Morgunblaðið - 13.08.1996, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996
URVERINU
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
SINDRIVE tekur olíu í Smugimni.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Tvö skip á landleið með
fullfermi úr Smugunni
VEIÐI DATT alveg niður í Smug-
unni um hádegisbilið á sunnudag
eftir mjög góða veiði þar í tæpa
viku. Hitastig sjávar lækkaði nokk-
uð og er það talin ástæða þess að
fiskurinn hvarf. Skip hafa þó orðið
vör við físk rétt innan landhelgislínu
Noregs og því eru menn bjartsýnir
á áframhaldandi veiði. Tvö skip
hafa þegar fengið fullfermi og eru
á landleið.
Svo virðist sem fiskurinn hafí
hopað út úr Smugunni með kaldari
sjó en að sögn þeirra skipstjórnar-
manna sem Morgunblaðið ræddi við
í gær snerist vindur í Smugunni í
fyrradag og við það kólnaði sjórinn
um gráðu. Kristján Elíasson, stýri-
maður á Sigli, sagði að líklega hafi
þorskurinn ekki farið langt. „Það
hafa nokkur skip farið suðvestur
við línuna, inn í norsku lögsöguna,
til að taka olíu og þar hafa verið
bullandi lóð. Það er hinsvegar sama
hvert er farið hérna inn I Smug-
unni, hér er ekki neitt að sjá. Við
hífðum eftir þrettán tíma tog og
fengum um Vh tonn. En við erum
Ýmist mokveiði
eða algjör ör-
deyða hjá íslensku
skipunum
langt frá því að vera svartsýnir,
þetta getur gosið upp jafn skjótt
og það hvarf,“ sagði Kristján.
50 tonn á 18 mínútum
Kristján sagði að mokið síðustu
daga hafi verið ævintýralegt og
menn því undrandi yfir því að fisk-
urinn hverfi svo skyndilega. „Menn
voru að hífa hér 30-50 tonna hol
fyrir hádegi á sunnudag en þegar
átti að kasta eftir hádegið var allt
horfíð. Fyrir helgi var dregið í mesta
Iagi fjóra tíma á sólarhring og ann-
ars legið í vinnslu. Lóðningarnar
hér voru allt að 100 faðma þykkar
og við fengum til dæmis 50 tonna
hal eftir 18 mínútna tog. En nú
sést hvergi arða. Þetta er stórund-
arlegt," sagði Kristján.
Þrjár vikur á reki
Tveir togarar eru nú á leið úr
Smugunni með fullfermi. Frystitog-
arinn Klakkur SH er á heimleið en
ísfisktogarinn Már SH frá Ólafsvík
hélt á sunnudag áleiðis til Hull í
Englandi með um 230 tonna afla.
Már SH hefur verið í Smugunni í
mánuð en hefur látið reka þangað
til aflahrotan hófst í síðustu viku
og fékk aflann á fímm dögum. Að
sögn Stefáns Garðarsonar, fram-
kvæmdastjóra Snæfellings hf., eru
um 115 tonn aflans 2'h til 4 kílóa
þorskur en um 70 tonn eru 4 kíló
og yfír og aflaverðmætið í kringum
20 milljónir króna. Stefán segir að
líklega fari Már SH aftur í Smug-
una þar sem skipið hafi engin verk-
efni innan landhelginnar það sem
eftir er fiskveiðiársins.
Nú eru 30 íslenskir togarar á
veiðum í Smugunni en samkvæmt
upplýsingum frá Tilkynningaskyld-
unni munu 15 togarar vera á leið-
inni þangað en reikna má með að í
allt muni um 50 skip fara í Smuguna.
Viðhaldinu sinnt
NÚ ER góða veðrið og stillurn-
ar ekki notaðar til sjóferða.
Kvótinn er búinn. Bræðurnir
Pálmi og Benedikt Héðinssynir
á Húsavík nota því blíðuna til
að dytta að bátnum sínum. Þeir,
sem stunda grásleppuveiðar á
vorin telja sig margir nauð-
beygða til að vera á aflamarki,
en ekki sóknardögum, þar sem
alltaf kemur einhver þorskur í
grásleppunetin.
Blair sætir gagn-
rýni flokksbræðra
London. The Daily Telegraph.
TONY Blair, leið-
togi breska Verka-
mannaflokksins,
sætir nú æ harðari
gagnrýni vinstri-
afla innan flokks-
ins. Tveir fyrrver-
andi ráðherrar
sökuðu hann á
sunnudag um að
hafa „afneitað
grundvallarhugsjónum" flokksins
og sögðu að hann gæti ekki haldið
„hinum sanna Verkamannaflokki“ í
fjötrum til frambúðar.
Fjórum dögum áður hafði einn
af forystumönnum flokksins, Clare
Short, varað við því að „myrk öfl“
væru að ráðskast með Blair og knýja
hann til að kasta hugsjónum flokks-
ins fyrir róða. Peter Shore, fyrrver-
andi umhverfismálaráðherra, og
Roy Hattersley, fyrrverandi vara-
leiðtogi flokksins, tóku undir þessa
gagnrýni í viðtölum um helgina.
