Morgunblaðið - 13.08.1996, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Margar sýningarnar tengjast einn-
ig húsum og sögu bæjarins með
ólíkum hætti þó. Hér fá jafnt leik-
ir sem lærðir að sýna og má sjá
þar verk áhugamanna sem og vel
þekktra listamanna. Sá kostur er
valinn hér að leiða lesandann um
sýningarnar „húsavís". Elst hús-
anna er gamla verslunarhús
Gránufélagsins frá 1874. Reyndar
stendur aðeins grunnurinn eftir
úti á Vestdalseyrinni. Þar hefur
Inga Jónsdóttir komið verki sínu
„Window Shopping" fyrir í einni
gluggatóttinni. Það er unnið upp
úr þeim nýju verslunarháttum sem
sjást í síauknum mæli á alnetinu.
Skjámyndir verslana sem starf-
ræktar eru á ainetinu hafa verið
ljósritaðar yfir á glærur og þær
síðan settar upp í gluggaramma.
Hægt er að horfa gegnum skjáinn
um leið og sést inn í gamlan grunn
Gránufélagshússins sem jafnframt
var einn af gninnsteinum nútíma-
verslunar á íslandi.
Sýningar í netaverkstæði
og tækniminjasafni
í Angró, bryggjuhúsi sem fram-
kvæmdamaðurinn Ottó Wathne lét
reisa árið 1881, má sjá litskyggnu-
verk sem höfundur verksins, Diet-
er Roth, færði svo rausnarlega
Seyðisfjarðarkaupstað að gjöf í
tilefni aldarafmælis kaupstaðarins
í fyrra. Verkinu fylgdu sýningar-
vélar, ýmis gögn varðandi tilurð
verksins og sérsmíðaður kassi
utan um allt saman. Litskyggn-
urnar eru af öllum húsum á Seyð-
isfirði. Annars vegar af húsunum
öllum í desember 1988 og hins
vegar um sumarið 1995. Fimm
sýningarvélar eru notaðar samtím-
is til þess að varpa myndunum á
veggi inni í sýningarsalnum. Sýn-
ingarsalurinn hýsti áður netaverk-
stæði og tilheyrir reyndar neta-
gerðinni Fjarðameti sem notar
hann undir starfsemi sína annars.
Stólar eru fyrir gesti til þess að
tylla sér meðan þeir horfa á mynd-
irnar og eiga möguleika á að sjá
þær breytingar sem hafa orðið á
sjö árum auk þess sem hægt er
að bera saman árstíðimar. Dieter
hefur útbúið upplysingar um tilurð
verksins og framkvæmd sem
Iiggja frammi. Verkið unnu annars
þeir Björn Roth og Eggert Einars-
son, en Björn sá um uppsetningu
þess.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
í RÚSTUNUM á Vestdalseyri, þar sem Gránufélagið stundaði verslun fyrir síðustu aldamót, hefur
Inga Jónsdóttir komið fyrir verki sínu „Window Shopping".
Margt „á Seyði“
á Seyðisfirði
Hjá Tækniminjasafni Austur-
lands í gömlu símstöðinni á Seyðis-
firði hafa þau Þóra Guðmunds-
dóttir og Martin Samtleben sett
upp sérsýningu sem nefnist „Hús-
in í bænum, þróun byggðar á Seyð-
isfirði 1850-1950.“ Þar er þróun
byggðar í Seyðisfirði rakin í máli
og myndum og húsin í brennidepli.
Gáfu hús til
menningarsatrafsemi
Hjónin Karólína Þorsteinsdóttir
og Garðar Eymundsson gáfu á
þessu ári stórt og gæsilegt hús,
Skaftfell, undir menningarstarf-
semi á Seyðisfirði. Starfsemin í
Skaftfelli hófst þar með sýningu
bóklistarforlagsins og gallerísins
Boekie Woekie í Amsterdam sem
DIETER Roth sér víða stað „á Seyði“. Þessar myndir eru á sýn-
ingu hans á Hótel Snæfelli.
EINN Sýningarsalurinn hýsti áður netaverkstæði og tilheyrir
reyndar netagerðinni Fjarðarneti.
