Morgunblaðið - 13.08.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 13.08.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Þarf að setja hámark á aldur Islendinga? í FRAMHALDI af umræðunni um það hvílíkur vandi steðji að ís- lensku efnahagslífi útaf óhóflegri íjölgun aldraðra, svo og hugmynd- inni um hámarksaldur, sem eignuð hefur verið Margréti Indriðadóttir blaðamanni, þykir höfundi rétt að benda stjórn lýðveldisins og löggjaf- arþingi á hugsanlega lausn vand- ans. Því eru þessi frumvarpsdrög lögð fram. Mottó. Sá sem biður: Sá sem biður um lengra líf en löngum var talið hófi næst þykir mér haldinn hugar glöpum heimska vekur upp slíka bæn.. (Sófókles 496-406, f.Kr. Þýð. Helgi Hálfdánarson.) Frumvarp tiþlaga um hámarksaldur íslendinga (Lagt fram á löggjafarþingi íslend- inga.) I. kafli. Markmið. 1. grein. Markmið með frumvarpinu er að koma í veg fyrir að einstaklingar, sem náð hafa tilteknum hámarks- aldri, vaidi svo mikilii röskun á þró- un efnahagsmála á íslandi, að stjórnvöld sjái sig nauðbeygð til að að hækka skatta á arðbærum fyrir- tækjum eða vel efnuðum og hálaun- uðum einstaklingum, eða draga úr bráðnauðsynlegum útgjöldum ríkis- ins, svo sem til utanferða og risnu embættismanna, eða sérstakra gæluverkefna stjórnvalda, ein- stakra ráðherra eða annarra stjórn- málamanna. II. kafli. Skilgreiningar. 2. grein. Hámarksaldur er hæsti aldur sem einstaklingi er heimilt að ná skv. lögum. 3. grein. Hámarksaldur skal ekki ákvarð- ast í eitt skipti fyrir öll, heldur í tengslum við gerð fjárlaga ár hvert (sbr. ákvæði síðustu ijárlaga um breytilegan ellilífeyri). Skal þá taka tillit til afkomu ríkissjóðs og spár Þjóðhagsstofnunar um hagvöxt á árinu. 4. grein. Gæluverkefni eru verkefni, ákveðin af ríkisstjórn, ráðherrum eða einstökum stjórnmálamönnum, til að auka og viðhalda kjörfylgi og styrkja sjálfsmynd þeirra, þótt þau verkefni kunni að breyta einhveiju um afkomu þjóðarinnar. III. kafii. Framkvæmd. 5. grein. Til að stuðla að framkvæmd lag- anna skal sett á stofn „Ureldingar- stofnun ríkisins“. 6. grein. Stofnunin skal vera undir yfir- stjórn heilbrigðis- og tryggingar- ráðuneytisins og starfa náið með og hafa upplýsingatengsl við ráðu- neyti fjármála og félagsmála. 7. grein. „Úreldingarráð" stjórnar stofn- uninni. Það er skipað fulltrúum allra stjórnmálaflokka, auk fulltrúa þjóð- kirkjunnar og neytendasamtak- anna. 8. grein. Forstjóri er skipaður af ráðherra eftir tillögum úreldingarráðs og skal að öðru jöfnu valinn úr hópi fallinna alþingismanna, sem ekki hafa náð úreldingaraldri. 9. grein. Úreldingarráð er æðsti úr- skurðaraðili um úreldingarmál, þó má skjóta útskurði þess til ríkis- stjórnar eða umboðsmanns Alþing- is. 10. grein. Úreldingarráð skipar úreldingar- nefndir í öllum kjördæmum lands- ins, eina eða fleiri, eftir fjölda íbúa í kjördæminu og skal ákvarða skip- an þeirra og fjölda með reglugerð. 11. grein. Hlutverk nefndanna er að sjá um framkvæmd laganna, hver í sínu umdæmi, í samræmi við úrskurð Úreldingarráðs. Nefndirnar skulu hafa alla einstaklinga í um- dæmi sínu á tölvuskrá, sem er nettengd við allar slíkar skrár á landinu. Skráin skal vera þannig forrituð að nöfn þeirra sem nálgast úreldingu birt- ist á sérstökum tölv- uskjá viðkomandi úr- eldingarnefndar, þegar þrír mánuðir eru til stefnu. Nefndin skal þá rita viðkomandi og nánustu aðstandendum bréf, sem tilkynnt er um úreldinguna. 12. grein. Settar skulu á stofn úreldingar- stöðvar í öllum kjördæmum. Fjöldi þeirra fer eftir fólksfjölda en þær skulu, fyrst um sinn, staðsettar á sjúkradeildum, sem lokaðar eru vegna sparnaðar. 13. grein. Um framkvæmd úreldingarinnar fer eftir reglugerð, sem samin er í samráði við sérfræðinga, en þess skal gætt í hvívetna að úreldingin fari fram með fullri reisn. (sbr. frumvarp til laga um réttindi sjúkl- inga frá síðasta þingi). Þó skal gætt fyllsta sparnaðar, nema úreld- ingarþeginn eða aðstandendur hans óski annars og bera þeir þá allan kostnað sem af því leiðir. IV. kafli. Undanþágur. 14. grein. Hægt er að sækja um frestun á úreld- ingu, ef viðkomandi eða aðstandendur hans ábyrgjast að frestunin leiði ekki af sér au- kaútgjöld fyrir ríkis- sjóð. 15. grein. Greiða skal sérstakt gjald, fyrir frestun á úreldingu. Gjaldið skal renna í úreldingarsjóð og upphæð ákveðast i . með reglugerð. „... 