Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Viltu veröa förðunarfræðingur? 6 vikna til 3ja mán. námskeið í Ijósmynda- og tískuförðun. Hægt er að velja á milli morguntíma (9-13) og kvöldtíma (19-23). Kennd eru öll undirstööuatriði förðunar, litasamsetninga og litgreiningu með tilliti til förðunar. Aöeins fagfólk með mikla reynslu sér um kennslu: Anna Toher, förðun og litgreining. Erla Björk Stefánsdóttir, förðun og litgreining. Þorbjörg Jónsdóttir, förðunarmeistari frá Forum í París. Gestaleiðbeinendur eru hárgreiðslu- og snyrtifræðingar. Kennsla hefst 10. september. MAKEUPFOR EVER Allar nánari upplýsingar og skráning í MAKE UP FOR EVER búðinni, SKólavörðustíg 2, sími 551 1080. ... Ipegar Förðunarskóli Islands skiPtir méij • Senjoritur • Kórskóli « Vetrarstarf kórsins hefst nú senn: Kórfélagar mæti mánudaginn 16. september kl. 20:30. Kórinn getur bætt við sig nokkrum félögum og geta áhugasamar konur mætt í inntökupróf. Kórstjóri er Margrét J. Pálmadóttir og undirleikari Svana Víkingsdóttir. Hópurinn hefur vetrarstarfið á námskeiði hjá Sibyl Urbancic og skulu félagar mæta mánudaginn 2. september. Stjórnandi Vox feminae er Margrét J. Pálmadóttir. Hópurinn er fullskipaður. Félagar í Léttsveit mæti þriðjudaginn 3. september kl. 20:00. Léttsveitin getur bætt við sig nokkrum félögum og áhugasamar konur geta þreytt inntökupróf. Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jóhanna Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. ■ Senjoriturnar munu halda áfram starfsemi sinni enda gerðu þær stormandi lukku strax á sínu fyrsta starfsári. Hópurinn er fyrir síungar eldri konur og eru áhugasamir nýir félagar boðnir velkomnir. Æfingar verða á mánudögum kl. 16:00 og hefjast 16. september. Stjórnandi er Rut Magnússon. verður áfram starfræktur og er hann ætlaður áhugasömum konum sem hafa litla eða enga reynslu af söngstarfi. Kennd verður raddbeiting, tónfræði og samsöngur.Tímar verða á mánudögum frá klukkan 18:30 til 20:00 og hefst námskeiðið þann 9. september. Kennari verður Margrét J. Pálmadóttir. í Kvennakórinn og Léttsveitina verða þriðjudaginn 3. september kl. 18:00-21:00 og fimmtudaginn 5. september kl. 17:00-20:00. Skráning fer fram á skrifstofu Kvennakórsins að Ægisgötu 7. ■ Nýi söngskólinn „Hjartans mál” ■! - MHI Söngskólinn er starfræktur í húsi Kvennakórs Reykjavíkur og býður upp á einsöngsdeild og undirbúningsdeild. Allar æfingar fara fram í húsnæði Kvennakórs Reykjavíkur að Ægisgötu 7. Innritun og frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 6460 dagana 2. september kl. 10-19 og 3.september kl. 10-12 og 16-20. Kvennakór Reykjavíkur svipaðri hæð og margir Alpatindar (3.750 m). Gömul tíbetsk steinhús mynda mest af þorpinu en nýtísku steypu- og glerhýsi, lág þó, eru víða við auruga aðalgötuna, þar sem hundar, geitur og uxar spásséra inn- an um vingjarnlegt fólkið. Þama er líka kínversk herstöð, skammt frá vel búnum skóla þar sem kennsla fer fram á tíbetsku og stóru sjúkra- húsi. Kínveijar, sem tóku völdin í Tíbet á 6. áratug aldarinnar, hafa mörg brot gagnvart sjálfræði og menningu Tíbeta á samviskunni en andstæðurnar í Nyalam sýndu að þeim hefur líklega ekki tekist að breyta miklu um hefðir, lífshætti og vilja Tíbeta sem forsmá þó hvorki nútíma skóla né heilsugæslu. í raun er Kína svo íjarri Tíbetum í huga og í stjórnmálum að farsæl framtíð getur aðeins falist í sjálfræði heima- manna, hvernig svo sem því verður á komið eða því háttað. Stundum duttum við ofan í um- ræður um Tíbet og Kína, við ferða- félagarnir; meira að segja þar sem við lágum í þvældum rúmum í gisti- húsi með moldargólfum og engri vatnslögn, og gerðumst íhugulir. Mestur tíminn fór þó í göngur þessa þijá daga í „láglendisbyggðinni". Við fórum m.a. með ökrum og selj- um upp að fjailavatninu Tara Tso og sáum fjallarisa Langtang Himal; firnabratta ístinda eins og Doije Lapka (6989 m) en Shisha Pangma var hulið skýjum. Einn tind, nafn- lausan en rétt um 5.000 metra há- an, klifum við líka og sáum fjallar- isa Rolwaling í austrinu. Mér þótti eigið úthald þokkalegt og tókst ágætlega að aðlagast hæðinni. Hægferð okkar að takmarkinu var með vilja gerð; til þess að líkaminn, einkum blóðrás og