Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ fylgir sem hluti af dómnum. Síðan er dómur kveðinn upp í formlegu réttarhaldi sem er á hveijum fimmtudegi í dómsal. Þá mæta lög- menn og aðilar málsins iðulega til að hlýða á.“ Sá dómur er endanlegur, enginn kóngur eða danskur réttur lengur, leyfum við okkur að skjóta inn í án þess að forseti Hæstaréttar geri athugasemd við. Hann heldur áfram skýringum sínum: Málsmeðferð opin almenningi „Það er grundvallarregla í okkar réttarkerfi að öll málsmeðferð á að vera opin með sérstökum undan- tekningum. Sérstakt lagaákvæði er um að heimilt sé að loka réttarhöld- um, til dæmis til verndar ungmenn- um og fórnarlömbum í sambandi við kynferðisafbrotamál. Mér finnst að hinn almenni borgari ætti að koma meira og fylgjast með máls- meðferðinni, hvort sem er fyrir hér- aðsdómi eða Hæstarétti. Það eflir réttarvitund almennings. Þarna eru til meðferðar mál sem varða ýmis- konar réttindi bogaranna og fyrir þjóðfélagið er mikilvægt að almenn- ingur sé vakandi um réttarkerfið og hvernig það starfar. Réttarkerfið er mjög opið fyrir almenning. Þó hefur borið á kvörtunum um að dómarar séu ekki aðgengilegir. En umijöllun dómaranna sjálfra um málið eftii' dómtöku verður að vera lokuð. Og það er grundvallarregla að dómarar geti ekki tekið þátt í 1 umræðu um einstök mál sem þeir hafa dæmt í.“ Aheyrendur örva „í okkar samtíma miðast allt gjarnan við auglýsingagildi. Breytir það ekki einhveiju í réttarhaldinu ef áheyrendur eru í salnum? Til dæmis ef fréttamenn eru þar? Verða málflytjendur þá ekki langorðari og j málflutningur annar?“ „Því er ekki hægt að leyna að I ef fréttamenn eða aðilar máls eru | í dómsalnum þá geti það haft áhrif á málflytjandann og hann lengi sitt mál með hliðsjón af því. Ég held að mál, sem eru mikið í fréttunum, geti haft sín áhrif. En ég held að lögmenn hafi í auknum mæli skiln- ing á þörf réttarins til að málflutn- ingur sé markviss og ekki lengri en þörf krefur.“ | Nú leyfir blaðamaðurinn sér að rifja upp atburð sem undirbúning > að næstu spurningu. Á skólaárunum ) var hann daglegur gestur hjá fjöl- skyldu á efri hæðinni í húsi Jóns Ásbjörnssonar hæstaréttardómara. Einn daginn höfðu tvö börn orðið fyrir bíl á horninu á móti húsinu og beðið bana, en bílstjórinn ekki orðið þess var. Þegar Jón kom upp til að líta í síðdegisblaðið með þess- um fregnum kom húsmóðirin á i móti honum með orðunum: Voðalegt er þetta Jón! Og hæstaréttardómar- p inn svaraði sem okkur, unglings- ) stelpunum, fannst skrýtið:,, Já, en ég má ekki Iáta í Ijós neina skoðun á því. Það kynni að koma til Hæsta- réttar.“ Nú er spurningin hvernig þið dómarar farið að því að láta ekkert hafa áhrif á ykkur. Ekki getið þið hætt að lesa blöðin?“ „Auðvitað er það skylda dómarar- ans að skoða máiið hlutlægt frá öll- k um hliðum, óháð hvers konar tilfinn- ingamálum, og að dæma á þann veg p sem hann telur samkvæmt réttum ) lögum. Hann er því ákaflega varkár varðandi það að taka afstöðu til þess sem ijölmiðlar segja. Sú frá- sögn getur verið einhliða og miðast kannski við sjónarmið eins aðila í ferlinu. Ein grundvallarreglan í þessu kerfi öllu er að öll sjónarmið komi fram. Það er ekki hægt að leggja dóm á mál nema þau liggi ) fyrir í heild. I sambandi við umræð- una, þegar fjölmiðlar eru að skýra ' frá málum, og á það kannski mest ) við um Ijósvakafjölmiðlana, þá hætt- ir þeim oft til að taka málin frá einni hlið og gæta þess ekki að það er til önnur.