Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 15 „En hvemig er að vera dómari undir þessum kringumstæðum, með svo mikla ábyrgð á sínum herðum?“ „Það er oft mjög erfitt en auðvit- að miserfitt. Ég hygg að það sé flestum dómurum erfiðast þegar þeir standa andspænis því að dæma fólk til refsivistar, sérstaklega ef það eru ungir menn sem hafa ekki áður hlotið slíkan dóm. Og auðvitað geta verið mörg erfið mál sem ekki fjalla um refsingar heldur eru þræt- ur milli einstaklinga eða einstakl- inga og ríkis. Þar er oft verið að íjalla um mikilvæg réttindi fólks. Ékki er sem sagt einungis verið að dæma um örlög manna sem hafa brotið af sér, heldur að dæma um mikilvæg réttindi og mikla hags- muni. Slík mál geta jafnframt því að vera erfið og krefjandi verið heill- andi fyrir dómarann. Það er kostur- inn við þetta starf. Hingað koma alls konar mál af öllum gerðum. Dómari kynnist því öllum hliðum mannlegs lífs.“ Sú spurning vaknar hvort komi fyrir að fólk leggi fæð á dómarann og hvort hann geti orðið fyrir ásókn, jafnvel árásum af þeim sökum. Haraldur Henrysson kveðst ekki verða mikið var við það en á löngum dómaraferli eins og hans hafi hann auðvitað orðið var við slíkt í ein- stöku tilfelli. En það sé aldrei neitt sem ástæða sé til að kvarta yfir. Og hann neitar því að nokkum tíma hafi til þess komið að þurft hafi lögregluvernd. Sem betur fer sé okkar þjóðfélag enn svo heilbrigt. „Nú er stjórnarskráin okkar göm- ul dönsk stjórnarskrá með nokkrum bótum á. Er ekki bagalegt fyrir dómara að hún er aldrei endurskoð- uð. Er hún ekki orðin ykkur dómur- um erfið? “ „Það má kannski segja það en það er hlutverk dómstóla að túlka þá stjómarskrá og lög í anda nýrra tíma ef svo má segja. Þegar við erum að túlka til dæmis mannrétt- indaákvæði stjórnarskrárinnar verð- um við að hafa í huga alþjóðlega samninga sem við höfum gert um þau efni og það_ hefur verið gert í auknum mæli. Ákvæðin eru nægi- lega rúm til þess að við getum gert það. Það er nú svo að löggjöfin gefur ekki einhlít svör við öllum til- vikum sem upp kunna að koma. Oft kemur það í hlut dómstólanna að fylla í eyðurnr og þannig mynda þeir í raun réttarreglur, sem byggt er á í framtíðinni." Nýja aðstaðan Við víkjum talinu að nýja Dóm- húsinu. Haraldur segir breytingar fyrst og fremst verða á vinnuaðstöð- unni. Við Hæstarétt starfa nú 18 manns, fjölgar um þrjá við flutning- ana. Það eru níu dómarar, hæsta- réttarritari, tveir löglærðir aðstoðar- menn, nýr bókasafnsvörður og tveir dómverðir, fjölgar um einn, og þrír ritarar. Dómararnir fá góðar skrif- stofur og eru nú allir á sömu hæð- inni með ritunarþjónustu. Starfsað- staða dómara er núna alveg að- greind frá annarri afgreiðslu, sem fram að þessu var á sama stað. Ritarar sem dómararnir voru að vinna með hafa jafnframt verið í afgreiðslu. Nú verður starfsaðstaða dómara og þeirra ritara alveg ótru- fluð af umferð i húsinu. Það er al- veg lokað svæði. Á fyrstu hæðinni er afgreiðsia og málflytjendur fá mjög bætta aðstöðu fyrir sig, m.a. herbergi til að ræða við sína skjól- stæðinga meðan þeir eru fyrir rétti. Tvö aukaherbergi eru í húsinu, svo gert er ráð fyrir að fjölgað geti um tvo dómara og tilsvarandi að- stoðarmenn. Haraldur telur þó ekki að svo verði í bráð. „Ég tel að Hæstiréttur verði ekki miklu stærri stofnun en hann er. Það er ekki æskilegt. Ef Hæstiréttur myndi ekki ráða við málafjöldann, miðað við þær forsendur æm ríkja í dag, þá held ég að þyrfti að fara að huga alvarlega að stofnun milli- dómstigs. Hæstiréttur á að vera sá dómstóll sem samræmir og gætir réttareiningar og það verður