Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 26

Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ H STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTINGAR A GRUNNSKÓLA MIKILVÆGT er að flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga takist vel. Þótt nú hafi verið gengið form- lega frá flutningnum og ýmsum framkvæmdaatriðum er mikil fagleg vinna eftir á vegum sveitarstjórna á hverjum stað, í samvinnu við kennara, skólastjórnendur og annað fagfólk. Þetta starf skiptir sköpum um gæði skólastarfsins undir nýrri stjórn. Ef marka má það, sem fram kemur í sunnudagsviðtali Morgunblaðsins við Gerði Óskarsdóttur, hinn nýja fræðslu- stjóra Reykjavíkurborgar, hyggst stærsta sveitarfélag lands- ins takast á við þetta verkefni af myndarskap. Sem dæmi má nefna áform um einsetinn skóla og lengdan skóladag, en slíkt útheimtir meðal annars nýjar lausnir í samstarfi grunnskóla við tónlistarskóla og aðra listaskóla. Ef vel er á haldið, getur það samstarf orðið öllum til hagsbóta, ekki sízt nemendum skólanna og foreldrum þeirra, en mikil fyrir- höfn og skipulagning fylgir því oft að stunda listnám með- fram skyldunámi. Færsla grunnskólans til sveitarfélaga ætti að geta stuðlað að nánara samstarfi og samráði menntamálayfirvalda við foreldra, þar sem ákvarðanir verða teknar á vettvangi sveit- arstjórna og þar með nær borgurunum. Hugmyndir Gerðar Óskarsdóttur um að skipta Reykjavík upp í skólahverfi, sem hvert hafi sína skólanefnd, eru allrar athygli verðar. Fram- kvæmd þeirra getur orðið til þess að kostir tilfærslunnar nýtist Reykvíkingum sem bezt og að stærð sveitarfélagsins komi ekki niður á borgarbúum að þessu leyti. Á öðrum sviðum nýtur Reykjavík auðvitað stærðarinnar. Rétt er að taka undir með Gerði Óskarsdóttur er hún bendir á að stærðarmunur Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og ann- arra skólaskrifstofa á landinu aukist nú verulega. „Ég sé ábyrgð Reykjavíkur enn meiri en áður, því ég ímynda mér að hún verði meira forystuafl en hún hefur verið á undanförn- um árum,“ segir Gerður. Með öflugu þróunarstarfi og samstarfi við aðrar skólaskrif- stofur getur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur stuðlað að því að efla grunnskólamenntun á landinu öllu. SALABORGAR- FYRIRTÆKJA BORGARRÁÐ mun á fundi sínum í dag fjalla um tillögu um sölu á 30% hlutafjár borgarinnar í Skýrsluvélum rikisins og Reykjavíkurborgar (Skýrr) og öllu hlutafé borgar- innar og Aflvaka í Pípugerð Reykjavíkurborgar. Þá liggur ennfremur fyrir tillaga um að Malbikunarstöðinni og Grjót- námi Reykjavíkurborgar verði steypt saman í eitt hlutafélag. Tillögur þessar eru byggðar á mati starfshóps um sölu borgarfyrirtækja, sem fulltrúar meirihluta og minnihluta áttu aðild að og skilaði tillögum sínum fyrir skömmu. í þeim er auk þess lagt til að starfsemi Ferðaþjónustu fatlaðra verði boðin út og Húsatryggingar Reykjavíkur seldar. Hópur- inn taldi einnig rétt að selja 30% hlutafjár í Malbikunarstöð og Grjótnámi og útilokar borgarstjóri ekki þann kost síðar. Með öllum þessum aðgerðum má að mati starfshópsins bæta stöðu borgarsjóðs um 1,6 milljarða króna. Sögulegar aðstæður lágu að baki því að Reykjavíkurborg hefur á þessari öld tekið virkan þátt í stofnun