Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 31

Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 31 AÐSENDAR GREINAR Efnahagsbatinn og ríkisíjármálin MÖRGUM hefur orð- ið tíðrætt um efnahags- batann að undanförnu eins og eðlilegt er. Vita- skuld er afar ánægju- legt að eftir nokkur erfiðleikaár skuli ís- lenskt efnahagslíf á nýjan leik komið á braut hagvaxtar og aukinnar atvinnu. Á hinn bóginn er hollt að hafa í huga að ekki eru öll vanda- mál að baki. Þar ber hæst hallarekstur og áframhaldandi skulda- söfnun ríkisins. Þrátt fyrir margvís- Friðrik Sophusson legar aðgerðir á undanförnum árum til þess að treysta stöðu ríkissjóðs hefur enn ekki tekist að snúa halla- rekstri í afgang. Skýringuna má að nokkru leyti rekja til erfiðs efnahags- ástands framan af þessum áratug. Af þeim ástæðum hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða af hálfu stjómvalda, jafnt skattalækkana sem aukinna útgjalda, til þess meðal ann- ars að greiða fyrir kjarasamningum og treysta stöðugleika í efnahags- málum. Þótt þessar aðgerðir hafi kostað meiri halla á ríkissjóði en ella hefði orðið voru þær á sínum tíma taldar réttlætanlegar af þeim sökum. Jafnvægi í ríkisfjármálum Á sama hátt og leitað var til ríkis- sjóðs um fjárframlög þegar erfíðleik- ar steðjuðu að efnahagslífinu þarf nú að nýta efnahagsbatann til þess að ná jafnvægi í rikisfjármálum og skila ríkissjóði með afgangi hið fyrsta. Það er öruggasta leiðin til að tryggja áframhaldandi stöð- ugleika í efnahagsmálum, efla hag- vöxt og auka atvinnu í landinu. Þetta er þvi brýnasta verkefni stjórnvalda um þessar mundir. Af þessu ieiðir að ekki eru rök fyrir því að slaka á aðhaldi í ríkisfjár- málum á meðan ríkissjóður er rekinn með halla. Þvert á móti má færa gild efnahagsleg rök fyrir hinu gagn- stæða, þ.e. að auka aðhald enn frek- ar. íslensk hagsaga geymir því miður of mörg dæmi um tilslökun í hag- stjórn þegar vel árar. Afleiðingin hefur ávallt verið þensla, verðbólga, gengisfellingar og versnandi lífskjör almennings. Allt tal um að nú sé lag til að auka ríkisútgjöld eða lækka skatta frekar en gert hefur verið vekur sjálfsagt stundarvinsældir, en ríður í bág við þá traustu efnahags- stjóm sem þörf er á meðan enn er halli á ríkissjóði. Skattar lækka undanfarin ár hafa skattar farið lækkandi. Gildir þá einu hvort litið er til síðustu tveggja ára, þ.e. áranna 1995 og 1996, eða lengra. Nægir þar að nefna lækkun virðisauka- skatts af matvælum, niðurfellingu aðstöðu- gjalds sem kom fram í lægra vöruverði og loks afnám skattlagningar lífeyrisiðgjalda laun- þega. Síðastnefnda breytingin kom til fram- kvæmda í þremur áföngum, í apríl 1995, í janúar 1996 og lokaáfanginn tók gildi í júlíbytjun á þessu ári. Þá er rétt að taka fram að ekki er reiknað með að skattlagning vaxta og ann- arra fjármagnstekna skili auknum tekjum í ríkissjóð heldur gangi tekj- urnar til þess að lækka aðra skatta. Þótt skattalækkanir undanfarinna ára hafí að nokkru verið fjármagnað- ar með hækkun annarra skatta er niðurstaðan engu að síður sú að skattar hafa, þegar á heildina er lit- Nokkur undanfarin ár hafa skattar farið lækkandi. Gildir þá einu hvort litið er til síðustu tveggja ára, þ.e. áranna 1995 og 1996, eða lengra, segir Friðrik Sophusson. ið, verið lækkaðir um sem nemur 1 milljarði króna frá árinu 1992. Með öðrum orðum: Árleg skattbyrði heim- ila og fyrirtækja nú er einum millj- arði króna lægri en hún var fyrir fimm árum. Þessi þróun kemur glöggt fram á meðfylgjandi línuriti sem sýnir að skatttekjur ríkissjóðs hafa farið lækkandi undanfarin ár og þarf að fara aftur til „skattlausa" ársins 1987 til að fínna dæmi um