16. grein. Bjornsson Fell* skai niður þar greiðslur bóta almannatrygginga til þeirra sem fá úreldingu frestað. V. kafli. Fjármögnun. 17. grein. Stofna skal „úreldingarsjóð" með sérstakri reglugerð frá fjármála- ráðuneyti. 18. grein. Sjóðinn skal fjármagna, að einum þriðja með framlagi úr ríkissjóði, að einum þriðja með framlagi úr sveitasjóðum og að einum þriðja með úreldingarskatti, sem lagður er á lífeyrissjóði sem hlutfall af því fé sem sjóðimir spara við fækkun elstu lífeyrisþega. 19. grein. Fyrst um sinn skal fjármálaráð- herra vera heimilt að leggja sér- stakan skatt á alla landsmenn, eldri Settar skulu á stofn úr- eldingarstöðvar, segir — Arni Björnsson, í öllum kjördæmum landsins. en 60 ára, til að afla stofnfjár- magns í sjóðinn. VI. kafli. Um brot á lögum um hámarksaldur. 20. grein. Fyrir brot á lögum þessum skal refsa með fjársektum eingöngu, sökum augljósra vandkvæða við fangelsisvist og skal sektarfé renna í úreldingarsjóð. VII. kafli. Um gildistöku. 21. grein. Lög þessi öðlast gildi, þegar þau hafa verið samþykkt og gengið úr skugga um að þau brjóti ekki í bága við alþjóðleg lög eða reglu- gerðir sem Island er aðili að. Greinargerð: Eitt stærsta vandamál, sem ís- lenska þjóðin svo og ýmsar aðrar þjóðir um heim allan, hafa við að glíma, er fjölgun einstaklinga, sem ná of háum aldri. Aldurshækkunin er afleiðing af óeðlilega góðum lífs- kjörum, óeðlilega heilbrigðum lifn- aðarháttum, ásamt óæskilegum framförum í læknisfræði. Þegar þessir einstaklingar hafa náð ákveðnu aldursmarki, stuðla þeir ekki lengur að æskilegum hag- vexti og stefnir nú í það að hag- vöxtur muni hægja á sér, eða jafn- vel stöðvast sums staðar, ef þróun þessi heldur áfram. Vér íslendingar höfum til þessa haldið útgjöldum til svokallaðra velferðarmála nokkuð í skefjum, miðað t.a.m. við aðrar Norður- landaþjóðir, en nú er samt svo komið, að halli á ríkissjóði verður ekki réttur af, nema með því að draga verulega úr þeim. Nokkur smáskref hafa þegar verið stigin af hálfu forsjállar ríkisstjórnar, en betur má ef duga skal. Eðlilegast virðist að beina sjón- um til þeirra notenda velferðar- kerfisins, sem ekki lengur stuðla að auknum hagvexti en það er ein- mitt sívaxandi fjöldi óeðlilega gam- alla einstaklinga, sem lokið hafa hagvaxtaraukandi hlutverki sínu. Sú aðferð að draga smátt og smátt úr framfærslueyri aldraðra er mjög seinvirk og vafamál að hún geti talist mannúðleg. Sama má raunar segja um þær illnauðsyn- legu sparnaðaraðgerðir að loka öldrunardeildum þar sem vista þyrfti gamalmenni, sem orðin eru karlæg eftir lokun endurhæfingar- deilda, (sbr. sparnaðartillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur). Forfeður vorir notuðu þá aðferð, til að draga úr ómagaframfærslu, að láta menn ganga fyrir ætternis- stapa og sagt er að grænlensk gamalmenni labbi sig á vit jökulíss- ins, þegar þau fylgja ekki lengur ættflokknum. í ljósi nútímatækni ættu svo grófar úreldingaraðferðir að vera óþarfar. Niðurstaða. Ljóst er að velferðarmál á ís- landi eru að komast í óefni og að stjórnvöld ráða ekki lengur við þá óheillaþróun, nema grípa til rót- tækra ráðstafana. Verði frumvarp í þessa veru samþykkt, mundi það skipa íslend- ingum í forystusveit þeirra þjóða sem nú reyna, með mismunandi virkum meðölum, að lækna upp- dráttarsýkina í hagvaxtarpeningi sínum. Höfundur er læknir og ellilífeyrisþegi. ÞOLFIMINAMSKEIÐ F.S.I Grunn- og A- stig í þolfimi Réttindanámskeið Fiinleikasambands Islands í þolfnni verður haldið 22. - 25. ágúst n.k. Námskeiðið er 30 kennslustundir og endar með bóklegu og verklegu prófi. Farið verður í eftirfarandi þætti sem tengjast þolfimi: Uppbygging þolfimitíina, kennslufræði, þjálffræði, líffærafræði, meiðsl, styrktarþjálfun og vöðvateygjur. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingur og íþróttakennarar. Skráningu lýkur 20. ágúst. Námskeiösgjald er 14.900,- kr. Þolfiminámskeið Tveir frábærir kennarar frá Bretlandi John A. Seaman og Graham Davies. 31. ágúst -1. september. Nánrskeið fyrir leiðbeinendur í þolfimi og fyrir þjálfara og keppendur í keppnisþolfimi. Boðið Verður uppá fjölbreytta dagskrá með miklum fróoleik og fullt af nýjungum. Námskeið sem enginn þolfimileiðbeinandi má missa af. Skráningu lýkur 29. ágúst. Námskeiösgjald er 10.900,- kr. Nánari upplýsingar og skráning í síma 482-3220 og 482-1431 í Styrk heilsurækt. TILBOÐ: Bæði námskeiðin á 19.900,- kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.