erfiðara eftir því sem hann verður stærri. Ef t.d. þarf að starfa í fleiri deildum." Málum fjölgar, biðtími styttist Á síðustu árum hefur málum stöðugt verið að fjölga og dómum réttarins hefur fjölgað fram á síð- ustu ár. Voru yfír 500 á síðasta ári. „Það hefur byggst á þessu aukna vinnuálagi sem verið hefur, en með auknum kröfum hefur verið reynt að sporna við fjölguninni. Þegar dómurinn fór í réttarhlé núna 1. júlí voru óafgreidd mál 140 tals- ins en á sama tíma fyrir tveimur árum 280. Það sýnir hvað áunnist hefur. Við gerum okkur vonir um að biðtími mála frá því að þau eru tilbúin til málflutnings og þangað til þau eru flutt verði innan skamms um það bil hálft ár og það teljum við að verði orðið nokkuð ásættan- legt.“ „ Ég er mjög ánægður með þetta nýja hús,“ segir Haraldur. „Nú eru í Hæstarétti tveir fullkomnir dóm- salir í staðinn fyrir einn. Og þar að auki einn þingsalur sem er hægt að hafa málflutning í líka. Þetta þýðir það að við getum verið með málflutning á tveimur til þremur stöðum á hveijum einasta degi. Með góðu móti gátum við aðeins verið á einum stað. Að vísu höfum við síð- ustu 2-3 árin útbúið aðstöðu niðri á fyrstu hæðinni, sem var fundarsal- ur, en það er mjög ófullkomið og varla boðlegt til málfutnings. Þar er t.d. engin áheyrendaaðstaða. Þetta auðveldar dóminum mjög að halda fullum afköstum. Sérstaklega Þegor dómurinn fór í rétt- arhlé núna 1. júlí voru óafgreidd mól 140 talsins en ó sama tíma ffyrir tveimur órum 280. Þaö sýnir hvað óunnist hef ur. Við gerum okkur vonir um að biðtími móla fró því að þau eru tilbúin til mólflutnings og þangaö til þau eru flutt verði inn- an skamms um það bil hólft ór og það teljum við að verði orðiö nokkuð ósættanlegt." þegar unnið er að því að fækka málum.“ Dómsstörf og útivist Haraldur Henrysson kom í Hæstarétt sem sakadómari með reynslu í sakamálum og opinberum málum. Hann starfaði meira og minna að dómsstörfum allt frá því hann útskrifaðist lögfræðingur frá Háskóla íslands 1964, fyrst sem fulltrúi hjá bæjarfógeta í Kópavogi þar sem hann sinnti m.a. opinberum málum, fógetaréttarmálum og öðru en fulltrúar unnu þá mikið að dóms- störfum. Þar var hann í 9 ár. Frá 1973 var hann skipaður sakadómari í Reykjavík, en þá var skilið á milli sakadóms og borgardóms þar til héraðsdómur var stofnaður. Árið 1988 var hann settur hæstaréttar- dómari í fjóra mánuði og síðan skip- aður fastur dómari frá 1. janúar 1989. Það hefur hann verið síðan og var kosinn forseti réttarins frá síðustu áramótum. Áður en Haraldur varð hæstarétt- ardómari vann hann mikið í félags- störfum, einkum öiyggismálum sjó- manna og slysavarnamálum, í stjórn og síðast forseti Slysavamafélags íslands frá 1982-1990. Sá hann ekki eftir að þurfa að sleppa því öllu? „Vissulega hafði maður mikið út úr því og mikla ánægju af að starfa með áhugafólki á sviði félagsmála út um allt land,“ svarar hann. „Þó ekki sé beinlínis gert ráð fyrir því að menn þurfí að draga sig út úr svona félagsstarfí við mannúðar- og líknarmál, þá er starf hæsta- réttardómara svo krefjandi að menn hafa vart tíma til að sinna öðru að ráði. Og það er heppilegra að vera ekki tengdur neinu slíku. Beinlínis er ætlast til þess að hæstaréttar- dómarar sinni ekki neinu sem teng- ist atvinnulífínu eða þvílíku og reynt hefur verið að draga eins og kostur er úr þátttöku dómara í öðrum störf- um, m.a. nefndum og ráðum. Af- staða dómaranna í dag er yfirleitt sú að sinna sem fæstu fyrir utan starf réttarins, þó ekki sé kannski hægt að telja öll störf því ósamrým- anleg." „Verður þá ekki einmanalegt í sæti hæstaréttardómara?" „Ég held að það leiði óhjákvæmi- lega til þess að menn einagrist svo- lítið. En það er ágætur félagskapur á sviði fræðimennsku og lögfræði, sem maður reynir sérstaklega að halda tengslum við.