Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKSTURSÍÞRÓTTIR Kristín B. Garðarsdóttir, eiginkona Guðbergs Guðbergssonar Veik í sportbíla og langar að keppa FYRIR utan tvöfaldan bílskúrinn voru fjórir Porsche bílar, tvö mótorhjól og nokkur önnur farartæki. Vin- ir Guðbergs voru að vinna í rallbíl hans af kappi. Inn í stofu sat eiginkona hans nýbú- inn að baka pönnu- kökur fyrir aðstoðar- mennina. Á miðju stofugólfinu var velti- búr, vængur aftan af bílnum og aðrir smá- hlutir sem tengjast eiga bílnum þegar hann ertiibúinn. Ósköp venjulegt kvöld ílífi Kristínar Birnu Garðarsdóttur. Kristín sagði að sum- um vinkonum sínum fyndist hún svona mátu- lega skrítin að hafa svona mikinn áhuga á rallinu. „Síðustu vikur hefur verið unnið hér fram á rauða nótt, enda er verið að endursmíða Porsche keppnisbílinn frá grunni. Það verð- ur allt nýtt. Vinir Gunnlaugur okkar hafa veitt Rögnvaldsson ómetanlega hjálp skrifar vjð smíðina eins og síðustu ár. Hafa lagt sái sína í keppnisbíla okkar og sumir eru orðnir eins og hluti af fjölskyld- unni. Annars væri þetta ekki hægt,“ sagði Kristín á meðan Viktor sonur hennar þeyttist um á tæki með stýri og fjórum hjólum, en án mótors með tilheyrandi lát- um. „Viktor og dóttir mín Anna Björk eru forfallinn eins og ég. Þau koma á öll mót og við munum elta rallið saman,“ sagði Kristín, „sumu fólki finnst vafalaust skrít- ið að ég sé svona heltekinn af þessu og fáar konur myndu vilja bílavarahluti inn á stofugólfi eins og núna er til staðar. En ég er veik fyrir bílum og langar sjálf að keppa. Það kitlar mig alltaf þegar ég horfi á keppni. Mest Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Allar nætur Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Það var mikið um að vera í bílskúrnum hjá Guðbergi Guðbergssyni og Kristínu Birnu Garðarsdóttur. Þar vinnur her aðstoðarmanna við að endursmíða Porsche keppnisbíl og dóttirin Anna Björk veittl góð ráð þrátt fyrir ungan aldur. Guðbergur stendur við risavaxinn væng sem verður aftan á bílnum. langar mig í torfæruna eða þá rallið, hvað sem verður. Álíka góðir ökumenn „Við Beggi vorum einmitt að tala um það fyrir skömmu að gam- an væri að keppa á móti hvort öðru á samskonar Porsche bílum. Núna eigum við tvo, einn sem var í bílkrossinu og svo rallbílinn. Ég held við séum álíka góðir öku- menn. Beggi getur kannski meira á þriðja hundraðinu, en í brautar- keppni er ég síst verri. Það yrði fjör ef við mættumst á tveimur tryllitækjum, ég myndi ekki slá af til að hlífa honum,“ sagði Krist- ín. Hún varð íslandsmeistari í bíl- krossi fyrir nokkrum árum á sama keppnisbíl og Guðbergur vann tit- ilinn á þriðja árið í röð fyrir skömmu. Bílaáhuginn er mikill og þau hjónakorn aka um á fjórhjóla- drifnum Porsche. „Mig iangar mikið í nýja 911 Turbo sportbílinn. Það liggur við að ég sé ástfangin af honum. Hann er rennilegur og kraftmikill. Ef ég ynni 30 milljónir í lóttóinu, þá myndi ég setja 15 í þennan nýja Porsche. Ég er enginn glanni í umferðini en þessir bílar eru snöggir milli staða og gefa skemmtilega til- fínningu. Það er ekki að ástæðulausu sem kvik- myndastjörnurnar falla fyrir þeim. Allavega er ég kolfallin. Svo vona bara að öll vinn- an færi Begga og Jón Helga Pálssyni að- stoðaröku- manni sigur í alþjóðarallinu," sagði Kristín. Fjölskyldufólk á kafi í rallakstri AKSTURSÍÞRÓTTIR eru tímafrekar íþrótt- ir og kosta oft mikil peningaútlát. Mjólkur- peningarnir duga skammt þegar búið er að ræsa rallbíl í rás- markinu og fimm þús- und krónurnar fjúka á hveijum kílómetra hjá þeim sem slást um sig- ur. Eitt keppnisdekk kostar 10.000 krónur og það getur sprungið og skemmst á nokkr- um metrum. Fjölskyldufólk á því oft erfitt með að keppa í rallakstri, en