og rekstri ýmissa atvinnufyrirtækja. Þær aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi og því tímabært að Reykjavíkurborg, rétt eins og aðrir opinberir aðilar, hætti afskiptum af samkeppnis- rekstri. Pípugerð og húsatryggingar, svo dæmi sé tekið, á ekki að vera í verkahring hins opinbera. Embættismenn hafa látið í ljós áhyggjur af því að fyrir- tæki þessi kunni að .koma sér upp einokunaraðstöðu og því þjóni það ekki hagsmunum borgarinnar að selja hlut sinn í þeim. Á móti má benda á að Reykjavíkurborg er það stór aðili á markaðnum að fyrirtæki kæmist seint upp með að hækka verð umfram það sem góðu hófi gegnir. Það er af hinu góða ef hægt er að bæta eiginfjárstöðu borgarinnar. Tillögur starfshópsins marka hins vegar einnig tímamót að því leyti að svo virðist sem nú ríki loks pólitísk sátt um það í borgarstjórn Reykjavíkur að opinberir aðilar eigi ekki að stunda atvinnurekstur í samkeppni við einkaað- ila. Áform um einkavæðingu hafa margsinnis valdið hörðum deilum á vettvangi borgarstjórnar. Það væri fagnaðarefni ef þær deilur tilheyrðu liðinni tíð. Mikið tjón eftir vatnavexti í Kverká, Kreppu og Jökulsá á Fjöll- um um helgina en engar skemmdir urðu þegar Skaftá hljóp Millj ónatj ón vegna hlaups í Kreppu Tjón vegna vatnavaxta sem urðu um helgina í Kverká, Kreppu og Jökulsá á Fjöllum er talið nema nokkrum milljónum króna. Engar skemmdir urðu hins vegar þegar Skaftá hljóp um helgina en það hlaup var í minna lagi. Miklar skemmdir urðu á veginum sem liggur að brúnni yfir Kreppu og sömuleiðis á varnar- garði og veginum um 3 km sunnan við Ásbyrgi. Jarðvegsefni sem Vegagerðin átti eyðilagðist og vinnuskúrar voru umflotnir. Bráða- birgðaviðgerð hefur farið fram á veginum til Ásbyrgis. Jökuláin Kreppa á upptök í Brú- aijökli í Vatnajökli. Áin hefur hlaupið reglulega frá því að mæl- ingar Orkustofnunar hófust árið 1972. Þegar hlaup verða í Kreppu hleypur fyrst úr lóni í Kverkárnesi í Kverká, þaðan í Kreppu og loks í Jökulsá á Fjöllum. Klappir standa hvítþvegnar eftir Talið er að hlaupið hafi hafist fyrri hluta dags á laugardag. Nokk- ur tími líður áður en hlaupsins verð- ur vart við brúna yfir Kreppu því leiðin frá lónunum við vestanverðan Brúaijökul er löng. Kári Kristjáns- son landvörður í Herðubreiðarlind- um segir að hlaupið hafi verið álíka stórt og 1991. Fyllingum beggja vegna brúarinnar yfir Kreppu í Krepputungu skolaði frá og standa klappirnar hvítþvegnar eftir. Kári var ásamt öðrum landvörð- um í bíl sem festist í vatnsmikilli ánni á sunnudag. „Við vorum að kanna ástandið. Það drapst á vél- inni úti í ánni og skolaði undan hjólunum. Bíllinn grófst niður. Við drógum hann upp og ég held að það hafi aldrei verið hætta á ferð- um,“ sagði Kári. Ferðamenn á þessum slóðum á leið frá Herðubreiðarlindum norður í sveit töfðust sumir um einn sólar- hring. Kári sagði að ástandið væri gott núna og sjatnað hefði í ánni. Hann sagði að hlaupið hefði staðið skemur en 1991. Brúin sjálf hefði ekki laskast en vegurinn yrði lokað- ur a.m.k. næstu tvo sólarhringa. Magnús Jóhannsson verkstjóri hjá Vegagerðinni í Reyðarfirði sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær að vatnið væri um það bil að hætta að renna yfir hraunið við Kreppubrúna. Hann sagði