lægri skatta í hlutfalli við landsframleiðslu. Áhrif þessara skattalækkana koma Skatttekjur ríklssjóðs 25] % af VLF 1986-1996 24 23 22 21 20 1! ■ • ■ ■ '86 '88 '90 '92 '94 '96 meðal annars fram í betri afkomu fyrirtækja og auknum kaupmætti heimilanna eins og bæði Þjóðhags- stofnun og Alþýðusamband íslands hafa réttilega bent á. Mikilvægt að iækka jaðarskatta Þegar staðgreiðsla tekjuskatts var tekin upp árið 1988 var skatthlutfall ríkis 28,5% og útsvarshlutfall sveit- arfélaga 6,7%, eða samanlagt 35,2%. Á árunum 1989 og 1990 var skatt- hlutfall ríkisins hækkað í 32,8% og útsvarshlutfallið fór í 7%, eða saman- lagt í 39,8%. Skatthlutfallið hækkaði þannig um 4,6% á þremur fyrstu árum staðgreiðslunnar. Frá þeim tima hefur skatthlutfall ríkisins hækkað lítillega, eða um 0,35%, í 33,15%, í tengslum við lækkun virðis- aukaskatts af matvælum. Útsvarið í þessu samhengi er reyndar nauð- synlegt að vekja athygli á nokkrum staðreyndum um skattamál. Nokkur Að lokínni ólympíuveislu OLYMPIUVEISLUNNI er lokið. Sjálfsagt hefur mörgum sjónvarps- áhorfandanum þótt nóg um íþróttim- ar í dagskrá Ríkissjónvarpsins meðan á leikunum í Atlanta stóð. En fyrir okkur íþróttaáhugamennina var þetta sannkölluð gósentíð og ég hygg að miklu fleiri hafi raunar hrifíst með og fallið í þá freistingu að fylgjast með glæstum íþróttamönnum og -konum í keppni lengur en þeir vilja vera láta. Víst er það rétt að Olympíu- leikar eru á stundum á mörkum þess að vera í samræmi við anda Ólympíu- hugsjónarinnar, áhugamennskunnar og drengskaparins og rétt er það að lyíjamisnotkun örfárra einstaklinga, auglýsingaflóðið, fjármagnið, skraut- ið og skrumið í kringum þessa miklu íþróttahátíð vekur upp margar spum- ingar og efasemdir. En eftir stendur og upp úr stendur að Ólympíuleikarnir hafa unnið sér sess sem merkilegasta og virðingar- verðasta tilraun nútímans til að safna ólíkum þjóðum saman í anda friðar, gleði og leiks. Með tilkomu sjón- varpsins og háþróaðrar tækni gefst öllu mannkyni tækifæri til að fylgj- ast með þessum atburði, taka þátt í sigrum og sorgum íþróttafólksins og meðtaka hina rafmögnuðu spennu sem fylgir íþróttakeppni. Allar þjóðir heims, hversu smáar sem þær eru, leggja metnaðinn í að vera með. Það er hafíð yfír allan vafa að Islendingar verða ekki aðeins að vera með, heldur að eig- um við að leggja kapp á að tefla fram fulltrú- um æskunnar í þessu landi, sem geta staðið sig í hinni hörðu sam- keppni. Við sáum það hvað eftir annað að íþróttafólk frá litlum þjóðum komst á verð- launapall og þeir verð- launahafar og margir aðrir keppendur vörp- EllertB. uðu ljóma á lönd sín og þjóðir. Hvers vegna skyldi Island og Is- lendingar ekki geta gert það einnig? Eg er varla einn um það að hafa fundið fyrir tilfínningu stolts og gleði þegar tveir íslenskir þátttakendur í ftjálsum íþróttum, þau Guðrún Arnar- dóttir og Jón Amar Magnússon, léku það afrek að koma fyrst í mark í sín- um riðlum. Það var ekkert sjálfsagt mál og enda þótt þau hafí ekki kom- ist á verðlaunapalla að þessu sinni, fer ekki á milli mála að bæði þau tvö og aðrir íslenskir keppendur í Atlanta eiga mikið inni og Islendingar hafa alla burði til að eignast afreksfólk í íþróttum. Það hefur sag- an sýnt og sannað. En hvað er þá til ráða? Hvað er hægt að gera til að uppgötva og undirbúa íslenskt • íþróttafólk til að ná enn betri árangri í Sydney eftir fjögur ár? Fyrir það fyrsta þarf skilning og síðan stuðning. Skilninginn tel ég vera til staðar en stuðning- inn skortir. íþróttasam- band íslands hefur með sér afreksmannasjóð, sem sambandið eitt Schram veitir fé til. Sá sjóður er lítill og vanmegnugur. Ólympíska samhjálpin veitir