nokkrar fjölskyldur hafa þó verið af lífi og sál í rallinu síðustu ár, studdar dyggilega af stórfyrirtækjum. Morgunblaðið ræddi við eiginkonur tveggja keppenda sem líklegir eru til að vera í topp- baráttunni í alþjóð- arallinu sem hefst n.k. föstudag. Keppnin er 990 km löng og verða 330 km eknir á sérleið- um. Ræst verður við Perluna á föstudaginn kl. 15.00 en endamark verður á Austurvelli á sunnudaginn kl. 15.00 með tilheyrandi fjöl- skylduhátíð. Því er vel við hæfi að spjalla við tvö ökumenn í rallmót- inu sem eru fjölskyldu- menn. Báðir ökumenn eru akstursmeistarar. Rúnar Jónsson er margfaldir íslands- meistari í rallakstri og Guðbergur Guðbergs- son varð nýverið meistari í bílkrossi þriðja árið í röð. Rún- ar ekur að venju fjór- hjóladrifnum Mazda 323 en Guðbergur ekur endursmíðuðum Porsche keppnisbíl. uuooergs- son mætir á öll mót sem pabbi hans keppir í, klæddur keppnlsgalla og spókar sig hér með hjálm á höfði á síðustu keppni. Kannski framtíðar ökumaður í akst- ursíþróttum. Rall fjölskyldan Guðrún Ýr Birgisdóttir, Rúnar Jónsson ásamt börnum sínum, Birgi, Svenný og Jóni Pétri í stofunni heima. Stundum hrædd um feðgana au kynntust óbeint gegnum rallakstur. Faðir henn- ar, Birgir Viðar Halldórsson keppti af kappi í rall- akstri. A svipuðum tíma var rekin veitingastaður af öðrum rallara, Eiríki Friðrikssyni og Guðrún Yr Birgisdóttir vann þar. Rúnar Jónsson fór að venja komu sína þangað í hádeginu og gefa stúlk- unni auga. Rallítöffari „Mér fannst Rúnar óskaplega merkilegur með sig fyrst. Hann brosti aldrei nokkurn tím- ann né sagði orð. Svo komst ég að því að hann var feiminn og var að fela að hann væri með spangir. Það leið ekki á löngu að við fórum að vera saman. En það var ekki af því hann var einhver rallítöffari," sagði Guðrún á heim- ili þeirra hjónakorna. Þau eiga þrjú börn og tvö þeirra fylgjast grannt með gangi mála í rallinu, Birgir átta ára og Svenný fjögurra ára Það þriðja, Jón Pétur er aðeins átta mánaða og hann því ekki enn farinn að skilja áráttu fjölskyld- unnar. Rúnar ekur með Jóni Ragn- arssyni föður sinum og tók við af honum eftir að Omar Ragnarsson hætti að aka með Jóni. Lukkutröllið „Ég myndi ekki leyfa Birgi syni mínum að keppa með neinum nema Rúnari. Sjálfsagt fæ ég engu um það ráðið þegar hann eldist, en mér finndist best að hann byijaði með pabba sínum, ef hann fer í rallakstur. Hann er óður í allt sem tengist rallinu og eltir öll rallmót með mér og viðgerðarliðinu. Er lukkutröllið okkar,“ sagði Guðrún. „Rúnar lifir sig inn í rallið og fylgist með því sem gerist erlendis. Eftir því sem börnum okkar hefur ijölgað þá hef ég kannski haft meiri áhyggjur af feðgúnum í keppni. Ef ég neyðist til að vera heima, þá ligg ég í síman- um. Bæði til að vita stöðuna og að allt sé í lagi. Er stundum hrædd um þá feðga. Ég upplifði það að sjá Rúnar velta harkalega og meiðast á hálsi fyrir nokkrum árum og það var mjög ónotaleg tilfinning. Sjálf myndi ég alveg vilja keppa með Rúnari eina keppni, en ég efast að kallinn hann Jón tími því. Ég hef farið stutta sérleið með Rúnari og var dálítið skelkuð í byijun, enda þoli ég lítið. Er t.d. flug- hrædd, hugsa alltaf um börnin, að ekkert megi nú koma fyrir mig vegna þeirra. En Rúnar veit hvað hann er að gera þó hraðinn sé stund- um mikill. Þeir feðgar hafa lent í fáum óhöpp- um og ég veit að Rúnari finnst þægileg tilfinn- ing að ég veiti honum fullkominn stuðning". „Þeim hefur ekki gengið sérstaklega vel í alþjóðrallinu síðustu ár, en ég held að þeir vinni núna. Bíllinn er góður og þeir hafa unnið öll mót ársins til þessa. Ég efast ekki um að þeiri eigi góða möguleika og fjölskyldan mun elta þá á röndum," sagði Guðrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.