Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLUNUM er lokið, en almennt byrja sumarfríin ekki hér fyrr en í byijun ágúst, einmitt þegar ís- lendingar fagna síðustu sumar- helginni, verslunarmannahelginni. Strand- lífinu er því haldið uppi af smákrökkum í umsjón amma og barnapía. Á Ítalíu tíðkast það - og æ meir eftir því sem sunnar dr.eg- ur- að ömmurnar passi litlu krakkana, meðan foreldrarnir vinna. í löndum, þar sem þar til gerðar stofnanir og lært fólk hefur tekið við barnauppeldinu, kann það að hljóma eins og ljúfasta þjóðlag að börnin alist upp undir verndarvæng afa og ömmu. Það hljómar næstum of vel til að vera satt... og kannski er það einmitt niðurstaðan, í ljósi þess að ítalir eru óduglegastir Evrópu- þjóða að fjölga sér. Eins og í svo mörgu öðru, þá eru aðstæð- ur ólíkar á Norður- og Suður- Ítalíu hvað varðar barnagæslu. Á Norður-Ítalíu er víð- ast auðvelt að verða sér úti um vöggustofu eða leikskóla fyrir krakka. Aðbúnaður þar þykir víða til slíkrar fyrirmyndar að uppeld- isfrömuðir víða að úr heiminum sækja þang- að í skoðunarferðir til að kynna sér dýrð- ina. í Bologna, borg á stærð við Reykjavík, kostar um tíu þúsund íslenskar að hafa 4 ára krakka í gæslu yfir daginn. Innifalið í þessu eru allar máltíðir og opið er frá kl. 6.30 á morgnana þar til kl. 3 9 á kvöldin, svo foreldrarnir geti hagað gæslutímanum eftir sínum vinnutíma. Fyrir dæmigert mið- stéttarfólk er gæslan nokkuð dýr, en langt frá því að vera óyfirstíganleg. Mæðurnar þurfa því ekki að hugsa sig um tvisvar ef þær kjósa að fara út að vinna. Þó Róm sé ekki nema um 300 km sunn- an Bologna, þá eru aðstæður þar nokkuð aðrar. Vöggustofur er vart að fá og biðlist- ar í gæslu fyrir krakka frá 3 ára aldri, en flestir fá hana á endanum. Hvað er þá að gera fyrstu þrjú árin? Jú, þá er leitað á náðir ammanna, sem í flestum tilfellum eru meira en fúsar að gæta barnabarnanna. Amma veit allt best Tökum sem dæmi systurnar Mariu og Önnu, sem báðar búa í Róm og eru rúm- lega sjötugar og ernar vel. Báðar búa í rúmgóðum íbúðum og bömin eru auðvitað löngu flutt að heiman. Þær eignuðust börn sín, tvö hvor um sig, þegar þær voru nýgift- ar konur upp úr tvítugu á árunum um og eftir 1950. Börnin biðu hins vegar framund- ir þrítugt eða lengur með að festa ráð sitt og framundir fertugt með barneignir. Þess vegna urðu Maria og Anna ekki ömmur um fertugt eins og þeirra ömmur, heldur þurftu að bíða fram á sjötugsaldur eftir barnabörnunum. Og hvemig horfir svo lífið við ungri ít- alskri móður? I fyrsta lagi þá er hún, eins og áður er sagt, ekki sérlega ung, því ef við tökum sem dæmi mágkonurnar Söru og Catarinu, dóttur og tengdadóttur systr- anna áðurnefndu, þá voru þær orðnar 36 og 38 ára, þegar fyrstu börn þeirra fædd- Mæðraveldið Terracinabréf Ömmurnar stýra ítölskum fjölskyldum með styrkrí hendi og stórfjölskyldan er víða enn við lýði, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir. Mæðra- veldið, þó þægilegt sé, virðist þó ekki efla löngun * Itala til bameigna. ust. Það stóð auðvitað mikið til og bæði heimili þeirra og heimili ammanna fylltust af öllu sem til þaif og í mun meira úrvali, heldur