Morgunblaðið - 22.08.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 11
Norðurland
vestra
Fjórða
ársþingið
FJÓRÐA ársþing Sambands
sveitarfélaga í Norðurlands-
kjördæmi vestra verður haldið
að Löngumýri í Skagafirði og
hefst það á morgun, föstudag-
inn 23. ágúst.
Málefni grunnskólans og
atvinnumál verða í öndvegi,
Siguijón Pétursson hjá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga,
flytur framsögu um tekjutil-
færslu frá ríki til sveitarfélaga
vegna yfirfærslu grunnskól-
ans, nýja reglugerð jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga og fjár-
hagsleg áhrif af sameiningu.
Framsöguerindi um atvinnu-
mál í kjördæminu hafa þeir
Sigurður Tómas Björgvins-
son, Kynningarmiðstöð Evr-
ópurannsókna, Lárus Jóns-
son, formaður atvinnumála-
nefndar félagsmálaráðherra i
kjördæminu, og Jón Magnús-
son, Byggðastofnun.
A laugardag flytja Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðherra
og Páll Pétursson félagsmála-
Þjóðveiji
í Gallerí+
GALLERÍ+ í Brekkugötu 35
á Akureyri verður opnað aftur
eftir sumarleyfi, næstkom-
andi sunnudag kl. 16 með
sýningu þjóðveijans Knut
Eckstein.
Hann stundaði nám í skipa-
smíðum og myndlistarnám í
Hochschule fúr Kúnste í
Bremen í Þýskalandi. Hann
hefur tekið þátt í ijölmörgum
samsýningum og haldið sjö
einkasýningar í Frakklandi og
Þýskalandi. Hefur hann hlotið
nokkrar viðurkenningar fyrir
verk sín en nýverið hlaut hann
DAAD styrk til árs dvalar í
New York og kemur hann við
í Gallerí+ á leið sinni vestur
um haf þannig að hann verður
viðstaddur opnun sýningar-
innar.
Knut Eckstein vinnur
gjarnan með umhverfi sitt
með innsetningum og notar
efni eins og pappa, plast, gler,
myndbönd, hljóð og ljós en
verk hans eru um hluti og
aðstæður sem fólk kannast
vel við.
Næstu sýningar í haust og
vetur eru með Astu Ólafsdótt-
ur, Þorvaldi Þorsteinssyni,
Joris Rademaker, Pétri Erni
Friðrikssyni og Jóni Laxdal
Halldórssyni.
Gallerí+ er opið á laugar-
dögum og sunnudögum frá
kl. 14 til 18, en sýning Knuts
stendur til 8. september næst-
komandi.
Djass í
Deiglunni
TÚBORGDJASS Listasumars
og Café Karolínu er nú á loka-
spretti. Aðsókn hefur verið
einkar góð i sumar sem og
undirtektir, enda valinkunnir
djassarar sem fram hafa kom-
ið.
í kvöld leiða saman hesta
sína Stokkhólmsbúarnir Ari
Haraldsson á tenórsaxafón og
Sebastian Notini á trommur,
en með þeim spila Tómas R.
Einarsson á bassa og Ómar
Einarsson á gítar.
Þeir byija að spila kl. 21.30
í kvöld, fimmtudagskvöldið
22. ágúst.
AKUREYRI
Umferðarfræðsla
fyrir þau yngstu
UMFERÐARRÁÐ, skipulagsnefnd
Akureyrar og lögreglan, efndu til
umferðarfræðslu í vikunni fyrir
börn fædd árin 1990 og ’91, í sam-
vinnu við leikskóla og grunnskóla
Akureyrar. Fjölmörg börn sóttu
umferðarfræðsluna, svo og fjöldi
foreldra. í umferðarfræðslunni er
farið yfir nokkrar mikilvægar um-
ferðarreglur og sögð sagan um
„Rauðhettu og úlfinn í umferðinni,"
eftir Guðrúnu Helgadóttur, rithöf-
und, í leikmyndagerð Ernu Guð-
marsdóttur, myndlistarkennara.
Einnig voru sýndar fróðlegar og
skemmtilegar kvikmyndir.
Senn líður að hausti og þá hefja
6 ára börn skólagöngu sína og um
leið eykst slysahætta verulega.
Mörg börn slasast í umferðinni ár
hvert og er markmið umferðar-
fræðslunnar að vera stuðningur við
foreldra og því er lögð mikil áhersla
á að börn sem eru að hefja skóla-
göngu komi í umferðarfræðsluna.
Á myndinni eru áhugasamir
krakkar að fylgjast með sögunni
um Rauðhettu, í Síðuskóla í gær.
Morgunblaðið/Kristján
JePP'
kr./m2
Merbau parket
Verð áður 4.337 kr./m2
Verðnú^ kr./m2
FUn-flOtli samlímt gólfefni, parketlíki
Verð áður 2.611 kr./m2stgr.
Verð nú í .358 kr./m2 stgr.
stgr.
stgr.
frá
FLISAR 20-55% as,
5% staðgreiðsluafsláttur 1
TEPPI15-6yVoafs
+ 5% staðgreiðsluafsláttur
-----------------^ ~s JK.
llP.r~/Zjí
+
afsl. ! 1
nr I 1
TEPPAAFGANGAR
|®ll
afsláttur
i
imw' \
\1frá 291 /
\ krJm* /
r 1
i afsláttur
i 5% staðgreiðsluafsláttur
W'-
Teppalandsútsalan um allt land
afsl.
aðgreiðsluafsláttur
■HHbHEIBHhBBBHHHB |
OP\Ð LAUV3
Teppaland
Mörkinni 4 • Pósthólf 8735 • 108 Reykjavík
Sími: 588 1717 & 581 3577 • Fax: 581 3152