Morgunblaðið - 21.08.1996, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
MIIMNINGAR
Samtökin
Borgir án bíla
SAMTÓKIN Borgir
án bíla (Car Free Citi-
es) voru stofnuð í
Amsterdam í mars
1994 af fulltrúum frá
34 borgum víðsvegar í
Evrópu. Reykjavík var
ein af þeim. Samtökin
voru stofnuð á lokadegi
ráðstefnu sem bar heit-
ið Borgir án bíla? Þar
•temu saman fulltrúar
113 borga í Evrópu til
að ræða neikvæð áhrif
umferðar á umhverfið
og hvað væri til ráða
við þeim. Ekki var talað
um að banna bíla í
borgum heldur að
spyma við fótum eða eins og einn
fyrirlesari á ráðstefnunni orðaði það,
„að hætta að láta borgina aðlagast
bílnum en þess i stað láta bílinn
aðlagast borginni." Ráðstefnan var
haldin að frumkvæði Umhverfis-
máladeildar Evrópusambandsins.
Hugmyndina að ráðstefnunni má
m.a. rekja til Ríó-ráðstefnunnar
1992.
'' •«?
Markmið
í stofnskrá samtakanna kemur
m.a. fram að til þess að öðlast heil-
næmara umhverfi í þéttbýli verði
að hvetja menn til þess að draga
úr notkun einkabílsins og efla um-
hverfisvænar samgöngur, þ.m.t. al-
menningssamgöngur og hjólreiðar.
Jafnframt þurfí að auka umferð
gangandi vegfarenda og samnýt-
ingu einkabíla. Borgunum er uppá-
_Jagt að vinna að því að draga i áföng-
'um úr notkun einkabíla í þéttbýli.
Samtökunum Borgir án bfla er
ætlað að vera alþjóðlegur vettvangur
þar sem hægt er að skiptast á hug-
myndum, greina frá reynslu borg-
anna og leggja drög að milliríkja-
verkefnum. Jafnframt er unnið að
því að þróa hagkvæmustu aðferðir
á sviði tækni og stjómunar til þess
að ná ofangreindum markmiðum.
Nokkur styrr hefur staðið um
nafn samtakanna þar sem það þótti
of einstrengingslegt og mætti mis-
skilja. Heppilegra nafn hefur þó
ekki fundist en borgum í samtökun-
um hefur nú verið gefinn kostur á
að heimfæra á eigið tungumál und-
irtitil þess sem í lauslegri þýðingu
"mljóðar „Samstarfsnet fyrir sam-
göngur/aðgengi“.
Hverjir geta
verið með?
Allar borgir sem hafa lýðræðis-
lega kjörna borgarstjórn geta sótt
um aðild að samtökunum Borgir
án bíla sem fullgildir aðilar. Borgir
geta einnig orðið óformlegir aðilar
í eitt ár og fá þá að fylgjast með
því sem gerist innan samtakanna.
Samtökunum hefur vaxið ásmegin
á þessum tveimur árum sem þau
hafa starfað og er fjöldi borga í
þeim nú milli 50 og
60. Fulltrúar Reykja-
víkur í samtökunum
eru borgarstjóri og
forstöðumaður Borg-
arskipulags Reykja-
víkur.
Hvað gera
samtökin?
Á vegum samtak-
anna eru haldnar ráð-
stefnur, fundir og safn-
að og miðlað upplýs-
ingum sem lúta að
umferðar- og umhverf-
ismálum borganna sem
aðild eiga að samtök-
unum. Um er að ræða
stefnu, stjórnun og ástand í þeim
málum á hveijum stað og reynslu
sem unnist hefur. Aðalstarf sam-
takanna fer þó fyrst og fremst fram
í vinnuhópum sem í byijun voru
þrír en eru nú orðnir sex. Vinnuhóp-
arnir, sem hittast þrisvar á ári,
miðla m.a. af reynslu hver til ann-
ars, standa saman að tillögum um
verkefni og að sækja um fjármagn
til Evrópusambandsins.
Reykjavíkurborg, sem hefur ver-
ið virk innan samtakanna, á full-
trúa í tveimur vinnuhópum; vinnu-
hóp sem fjallar um úrbætur fyrir
hjólandi og gangandi og vinnuhóp
sem leitar raunhæfra leiða til mót-
Mikilvæg tengsl, segir
Ingibjörg Guðlaugs-
dóttir, hafa myndast
við margar brýr.
vægis við einkabílinn. Reykjavík
er einnig óvirkur aðili, enn sem
komið er, að þriðja vinnuhópnum,
Almenningssamgöngur, þ.e. fær
og miðiar upplýsingum til hópsins
en tekur ekki þátt í starfi hans að
öðru leyti.