en almennt sést á Norðurlöndum, því ítalir eru reglulega kaupglaðir og auð- velt fyrir auglýsendur að telja þeim trú um að ungabarnið hafi alls kyns sérþarfir, að ógleymdum alls kyns sótthreinsunarefnum. ítalskt barnauppeldi snýst nefnilega ekki bara um að ala upp börnin, heldur að drepa allar hugsanlegar og óhugsanlegar bakter- íur í kringum þau. Hvorug þeirra Söru og Catarinu hafði barnið á bijósti, því það vildi einhvern veginn ekki heppnast og enginn sýndi því neinn sérstakan áhuga heldur, því bróstagjafaráróðurinn hefur ekki náð hingað, en margir eru hins vegar um hit- una að selja mjólkurduft og pela. Barn Söru fæddist um vorið, svo skömmu eftir fæðingu fór Sara og foreldrar hennar frá Róm í strandbæinn, þar sem gömlu hjónin dvelja hálft árið. Þar svaf barnið inni hjá ömmu, afi færði sig í annað her- bergi og Sara gat því átt rólegar nætur. Auðvitað þvoði amma af barnabarninu og straujaði. Svipaða sögu var að segja af Catarinu, sem fór í tíu daga siglingu með eiginmanninum, þegar barnið var tæpra sex mánaða. Hún naut reyndar ekki ferðarinnar sem skildi vegna söknuðar eftir barninu, en huggaði sig við að amman gætti þess vel og að eiginmaðurinn vildi svo gjarnan fara í þetta frí með vinum þeirra. Amman er líka svo ákveðin með barnið og virðist vita allt um hvað því sé fyrir bestu að Catarina er ekki viss um nema barnið hafi betra af að vera hjá ömmu en sér. Sara er ákveðnari og ekki alltaf sammála ömmu um hvernig ala eigi krakkana upp og þá skammast hún svolítið, en á endanum fer hún þó í vinnu og þá hefur amma aftur sitt svigrúm. Ommur aldar upp af ömmum Ömmurnar eru sjálfar iðulega aldar upp af ömmum sínum og gera bara eins og þær. Mæður þeirra unnu auðvitað ekki úti, en ömmurnar bjuggu hjá dætrum sínum og tengdadætrum og stjórnuðu heimilunum af festu. Ein eldri kona minnist þess aldrei að hafa séð móður sína dýfa hendi í kalt vatn, elda eða yfirleitt gera nokkurn skap- aðan hlut heima, því amman gerði allt sem gera þurfti á heimilinu. Það er þó fremur undantekning en regla, en vissulega hafði amman á heimilinu yfirleitt síðasta orðið, þó oft kastaðist í kekki milli kvenfólksins á heimilinu. í þennan kvennafans blönduð- ust svo vinnukonurnar, sem alls staðar voru, ef fjárhagur fjölskyldunnar mögulega leyfði, því það var tímafrekt að fletja út pasta, búa til smjördeig og bleikja og strauja þvott. Ef og þegar amma dó tóku dætur og tengdadætur yfir, en fyrr ekki. Ungu mæðurnar í Róm, þær Sara og Catarina, hafa ekki aðeins ömmu til hjálp- ar, heldur hafa einnig húshjálp, sem kemur á morgnana og getur þá líka litið eftir börnunum ef þörf er á, auk þess að sinna heimilisverkum. í Róm er sennilegast að heimilishjálpin sé ættuð frá Filipseyjum, því í stórborgum sinna innfæddir ekki leng- ur lægst launuðu störfunum, þó atvinnu- leysi á Ítalíu sé um tólf prósent. í smábæ eins og Terracina, með 40 þúsund íbúa, eru það konur og stúlkur í bænum, sem vinna á sumarheimilum þeirra aðkomnu. Ömmurnar í sögunni okkar, þær Maria og Anna, hafa líka átt ömmur, sem ólu þær upp. Ömmur þeirra voru fæddar rétt um aldamótin, fyrir daga fúkkalyfja og annarra góðra lyfja og horfðu