Shore gagnrýndi Blair fyrir að
gefa til kynna að Verkamannaflokk-
urinn hefði ekki lengur hug á að
jafna lífskjörin í landinu og bæta
og auka þjónustu ríkisins. Hann
sagði þetta grundvallaratriði í
stefnu flokksins og sakaði Blair um
uppgjöf með því að taka undir hug-
myndir íhaldsflokksins um að
minnka þurfí útgjöld ríkisins. „Að
snúa við blaðinu á þeirri forsendu
að andstaðan við hugsanlegar
skattahækkanir sé svo mikil að ekki
megi einu sinni minnast á þær og
því þurfí að draga úr ríkisútgjöldun-
um jafngildir í raun því að gefast
upp áður en orrustan hefst.“
Ottast íhaldsflokkinn meira
íhaldsflokkurinn notfærir sér
ummæli Clare Short í auglýsinga-
herferð þar sem Blair er sýndur
með rauð og djöfulleg augu. Undir
myndinni er vígorðið „Nýr Verka-
mannaflokkur, ný hætta" ásamt til-
vitnunum í Short um „myrku öflin“
á bak við Blair.
Ný viðhorfskönnun Gallup bendir
þó til þess að breskir kjósendur telji
það mun meira áhyggjuefni að
Ihaldsflokkurinn vinni sigur í næstu
þingkosningunum en Verkamanna-
flokkurinn.
í könnuninni kemur m.a. fram að
þeir sem ætla að kjósa Verkamanna-
flokkinn óttast mest að verðbólgan
aukist og skattar hækki komist
flokkurinn til valda. 46% aðspurðra
sögðust óttast að undir stjóm Verka-
mannaflokksins myndu Bretar afsala
sér of miklum völdum til Evrópusam-
bandsins. Jafn margir óttuðust hins
vegar að Bretland yrði „of einangrað
pg áhrifalítið í Evrópu" undir stjórn
Ihaldsflokksins.
Varnarmálanefnd sænska þingsins
Svíþjóð gangi í sam-
tök evrópskra her-
gagnaframleiðenda
VARNARMALANEFND sænska
þingsins leggur til að Svíþjóð sækist
eftir aðild að samtökum vestur-evr-
ópska hergagnaframleiðenda,
WEAG (Western European Arma-
ments Group), sem eru nátengd
Atlantshafsbandalaginu (NATO) og
Vestur-Evrópusambandsinu (VES).
Svenska Dagbladet greindi frá
þessu I gær.
í skýrslu varnarmálanefndarinn-
ar um sænsk öryggismái, sem gerð
var opinber í gær, er sérstakur kafli
um framtíð sænska hergagnaiðnað-
arins. Þar kemur fram að verði hann
ekki lagaður að hergagnaiðnaði að-
ildarríkja NATO og VES hið snar-
asta, muni samkeppnisstaða hans
versna og sænsk hergagnafram-
leiðsla eigi á hættu að einangrast.
Aðiid að WEAG sé því eftirsóknar-
verð. Markmið WEAG eru að þróa
sameiginleg evrópsk vopnakerfi,
mæta samkeppni frá Bandaríkjun-
um og auka útflutning.
Að sögn SvD hefur sænska ríkis-
stjórnin haft áhyggjur af stöðu her-
gagnaiðnaðarins og þeirri staðreynd
að sænskum hergagnaframleiðend-
um hefur gengið illa að koma á
samstarfí við fyrirtæki í öðrum Evr-
.*★★★*
EVRÓPA**
ópuríkjum. Blaðið segir sænska her-
gagnaframleiðendur lengi hafa ósk-
að eftir aðild að WEAG, en málið
hafi verið viðkvæmt vegna tenging-
ar samtakanna við NATO og VES.
Samhæfing við heri NATO
Innan ramma Friðarsamstarfs
NATO, sem Svíþjóð tekur þátt í, er
að þróast vísir að samstarfi og sam-
ráði um hergagnaframleiðslu. Að
sögn SvD hefur reynslan af heræf-
ingum friðarsamstarfsríkjanna og
af þátttöku Svía í friðargæzluiiðinu
í Bosníu sýnt, að mikilvægt sé að
tryggja samhæfíngu herafla Sví-
þjóðar og NATO-ríkjanna. „Talið
er að það verði æ erfiðara að standa
utan viss samstarfs við hemaðar-
bandalögin VES og NATO, jafnvel
þótt þing og ríkisstjórn vilji ekki
ræða beina aðild,“ segir í frétt
Svenska Dagbladet.
Finnland og nágrannaríkin
ESB styrkir sam-
starf yfir landamæri
EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur veitt
63 milljónum ECU, eða um 5,3
milljörðum króna, til að efla sam-
starf finnskra landamærahéraða við
byggðir handan landamæranna í
Noregi, Svíþjóð, Rússlandi og Eist-
landi.
Styrkjunum er ætlað að bæta
lífskjör á svæðunum, sem um ræð-
ir, efla efnahags- og félagslega
þróun og hvetja til viðskipta og
samstarfs fyrirtækja beggja vegna
landamæranna, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins.
Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópu-
sambandið styrkir landamæraverk-
efni þar sem Eistland og Rússland
eru samstarfsaðilar.