sömuleiðis rausnar- lega styrki fyrir þá sem eru þegar orðnir meðal hinna bestu. Ólympíu- nefnd íslands leggur sitt af mörkum en má síns lítils vegna fjárskorts. Það sem vantar er að skapa íþróttahreyfingunni og félögunum möguleika á að leita skipulega að efnilegu íþróttafólki og rækta það með fyrsta flokks þjálfun og réttum aðbúnaði. Auðvitað þarf hreyfingin sjálf að koma sínum skipulagsmálum inn á við í eðlilegt horf og að því er stefnt. En siðan í framhaldinu er varla til of mikils mælst enda þótt hefur hækkað meira, eða um 1,8%, einkum til að mæta tekjutapi sveit- arfélaga vegna niðurfellingar að- stöðugjalds. Þessar breytingar á staðgreiðslu- kerfinu, ásamt auknu vægi tekju- tengingar ýmissa bóta, hafa dregið fram ýmsa annmarka tekjuskatts- kerfísins sem áður voru ekki eins augljósir, þ.e. jaðaráhrif þess. Eitt brýnasta verkefni á sviði skattamála um þessar mundir er því að lækka jaðarskatta . í þessu skyni fer nú fram heildar- endurskoðun á tekjuskattlagningu einstaklinga með það fyrir augum að draga úr óæskilegum jaðaráhrif- um, jafnt sjálfs skatthlutfallsins sem og ýmissa bótagreiðslna.Þessi endur- skoðun er unnin í nefnd sem skipuð er bæði fulltrúum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og er niður- stöðu að vænta síðar á árinu. Reyndar hafa nú þegar verið stig- in ákveðin skref í þessa átt. Sú ákvörðun stjórnvalda að leggja ekki lengur skatt á lífeyrisiðgjöld laun- þega, en síðasti áfangi þeirrar breyt- ingar kom sem fyrr segir til fram- kvæmda um mitt þetta ár, jafngildir 1,5-1,7% lækkun tekjuskatts. Enn- fremur kom þegar á þessu ári til framkvæmda breyting á útreikningi og greiðslum barnabóta til tekju- lægri fjölskyldna þar sem dregið var úr jaðaráhrifunum frá því sem áður var. Það hefur þegar skilað sér í hærri greiðslum barnabótaauka. Höfundur er fjármálaráðherra. Skilningur er til staðar, segir Ellert B. Schram, en stuðninginn vantar. ríkisvaldið og eftir atvikum sveitarfé- lög, fyrirtæki og almenningur ljái því góða máli lið að efla ungt íþrótta- fólk til afreka. Meðal þess sem ríkisvaldið getur gert er vitaskuld að beina einhveijum fjárveitingum til slíkra verkefna, t.d. í afreksmannasjóð ISI en það yrði sömuleiðis hjálp í því að veita fólki námsstyrki sem skarar fram úr í íþróttum. Það væri og fengur í því ef framlög til íþróttamála væru frá- dráttarbær frá skatti eins og framlög til stjórnmálaflokka. Þá hefur einnig verið nefnt að koma má til móts við íþróttafélög með því að undanþiggja þjálfaralaun skattskyldu, ef upphæð- irnar eru innan tiltekinna marka. Allt hjálpar til ef vilji er fyrir hendi. Með þessu er íþróttahreyfingin ekki að fara fram á ölmusu. Hún er ein- göngu að bjóða fram þjónustu sína *» til að koma íslandi á framfæri á íþróttaleikum veraldarinnar. Það get- ur hún hinsvegar ekki ein. Og á ekki að vera ein um það verkefni, vegna þess að það er metnaðarmál allra Islendinga að geta borið höfuðið hátt á heimshátíðarleikum eins og Ólympíuleikum. Höfundur er forseti ÍSÍ. Svikin börn“ V FYRIRHUGAÐ var að Thomas Carlstedt taugaskurðlæknir frá Karólinska spítalanum í Stokkhólmi gerði skurðaðgerðir á Ijórum íslenskum bömum sem eru með varanlegan taugaskaða (lömun) í handlegg vegna axl- arklemmu í fæðingu. Gera átti aðgerðirnar dagana 25. og 26. júlí á Landspítalanum. Auk þess ætlaði læknirinn að skoða fleiri börn og ræða við foreldra þeirra. Skurðaðgerðirn- ar voru ákveðnar í lok maí, skurðstofa tekin frá og foreldr- um bamanna gert viðvart. Tauga- skurðaðgerðir þær sem læknirinn ætlaði að gera eru mjög sérhæfðar og hér á landi er fagkunnátta ekki fyrir hendi. Viku fyrir aðgerðir kom síðan í ljós að ekki