“ Haraldur Henrysson er fjöl- skyldumaður. Kona hans er Elísabet Kristinsdóttir matarfræðingur að mennt. Þau eiga 15 ára gamlan son. Hvað gerir forseti Hæstaréttar þegar hann á frí? Hann kveðst allt- af hafa haft áhuga á útiveru. „Við eigum sumarbústað í Grímsnesi þar sem við erum talsvert og erum að reyna að rækta. Og ég hef gaman af að fara í golf þó ég sé ekki mik- ill sportmaður. Hef satt að segja ekki mikil tök á því. Á yngri árum var ég í björgunar- sveit en slysavarna- og björgunar- mál voru mér mikið áhugamál. Sér- staklega var ég mikill áhugamaður um öryggismál sjómanna en á mín- um skólaárum var ég mikið á sjó. Fyrir utan það að vera í Slysavarna- félaginu var ég í 10 ár formaður rannsóknanefndar sjóslysa. Það veitti manni mikla innsýn í þau mál. Á mínum tíma var staðið að því að stofna Slysavarnaskóla sjó- manna sem er um borð í Sæbjörgu. Það held ég að hafi verið farsælt spor á sínum tíma í sambandi við öryggismálin. Ég tel að þurfi alltaf að hlúa að og efla þá starfsemi. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðfélagið að hafa félagsskap bæði á þessu sviði og öðrum þar sem starfa sjálfboðaliðar úr öllum stétt- um fyrir þjóðfélagið. Það verði seint ofmetið." „Ég held að það sé ákaflega mikilvægt fyrir dómara að hafa þekkingu á ýmsum sviðum og snertingu við þjóðfélagið," segir Haraldur. „Það sé einn af grunvall- arþáttunum í starfi dómara að hann þekki þjóðlífið og greini æðarslögin í því. Kristján Jónsson, fyrsti dóm- stjórinn, eins og það hét þá, hafði orð á því þegar Hæstiréttur var settur í fyrsta sinn hversu mikil- vægt það væri fyrir dómara til að geta skapað sér glögga mynd í hveiju máli að þekkja þjóðfélagið og helstu þætti þess. Það væri ekki lögfræðin ein sem mikilvægt væri að þekkja, heldur líka reynsla og þekking." UNNIÐ er af kappi að því búa nýja húsið undir að taka við starfsemi Hæstaréttar sem nú fær tvo rúmgóða fundarsali. í sátt við umhverfið • Landsins mesta úrval af lífrasnt rasktuðum afurðum • Nú ferskt lífrasnt raektað íslenskt grænmeti Yggdrasill, Kárastíg 1, Rvík. s. 562-40Ö2 sérverslun með náttúruvörur oq lífrasnt rasktaðar matvörur. Opið 12-18> virka daga, laugard. 11-13 Full búð af nýjum vörum \oppskórinn Ioppskóri • I Ai ii- A I ml nn > Veltusundi við Ingólfstorg •Sími 552 1212. Utsölumarkaður Austurstræti Sími 552 2727. V Nú geta allir lært að syngja Hóptímar ungir sem aldnir, laglausir sem lagvísir Einkatímar Hópnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna Barna- og unglinganámskeið aldursskipt söngnámskeið Einsöngsnám fyrir byrjendur og lengra komna Sveifiudeild söngleikjatónlist, gospel, jass og blues Sönghópur Móður jarðar gospel og heimstónlist jass • blues I vetur mun kanadíska jass/blues söngkonan Tena Palmer kenna við skólann - frábær söngkona sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyrir söng sinn! Söngsmiðja fyrir hressa krakka • ••••»•••••••••••••' Söngur, tónlist, hreyfing, leikræn tjáning. Námskeiðin eru aldursskipt frá fimm ára aldri og eru góður undirbúningur fyrir áframhaldandi tónlístarnám. Börnin öðlast meira sjálfstraust og einbeitingarhæfni eykst. rpííL A6. •*** SÖniGSMIÐJAIU ehf. Söngskóli og söngsmiðju HVERFI5CÖTU 76 REYKJAVÍK A Upplýsingar og innritun í síma: 561 2455 • faxi: 561 2456 eða á skrifstofu skólans, virka daqa frá kl. 11 - 18. LTta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.