Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 _______________________MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Umferðarmenning er að taka tillit til nágranna sinna SVAVA Brand var með fyrirspurn í Morgunblað- inu 27. ágúst sl. um breytt- an hámarkshraða umferð- ar í Hlíðum úr 50 km í 30 km. Tilefnið er að í nokkr- um hluta Hlíðarhverfís er búið að lækka leyfilega hámarkshraða og hafa ver- ið gerðar ýmsar ráðstafan- ir til þess að fá fólk til þess að aka hægar. Svava vill gjama fá samskonar aðgerðir í sinni götu og er það vel skiljanlegt og verð- ur vonandi í næstu fram- tíð. Hins vegar er rétt að taka fram að 30 km svæði í Hlíðum er tilraunaverk- efni, framhaldið byggist á því hvernig sú tilraun tekst. Margrét Sæmundsdóttir formaður umferðar- nefndar Reykjavíkur Tyrkneska réttarkerfið SIGRÚN Magnúsdóttir sagðist hafa lesið viðtal við skiptinemann Neva Dovan í föstudagsblaðinu þar sem hún segir m.a. varðandi mál Soffíu Hansen að Soff- ía hefði átt að gera sér grein fyrir því að Halim A1 væri alinn upp í ofstopa- fjölskyldu áður en hún gift- ist honum. Við íslendingar erum ekki að setja út á Halim Al, heldur hvernig tyrk- neska réttarkerfið hefur komið fram við Soffíu, sem er yfirgengilegt. Meira um kúlupennann GUÐRÚN Jónsdóttir hringdi til að taka undir orð Lovísu Pétursdóttur sem þótti hjákátlegt að sjá forseta íslands undirrita eiðstafínn með kúlupenna. Guðrúnu finnst þetta lítils- virðing og segir að þetta hljóti að vera ólöglegt. Villfáaftur leið 8 og 9 SIGRÍÐUR hringdi til að taka undir orð Guðrúnar Magnúsdóttur í fímmtu- dagsblaðinu varðandi nýtt leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur. Sigríður sem býr í Heimahverfínu og sækir daglega vinnu í Kringluna þarf nú að ganga frá heim- ili sínu út á miðjan Grens- ásveg og ná í vag;n þaðan til að komast til vinnu sinnar. Áður tók hún vagn frá Glæsibæ í Kringluna og kvíðir því að þurfa að ganga alla leið út á Grens- ásveg í vetur. Hún óskar eftir að sú ákvörðun að leggja þessar leiðir niður verði endur- skoðaðar. Landsleikurinn við Bandaríkjamenn ÁSVALDUR hringdi og hefði verið Gunnar Guð- sagði að sig minnti að þeg- mannsson í KR. ar íslendingar spiluðu Honum datt þetta í dag landsleik gegn áhuga- vegna Víkvetjaskrifa í mannaliði Breta sumarið fóstudagsblaðinu þar sem 1956, að Skagamenn hefðu sagt var að Skagamenn- allir spilað með eða tíu tals- irnir hefðu verið níu og ins og að ellefti maðurinn óskar eftir svari við því. í I c c i í i ( i ( ( < SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á minn- ingarmótinu um Donner í Amsterdam í Hollandi. Vasílí fvantsjúk (2.730), Úkraínu, hafði hvítt og átti leik, en Rússinn Alexander Morosje- vitsj (2.610) var með svart. 27. Rxf5! - Dc8 (Ekki 27. - gxf5 28. Hxg8+ - Kxg8 29. Dh6 og vinnur) 28. Hg3! (Hótar að máta með drottn- ingarfóminni 29. Dxh7+! — Kxh7 30. Hh3 mát) 28. - h5 29. Rh6 - Hg7 30. Bf5! - Hxg3+ 31. Dxg3 - Db8 32. Hxd5 - Hh7 33. Bxg6 - Hxh6 34. Bf7! og svartur gafst upp því mátið blasir við. Úrslit mótsins: 1—2. Granda Zunj- iga, Perú og ívant- sjúk 7 v. 3—5. Kam- sky og deFirmian, Bandaríkjunum og Piket, Hollandi 6 v. 6—7. Salov, Rúss- landi og Hodgson, Englandi 5 72 v. 8—10. Adianto, Indónesíu, Van Wely, Hollandi og I. Sokolov, Bosníu 5 v. 11. Tim- man, Hollandi 4 72 v. og 12. Morosjevitsj 372 v. Atkvöld Hellis á mánudag- inn kl. 20 i Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. abeduf g h HVÍTUR leikur og vinnur Hlutavelta I ( ( ÞESSAR duglegu stelpur, sem allar búa í