsson, forstöðu- maður fjárreiðudeildar Landsbank- ans, segir að ekkert bendi til vaxta- breytinga hjá Landsbankanum á næstunni. „Umhverfið er nokkuð stöðugt og lausaljárstaðan er góð. Ef hún versnaði eða hækkun yrði á peningamarkaði myndum við hreyfa okkur. Ýmislegt bendir til þess að langtímavextir lækki en þenslutal gæti leitt til að skamm- tímavextir hækkuðu." Verðbólguspá óbreytt Davíð Björnsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum, telur að hækkun neysluverðsvísitölunnar muni hafa lítil áhrif á skammtímamarkaði og að þau muni fljótt fjara út. „Búast má við að verðbólgan verði hærri en hún hefur verið til mánaðamóta en síðan benda spár til að hún hald- ist lág út árið. Þessi tíðindi eru ekki til þess fallin að menn taki stórar dýfur. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði nokkuð á föstudaginn í kjölfar hækkunar á vísitölunni og tilhneigingar gætti í þá átt að losa sig við óverðtryggðar skuldbinding- ar. Að öðru leyti gefa þessar hrær- ingar ekki tilefni til mikilla breyt- inga. Mikið fé er bundið á skamm- tímamarkaði og líkur eru á að eitt- hvað af þvi losni og leiti yfir á lang- tímamarkað. Það gæti leitt til vaxta- lækkana þar þegar líður á haustið.“ Þröstur Þórhallsson I ! Hvaða heímíJistæki eru tii á heimilinu? Er til á heimilinu Var keypt á Ætla að 98,7' 98,7 93,9 92,8 -1 82,5% s.l. 12 mán. kaupa. nýtt ■ 4,0% n-^5,1% D 1.5% 4,2% . 2, 4% Mi 3,4% JÚOÍ > H1,5% ]0,6l p4% l2,( % Eldavél ísskápur Þvottavél Bakarofn Hrærivél Örbylgjuofn Eldhúsvifta Frystikista Gasgrill Uppþvottavél Þurrkari Matvinnsluvél 0 20 40 60 80 100% 0 5% NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir Islendinaar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu ísl. Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar því um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum (könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuö í mannfjölda. Morgunblaðið/Júlíus Á eðalvögmim um landið ÞÝSKI auðkýfíngurinn Hasso Schutzendorf er væntanlegur til ís- lands í lok ágúst, og mun hann taka með sér tvo eðalvagna tit að ferðast á um landið. Hasso kemur til íslands 21. ágúst nk., ásamt eiginkonu sinni og einum lífverði. Að sögn Sigurðar S. Bjarna- sonar, sem rekur bílaleiguna Hasso- ísland, hefur Hasso átt við veikindi að stríða í lungum og kemur hingað til lands í þeim tilgangi að njóta hins hreina og tæra íslenska iofts. Hasso áformar að keyra hringinn í kringum landið og mun koma með tvo eðalvagna með sér í því skyni. „Hasso var búinn að ákveða að koma með Rolls Royce bifreið með blæju, en spurði mig svo hvort það rigndi ekki stundum á íslandi á þessum árstíma," sagði Sigurður. „Þegar ég sagði honum að það kæmi fyrir, lét hann líka panta pláss fyrir bifreið af gerðinni Mercedes Benz 600 S, sem eru dýrustu bílarnir sem fyrir- tækið framleiðir. Það ætti því ekki að koma að sök þó það rigndi á ferða- laginu um landið." 2 menn á kili TVEIR menn björguðust þegar skútu, sem þeir sigldu fyrir utan Kópavogshöfn, hvolfdi síðdegis í gær. Slökkviliðið á Reykjavíkur- flugvelli og Hjálparsveit skáta í Kópavogi sendu báta á staðinn. Þá voru mennirnir á kili og tókst ekki að rétta skútuna við vegna þess að belgsegl hennar var fullt af sjó. Þeir fengu aðstoð kafara frá Slökkviliðinu í Reykjavík til að koma skútunni á réttan kjöl og sigldu síðan sjálfir til hafnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.