FRÁ Safnarasýningunni í Seyðisfjarðarskóla.
FRÁ sýningu á verkum Stórvals
að Vesturvegi 8.
SÝNING Boekie Woeki er haldin í nýju menningarhúsi Seyðfirð-
inga, Skaftfelli.
ANNAÐ árið í röð bjóða
Seyðfírðingar til sýn-
inga undir samheitinu
„á Seyði“. Sýnt er á sjö
mismunandi stöðum og
eru allir sýningarstað-
irnir eldri hús bæjarins.
Pétur Kristjánsson
segir, að sá kostur fylgi
því sýningarrápi um
bæinn að möguleiki
gefst til þess að skoða
innviði húsa sem ekki
eru endilega aðgengileg
að öllujöfnu.
heldur um leið upp á tíu ára af-
mæli sitt. Sýningarsvæðið er bjart
og rúmgott og sýningin að sama
skapi tilkomumikil og innihalds-
rík. Þar gefur að líta myndverk,
bókverk og ýmislegt fleira eftir
marga listamenn; Dieter Roth,
Björn Roth, Kristján Guðmunds-
son, Rúnu Þorkelsdóttir, Henri-
ette Van Egten, Jan Foss, Cornel-
ia Hoedeman, svo einhverjir séu
nefndir.
Á Hótel Snæfelli er sýning Diet-
er Roth. Þar er röð úr 20 myndum
sem gerðar eru út frá 5 tússpenna-
teikningum. Gengið var út frá
þeim fimm fyrirmyndum þegar
gerð voru A4 afrit sem hann síðan
vann áfram með tússpennum. Síð-
an voru gerð afrit af öllum 10
myndunum á stærðinni A3, fjögur
afrit af hverri. Á þeim afritum var
síðan aftur unnið lítillega með tús-
spennum.
Við Vesturveg stendur gamla
sýslumannshúsið, bjálkahús frá
upphafi aldarinnar sem blasir við
þegar komið er í bæinn. Þar eru
sýningar tvær. Annars vegar eru
þar myndir Stefáns V. Jónssonar
Stórvals frá Möðrudal sem eru
aðallega landslagsmyndir. Hins
vegar er Halldór Ásgeirsson þar
með sýningu, bæði á myndverkum
og svo hraungrýtisverkum sínum
sem vakið hafa mikla athygli.
Heimamenn sýna
í skólahúsinu
Seyðisíjarðarskóli er glæsilegt
timburhús frá aldamótatímanum.
Þar eru sýningar heimamanna og
kennir þar margra grasa. Aðal-
heiður Davíðsdóttir sýnir blóma-
myndir og kort sem hún hefur
unnið úr þurrkuðum blómum á
handgerðan pappír. Svava Sófus-
dóttir sýnir hina vönduðu glermuni
sem hún gerir. Garðar Eymunds-
son sýnir málverk, aðallega lands-
lagsmyndir. Ásgeir Emilsson,
Geiri, sýnir ýmiss konar fíngerða
ramma, stóla og öskubakka sem
hann framleiður úr tómum öldós-
um, sígarettupökkum og fleira og
skreytir eftir sínu höfði. Þar má
sjá árangur hinna ýmsu safnara í
bænum sem sýna hin margvísleg-
ustu söfn sín. Þar vekur hergagna-
safn Jóhanns Sveinbjörnssonar
mesta athygli og hefur fengið heil-
an sal út af fyrir sig. Þó eru söfn-
in allrar athygli verð.
Ljósmyndasýningin kom mér
sérstaklega á óvart. Hana unnu
þrír ungir menn, Haukur Óskars-
son, Daníel Björnsson og Birkir
Bjömsson. Þar eru hendur í aðal-
hlutverki og fannst mér sérstak-
lega hrífandi að sjá hversu mikið
má segja um manneskjuna og
breytileika hennar með ekki fleiri
myndum en þarna eru. Sýningarn-
ar verða opnar daglega til 25.
ágúst nema á Tækniminjasafninu
sem verður opið alla daga nema
mánudaga til 31. ágúst.