Morgunblaðið - 13.08.1996, Side 8

Morgunblaðið - 13.08.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ríkissjóðshallinn í árslok: 10 milljarðar utan sviga - forsendur fjárlaga standast, segir fjármálaráðherra ÞAÐ er skammt stórra högga á milli I hagnýtum pólitískum uppfinningum. Nú er Frikki fríski búinn að finna upp svigann... A 0 Islenski fáninn blaktir við hún í Uganda „Islendingar lyfta grettis- taki við Viktoríuvatn44 ÍSLENSKA fjölskyldan sem nú ekur á jeppa sem leið liggur frá syðsta odda Afríku til Evrópu var stödd í Úganda í seinustu viku hjá íslend- ingum sem þar eru við störf hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu NAFCO, Nordic African Fisheries Company Ltd, en þa_ð er í meiri- hlutaeigu íslendinga. í frásögn sem Friðrik M. Jónsson sendi Morgun- blaðinu frá bænum Jinja í Úganda segir hann að íslendingarnir hafi lyft grettistaki við uppbygginguna við Viktoríuvatn í Úganda. Fyrirtæki NAFCO er á fögrum stað við Viktoríuvatn við upptök Nílar og þar blaktir íslenski fáninn við hún, að sögn Friðriks. Þrír ís- lendingar vinna við uppbyggingu fyrirtækisins, þeir Ingi Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Búi Erlendsson vélamaður og Sigurður Grétarsson framleiðslustjóri. Auk þeirra starfar Sigrún Þorvaldsdóttir þroskaþjálfi á staðnum með munaðarlaus börn en hún er eiginkona Sigurðar. Geta framleitt 250 tonn af nílarkarfaflökum á mánuði „Þeir keyptu fyrirtækið fyrir einu og hálfu ári, en það var áður í eigu ítala sem urðu gjaldþrota. Rekstur- Stúlkan útskrifuð STÚLKAN, sem ráðist var á í miðborg Reykjavíkur snemma á laugardagsmorgun, er útskrifuð af sjúkrahúsi. Stúlkan, sem er 16 ára göm- ul, var á gangi ásamt fimm strákum í Hafnarstræti. Að sögn lögreglu bar vitni að þau hefðu verið að þrátta og það hefði endað með því að einn strákanna tók sig til og spark- aði „karatesparki" í höfuð hennar. inn hafði legið niðri um nokkurt skeið og var þarna allt í niður- níðslu. Þeir félagar hafa hins vegar lyft grettistaki og eru núna að sjá árangur erfiðis síns. Þeir flytja fersk flök af nílarkarfa með flugi frá Entebbe á markaði í Evrópu en nóg er af nílarkarfa í Viktoríuvatninu. Núna eru þeir að fá nýja vinnslulínu frá íslandi og frystikerfí. Verður framleiðslugeta þeirra þá um 250 tonn af flökum á mánuði. Auk þessa ÓLAFUR Ragnar Grímsson for- seti íslands sýndi hestamönnum þann heiður og sóma að mæta á Islandsmót í hestaíþróttum sem haldið var að Varmárbökkum í Mosfellsbæ um helgina. Auk þess að flytja hestamönnum kveðju sína aflienti forsetinn knöpum reka þeir véla- og trésmíðaverkstæði. Þeir eru með 30 báta á vatninu og kaupa auk þess físk af fískimönn- um á svæðinu. Allar aðstæður og umhverfí frystihússins uppfylla ís- lenskar kröfur og stingur það mjög í stúf við niðumíddan bæinn. Allar ytri aðstæður fyrirtækisins eru mjög góðar. Það er gott stjórnmálaástand í landinu, gjaldeyrisviðskipti eru fijáls og landið mjög á uppleið," seg- ir Friðrik við Morgunblaðið. verðlaun sem þeir höfðu unnið til á mótinu. Hér hefur Sigurbjöm Bárðarson, sem situr Hæring frá Armóti, þegið veglegan grip úr hendi forsetans fyrir árangur í stigasöfnun. ■ Hörkukeppni/36-37 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Forsetinn á íslandsmóti Þýskur íslandsvinur á ferð Ástfanginn af Islandi HÉR Á landi er nú staddur Þjóðverj- inn Raímund Bri- kenmaier frá Lubeck. Hann starfaði á íslandi í þijá mánuði árið 1955. Hann kom svo aftur árið eftir og vann þá í Gunn- arsholti og við Þingvalla- vatn í eitt og hálft ár. Síð- ari ár hefur hann ferðast mikið um ísland og er landinu afar kunnugur. Raímund er trésmiður að mennt og kom hingað sem nýútskrifaður sveinn. „í Þýskalandi er gamall siður að trésmíðasveinar fari í sérstökum búningi til útlanda og mega ekki snúa til baka fyrr en eftir þijú ár og einn dag. Ég var í slíku ferðalagi þegar ég kom fyrst til Islands." Hvernig fannst þér að starfa hér á þeim tíma? „Þetta var ógleymanlegur tími