Morgunblaðið - 13.08.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 23
BÓKMENNTIR
Ljóöabók
LJÓÐ Á LANDI OG SJÓ
eftir Karl-Erik Bergman í þýðingu
Aðalsteins Asbergs Sigurðssonar.
Dimma 1996. Bókin er 63 blaðsíður
með eftirmála.
KARL-Erik Bergman (1930-)
er hamingjusamur sjómaður og
skáld frá Alandseyjum sem yrkir
í senn hafið og Ijóðin sín af trú-
mennsku, sannfæringu og ástríðu.
Lífsbjörg sína sækir hann í hafið
en færir um leið reynslu sína í
letur til dýpri skilnings á tilver-
unni. Úrval ljóða hans er nú kom-
ið á prent í íslenskri þýðingu Aðal-
steins Ásbergs Sigurðssonar og
hefur að geyma fjörutíu og fimm
VERK eftir Sigurjón Hjört
Sigurðsson.
*
Islenskur
myndlistar-
maður sýnir
á Tenerife
SIGURJÓN Hjörtur Sigurðsson
heldur myndlistarsýningu á Casino
de Tenerife, Plaza de la Candelaria,
11 - Santa Cruz de Tenerife
16.-30. september.
Sigutjón fæddist 1950 og ólst
upp í Hafnarfirði. Hann lauk prófi
frá Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera-
gerði og síðan lá leið hans utan; til
Englands, Svíþjóðar, Danmerkur
og fieiri landa. Hann hafði sér-
menntað sig á sviði blómaskreyt-
inga og vann við það á sumrin en
fékkst aðallega við myndlist á vet-
urna.
Um áramótin 1992-93 hélt hann
einkasýningu í Perlunni á stórum
„collage" myndum. Siguijón sækir
oft myndefni sitt í heim goðsagna
og drauma. Nú hefur honum verið
boðið að halda einkasýningu á
Tenerife sem hann hefur þegið. í
sýningarskrá listamannsins stendur
eftirfarandi:
„Hinn íslenski listamður Siguijón
Hjörtur Sigurðsson sýnir klippi-
myndir þar sem þemað er „goð-
sagnir". Island, landið sem Siguijón
kemur frá, er land líkt og Tenerife
þar sem eldgos og jarðskjálftar eru
mjög algengir. Staður þar sem fólk-
ið lifir í skugga vetrarins. Það er
sennilega ástæða hinnar aldagömlu
hefðar að treysta á nauðsyn drauma
sinna. Draumur er veruleiki og
veruleiki er draumur. Myndir Sigur-
jóns endurspegla drauma og veru-
leika.“
♦ » ♦
•ÁHUGAFÓLK um óvenjuleg og
ódýr listaverk getur gert góð
kaup í borgarlistasafninu í Wor-
chester þar sem selt er ryk í
poka fyrir aðeins 100 ísl. krónur.
Þetta er ekkert venjulegt ryk,
heldur sýnishorn af hundrað ára
sögu safnsins, bætt með ögnum
úr „íbúum safnsins11, hverjir svo
sem það eru. Til að bæta um
betur segja taismenn þess að
rykið hafi einnig að geyma húð-
og hárfrumur úr gömlum safn-
vörðum ...
„ Ljóðfrá
Alandseyjum
ljóð úr sjö bókum
frá árunum
1957-1993.
Þetta eru einföld
og skrautlaus
frásagnarljóð
sem flest draga
upp myndir af
hversdagslífi sjó-
mannsins og ein-
yrkjans sem lifir
og starfar á mörkum lands og sjáv-
ar. Karl-Erik er staðfastur maður
í orðsins fyllstu merkingu enda
bundinn átthögum sínum við hafið
sem eru honum allt í senn upphaf
og endir alls lífs, fæðing og dauði:
Hafíð
er mín stóra ást.
Þegar ég eitt sinn dey
vil ég deyja hjá því sem ég elska.
Veiði síðan einhver sjóari
hvítleit beinin mín
vil ég
að hann bijóti eitt þeirra,
skafi burtu sjávartúlípanana
og blási nokkra veika tóna
við hávellusönginn,
er hann vaggar fram á lognöldunni
til að hljóma á brott
í roðnandi sólaruppkomunni.
Þá er hring mínum lokið.
Maður og haf renna saman í
eina heild í ljóðum Karls-Eriks og
skáldið nær að höndla tilveru sína
eins og sjómaður fisk í net. Líf-
heildarhyggja er ríkjandi þáttur í
ljóðagerð hans þar sem nánum og
órofnum tengslum manns og nátt-
úru eru gerð glögg skil. Það gilda
nefnilega sömu lögmál um ævi
mannsins og hringrás náttúrunnar
því hvorttveggja tilheyrir lífheild-
inni á sömu forsendum. Maðurinn
er aldrei settur ofar sköpunarverk-
inu heldur séður sem eðlilegur
hlekkur í lífkeðjunni. Engu er því
ofaukið í þessum ljóðum og mynd-
málið er hreint og klárt. Þau eru
öðru fremur lágvært eintal manns
sem rær til fískjar einn á báti á
opnu hafi að afla sanninda en eink-
um og sér í lagi staðfestu á eigin
lífi.
Ljóð á landi og sjó er að öllu
samanlögðu látlaust og greinarg-
ott úrval ljóða Karls-Eriks Berg-
mans. Yrkisefnin eru öll af líkum
toga og snúast í grundvallaratrið-
um um tilvist mannsins í heiminum
þar sem bjartsýn og tiltölulega
léttlynd afstaða ræður ríkjum.
Þýðing Aðalsteins Ásbergs Sig-
urðssonar virðist áreynslulaus og
í fullu samræmi við innihald þess-
ara ljóða.
Jón Özur Snorrason
Þessi nýja þvottavél frá
Whirlpool skartar mörgum
tækninýjungum og kostum
sem þú skalt ekki láta fram
hjá þér fara.
- Lágt verð!
- Stór hurð sem opnast 156°
þér til þæginda.
-„Water lift systern" sem
eykur gæði þvottarins.
- Ullarvagga. Vélin „vaggar"
þvottinum líkt og um
handþvott væri að ræða.
- Nýtt silkiprógram.
- Barnalæsing.
Heimilistæki hf
AWM254 500/800sn 56.950 kr.stgr.
AWM255 600/900sn 62.300 kr.stgr.
AWM256 600/1 OOOsn 69.250 kr.stgr.
AWM258 120/1200sn 78.750 kr.stgr.