Hver er
ávinningurinn?
Ávinningur Reykjavíkur af því
að taka þátt í samtökunum Borgir
án bíla er m.a. að mikilvæg tengsl
hafa myndast við margar borgir.
Þessi tengsl hafa komið Reykjavík
til góða í því hvað er hægt að gera
til að reyna að draga úr sívaxandi
umferð og neikvæðum áhrifum
hennar á umhverfið. Má þar nefna
að hugmyndin um hvíldardag bíls-
ins 22. ágúst nk. er tilkomin vegna
aðildar Reykjavíkurborgar að sam-
tökunum Borgir án bíla og veita
þau styrk til dagsins.
Höfundur er skipulagsfræðingur
og dcildarstjóri á Borgarskipulngi
Reykjavíkur og formaður
verkefnishóps um hvíldardag
bílsins, 22. ágúst 1996.
Ingibjörg
Guðlaugsdóttir
PCIlímogfúguefni
í\
¥>
Stórhöfða 17, við Gullinbrú.
sími 567 4844
werzalitr í glugga
SÓLBEKKIR Þola
fyrirliggjandi vatn
PP
SENDUM I PÓSTKRÖFU
Þ. ÞORGRÍMSSON &CO
&CO
Ármúla 29 • Reykjavík • Sími 553 8640
MAGNÚS
ÞORBJÖRNSSON
+ Magnús Þor-
björnsson var
fæddur á Gríms-
staðarholtinu í
Reykjavík 17. febr-
úar 1924. Hann lést
á heimili sínu á
Kleppsvegi 62 í
Reykjavík 12. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar Magnúsar
voru Þorbjörn,
verkamaður í
Reykjavík, f. 20.
maí 1900, d. 20.
ágúst 1978, Sig-
urðsson _ bónda í
Króki í Ölfusi Þorbjörnssonar,
og kona hans Bjarnþrúður, f.
12. október 1902 að Gestsbæ,
Eyrarbakka, d. 2. október 1983,
Magnúsdóttir verkamanns í
Reykjavík Magnússonar. Tvær
systur átti Magnús, Vigdísi Jan-
ger, f. 1. desember 1925, gift
Gunnari Janger prentara f. í
Oslo, Noregi, 24. desember
1927, eru þau búsett í
Connecticut í Bandaríkjunum,
og Solveig Margrét f. 19. febr-
úar 1933, gift Krisljáni Jens
Guðmundssyni járnsmið, f. á
Patreksfirði 18. júlí 1930. Fóst-
ursystur átti Magnús, Sigrúnu
Ólafsdóttur, f. í Hafnarfirði 30.
janúar 1945, gift Guðmundi
Karlssyni kerfisfræðingi.
Árið 1949 kvæntist Magnús
eftirlifandi eiginkonu sinni
Halldóru, f. 16. júní 1927, Aðal-
steinsdóttur Guð-
mundssonar, f. í
Reykjavík 8. ágúst
1903 d. 13. júní
1994, og konu hans
Vilborgar Jóns-
dóttur, f. á Bíldudal
24. febrúar 1908.
Börn Magnúsar og
Halldóru eru Magn-
ús, rafsuðumaður
f. 29. júlí 1954,
kvæntur Kristínu
Helgu Valdimars-
dóttur, kennara f. í
Hrísey 10. nóvem-
ber 1956, eiga þau
þrjú börn og búa í Reykjavík,
og Vilborg, f. 13. júní 1956,
gift Árna J. Hannessyni kenn-
ara, f. á Grund í Borgarfirði
eystra, eiga þau þrjú börn og
eru búsett á Höfn I Horna-
firði. Magnús bjó allt frá fæð-
ingu á Fálkagötu 22 á Gríms-
staðarholtinu og fram til ársins
1995 að hann ásamt Halldóru
flutti að Kleppsvegi 62 í
Reykjavík. Hann hóf nám í
Prentsmiðjunni Hólum árið
1942 og lauk þar námi og tók
sveinspróf í setningu árið 1946.
