Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 19 LISTIR Nýtt íslenskt í bland við Ibsen, Andersen og Williams Nanna systir, Villiöndin og Köttur á heitu blikkþaki eru meðal þess sem Þjóðleikhúsið býður upp á á næsta leikári. Þröstur Helga- son kynnti sér verkefnaskrá og ræddi við Stefán Baldursson Þjóðleikhússti'óra. HILMIR Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir leika aðal- hlutverkin í Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford sem sýnt verður á Smíðaverkstæðinu. FJÖGUR ný íslensk leikverk, ný er- lend og klassísk verk og draugasög- ur verða á efnisskrá komandi leikárs Þjóðleikhússins. „Þetta verður fjöl- breytt leikár og óhætt að segja að við séum stolt af því“, segir Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóri. „Við erum mjög bjartsýn á veturinn. Við áttum mjög gott leikár í fyrra, að- sóknin jókst um hér um bil fjórðung frá árinu áður. Þrek og tár og Kar- demommubærinn gengu best en þau verk voru sýnd 60 sinnum; bæði verða tekin upp að nýju í haust." Sjö nýjum leikurum hefur verið bætt inn á fastan samning hjá hús- inu en þeir eru Edda Heiðrún Bach- mann, Vigdís Gunnarsdóttir, Stefán Jónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Magnús Ragnarsson, Margrét Vil- hjálmsdóttir og Þröstur Leó Gunn- arsson. Á þriggja mánaða höfundar- launum hjá Þjóðleikhúsinu verður í vetur Benóný Ægisson. Stóra sviðið Fyrstá verkið á stóra sviðinu verð- ur Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. „Þetta verk gekk við fádæma vinsældir hjá Leik- félagi Akureyrar í fyrra“, segir Stef- án, „en höfundarnir hafa gert á því smávægilegar breytingar í sumar. Þetta er bráðfyndin og skondin mynd af mannlífinu í litlu bæjarfélagi þar sem raunveruleikinn er skrautlegri en nokkurt leikrit." Leikstjórn verð- ur í höndum Andrésar Sigurvinsson- ar en með aðalhlutverk fara Ólafía Hrönn Jónsdóttir, sem leikur titil- hlutverkið, Sigurður Siguijónsson, Pálmi Gestsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Örn Árnason og Hjálmar Hjálmarsson. Kennarar óskast heitir nýtt verk eftir Ólaf Hauk Símonarson sem frumflutt verður í nóvember. „Ólafur Haukur fer nú að verða eins konar hirðskáld Þjóðleikhússins en hann BALTASAR Kormákur og Margrét Vílhjálmsdóttir í hlutverkum sínum í Köttur á heitu blikkþaki eftir Ten- nessee Williams. MAGNÚS Ragnarsson leikur einn af ferðalöngunum Hvíta myrkri Karls Ágústs Úlfssonar. hefur verið með að jafnaði eitt leik- rit á vetri síðastliðin ár. Ólafur er mjög fjölhæfur höfundur og sýnir sífellt á sér nýjar hliðar. Þetta verk er á alvarlegu nótunum þótt grínið sé reyndar aldrei langt undan. Verk- ið íjallar um ung kennarahjón sem flytja út á land til að kenna. Þar ætla þau að reyna að hefja nýtt líf, þau hafa átt í svolitlum erfíðleikum í hjónabandinu en einhver hugsjón býr einnig að baki þessum flutningi. Þau komast hins vegar að því að hugmyndir þeirra fara ekki allskostar saman við lífsviðhorf heimamanna." Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, sem hefur ieikstýrt íjölda verka eftir Ólaf Hauk, en með aðalhiutverk fara Sigrún Edda Björnsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson, sem leika hjónin ungu. Með önnur hlutverk fara með- al annars Örn Árnason, Gunnar Ey- jóifsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Fjögur erlend klassísk verk verða á stóra sviðinu. Jólasýning verður Viliiöndin eftir Henrik Ibsen sem Stefán Baldursson leikstýrir. Með aðalhlutverkin fara Pálmi Gestsson, Edda Heiðrún Bachmann, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Helgi Skúla- son og Gunnar Eyjólfsson. Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Will- iams verður sýnt í fyrsta skipti í íslensku atvinnuleikhúsi í vetur und- ir leikstjórn Hallmars Sigurðssonar. í aðalhlutverkum verða Baltasar Kormákur og Margrét Vilhjálms- dóttir en meðal annarra leikenda verða Helgi Skúlason, Helga Bach- mann, Þröstur Leó Gunnarsson, Edda Arnljótsdóttir og Erlingur Gíslason. Söngleikur ársins verður Fiðlarinn á þakinu eftir Stein/Boch/ Harnick sem Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrir. Með aðalhlutverk fara Jóhann Sigurðarson og Edda Heið- rún Bachmann. Að endingu verður á stóra sviðinu eitt barnaleikrit sem telst til klassískra bókmennta, Litli- Kláus og Stóri-Kláus eftir H.C. And- ersen. Verkið verður frumflutt eftir áramót í leikstjórn Ásdísar Þórhalls- dóttur en þetta er frumraun hennar í Þjóðleikhúsinu. Söngvum hefur verið bætt inn í verkið. Tónlistar- stjórn í sýningunni annast Jóhann G. Jóhannsson en söngtexta semur Þórarinn Eldjárn. Smíðaverkstæðið Fyrsta verk á dagskrá Smíðaverk- stæðisins verður Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford. „Þetta er aldagamalt og djarft verk um blóðskömm, skefjalausar ástríður, undirferli, svik og hefndir", segir Stefán. Leikstjóri er Baltasar Kor- mákur sem er einnig að þreyta frum- raun sína á því sviði í Þjóðleikhús- inu. Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir og Steinn Ármann Magnússon fara með aðalhlutverkin. Hallgrímur H. Helgason hefur hingað til helst verið þekktur sem þýðandi Ijölda leikverka en í vetur verður frumsýnt eftir hann nýtt leik- rit sem nefnist Vorkvöld með krókó- díium. „Þetta verk lýsir dimmisjóns- kvöldi í Reykjavík; hér er á ferðinni beinskeytt og léttgeggjað verk um íslenska nútímaæsku", segir Þjóð- leikhússtjóri. Á smíðaverkstæðinu verður svo efnt til þeirrar nýbreytni að bjóða til miðnætursýningar. Hávar Sigur- jónsson hefur sett saman leiksýn- ingu sem nefnist Reimleikar og er hrollvekjandi draugasaga byggð á íslensku efni. Einnig verða teknar upp sýningar á Hamingjuráninu á smíðaverkstæðinu, en það var frum- sýnt á síðasta vori. Litla sviðið Leikárið á litla sviðinu hefst á verki sem forsýnt var á listahátíð í sumar, Hvíta myrkur, eftir Karl Ágúst Úlfsson. Verkið gerist í litlu gistihúsi í einangruðu sjávarplássi þar sem farþegar í langferðabíl hafa orðið innlyksa í aftakaveðri. Hallmar Sigurðsson leikstýrir en leikendur eru Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúla- son, Magnús Ragnarsson, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Tvö ný erlend verk verða sýnd á litla sviðinu; gamanleikurinn Lista- verkið eftir frönsku skáldkonuna, Yazmina Reza, en það hefur notið geysilegra vinsælda víða í Evrópu, að sögn Stefáns. Hefur það unnið til fjölda verðlauna, meðal annars frönsku Moliere-verðlaunanna. Krabbasvalirnar nefnist svo verk eftir sænsku skáldkonuna Marianne Goldman sem fjallar á nærfærinn en opinskáan hátt um þrjár konur sem bíða dauða síns á krabbameins- deild. Leikstjóri verður María Krist- jánsdóttir en með aðalhlutverkin þrjú fara Kristbjörg Kjeld, Guðrún Gísladóttir og Edda Arnljótsdóttir. Einnig verður sýningum á Kirkju- garðsklúbbnum haldið áfram en þær hófust í fyrra. Auk þessa verður Listaklúbbur Leikhússkjallarans starfræktur í vetur með svipuðu sniði og síðastlið- in þijú tvö ár. Raddir í Reykjavík HLJÓÐMYNDA- og ljósmyndasýn- ingu Þorsteins J., Ráddir í Reykjavík í Ráðhúskaffinu, lýkur í vikunni. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir af Reykvíkingum sem og raddir gamalla Reykvíkinga sem rifja upp hvernig umhorfs var í borginni hér einu sinni. „Raddir í Reykjavík hefur staðið yfir í þijár vikur og hefur verið vel sótt,“ segir í kynningu. ----------» ♦ ----- Valgerður sýnir í Galleríi Greip SÝNING á verkum Valgerðar Guð- laugsdóttur hefur verið opnuð í Gall- erí Greip, Hverfisgötu, 82. Valgerður lauk námi í skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1994. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en hún hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Hausttónleikar Selfosskirkju SJÖTTU hausttónleikar Selfoss- kirkju eru hafnir. Glúmur Gylfason organisti hóf tónleikaröðina og á þriðjudag, 3. september, leikur Halldór Oskarsson organisti Odda á orgel Selfosskirkju. Héraðssjóður Árnesprófasts- dæmis ásamt öðrum styrktaraðil- um hafa séð til þess að hægt hefur verið að bjóða óeypis að- gang. Auk glúms og Halldórs munu eftirfandi organistar og aðrir tón- listarmenn koma fram; Mark A. Anderson organisti Princeton USA 10. september, Kári Þormar organisti, en hann er í framhaldss- námi í Dusseldorf, 17. september, Tríó Reykjavíkur, þau Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari, þann 24. september. SJQVArwTALMENNAR - Þú tryggir ekki eftir á! Opið hjá Sj óvá-Almennum kl. 9-5 Að venju breytist afgreiðslutími okkar 1. september. Frá þeim degi verður opið hjá Sjóvá-Almennum frá klukkan níu til fimm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.