sem ég átti hér. Ég talaði um þessa ferð í mörg ár. Mig lang- aði að læra íslensku eftir þessa reynslu og byijaði að læra ís- lensku eftir bók Magnúsar Pét- urssonar sem æfingaspóla fylgdi. Mér fannst gott að læra málið á þennan hátt. Árið 1987 kom ég hingað til lands á ný. Þá hafði ég meðferðis bíl og tjald og kom með Norrænu til_ Seyðisfjarðar. Ég hitti fyrstu íslendingana í Bergen og hef haldið sambandi við þá fram á þennan dag. Þetta eru hjónin Friðfínnur Pálsson byggingameistari á Akureyri og kona hans Inga. Þegar við fórum að tala saman kom í ljós að við vorum báðir trésmiðir og höfðum við gaman af að bera saman bækur okkar um það efni. Hefur þú haldið áfram íslensku- námi? „Á þessum ferðalögum og síð- ar hef ég haldið áfram að læra íslenskuna. Mér finnst íslenskan ekki eins erfítt mál og margir halda fram, ég vil heldur tala íslensku en ensku. Ég var eina viku á ferðalagi um Island árið 1987 og ég notaði tækifærið og fór í mín gömlu fótspor hér á landi og leitaði uppi mína gömiu vinnufélaga. Ég fann einn þeirra á Selfossi, og það var eins og við hefðum hist í gær. Þessi vinnufé- lagi minn heilsaði mér með þeim orðum að hann hefði dreymt mig nóttina áður - það var dálítið einkennileg tilviljun. Hefur þú haft mikið samband við íslendinga? Já, það hef ég gert. Eftir um- rætt ferðalag fór ég út til Þýska- lands á ný en hélt -------------- áfram að byggja u' samband mitt við land og vini mína þar. Ég hef starfað fram á þennan dag sem tré- smiður í Lubeck. Ég er húsasmiður og hef byggt mörg hús í mín- um heimabæ og víðar, — t.d. í Hamborg. I öllum fríum sem ég hef tekið frá starfi mínu hef ég farið til íslands hin síðari ár. Allir íslenskir vinir mínir eru búnir að heimsækja mig til Þýskalands. Hvers vegna ert þú svona hrifinn af íslandi? „Mér finnst ísland mjög sér- stakt land og er beinlínis ástfang- Raímund Brikenmeier ► Raímund Brikenmeier er fæddur í Suður-Þýskalandi árið 1935. Hann lauk trésmiðanámi 1953. Hann hefur síðan starfað sem trésmiður í Lubeck í Þýskalandi og víðar, einkum við húsabyggingar. Hann starf- aði á íslandi um tima 1955 og ári seinna kom hann aftur og var hér þá í eitt og hálft ár. Hann er kvæntur Anne Lise og eiga þau tvö börn. Ég gæti vel hugsað mér að búa hérna á íslandi þeg- ar ég fer á eft- irlaun eftir nokkur ár. inn af því og þeirri þjóð sem þar býr. Einu sinni hitti ég Sveindísi, dóttur vinar míns Hermanns Ragnarssonar, á flugvellinum í Hamborg. Það kom í ljós að hún býr ásamt manni og börnum í Lubeck. Við höfum haft gott samband síðan og hún er mér sem mín íslenska dóttir, eins og ég segi stundum við hana í gríni. Hefur þú ferðast víða um ísiand? „Já, það hef ég gert. Ég hef ferðast um allt ísland og í sumar hef ég farið frá Seyðisfirði til Vopnafjarðar og Akureyrar, kringum Snæfellsnes, til Vest- mannaeyja og á Selfoss. Erindi mitt er það eitt að ferðast um landið og heimsækja þá vini sem ég hef eignast við dvöl mína hér á undanfömum árum. í allt hef ég komið tólf sinnum til íslands. ísland er mjög ólíkt Þýskalandi, hér er enginn skógur sem heitið getur, heitir hverir sjást ekki í Þýskalandi né heldur jöklar, nema í Ólpunum. íslenskur matur þykir mér líka mjög góður og sérstakur. Hvað finnst fólki íÞýskalandi um þennan mikla íslandsáhuga þinn? „Fjölskylda mín og vinir í Þýskalandi eru dálítið hissa á þessari íslandsáráttu minni, en þeir hafa skoðað mikið af mynd- um héðan og haft gaman af. Stofan mín heima í Lubeck er full af minjahlutum frá íslandi. Ég les Morg- unblaðið heima í Þýskalandi, oft eru blöðin orðin gömul þegar ég fæ þau í hendur en það gerir ekkert til, ég hef jafngaman af þeim samt, þau hjálpa mér að halda við þeirri íslenskukunnáttu sem ég hef þegar öðlast og bæta heldur við hana. Ég er fastákveð- inn í að koma hingað næsta ár og svo lengi sem ég get. Ég gæti vel hugsað mér að búa hérna á íslandi þegar ég fer á eftirlaun eftir nokkur ár.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.