Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Einbýli á Seltjarnarnesi óskast Höfum traustan kaupanda að 180-280 fm einb. á Seltjarnarnesi, gjarnan á einni hæð. Mjög rúmur afhendingartími. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. EIGN4MIÐLUNIN h/f -Abyrg þjónusta í áratugi. MSTtKMUALA Sími: 588 9090 Síðumúla 21 MINNINGAR ÞORA ÁGÚSTSDÓTTIR „HÆTTUM AÐ REYKJA“ Námskeið Heilsuverndarstöðvanna gegn reykingum. Innritun stendur yfir, sími 552 2400 kl. 9-16. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur v/Barónsstíg. Lungna- og berklavarnadeild. + Þóra Ágústs- dóttir fæddist í Stykkishólmi 30. apríl 1935. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 23. ág- úst. í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá. Og skipið lagði landi frá - hvað mundi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, er sumir kveðja. Þannig hefst ljóð Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi og víst er að laugardaginn 17. ágúst skein sólin á heiðum, bláum himni, blámi hafsins var eins djúpur og skýr og hann getur orðið og loftið svo tært að sást til fjarlægra stranda. Þóra talaði oft um þetta fagra útsýni sem við eigum frá Reykjavík og um þá daga sem hún gat séð allt upp að Snæfellsjökli. Hún naut þess á sama hátt og hún skynjaði til fulls svo margt sem aðrir taka sem gefið og gleyma að sjá í amstri dagsins. Eg kynntist Þóru þegar hún kom BÚSETI ALMENNAR IBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í SEPTEMBER 1996 Allir félagsmenn geta sótt um þessar íbúðir, þ.ám. þeir sem eru yfir eigna/og tekjumörkum. Staður: Breiðuvík 7, 112 Reykjavík Herbfj.: 3 Nettó m2 77,2 Búseturéttur: 840.312 kr. Búsetugj.: 44.031 kr. Til afhend.: Desember FELAGSLEGAR IBUÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í SEPTEMBER 1996 Aðeins félagsmenn innan eigna- og tekjumarka geta sótt um þessar íbúðir: Staður: Herbfj.: Nettó m2 Búseturéttur: Búsetugj.: Til afhend.: Berjarimi 3, 112 Reykjavík 2 66,1 1.112.636 kr. 35.191 kr. Samkomulag Berjarimi 7, 112 Reykjavík 2 64,8 1.091.430 kr. 33.841 kr. Samkomulag Berjarimi 7 112 Reykjavík 2 67,47 1.134.985 kr. 33.598 kr. Samkomulag Laufengi 5, 112 Reykjavík 2 64,31 637.050 kr. 23.709 kr. Sem fyrst Frostafold 20, 112 Reykjavík 3 78,1 1.340.572 kr. 35.603 kr. Samkomulag Frostafold 20, 112 Reykjavík 3 78,1 957.511 kr. 37.628 kr. Desember Berjarimi 5, 112 Reykjavík 3 71,8 1.205.618 kr. 37.002 kr. Samkomulag Skólatún 2, 3 225 Bessastaðahr. 92,5 1.213.062 kr. 32.269 kr. Fljótlega Garðhús 2, 112 Reykjavík 3 79,7 1.305.918 kr. 30.252 kr. Sem fyrst Hvernig sótt er um íbúð: Umsóknir um íbúðirnar þurfa að hafa borist Búseta hsf. fyrir kl. 15 þann 9. september á eyðublöðum sem þar fást. Athugið að staðfest skattframtöl sl. þriggja ára þurfa að fylgja umsókn. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gildi. Upplýsingar um skoðunardag íbúða og teikningar fást á skrifstofu Búseta. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 11. september kl. 12.00 í fundarsal Hamragarða, Hávallagötu 24,101 Reykjavík. ATH. Þeir félagsmenn sem eru með breytt heimilisfang vinsamlegast látið vita til að fréttabréfið BÚSETINN berist á réttan stað. BÚSETI Hamragörúum, Hávaltagotu 24. 101 Reykiavfk, sími 552 5788. frá Stykkishólmi og fór að vinna hjá okkur í Háaleitisútibúi Bún- aðarbankans, fyrst sem almennur starfs- maður og skömmu síð- ar sem skrifstofu- stjóri. Við unnum mik- ið saman enda störf okkar samtengd og áhugi hennar og þekk- ing á bókhaldi og út- lánum mikil. Má segja að við höfum setið hlið við hlið við vinnu síð- astliðin 10-12 ár. Þóra var skarp- greind kona og þekking hennar á bókhaldshlið og uppbyggingu bankakerfisins var ómetanleg. Hún var sem hafsjór af upplýsing- um sem hægt var að leita í við öll tækifæri og ef hún ekki vissi eitt- hvað var hún fljót að átta sig á hvar upplýsingarnar mátti finna. Að öllum öðrum ólöstuðum get ég með sanni sagt að af engum öðrum hef ég lært eins mikið í starfi og Þóru Agústsdóttur. Þrátt fyrir sína miklu þekkingu var Þóra ákaflega hógvær kona og gat gengið í öll störf af jafnmiklu látleysi