Birki- hlíð, héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.567 krónur. Þær heita Fura Sóley Hjálmarsdóttir, Sigrún Hlín Sig- urðardóttir og Sandra Steingrímsdóttir. Víkveiji skrifar... SJONVARPIÐ, það mikla tækni- undur, skipar allnokkurn sess í lífi flestra nútímamanna. Sumir segja að það móti fólkið og viðhorf þess. Það er á hinn bóginn ljósárum fjarri því að bjóða upp á skemmti- lega dagskrá. Það er sérstök kúnst, að mati Vikverja, að setja saman, dag eftir dag og árum saman, jafn- pottþétt leiðindi og sjónvarpið ber á borð fyrir landsmenn. Ekki svo að skilja að ekki slæð- ist stöku sinnum með dulítið af nammi-nammi, augna- og eyrna- konfekti. Og fréttirnar standa nokkurn veginn fyrir sínu. En stærstur hlutinn af sjónvarpsefninu er ruslfæði, ef nota má það orð. xxx KUNNINGI Víkveija, benti á það í spjalli á dögunum, að lífga mætti upp á sjónvarpsdag- skrána með örsuttum fróðleiks- þáttum úr íslenzkri náttúru, svona inn á milli hefðbundins dægurefn- is. Þessir fróðleiksþættir ættu að hafa þann megintilgang að kenna okkur að þekkja og njóta þess umhverfis, þeirrar náttúru, sem við erum sjálf hluti af. Hann nefndi nokkur dæmi: Fyrir nokkrum árum bauð Ríkis- útvarpið upp á örstutta þætti undir samheitinu „fugl dagsins". Þeir þættir höfðu þann tilgang að kenna okkur, ungum og öldnum, að þekkja fugla umhverfis okkur af hljóðum þeim, er þeir gefa frá sér. Sjónvarp- ið getur gert miklu betur: fært okk- ur ijölþættari þekkingu á lífi fugl- anna í umhverfi okkar. Stuttar nátt- úrulífsmyndir af þessu tagi eru betri flestu öðru sjónvarpsefni. Gera má stutta, fallega og skemmtilega þætti um fjölmargt annað í umhverfi okkar. Nefna má blóm og tré, sem setja sem betur fer hlýlegri svip á umhverfi okkar með hveiju árinu sem líður. Fjöl- margir myndu fagna vel gerðu sjón- varpsefni úr gróðurríki landsins. XXX OG SPYRJA má, hve margir höfuðstaðarbúar þekkja íjöll- in umhverfis Reykjavík með nöfn- um, eða hafa gengið um þau og skoðað? Væru þau ekki kjörið efni í stuttþætti í sjónvarpinu? Og síðan fjöll í nágrenni annars þéttbýlis - og víðar um landið? Sama máli gegnir um landnáms- jarðir og sögustaði, til dæmis bisk- upssetrin að Hólum og í Skálholti og klaustur í kaþólskum sið. Stutt- þættir um þessa staði hefðu mikið fróðleiksgildi - og væru skemmti- leg tilbreytni frá ofbeldismyndum og „þynnku" ómerkilegustu fram- halds-sápu-þáttanna. Hér er aðeins staldrað við fátt eitt sem gæti orðið sjónvarpsfólki verðugt viðfangsefni, ef dagskrár- stjórar gæfu því tækifæri til að sinna þeim. Oft var þörf en nú er nauðsyn að lappa upp á sjónvarps- dagskrána. Hún er reyndar, að mati Víkveija, slík lágkúra um þessar mundir, að hún getur vart breytzt nema til hins betra. XXX ANNAR kunningi Víkveija sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Póst og síma. Hann fékk sér bílasíma fyrir nokkr- um misserum, sem öryggistæki á ferðalögum innanlands - og í sum- arbústað. Síðan nýtti hann sér ný- móðins þjónustu símans, sem nú er boðið upp á, sum sé þá, að allar hringingar I heimasíma fara sjálf- krafa í bílasímann. Þetta gekk allt saman vel fyrir sig, tæknilega séð. Síðan kemur himinhár símareikningur á heima- síma viðkomandi. Þá uppgötvar hann, að eigin sögn, að utanaðkom- andi símtöl (sem heimasími vísar í bílasíma) færast ekki kostnaðarlega á þá sem hringja heldur heimasím- ann sem hringt er í. Það er ekki öll vitleysan eins í henni veröld - og það má lengi koma í bakið á „kúnnum“ þessa margfræga ríkis- fyrirtækis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.