öndun, aðlagaðist æ minna súrefni. Einn okkar varð þó hæðarveikur og varð að snúa heim eftir bjúgmyndun í lungum. Skýjum ofar Eins dags ökuferð, fyrst á vegin- um til Lasha, síðan á eins konar „Sprengisandsvegi“, lá fyrir okkur þar til gönguferðin í grunnbúðir gat hafist. Norður af Nyalam var land- ið hijóstrugt nema í dalbotnum. Litlar þyrpingar steinhúsa og stein- garða mynda landbúnaðarsambýli eins og þau hafa verið frá alda öðli. Akrar í hlíðunum virtust smáir en í dalbotnum þrífst hirsi og harð- gerð hrísgijón. Klausturrústir sáum við en heimsóttum líka fullbúið klaustur, Pengyenling Gompa. Þar sýndu elskulegir munkar okkur helgidóm Milarepa en hann var munkur og skáld, uppi kringum 100 e.Kr. Þeir blésu fyrir okkur í lúðr- ana miklu og lærlingar, á aldrinum 7-14 ára, glettust við okkur og sníktu kúlupenna sem eru mikil dýrindi í þeirra augum. Smám saman varð landið nær alveg gróðursnautt, fjöllin marglit eða nærri svört og landslagið minnti víða á íslenska hálendið. Enn sáust afar stijál þorp, jakuxahjarðir, ríð- andi menn og stöku geitahirðir með hópinn sinn. Hæðarmælar ferðafé- laganna nálguðust 5.000 metrana á meðan bílarnir paufuðust upp kollótt fjöll í skarðið Lalung Leh. Þar efst áðum við. Vörður, lítil alt- öru, stangir með bænaflöggum og myndarlegur vegvísir skreyttu mel- ina en útsýnið fékk okkur til að grípa andann á lofti. Hásléttur Tíb- ets að sjá svo langt sem augað eygði í norðri en snjófjöll Nepals í austri. I suðvestri fangaði fjallgarð- ur augu okkar af því að þar hreykti sér risinn í hópnum; loksins skýjum ofar og glitrandi: Shisha Pangma með sína ríflega 8.000 metra hæð yfir sjó. Þetta var þá fjallið „mitt“. Nú leit ég það eftir langa fer og enn lengri undirbúning heima. Auðnað- ist mér nokkurn tíma að komast þama upp, langleiðina i þotuflugs- hæð? Nú fyrst fundum við flest til spennunnar sem er ein af lífæðum fjallamennskunnar. Þakkir til stuðningsaðila: Hugrún, Eimskip, MAX, Líffræðistofnun HÍ með tilstyrk Landsbankans, Seglagerðin Ægir, Pharmaco, GYM80, Safalinn, Glófinn, Snorri Hjnltnson, Bnkarí Friðriks Haraldssonar og Morgunblaðið GATA í Nyalam, Tíbet Bærin Zangmu (kínverska) eða Kasha (tíbetska/nepali) líkt og hangir utan í snarbrattri fjallshlíð. Ein gata hlykkjast um hann, aur- borin og þröng. Þama er forn versl- unarmiðstöð en í nútímanum hópast hundruð bíla í fullkomnu öngþveiti að verslunum og vöruskemmum við götuna einu þar sem skólp, tærar fjallalindir og olía blandast í graut. Brennivín, útvarpstæki, plastskór og ávextir eru seldir í sams konar bárujárnskompu og geymir glóð- heitar hnetur, te og fylltar pönnu- kökur við hliðina á „krambúöinni". Risastórt og fmmstætt „hótel“ verður næturstaður okkar eftir kæruleysislega skoðun lögreglu og tollara við varðstöð bæjarins. Um kvöldið eru allir flutningabíl- arnir allt í einu horfnir og gatan fyllist af misvel búnu fólki að spóka sig. Kínverskar glæsimeyjar í þröngum silkikjólum tipla á há- hælaskóm í leðjunni. Þær eru hér með hópi her- og embættismanna kínverska ríksins. Tíbetskar kyn- systur þeirra eru í síðum þykkum pilsum með skrauthlöð um mittið og marglita klúta vafða um höfuð- ið. Margt er um grænklædda Kína- dáta og Tíbetkarlar með fínu flétt- urnar sínar eru sumir vel búnir en verkamenn margir í tötrum. Þetta er sérkennilegur og líflegur söfnuð- ur en hlandlykt, matarlykt og tað- eimur hangir í loftinu sem fyllist líka af dægurlagasúpu úr mörgum útvarpstækjum og hátölurum. Skyndilega er orðið kalt eftir sólsetur enda við í 2.350 metra hæð. Á skömmum tíma tæmist gatan og ég halla mér, fyrstu nótt- ina í þessu skrítna landi. Hæðaraðlögun í Nyalam Um morguninn silast bílalestin okkar upp skógivaxnar og brattar hlíðar uns gróðurinn verður kyrk- ingslegur og snæviþakin fjöll sjást ofan við háa kamba. Malarvegurinn er víða sundurskorinn eða þakinn hröngli úr skriðum. Það tekur margar klukkustundir að hækka sig um þá 1.400 metra sem marka þennan fyrsta áfanga okkar í Tíbet. Þrír djúpir dalir skerast við ármót þar sem þorpið Nyalam stendur í SHISHA Pangma (t.v.) og Kangbutschen (í miðið), séð frá Langlung Leh. TÍBETSK kona með barn sitt í Zangmu (Kasha).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.