að vegurinn yrði ekki fær fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Állir kæmust sína leið en yrðu þó að taka á sig krók og fara vestan við Jökulsá og yfir brúna hjá fjallinu Upptippingum. Þannig komast menn inn í Kverkfjöll og Hvanna- lindir. Vegurinn í sundur á 30-40 m kafla Guðni Oddgeirsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Þórshöfn, hefur staðið í ströngu með sínum mönnum um 3 km sunnan við Ásbyrgi þar sem Jökulsá rauf skörð í varnar- garð og veg. Hann segir að atburða- rásin hafi verið mjög hröð. Vatn hafi streymt yfir allan varnargarð- inn og síðan rofnað skarð í hann vestan við neðri Jökulsárbrúna. Allt laust efni hafi sópast úr veginum á 30-40 metra kafla. Talsverðar skemmdir séu einnig á köflum sitt hvorum megin við skarðið. Brúin sé hins vegar ólöskuð. Guðni segir að við brúna séu brú- arstöplar úr gamalli brú sem var smíðuð líklega um 1905. Þeir hafi staðið þar óhaggaðir fram að þessu hlaupi. Nú hafi grafist undan einum þeirra og halli hann mikið. Guðni segir að sá stöpull hljóti að hafa hlíft aðalstöpli nýju brúarinnar mik- ið því í vatnavöxtum hafi brotið á þeim eldri. „Ég get varla ímyndað mér annað fyrst þessir stöplar fara af stað að þetta sé mesta hlaup sem hefur komið í ána frá því hún var brúuð rétt eftir aldamótin," segir Guðni. Hann segir að töluverð umferð hafi verið um veginn þegar hann tók í sundur en engin hætta hafi samt verið á ferðum. „Mér skilst á þeim sem voru þarna að þegar veg- urinn gaf sig hafi hann nánast svipst burtu á einu andartaki. Þeir sem voru að fara úr Öxarfirði í Ásbyrgi urðu að aka um Hólasand í gegnum Mývatnssveit og um Húsavík og Tjörnes," sagði Guðni. Varasamt að styrkja og hækka varnargarðinn Guðni sagði að búið væri að gera við veginn til bráðabirgða og hann sé ágætlega fær núna. Meira er í ánni núna en venjulega en þó er hlaupinu lokið. Guðni segir að þar sem áin ruddi Skaftárhlaup í rénun Líklegt að gosið hafi undir vestari katli STERKAR líkur eru á því að eldgos hafi brotist út undir vestari sigkatlinum fyrir vestan Grímsvötn á Vatna- jökli á sunnudag. Hlaup varð í Skaftá um helgina en samfara því varð vart mikils óróa við ketilinn. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að ekki sé vitað til þess að eldgos hafi áður verið á þessum stað en talið er að gosið hafi undir eystri sigkatlinum áður. Hlaupið í Skaftá er um helmingi minna en þegar áin hljóp síðast. Margt bendir til þess að eldgos hafi orðið undir Vatnajökli, fyrir vestan Grímsvötn, árin 1989, 1991 og 1995. Páll segir að íssjármæling- ar hafi sýnt að hryggur, svonefndur Lokahryggur, er undir ísnum vestur af Grímsvötnum. Þar sé jarðhiti og uppspretta Skaftárhlaupa sem hafa komið að jafnaði annað hvert ár síð- ustu fjörutíu árin. Páll segir sterkar vísbendingar þess efnis að síðustu þijú hlaup sem komið hafa úr eystri sigkatlinum hafi verið undanfarar stuttra eldgosa undir jöklinum. Stöðugur órói Páll segir að á sunnudag hafi ver- ið stöðugur órói á svæðinu, svipaður gosóróa. Hann segir að þetta bendi til þess að eldgos hafi orðið undir jöklinum sl. sunnudagskvöld. „Það er ekki fullvíst en talsverðar líkur til þess. Þetta er þá gos sem ekki hefur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.