“ „Þið eruð þá ekkert líkir Matlock?" „Nei, svoleiðis sjónarmið úr ein- hveijum sjónvarpsþáttum hefur fólk kannski í huga, þar sem málin eru ) matreidd á afar einfaldan hátt, en slík matreiðsla stæðist ekki í ís- r lenskum dómsal,“ svarar Haraldur I Henrysson brosleitur. Tákn um áherslu á sjálfstæði dómsvaldsins Hæstiréttur er að flytja í hið nýja Dómhús við Arnarhól. Forseti Hæstaréttar, Haraldur Henrysson, kvaðst leggja megináherslu á táknræna þýðingu þess er Elín Pálmadóttir ræddi við hann. Að þjóðin sé að sýna í verki vilja sinn til þess að dómurinn sé sjálf- stæður aðili í stjórnskip- aninni. Mikilsvert sé að fólkið í landinu geti að verðleikum litið á hann sem vígi er stendur vörð um réttlætið. EG TEL það að Hæstiréttur fær nú sjálfstæða bygg- ingu á sérstakri lóð sé árétting á því sem hefur verið að gerast að undanförnu, að skilja enn frekar að dómsvald og framkvæmdavald. Hluti af því er að æðsti dómstóllinn sé, eins og alls staðar í lýðræðisríkjum, í sér- stakri, virðulegri byggingu, sem undirstrikar sjálfstæða stöðu hans gagnvart öðrum þáttum ríkisvalds- ins, enda er honum ætlað að dæma um athafnir stjórnvalda og takmörk löggjafans gagnvart stjórnar- skránni," segir Haraldur sem við sitjum í þröngri skrifstofu hans í gamla hæstaréttarhúsinu og rétt utan við gluggann blasir við hið nýja Dómhús Hæstaréttar við Arn- arhól, virðuleg bygging og svarar til Alþingis við Austurvöll og Stjórn- arráðshússins við Lækjartorg. Sem við horfum á þá nýju glæsilegu byggingu bætir Haraldur við, að kostnaðaráætlun að byggingu húss- ins muni standast, samkvæmt upp- lýsingum Framkvæmdasýslu ríkis- ins, sem skipti líka miklu máli sem fordæmi. Forseti Hæstaréttar kveðst mjög ánægður með hið nýja Dómhús, það sé sérlega vel hannað með tilliti til þarfa réttarins og vel úr öllu leyst. Nýtingin sé mjög góð á ekki stærri lóð. „Ymsir voru staðsetningunni andvígir sem maður hafði auðvitað áhyggjur af. En mér finnst það efla borgarkjarnann að hafa þetta hús einmitt hér. Og okkur finnst mikil- vægt að þessi bygging sé á sama svæði og höfuðstofnanir löggjafar- valds og framkvæmdavalds. Það fari vel á því að þær séu í námunda hver við aðra en þó sjálfstæðar ein- ingar. Það hefur verið mörgum lög- fræðingum þyrnir í augum að Hæstiréttur hefur hingað til verið sem útbygging frá Stjórnarráðinu.“ „Við þennan flutning verður eng- in skipulagsbreyting á réttinum,11 segir Haraldur. „Hæstiréttur er æðsti dómstóll landsins og þangað er skotið málum frá héraðsdómi, hvort sem er með áfrýjun eða kæru. Okkar kerfi er þannig byggt upp að þar eru aðeins tvö dómsstig, héraðsdómur og hæstiréttur. Það er eini dómstóllinn sem hægt er að áfrýja til, öfugt við það sem er ann- ars staðar, þar sem eru þijú dóms- stig, t.d. eru landsréttimir í Dan- mörku millidómastig.“ „Hvers vegna tókum við það fyrirkomulag ekki eins og allt annað beint frá Dönum? Morgunblaðið/Golli HARALDUR Henrysson, forseti Hæstaréttar, fyrir utan nýja Dómhúsið við Arnarhól. „Okkar landsyfirréttur var milli- stig sem síðan var hægt að áfrýja til Danmerkur. Þegar Hæstiréttur var stofnaður hér 1920, fyrir 76 árum, féll það dómsstig niður. Umræður hafa orðið um þetta og lögð fram frumvörp í þinginu um Lögréttu sem átti að vera milli- dómsstig. En vegna smæðar þjóð- arinnar var horfið frá því að stofna til Lögréttu, talið að þessi tvö stig gætu dugað. Fyrir nokkrum árum var gerð breyting á Hæstarétti, dómurum fjölgað og deildaskipting fest í sessi. Rétturinn starfar í tveimur deild- um, fimm manna deild og þriggja manna deild. Og 1994 var sú breyt- ing gerð að alltaf skuli fímm elstu dómararnir sitja í þeirri fyrrnefndu, en yngri dómarar í hinni. Fimm manna deildin á að taka meiri hátt- ar mál sem hafa fordæmis- og sam- ræmingargildi fyrir réttinn í land- inu. En þiggja manna deildin tekur þá smærri mál, þau sem ekki hafa fyrst og fremst eins mikla þýðingu að því er varðar fordæmi." Hæstaréttardómarar verða þá að vera jafnvígir á öll mál, eru ekki til kallaðir af því að þeir séu ákveðnum málum sérlega kunnugir. Haraldur segir það rétt vera. Til dæmis er kona sem hæstaréttardómari ekkert frekar til kölluð i svonefnd kvenna- mál, eins og konur virðast stundum halda, eða hann sjálfur í slysavarna- og sjómannamál þar sem hann kom mikið við sögu áður fyrr. Starfshættir Hæstaréttar Ekkert segir fyrir um að forseti Hæstaréttar skuli vera úr eldri hópnum? Forseti er kosinn af öllum dómurunum úr hópi dómara til tveggja