Vann þar allt til ársins 1986
er hann hóf störf hjá Hverfis-
prenti, en árin 1994 og 1995
starfaði Magnús hjá Plast-
prenti hf.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30
Að leiðarlokum langar mig að
minnast mágs míns Magnúsar Þor-
björnssonar. Kynni okkar spönn-
uðu hátt í hálfa öld. Ég var aðeins
7 ára gamall er hann kvæntist
systur minni í nóvember 1949. Þá
hafði Magnús ásamt Þorbirni föður
sínum byggt hæð ofan á gamla
húsið á Fálkagötu 22 sem foreldrar
hans reistu árið fyrir fæðingu hans.
Þar bjuggu þau síðan Halldóra og
Magnús nær allan sinn hjúskap eða
fram á lok síðasta árs er þau fluttu
á Kleppsveginn þar sem Magnús
endaði sitt lífshlaup. Á Fálkagöt-
unni á þessum árum bjuggu marg-
ar kynslóðir stóríjölskyldunnar,
Þorbjörn og Þrúða á miðhæðinni,
Solveig Margrét með sína fjöl-
skyldu í kjallaranum og Magnús
og Halldóra á efri hæðinni. Hjá
Þorbirni og Þrúðu bjó lengi faðir
hennar Magnús Magnússon fædd-
ur að Skúmsstöðum á Eyrarbakka
árið 1873. Minnist ég þess hversu
skemmtilegt var fyrir lítinn snáða
að sitja hjá gamla manninum í
herberginu hans þar sem hann sat
löngum og hnýtti net. Hann sótti
út á grásleppu úr Grímsstaðarvör-
inni fram á gamalsaldur. Þetta
heimili á Fálkagötu 22 var annálað
rausnarheimili þar sem var mikill
gestagangur. Minnist ég margra
skemmtilegra stunda á æskuárum
mínum er ég með foreidrum mínum
og systrum sat þar marga veisl-
una. Var þá mikið sungið og spil-
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
Waðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGUEIÐIR
ÍIÓTEL MIFTLiilllH
að. Magnús var mjög elskur að
æskustöðvum sínum sem sjá má
af því hversu lengi hann bjó á
Holtinu. Hann sagði mér þegar
hann flutti þaðan á síðasta ári að
hann teldi sig elsta manninn núlif-
andi sem enn byggi þar frá fæð-
ingu.
Eftir fermingu starfaði Magnús
um tíma sem sendill hjá Símanum
og kynntist hann þá vel Reykjavík
kreppuáranna. Sagði Magnús mér
margar sögur frá þessum árum. í
stríðsbyijun hóf hann síðan störf
hjá Bretanum. Er hann var eitt
sinn að störfum í Öskjuhlíðinni
ásamt föður sínum við ruðning efn-
is fram af gryfjubrún barst hann
með niður í gryfjuna einar þrjár
mannhæðir. Engir bílar eða önnur
flutningstæki voru til staðar til að
flytja Magnús stórslasaðan á
sjúkrahús. Tók Þorbjörn son sinn
á bakið og bar hann langa leið
yfir grýtta hæðina allt niður á
Reykjavíkurflugvöll. Magnús slas-
aðist mjög illa í baki og lá eina sex
mánuði á Landakoti i umsjá Matt-
híasar Einarssonar læknis. Taldi
Magnús að þetta hefði verið mikill
reynsluskóli. Eftir slys þetta var
talið að hann gæti ekki unnið erfið-
isvinnu, lá því prentverkið vel við.
Árið 1942 hóf Magnús nám í
setjaraiðn hjá Prentsmiðjunni Hól-
um. Meistari hans var Hafsteinn
Guðmundsson, taldi Magnús það
mikla gæfu að komast í læri hjá
þeim manni. Hann brýndi fyrir
honum nákvæmni með íslenskt mál
og setningu. Eftir að Magnús lauk
sveinsprófi árið 1946 starfaði hann
óslitið hjá Hólum fram til ársins
1986 er fyrirtækið hætti starf-
semi. Hann vélsetti ótal bækur og
gekk frá til prentunar á ferli sín-
um, er það altalað að vart fyndist
vandvirkari maður í hans iðngrein.
Fékk hann ótal viðurkenningar
fyrir störf sín af útgefendum og
má þar nefna er Björn Th. Björns-
son þakkaði honum sérstaklega í
eftirmála að bókinni Haustskip.
Árin 1986 til 1993 starfaði
Magnús hjá fyrirtækinu Hverfis-
prenti og síðustu tvö ár starfsævi
sinnar hjá Plastprenti hf. Magnús
var einstaklega tryggur maður í
lund og frændrækinn. Var hann
sérstaklega ræktarsamur við gam-
alt fólk og sótti það heim og aðstoð-
aði. Reyndist hann foreldrum sín-
um einstakur sonur og hjálparhella
er þau áttu í erfiðum veikindum í
ellinni.
