Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ I kulda Mikil prýði hefur löngum þótt að hvít- kölkuðu steinhúsunum sem Danir létu reisa hér á öldum áður, svo sem á Bessastöðum og Nesi á Seltjamamesi. Pétur Pétursson rifjar hér upp að þótt vandað hafí verið til húsanna í þá tíð hafí Nesstofa, sem nú hýsir læknasafnið, reynst hið versta pestarbæli. NESSTOFAreyndistóhollhúsakynni. „MIKILL galli er það á íslending- um hvað þeir eru fátækir," var haft eftir Grími Thomsen, er hann var starfsmaður í utanríkisþjón- ustu Danmerkur um miðja síðast- liðna öld. Enginn íslenskur stúdent mun þó hafa átt greiðari aðgang að skotsilfri úr föðurgarði og námsstyrkjum konungsvalds, fé- pyngjum greifa og jafnvel fátækra skálda. Danska ævintýraskáldið H.C. Andersen færir í dagbók sína í Lundúnum. „Kominn er Grímur Thomsen og fær að láni gullsover- eign“. Um sömu mundir ritar Brynjólfur Pétursson Grími til Lundúna og lýsir dasemdum Dick- ens en spyr svo: „Ásaka þeir hann ekki um kommúnisma?“ Þótt Grímur verði spilafélagi ■ Friðriks konungs VII og Berlings kammerherra er hann með hugann heima á íslandi og rennur til rifja umkomuleysi þjóðarinnar. Svo sem skáldum er títt eru ýmsar leiðir til þess að lýsa eigin hugar- ástandi. Þá er hægt að bregða sér í líki annarra og lýsa með því eig- in stöðu. Grímur lýsir stöðu íslend- inga þótt hann kveði um Sverri konung í ljóði sínu: Margar fór ég ferðir glæfra, fætur mína vafði í næfra, ÞÓRÐUR Sveinbjörnsson, konferensráð, var fluttur á kviktrjám úr Nesstofu. kulda mér þá sviðinn sveið. En hvað var það hjá hugarangri hveija stund á vegferð langri sem ég fyrir land mitt leið. Grímur finnur sárt til fátæktar lands og þjóðar er hann situr veisl- ur greifa og barúna í tignarsölum álfunnar. Grímur Thomsen er innan við fímmtugt (46 ára) er hann hverfur úr embætti í Danmörku. „Kalinn á hjarta þaðan slapp eg“ kveður KIRSTIN Sveinbjörnsson kallaði á danskan skipslækni til að sinna manni sínum. hann um þjónustu sína við danskt konungsvaíd. Grímur tekur við búi á Bessa- stöðum. Þar var steinhús í eigu Danakonungs reist 1760-62. Nes- stofa á Seltjarnarnesi var reist um svipað leyti. Þótt til húsanna væri vandað að talið er, reyndust vistar- verur kaldar og saggasamar. Hús þau sem reist voru í tíð Danakon- unga voru heilsuspillandi, þótt ekki væri þar um alkaliskemmdir að ræða. Nesstofa á Seltjamarnesi JÓN Steffensen prófessor á unga aldri. Hann lét sér síðar annt um safnið i Nesstofu. var aðsetur sjálfs landlæknis, Jóns Thorstensens, og síðar bústaður Þórðar Sveinbjörnssonar konfer- ensráðs og dómsstjóra, föður Sveinbjarnar tónskálds. Þórður dómstjóri lá rúmfastur í Nesstofu, sárþjáður, gamall og gigtveikur. Kirstin Katrín Knudsen, kona Þórðar dómstjóra tekur sig fram um að fá danskan herlækni, Jos- eph Marcus, gyðing sem gegndi læknisstörfum á dönsku eftirlits- skipi er lá við festar í Reykjavík til þess að vitja manns síns. „Hér megið þér alls ekki búa,“ segir Marcus læknir við dómstjórann. „Þetta hús (steinhús) er heilsu- spillandi og á þátt í veikindum yðar.“ Þó var þetta hús landlækn- is og apótekara. Þórður konferens- ráð fór að ráðum Marcusar, danska gyðingsins. Hann lét flytja sig á kviktijám til Reykjavíkur og reisti sér timburhús við Túngötu. Þar bjó síðar kjörsonur hans Lár- us, fyrsti bankastjóri Landsbank- ans, faðir Jóns konungsritara og Guðmundar skrifstofustjóra og Ástu Einarsson, sem var einn helsti píanóleikari í Reykjavík á sinni tíð. Þórður Sveinbjörnsson varð allra karla elstur, en forðað- ist steinhús af fremsta megni. Marcus læknir vafði Þórð í tjöruhamp og kom honum til heilsu á ný. Nesstofa er nú safn lækna og lyijafræðinga. Jón Steffensen próf- essor eyddi þar mörgum stundum við skipulag safnsins. Hann ætti skilið að efnt væri til rannsókna á gerð hússins og hollustuháttum. Afkomandi Jóns Thorstensens landlæknis, Helgi Bergs, hefir séð um endurreisn Bessastaða. Þarf ekki Nesstofa viðreisn? •í SKOÐANAKÖNNUN sem gerð var á meðal áhorfenda í Royal Festival Hall í Lundúnum, kom berlega í ljós hvað það er sem gestir á sinfóníutónleikum vilja. Það eru ekki risaskjáir, óvenjulegur klæðnaður eða ávarp stjórnandans, heldur aukalag. Rétt eins og á rokktón- leikum. Það hefur hins vegar ekki tíðkast, nema þegar þekkt- ir einleikarar koma fram með hljómsveitinni. Hjá Vínarfíl- harmóníunni eru hins vegar oft leiknir valsar sem aukalög í lok tónleika, þótt þeir hafi ekki ver- ið á efnisskránni. Þrátt fyrir að sumir eigi erf- itt með að ímynda sér hvað sin- fóníuhljómsveit eigi að leika í uppklappi, virðist svo sem tón- leikagestir sakni þess hápunkts tónleika sem aukalag óneitan- Iega er. Það verði til þess að allir, tónleikagestir og tónlistar- menn, fái enn frekar á tilfinn- inguna að tónleikarnir hafi ver- ið vel heppnaðir, enda nái þeir saman á einstakan hátt þegar báðir sýna þakklæti sitt með þessum hætti, áhorfendur klappa tónlistarmanninn upp og hann þakkar fyrir sig með auka- lagi. Blað allra landsmanna! -kjarni málsim!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.