yrði af þeim. Ástæðan; kergja í kerf- inu. Tryggingastofnun sagði lækninn of dýran, en gjaldið sem hann setti upp fyrir allar fy'ór- ar aðgerðimar var sænskar kr. 50.000 (ca. kr. 500.000) eða 12.500 pr. barn. Tryggingayfir- læknir tjáði mér að stofnunin væri tilbúin til að greiða sænskar kr. 20.000 og taldi var- hugavert að greiða upp- sett verð því það myndi skapa slæmt fordæmi, útlenskir læknar muni þá í framtíðinni setja upp okurreikninga. Þar að auki væri ekki forsvaranlegt að greiða svona mikið fyrir ekki meira en tveggja daga vinnu þegar litið væri til launa íslenskra lækna. Auk þessa sagði tryggingayfirlæknir ekki vera stofnunarinnar að greiða fyrir lækninn heldur væri um styrk að Sigríður Logadóttir ræða til Landspítalans því spítalinn eigi að greiða fyrir þau læknisverk sem gerð em inni á spítalanum. { samtali við aðstoðarforstjóra Ríkis- spítalanna vísaði hann málinu frá sér og sagði það Tryggingastofnunar að greiða þjónustu læknisins enda væru þeir að spara Tryggingastofnun pen- inga með því að leggja til aðstöðu og starfsfólk og því væri hægt að flytja lækninn inn í landið í staðinn fyrir sjúklingana út. Tryggingastofn- un og Ríkisspítalar vísa því hver á annan og haga sér eins og þeir séu Enginn, segir Sigríður Logadóttir, virðist hugsa um börnin fj ögur og foreldra þeirra. staddir hvor á sinni plánetunni í stað- inn fyrir að leysa málið í samein- ingu. Gera menn sér ekki grein fyrir að stofnanir þessar em af sama meiði? Tryggingayfírlæknir stillir málinu upp eins og íslenska heilbrigðiskerfíð greiði aldrei samkvæmt reikningi og að láglaunastefna ríki gagnvart ís- lenskum læknum. Gleymir Trygg- ingayfirlæknir því t.d. að íslenskir læknar era ekki að skafa af reikning- um sínum við gerð örorkumata eða vottorða, t.d. í skaðabótamálum. Tímakaupið í þessum geira læknis- verkanna er ekki skorið við nögl. Var Tryggingayfirlæknir líka búinn að gleyma viðtalinu sem tekið var við hann fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann sagði Tryggingastofn- un hlynnta því að kaupa þjónustu sérfræðinga hingað til landsins í stað þess að senda sjúklinga utan í að- gerðir með öllum þeim óþægindum sem þvi fylgir, sérstaklega þegar börn eiga hlut að máli. Menn verða að fara að átta sig á því að heilbrigði- skerfið er fyrir sjúklingana en ekki sjúklingarnir fyrir kerfið. Fyrir rúm- um tveimur ámm átti ég í baráttu við Tryggingastofnun vegna tauga- aðgerðar sem Thomas Carlstedt framkvæmdi á syni mínum. Þáver- andi tryggingayfirlæknir sagði af og frá að stofnunin myndi greiða fyrir að flytja lækninn inn en hins vegar væri ekkert því til fyrirstöðu að senda son minn út til Svíþjóðar þótt það kostaði miklu meira. Eftir töluverð bréfaskrif, símtöl og þref samþykkti tryggingaráð loksins „að svo stöddu“ að Carlstedt kæmi og skæri son minn upp sem og hann gerði 11. feb. 1994- á Landspítalanum. Þá vom engar athugasemdir gerðar um gjaldtöku Carlstedts. Við það að flytja sérfræð- inginn til landsins sparaðist ekki bara almannafé heldur var íslensk sjúkrahúsaðstaða og íslenskt aðstoð- arfólk notað og vinnutap okkar for- eldranna lítið sem ekkert. Alvarleikinn í ofangreindu máli og það sem gerir það að virkilega ljótu máli er það að svo virðist sem enginn sé að hugsa um börnin fjögur og foreldra þeirra. Foreldrunum var ekki einu sinni gefinn kostur á því að greiða það sem upp á vantaoi;- Hvers konar framkoma er það að lofa læknismeðferð og hætta svo við allt saman viku fyrir aðgerð? Sjúkl- ingarnir sem hér eiga hlut að máli em börn sem ekki geta svarað fyrir sig. - Svona komum við ekki fram við börn. Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.