Hann naut þess að vera með
börnum sínum og barnabörnum og
brýndi sérstaklega fyrir þeim vand-
virkni í meðferð móðurmálsins.
Prúðmenni var Magnús að eðlisfari
en mjög grínsamur og kátur í hópi.
Það var von okkar allra í fjölskyld-
unni að Magnús næði sér eftir
erfiðan uppskurð í nóvember á síð-
asta ári. Veturinn var Magnúsi
erfiður, en þegar voraði var hann
að hressast og trúðum við því öll
að þau Halldóra gætu átt góða tíma
framundan á nýja fallega heimilinu
þeirra á Kleppsvegi 62. Þegar kom
fram á sumarið tóku veikindin sig
upp að nýju. Ég hitti mág minn
oft síðasta mánuðinn sem hann
lifði, hann gerði sér grein fyrir að
hverju stefndi og tók örlögum sín-
um af æðruleysi og bjó sig undir
lokin af sinni meðfæddu prúð-
mennsku.
Ég og fjölskylda mín þökkum
fyrir samleiðina og biðjum góðan
Guð að blessa og styrkja systur
mína, börnin og barnabörnin sem
voru honum svo kær.
Guðmundur Aðalsteinsson.
í júní 1957, tveimur árum eftir
að ég gekk að eiga Vigdísi Þor-
bjarnardóttur í Bandaríkjunum,
komum við hjónin í heimsókn til
Islands. Þar hitti ég fjölskyldu
hennar í fyrsta sinn og þar á með-
al bróður hennar Magnús Þor-
björnsson.
Við Magnús vorum báðir
prentarar. Þrátt fyrir að ég kæmi
frá Noregi sem er þó „það næst
besta á eftir því að verða Islending-
ur“ kom okkur mjög vel saman.
Um tíma unnum við hjá sömu
prentsmiðju á íslandi, þar hefði ég
ekki getað eignast betri vinnufé-
laga og vin. Magnús var frábær
handverksmaður og jafnvel þótt
hann hefði ekki háskólamenntun
gerði hann móðurmáli sínu betri
skil en margur lærðari.
Magnús hafði góða kímnigáfu
og átti gott með að umgangast
fólk. Hann var sannur fjölskyldu-
maður og það var sem hann þekkti
öll skyldmenni sín. Það var honum
eðlilegt að taka sér á hendur það
vandasama verk að safna saman
upplýsingum og skrifa bækurnar
tvær um ættir sínar, niðjatal Sig-
urðar Þorbjörnssonar og Ingigerð-
ar Björnsdóttur frá Króki í Ólfusi
og niðjatal Magnúsar Ormssonar
og Gróu Jónsdóttur frá Gróubæ,
Eyrarbakka.
Magnús var einstaklega hrifinn
af ættjörðinni. Honum þótti ekkert
skemmtilegra en að fara með er-
lenda gesti að Þingvöllum, Gull-
fossi eða Geysi og sýna þeim feg-
urð landsins.
Dæmigert fyrir hann, því aðeins
mánuði fyrir andlátið fór hann með
tvo ættingja sína frá Bandaríkjun-
um til Þingvalla í slíka ferð. Þetta
sýnir best hversu heitt hann unni
ættjörðinni.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Magnúsi vináttuna, við heiðrum
minningu hans.
Gunnar Janger.
í dag er móðurbróðir minn
Magnús Þorbjörnsson kvaddur í
hinsta sinn.
Maggi frændi bjó lengst af ævi
sinnar að Fálkagötu 22 í Reykja-
vík, þar sem hann var fæddur og
uppalinn. En síðar kom að því að
hann sjálfur stofnaði fjölskyldu. I
þá daga var ekki leitað langt yfir
skammt, þeir feðgar Magnús og
Þorbjörn byggðu þá aðra hæð of-
aná Fálkagötu 22. Heimili hans var
því jafnsjálfast heim að sækja og
til afa og ömmu. Foreldrum sínum
var hann umhyggjusamur og sam-
búðin þeim því kærkomin. En sl.
haust flutti hann ásamt konu sinni
í nýtt hús á Kleppsvegi 62, þar sem
þau bjuggu sér yndislegt heimili.
Maggi frændi var mjög fróður
og víðlesinn maður. Hann var orð-
heppinn og sérlega pennafær. Sem
barni fannst mér hann forvitinn