ára í senn. Þannig skiptast dómarar á um forsetasætið. Þetta er fyrra ár Haraldar Henryssonar sem forseti Hæstaréttar. Það hlýtur að auka vinnuálagið, þar sem for- seti dómsins heldur áfram að sinna dómstörfum með sama hætti og aðrir dómarar. Og jafnframt er hann handhafi forsetavalds ásamt forsæt- isráðherra og forseta Alþingis í fjar- veru forseta." Störf Hæstaréttar eru ekki oft í sviðsljósinu, utan fallnir dómar. Því væri ekki úr vegi að biðja forseta Hæstaréttar að útskýra hvernig þau ganga fyrir sig. „Málin koma í hendur dómaranna í formi ágripa sem málflytjendur vilja leggja fram og undirbúa. Það eru sömu skjöl sem lögð hafa verið fram í héraðsdómi. Hér í Hæsta- rétti fara ekki fram neinar yfir- heyrslur eða sönnunarfærsla yfír- leitt. Fyrir málflutning kynna dóm- arar sér rækilega þessi ágrip og málskjöl öll. Áður en mál er tilbúið til flutnings fer fram gagnaöflun sem er undir stjórn hæstaréttarrit- ara. Lögmenn skila greinargerðum og gögnum sem þeir telja nauðsyn- legt að bæta við. En í rauninni er ekki ætlast til að fyrir Hæstarétti komi fram ný gögn. Þar eiga að vera sömu gögn og dæmt er eftir í héraði. Grundvöllur málsins á að vera sá sami og þar var. Menn geta yfírleitt ekki komið með ný gögn nema alveg sérstaklega standi á. Sé talin þörf á vitnaleiðslu þá fer hún fram fyrir héraðsdómi." Þetta hlýtur að vekja spurningu um hvernig stendur á því að dómar breytast svona milli héraðsdóma og hæstaréttardóms? Er það af því að lögin eru svoddan hrákasmíði? „Nei, það þarf ekki að vera,“ flýt- ir Haraldur Henrysson sér að svara. „Það mat sem Hæstiréttur leggur á fyrirliggjandi gögn getur verið ann- að eða önnur túlkun á viðeigandi lagaákvæðum, sem leiðir til annarar niðurstöðu en héraðsdómur hefur komist að. Þegar gagnaöflun er lokið fer málið til flutnings," heldur Haraldur Henrysson áfram. „Það fer í biðröð- ina og bíður málflutnings. Því miður hafa mál dregist. Til skamms tíma gátu liðið upp undir tvö ár frá því að mál var tilbúið til málflutnings og þar til málflutningur fór fram. En sá tími er að styttast. Að því höfum við unnið undanfarin ár með miklu átaki. Bæði með fjölgun dóm- ara og með sérstakri heimild sem dómurinn hefur haft til að kalla til varadómara án þess að um forföll sé að ræða. Sú heimild rennur út um næstu áramót. Aðallega hafa hér verið kallaðir til héraðsdómarar, prófessorar eða fyrrverandi hæsta- réttardómarar. Þegar kemur að málflutningnum eiga lögmenn með glöggum og markvissum hætti að flytja málið. Hæstiréttur hefur lagt áherslu á að sá málflutningur sé mjög saman- þjappaður, þannig að hann eigi ekki að taka langan tíma. Að því hefur verið unnið markvisst og málflutn- ingur hefur styst. Lögmenn verða fyrirfram að gera grein fyrir því hvað þeir hyggist vera langan tíma að flytja málið og er gert að standa við þær áætlanir. Talsvert hefur verið gengið eftir því að málflutn- ingsræður séu styttri en áður var sem m.a. kemur fram í því að menn lesa ekki eins mikið upp úr skjölum. Dómarar hafa hvort eð er lesið þau. Ætlast er til þess að lögmenn ein- beiti sér að höfuðatriðum í þeim ágreiningi sem uppi er. Þetta hefur m.a. hjálpað okkur til að ná þeim árangri sem við töluðum um áðan, að stytta biðtímann.“ Að loknum málflutningi er málið dómtekið. Þá ganga dómarar til fundarherbergis. Einum dómara hefur áður verið falið að semja drög, atkvæði að dómi, eins og það er kallað. Hann hefur framsögu um málið og reifar það. Og á eftir hon- um hver dómarinn af öðrum. Að því loknu semur þessi framsögumaður drögin að atkvæði, sem er lagt að nýju fyrir dómarafund til umræðu. Málið er rætt eftir þörfum og til þrautar. Miðað er við að dómur sé kveðinn upp ekki síðar en þremur vikum eftir málflutning. Yfírleitt er dómur kominn eftir eina til tvær vikur. Ef ekki eru allir sammála semur sá eða þeir, sem eru í minnihluta, sératkvæði. Atkvæði meirihlutans gildir sem dómur en sératkvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.