og hóg- værð. Hún var skilningsríkur og þægilegur yfirmaður, var aldrei með ásakanir eða yfirgang og sýndi verulegan áhuga á fólki sem manneskjum en ekki bara sem vinnuafli. Við mig var hún einstök; hugulsöm og hlý eins og.móðir, kærleiksrík, fróð og skemmtileg sem besti vinur. Fyrstu árin sem við unnum sam- an var verið að tölvuvæða bankana og vinnan sem fylgdi var oft gífur- leg, og voru þau mörg kvöldin og helgarnar sem við Þóra og fleiri vorum að vinna langt fram á kvöld. Þannig er líf okkar flestra að við eyðum stórum hluta ævinnar í vinnunni og verða því vinnufélag- arnir mikilvægur hluti af þeim fé- lagsskap sem við njótum utan fjöl- skyjdunnar. Ég lærði að bera mikla virðingu fyrir Þóru sem vinnufélaga og þeg- ar fram liðu stundir kynntist ég hennar stórkostlegu víðsýni, þekk- ingarþörf og áhuga á öllu mögu- legu varðandi lífið og tilveruna. Hún hafði mikla þörf fyrir að læra alltaf eitthvað nýtt og eyddi nokkr- um mánuðum í Þýskalandi við þýskunám og einnig nokkrum mánuðum í Boston í Bandaríkjun- um við nám í ensku. Flesta vetur fór hún í eitthvert nám í kvöldskól- um bara af einskærum áhuga og löngun til að vita meira og þroska sig. Við notuðum á síðari árum allar lausar stundir til að ræða heimspeki og guðspeki ásamt svo ótrúlega mörgu öðru, en þar hafði hún ótæmandi áhuga og víðsýni og skilning sem er svo sjaldgæfur að það var eins og að finna glitr- andi perlu í öllu mannhafinu. Þóra var ákaflega trúuð kona og var alveg viss um að dauðinn væri aðeins umbreyting, eða flutningur á önnur svið. Hún trúði á eilífðina og hafði ákaflega fallega og bjarta mynd í huga sér í þá veru. Hún var skemmtilegur sögumaður og sagði iðulega á sinn þýða og glað- lega hátt frá löngu liðnum atburð- um og oft var hlegið inniiega að einhverjum fyndnum sögum sem alloft báru með sér boðskap í dæmisögustíl og voru því líka umhugsunarefni. Þóra hafði mik- inn áhuga á jafnréttismálum en var þó aldrei „kvenremba" sem stundum vill fylgja. Hún vildi sjá konur komast áfram og að þær fengju jöfn tækifæri. Hún átti því erfitt með að horfa uppá að geng- ið væri framhjá góðum konum við stöðuveitingar. Hún átti forláta bók á borðinu hjá sér sem var „hugleiðing fyrir konur sem vinna of mikið“ og oft glugguðum við örlítið í hana en þar voru hugleið- ingar fyrir hvern dag mánaðarins. Oft þegar dagar voru þreytandi kom hún til mín með bókina og sagði „Jæja, Gugga mín, nú lesum við orð dagsins.“ Þóra hvatti mig til dáða og studdi, bæði við vinnu og sem persónu og ég á eftir að sakna hennar óendanlega en sá dagur mun koma að við munum hittast aftur og drekka saman „andlegt kaffi úr bláu könnunni hennar“ og spjalla saman um ei- lífðina og speki alheimsins á ný. Ég votta hennar góðu börnum og ölium hennar aðstandendum og vinum mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau öll. Guðbjörg Hermannsdóttir. Af sérstökum ástæðum er til sölu lítið iðnfyrirtæki ásamt verslun. Besti sölutími framundan. Húsnæði fyrirtækisins einnig til sölu (leiga þó möguleg). Upplýsingar á FASTEIGNAMIÐLUN VESTURLANDS í síma 431 4144. iIÓLl FASTEIGNASALA - HÓLL af lífi og sál 5510090 OPIð HÚS í DAG FRÁ KL. 14 - 17 Frostafold 36, 2. hæð í dag býðst ykkur að skoða stórglæsilega 100 fm 3ja til 4ra herb. íbúð sem er á 2. hæð í nýlega máluðu fjölbýli. Parket á gólfum, vönduð innr. í eld- húsi og marmari á baði. Þetta er eign í sérflokki. Áhv. byggingasj. til 40 ára 5,1 millj. Verð 8,7 millj. Margrét og Ólafur bjóða ykkur velkomin. Hringbraut 37, 2. hæð Vorum að fá í sölu fallega 80 fm 3ja herb. endaíbúð á 2. hæð. Einstaklega hentugt fyrir námsfólk. Eigninni fylgir 11 fm sérherbergi í risi sem er með aðgangi að snyrtingu (leigumögul.) Sérgeymsla í kjallara, hús í góðu standi. Steinsnar frá Þjóðarbókhlöðunni. Verð 6,3 millj. Bryndís og Guðmundur bjóða ykkur velkomin. Sogavegur 136, l.h.t.h Vorum að fá í sölu fallega mikið endurn. 53 fm íbúð á 1. hæð með sérin- ngangi. Eigninni fylgir bílskúr. íb. er laus strax. Líttu á verðið aðeins 5,9 millj. Ari og Laufey bjóða ykkur velkomin í dag milli kl. 14—17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.