upp á börn, ættingja og vini deyja úr berklum, barnsfarasótt, malaríu og öðrum bráðakvillum. Öðruvísi er vart hægt að skilja stöðugan ótta am- manna við sjúkdóma og trekk, líka í 30 stiga hita. Ef krakkarnir hlaupa um, er stöðugt verið að athuga hvort þau svitni, því ef svo er verða þau helst að hætta að hlaupa. Að öðrum kosti gæti slegið að þeim. Og berfætt mega börnin alls ekki hlaupa um á steingólfunum innanhúss. Við minnsta hósta er brugðist með læknisheimsóknum pg lyfjagjöfum, enda er fúkkalyfjanotkun ítala gríðarleg og sjúkdómar eru vinsælt umræðuefni. Þær Maria, Anna, Catarina og Sara eru reyndar ekki til í alvörunni, en saga þeirra er sú sama og margra annarra ítalskra miðstéttarkvenna og því gætu þær Maria og Anna verið einar af mörgum ömmum á ströndinni í Terracina. Þar eru þær með barnabörnin. Foreldrarnir eru enn ekki komnir í frí, en koma frá Róm um helgar í heimsókn til barna, amma og afa í Terrac- ina. Þegar barnarbörnin eldast láta þau lík- lega nægja stutta heimsókn til ömmu, en fara annars í sumarbúðir eða heimsækja ættmenni eða vini einhvers staðar annars staðar. Afarnir hafa ekki mikið að segja. Þeir leika sér svolítið við barnabörnin, en fara annars út að hitta hina afana, sem hafa heldur ekki mikið að segja á heima- velli. Ungu pabbarnir taka reyndar mun meira til hendinni við uppeldi og heimilis- störf en feður þeirra gerðu. Eftir sem áður eru það þó fyrst og fremst ömmur og mömmur, sem sjá um uppeldið, en pabbarn- ir eru mjög duglegir að leika sér við krakk- ana. Skipbrot stjórfjölskyldunnar? Fortíðardraumurinn um stjórfjölskylduna stingur stundum upp kollinum á Norður- löndum í umræðum um óðaupplausn fjöl- skyldunnar. Eftir reynslu ítala að dæma er spurning hvort fjöiskylduform, sem byggir á veldi elstu kynslóðarinnar hentar frelsisþyrstu nútímafóiki. Alla vega er það ekki barneignahvetjandi. í fyrra var slegið hér nýtt met, þegar það urðu fleiri sextug- ir og eldri heldur en táningar. Þetta eykur enn á fjárhagsvanda ítala, þar sem 12 milljónir eftirlaunaþega gleypa 20 milljónir eftirlaun vegna gjöfulla regina, en það er önnur saga... R A L L A Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fulloröna. Byrjendur og framhald. (amkvæmifdamar Rokk kántrý ■ Gömlu dan$amir Hópæf inyar með danf konnara ftfinpaaðftaða Skemmtileytfólk félayntarf Ath. opið hús á laugardagskvöldum Innritun og upplýsingar 1.-10. sept. kl. 10.00 - 23.00 ísíma 564-1111 FagmwKg&a íkfrivmi DfllWKÓLI Sigurðar Hákonarsonar Dansfélagið Hvönn Auðbrekku 17 - Kópavogi EMMA, Jón, Jóna og Lára í íslenska sýningarbásnum i Miami. * Islenskur bás á 100 ára afmæli Miamiborgar EMMA Stefánsdóttir Gibbons, Jón Weeley, Jóna Ingvarsdóttir Ferrante og Lára Gunnarsdóttir voru fulltrúar íslands í sýn- ingarbás sem starfræktur var á 100 ára afmælishátíð Miami- borgar í Flórída í sumar. Fjór- menningarnir, sem allir eru bú- settir í Miami, afhentu hátíðar- gestum bæklinga um Island og sýndu íslenska hraunmoia, hrosshúð, lopapeysur, brúður í þjóðbúningum og fleira. Um 250.000 manns sóttu hátiðahöld- in sem fóru fram í blíðskapar- veðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.